Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 13
Náttúrubarn Nichole, börn og eiginmaður í sumarfríi á heimaslóðum í Michigan. Nichole telur forréttindi að búa í Breiðholti og vera með Elliðaárdalinn bókstaflega í bakgarðinum. námi. Þau urðu ástfangin og fluttu til Íslands þegar Garðar þurfti að klára bóklegan hluta bakaranámsins. Eftir námið var ætlunin að flytja aftur til Bandaríkjanna eða til Evrópu. Nich- ole var byrjuð í leikskólakennara- námi og komin með vinnu á leikskóla í Bretlandi. „En þá breyttust aðstæður þeg- ar ég varð ófrísk að okkar elsta barni sem fæddist 2008,“ segir Nichole og bætir við að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að búa áfram á Íslandi því fæðingarorlofið sé svo miklu betra hér. „Ég hefði fengið níu vikur í Bret- landi og Garðar helmingi minna. Það var stundum erfitt þegar launin minnkuðu í fæðingarorlofinu en við fundum okkur alltaf einhverja leið. Það var of dýrkeypt að sleppa fæð- ingarorlofinu á Íslandi. Vildi læra íslenskuna vel Þegar við vorum endanlega sest að á Íslandi ákvað ég að leggja mig fram um að læra íslenskuna vel. Ég fór á leikskólakennarabraut í fjar- námi og fékk greiðslur frá Reykjavík- urborg þegar ég sat staðlotur,“ segir Nichole og bætir við að stuðningurinn hafi skipt miklu máli og það eina sem Reykjavíkurborg fór fram á var eins árs ráðning að loknu námi. „Ég starfaði á leikskólum Reykjavíkurborgar og var orðin leik- skólastjóri þegar ég settist inn á þing árið 2016. Það var sorglegt að fá ekki að sitja lengur á þingi. Mér fannst ég rétt vera að finna mig í starfinu þeg- ar kosið var aftur. Það hefðu allir gott af því að setjast inn á þing og læra hvernig samfélagið virkar og gera sér grein fyrir að það er ekki alltaf hægt að gera allt fyrir alla á sama tíma.“ Nichole hefur ekki tekið ákvörð- un um framboð til borgarstjórnar. „Ég hef lýst því yfir að ég þrái að vinna fyrir fólkið í Reykjavík, það gerði ég á þinginu og það hef ég gert í mínum störfum. Framkvæmdastjórn er að vinna að innra starfi hjá Bjartri framtíð og ég tek engar ákvarðanir fyrr en því er lokið,“ segir Nichole ákveðin. Auk þess að hafa brennandi hugsjón fyrir samfélagsmálum er Nichole að eigin sögn mikill lestrar- hestur og elskar að vera úti í nátt- úrunni. „Það eru forréttindi að búa í Breiðholtinu með Elliðaárdalinn bók- staflega í bakgarðinum. Ég elska tónlist, að hreyfa mig, hjóla og vera í góðum félagsskap. Ég saknaði þess þegar ég flutti til Íslands að vera ekki í félagsskap og á Íslandi lærði ég að vera feimin,“ segir Nichole og bætir við að það geti verið erfitt að komast inn í hópa hjá Íslendingum. „Það eiga allir æskuvini og fjöl- skylduböndin eru sterk. Ég upplifði mig oft einmana fyrstu árin á Íslandi. Það skiptir máli að tala íslenskuna vel; það er borin meiri virðing fyrir þér og tækifæri til vinnu og félags- skapar eru fleiri ef þú ert góð í ís- lensku,“ segir Nichole sem tók ís- lenskuna fastari tökum eftir að hún ákvað að mennta sig sem leikskóla- kennari. „Það var mikil áskorun að fara í námið og ég vissi að ég þyrfti að vera góð í málinu ef ég ætlaði mér frama í starfi. Ég varð sem dæmi að hafa get- una til þess að skrifa skýrslur á góðu máli sem leikskólastjórnandi.“ Nichole dreymdi um að verða kokkur en diplómagráða sem hún kom með frá Bandaríkjunum dugði ekki til þess að fá vinnu og hún lagði drauminn á hilluna. Nú nýtur hún þess að elda hvenær sem tækifæri gefst. „Þar sem eiginmaðurinn er bak- ari og ég ástríðukokkur settum við upp eins stórt eldhús og hægt var í nýja húsinu okkar. Garðar sér um súrdeigsbaksturinn og ég sé um að elda í Miðjarðarhafsstíl en það er uppáhaldsmaturinn minn. Það er ekkert betra en að elda íslenskan lax á Miðjarðarhafsvísu. Ég fór til Grikk- lands síðasta sumar að vinna með hælisleitendum og þar lærði ég nýja matreiðslu af sýrlenskum stelpum,“ segir Nichole. Málefni innflytjenda og flótta- manna eru Nichole hugleikin. Hún segir mikilvægt að taka vel á móti fólki og vanda upplýsingagjöf. „Það er mikilvægt að kynna skriflegar reglur en ekki síður rétt- indi og skyldur. Það þarf líka að kynna fyrir innflytjendum óskrifaðar reglur í samfélaginu. Ég lagði mig fram sem leikskólastjóri um að kynna foreldrum réttindi í þjóðfélaginu. Það er kannski ekki í verkahring leik- skólastjóra en ég taldi það mikilvægt. Það eru til foreldrar sem vita ekki af frístundakorti Reykjavíkurborgar. Leikskólar gegna mikilvægu hlut- verki í skólakerfinu og eru oft fyrsta skrefið inn í skólakerfið og hugs- anlega fyrstu samskipti við foreldra,“ segir Nichole. Erfitt að viðurkenna vanlíðan Nichole var í hópi þeirra sem fóru fyrir Metoo-byltingu kvenna af erlendum uppruna. „Við vorum smeykar þegar við fórum af stað og vissum ekki hvað myndi gerast. Við fundum fljótt já- kvæð viðbrögð og breytingar í sam- félaginu. Í stað þess að sökkva sér of- an í sögur kvennanna var farið að leita lausna. Fólk fór að tala við inn- flytjendur og spyrja þá að nafni á vinnustöðum. Fjölmiðlar tóku mjög jákvætt á málum og stóðu sig vel sem fjórða valdið. Metoo-byltingin gaf okkur tækifæri til þess að hætta að skammast okkar. Það var ekki auð- velt að viðurkenna það sem klár kona að mér liði ekki vel og vissi ekkert hvað ég ætti til bragðs að taka þegar ég var skilin ein eftir í herbergi með börnunum á leikskólanum. Ég skildi ekkert hvað þau sögðu og vissi ekki þegar þau hlógu hvort þau væru að hlæja að mér. Það er erfitt að vera undir í samfélaginu og ennþá erfiðara að viðurkenna það.“ Nichole segir að strax eftir að erlendar konur stigu fram í fjöl- miðlum hafi sviðstjóri hjá Reykjavík- urborg haft samband og spurt hvað mætti gera betur og hvaða mál ætti að setja í forgang. „Ég er á leið á fund í velferðar- ráðuneytinu til þess að ræða hvernig hægt er að bregðast við og verkalýðs- hreyfingin hefur óskað eftir samstarfi við rannsókn sem þau ætla að gera um hvað hægt sé að gera betur og hvernig hægt sé að valdefla konur á vinnustöðum. Ég fæ líka að vera hin- um megin við borðið og mæta á fund allsherjar- og menntamálanefndar,“ segir Nichole sem var nýkomin af fundi í Menntaskóla Kópavogs þar sem hún hélt fyrirlestur um móttöku- áætlun erlendra nemenda. „UN Women sýndi okkur þann heiður að fela okkur að taka þátt í við- burðinum Milljarður rís í Hörpu 16. mars. Erlendar konur munu þar lesa sögur sínar og Elíza Reid forsetafrú verður með okkur,“ segir Nichole sem leggur áherslu á að allir geti lagt sitt af mörkum við að gera samfélagið betra og taka vel á móti innflytj- endum. Á endanum græði allir á því. Grikkland Nichole bauðst að starfa við leikskóla fyrir flóttabörn í SOS-barnaþorpi í Grikklandi. Áhugasöm Þingkonan mætti eins og vanalega sem páskakanína á gamla leikskólann sinn Ösp. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Það er ósjaldan þannig að égeigi mér ekki einhvermarkmið til að stefna að.Sumum markmiðum nær maður og öðrum ekki. Þau hafa ver- ið sérstaklega mörg upp á síðkastið enda eiga þau það til að fjölga sér í lotum. Mig langaði að læra rúss- nesku en þá rifjaðist upp fyrir mér að ég væri með fínan grunn í þýsku og það væri dapurlegt að byggja ekki á honum. Ég mundi síðan að ég hefði alltaf verið hrifnari af ítölsk- unni og langaði raunar að læra öll þessi tungumál og fleiri til. Ofan á þetta bættist löngun til að finna sköp- unargáfunni farveg með því að læra að mála og teikna. Betra líkamlegra form var líka ofarlega á listanum. Tíminn er hins vegar af skornum skammti og á meðan ég gleymdi mér í pælingum um hvað af þessu ég ætti að taka mér fyrir hendur, og frestaði því þannig að hefjast handa, áttaði ég mig á því að herbergið mitt var í óreiðu. Gluggakistan var þakin ryki, hálftóm kók- dós stóð á náttborðinu og sloppurinn lá á herbergis- gólfinu við hliðuna á sokk- um sem áttu frekar heima í óhreina tauinu. Þessi stutta lýsing er alls ekki tæmandi. Óreiðan í herberginu var ekki til þess fallin að koma reglu á óreiðuna í huganum, hún magnaði hana fremur upp og leiddi til þess að litlu var komið í verk. Núna er ég hins vegar byrjaður á réttum enda. Herbergið er tandur- hreint og allt í röð og reglu eins og það á að vera, sérstaklega þegar maður ræðst í stórt verkefni eins og að læra tungumál upp á tíu eða listsköpun frá grunni. Sumir segja að það að byrja í rækt- inni auki sjálfstraustið og ég er ekki í vafa um að tiltekt í herberginu hefur svipuð áhrif. Það er nefnilega einhvers konar endurgjöf á milli hugarástandsins og nær- umhverfisins. Skipulagt umhverfi elur skipulagða hugsun sem aftur getur komið skipulagi á umhverf- ið. Eins geta óreiða í hugs- un og óreiða í umhverfi magnað hvor aðra upp ef maður grípur ekki í taum- ana. »Gluggakistan varþakin ryki, hálftóm kókdós stóð á náttborðinu og sloppurinn lá á herbergisgólfinu. Heimur Þorsteins Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.