Morgunblaðið - 09.03.2018, Page 14

Morgunblaðið - 09.03.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík. Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þróun í smíði skemmtiferðaskipa og búnaði þeirra er ótrúlega hröð þar sem umhverfismál og orkunýt- ing eru í forgrunni,“ segir Pétur Ólafsson, formaður samtakanna Cruise Iceland og hafnarstjóri á Akureyri. Hann segir að mörg skemmtiferða- skip séu í smíðum og mörg þeirra verði knúin nátt- úrugasi. Brýnt sé að huga að því að koma upp birgða- stöð fyrir nátt- úrugas (LNG) og hafi hann m.a. átt í viðræðum við ol- íufélög um uppbyggingu slíkrar stöðvar. Þar telji hann að staðsetn- ing í Dysnesi við Eyjafjörð komi vel til greina. Fylgdarskip með gas „Sumarið 2019 er væntanlegt hingað lítið skemmtiferðaskip sem verður knúið með LNG,“ segir Pét- ur. „Þetta skip verður í ferðum við landið lungann úr sumrinu og þar sem engin birgðastöð með þessu eldsneyti er hérlendis mun minna fylgdarskip með birgðir væntanlega fylgja því. Við höfum því þrýst á að olíufélögin komi að því að koma upp LNG-stöð og höfum nefnt Dysnes í Eyjafirði í því sambandi. Slík stöð myndi ekki aðeins geta þjónað skemmtiferðaskipum heldur einnig annarri umferð á norðurslóðum,“ segir Pétur. Samkvæmt upplýsingum Péturs er reiknað með að 95 skemmti- ferðaskip verði smíðuð fram til 2026. Af þeim verða 18 knúin með nátt- úrugasi og 22 þessara skipa verða sérsmíðuð fyrir heimskautasvæðin. Hönnun þeirra allra miðar að því að gera þau umhverfisvænni en áður. Pétur segir að um borð í skipun- um sé lögð áhersla á flokkun sorps og í nýrri skipum komi sorpið pakk- að og pressað til móttökuaðila í höfn. Útgerðir skemmtiferðaskipa leggi metnað í að þetta sé vel gert og upp- fylli þær kröfur sem Umhverfis- stofnun setur. Þegar skemmtiferðaskip leggist að bryggju í íslenskri höfn sé slökkt á aðalvélum, en ljósavélar séu hins vegar áfram í gangi enda orkuþörfin mikil. Íslenskar hafnir eigi að óbreyttu ekki möguleika á að fjár- magna landtengingar stórra skipa án verulegrar aðstoðar ríkisins, enda um milljarða fjárfestingar að ræða. Hafnasamlag Norðurlands fyrir- hugar að endurbyggja Torfunefs- bryggju í miðbæ Akureyrar á næstu tveimur árum. Þar munu minnstu skemmtiferðaskipin geta lagst við bryggju í framtíðinni. Þessi skip þurfa 2-3 megavött og eru höfnin og Norðurorka að kanna hvort það gangi upp að tengja þessi minni skip við rafmagn við bryggjuna í framtíð- inni. Skógræktarátak hafnarinnar Pétur segir að Akureyrarhöfn sé umhugað um umhverfismál og kol- efnisjöfnun. Þannig standi höfnin fyrir skógræktarátaki þar sem greitt sé fyrir tvö þúsund tré á ári vegna þeirra skemmtiferðaskipa sem hafa viðdvöl í bænum. Auk þess bjóðist farþegum að greiða fyrir sinn hlut í losuninni og kostar hvert tré tvær evrur. Það framtak vakti at- hygli út fyrir landsteinana og voru farþegar duglegir að leggja sitt af mörkum. „Við hyggjumst bæta í á þessu ári og fjölga trjám í átakinu,“ segir Pét- ur. Trén eru gróðursett í grænan trefil í kringum bæinn og er verk- efnið unnið í samstarfi við Akureyr- arbæ, Vistorku og Skógræktarfélag Eyfirðinga. aij@mbl.is Hröð þróun í smíði nýrra skipa  Umhverfið og orkan ofarlega á baugi við hönnun skemmtiferðaskipa  Brýnt að koma upp birgða- stöð fyrir náttúrugas  Dysnes nefnt til sögunnar  Landtenging á rafmagni fyrir minni skip í athugun Framtíðin Stöðugt fleiri skemmtiferðaskip eru búin sólarrafhlöðum til þess að draga úr mengun, en sólarsellurnar virka einnig sem segl. Pétur Ólafsson Tölvumynd/OLIVER DESIGN Alls tóku 14 hafnir hringinn í kringum landið á móti skemmti- ferðaskipum á síðasta ári. Lang- stærstar eru Reykjavík, Akur- eyri og Ísafjarðarhöfn hvað varðar fjölda farþega. Reykja- víkurhöfn tekur við flestum far- þegum og stærstu skipin koma þangað, en mörg þeirra fara einnig til Akureyrar og sum til Ísafjarðar. Fleiri skip komu hins vegar til Hafnasamlags Norðurlands í fyrra en Faxaflóahafna, eða 172 skip á móti 135, en mörg minni skemmtiferðaskipanna koma ein- göngu á minni hafnirnar. Innan Faxaflóahafna eru m.a. Reykja- vík og Akranes, en innan Hafna- samlagsins m.a. Akureyri, Gríms- ey og Hrísey. Fleiri hafnir í startholunum Fleiri hafnir hérlendis hafa tekið á móti skemmtiferðaskip- um en þær 14 sem taldar eru upp í meðfylgjandi töflu, en til dæmis kom ekkert skip til Hafn- ar í Hornafirði í fyrra. Þá eru fleiri hafnir í startholunum og Raufarhöfn og Skagafjörður eru nýir aðilar innan samtakanna. Að samtökunum Cruise Iceland standa hafnir og fyrirtæki sem starfa í þessum geira. Samkvæmt samantekt samtak- anna skildu útgerðir, farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa eftir 7-8 milljarða króna hér á landi í fyrra. Pétur Ólafsson, for- maður Cruise Iceland og hafnar- stjóri á Akureyri, segir að hér verði til um 300 heilsársstörf vegna komu skipanna, mörg þeirra séu á landsbyggðinni. Hagsmunir fyrir marga Margir hafa hagsmuni af komu skipanna. Nefna má að fyrirtæki í ferðaþjónustu skipuleggja ferðir og rútufyrirtæki og leiðsögumenn koma ferðamönnum á leiðarenda. Birgjar sjá um aðföng og nefna má þjónustu skemmtikrafta, við- gerðarþjónustu, sorphirðu og margt fleira. Umboðsmenn þjón- usta skipin, annast samskipti við hafnir, opinbera aðila og birgja. Ríkið fær skatttekjur í formi vita- og tollafgreiðslugjalda og hafn- irnar tekjur af hafna- og þjón- ustugjöldum. Samkvæmt upplýsingum Péturs fóru um níu þúsund farþegar í hringsiglingar um Ísland í fyrra. Þessir farþegar komu flestir með flugi til landsins. Flestir þeirra stoppa í 3-5 daga fyrir eða eftir ferðina hér á landi og búa þann tíma á hótelum í alls hátt í 40 þúsund gistinætur. Oft er einnig gist á hótelum hérlendis, einkum á suðvesturhorninu, þegar far- þegahópum er skipt út hér á landi. Margir koma aftur Í fyrirlestri, sem Pétur hélt fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og fleiri á Akureyri nýverið, kom fram að margir farþegar skemmtiferðaskipa heillast af landi og þjóð og koma hingað aft- ur til lengri dvalar. Til að dreifa álagi um landið er reynt að markaðssetja Ísland sem við- komustað fyrir smærri skip. Þau komast í fleiri hafnir og fleiri njóta góðs af komu þeirra. Pétur segir að Cruise Iceland vinni að ýmsum sameiginlegum málum fyrir hafnir og fyrirtæki í samtökunum. Einkum á það við um aðstöðu í höfnum og bætta innviði fyrir skip og farþega, en einnig markaðsmál svo tveir þættir séu nefndir. aij@mbl.is Skildu eftir 7-8 milljarða króna hér á landi í fyrra Fjöldi farþega með skemmtiferðaskipum 2017 Heimild: Cruise Iceland Farþegafjöldi Reykjavík 128.094 Akureyri 109.365 Ísafjörður 78.732 Seyðisfjörður 19.973 Vestmannaeyjar 12.138 Grundarfjörður 11.142 Djúpivogur 9.365 Farþegafjöldi Hafnarfjörður 7.635 Húsavík 6.971 Grímsey 6.200 Siglufjörður 4.610 Eskifjörður 4.121 Stykkishólmur 2.471 Akranes 181  Flestir farþegar til Reykjavíkur  Fleiri skemmtiferða- skip norður  Um níu þúsund farþegar fóru í hringsiglingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.