Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 VINNINGASKRÁ 45. útdráttur 8. mars 2018 179 9312 19930 32629 41695 51328 60460 72593 198 9442 20221 32973 41788 51383 60825 72861 207 9884 20233 33330 41908 51469 61814 73319 520 10277 20321 33699 41910 51620 62014 73864 761 10932 21248 33853 42317 51673 62292 74005 1067 11304 21292 33975 42765 52052 62845 74045 1520 11398 21836 34204 42819 52057 63139 74269 1793 11882 22249 34231 43713 52538 63174 74426 2070 11934 22844 34454 43834 52873 63178 75410 2197 11991 23058 34568 43888 53497 63468 75483 2416 12168 23681 35432 44428 53653 63555 75519 2718 12575 23699 36206 44577 54049 63854 75652 2858 12807 23752 36291 45217 54054 63921 75666 2913 12916 23779 36541 45400 54972 63974 75942 3108 12998 24296 36601 45908 55092 64334 75949 3423 13030 24541 36790 46707 55098 64343 76399 3618 13537 24777 36857 46834 55203 64983 76492 3636 13915 25224 37062 46881 55276 65500 76503 3772 14534 25464 37185 46963 55295 65507 77471 3920 14640 26210 37347 47175 55334 65741 77596 4153 15015 26490 37548 47304 55542 65845 77781 4280 15052 26656 37895 47345 55989 66010 77952 4289 15180 26983 38279 47667 56100 66108 78345 4444 15193 27106 38470 48036 56428 66384 78518 4549 15478 27662 38946 48151 56762 67008 78568 4833 15854 28305 39093 48312 56938 67417 78692 5111 16430 28978 39614 48910 57653 67911 79076 5220 16676 29235 39889 48992 58180 68137 79176 5735 16847 29980 40302 49135 58587 69079 79361 5833 17338 30388 40504 49727 58699 69116 79817 6080 17383 30896 41106 49801 58711 69216 79858 6562 17480 30998 41120 49961 58732 69685 6586 17716 31119 41136 50122 58868 70172 7031 17922 31300 41215 50125 59124 70329 7946 18766 31384 41242 50490 59429 70402 8637 19201 31513 41289 50739 59670 71185 9138 19822 32335 41492 50940 60103 72049 1272 9797 18988 36356 44669 57364 64228 70943 2247 10539 19105 39795 44949 58232 64555 73022 3264 12733 19344 39806 47342 58855 65304 73658 3950 12914 23721 40692 49013 58944 65830 76071 4025 13128 24328 40836 49995 59304 66353 77683 5237 13342 26270 41092 50480 61893 67773 77926 5571 13861 26345 41144 52825 62110 67966 77949 6122 15326 26475 42070 52915 62114 69487 78472 6848 15651 27299 42703 53080 62732 69589 79825 7231 16533 28027 43173 54065 62871 69753 8155 16723 28890 43955 54109 63053 70342 8836 17930 29921 44087 54194 63807 70497 9166 18278 32816 44425 55469 63924 70925 Næstu útdrættir fara fram 15., 22. & 28. mars 2018 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 15423 41930 44062 51245 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1860 8359 14113 25184 56828 73009 3804 9604 15208 38102 58617 75623 6035 10320 17430 46614 58771 78403 7069 12550 17752 53241 64376 78484 Aðalv inningur Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 7 8 2 4 Nýleg ákvörðun menntamálaráðherra um að lýsa yfir þátt- töku Íslands í fjár- málalæsishluta PISA- könnunarinnar árið 2021 er mikið fagn- aðarefni. Þátttaka ís- lenskra nemenda í þessum hluta hefur verið áherslumál allra þeirra sem beita sér fyrir eflingu fjármálalæsis hér á landi um langt skeið. Með því að mæla hversu vel læst unga fólkið okkar er á eigin fjármál og fá sam- anburð við önnur lönd fæst góð vís- bending um hvar við stöndum og styrkir grundvöll allrar ákvarð- anatöku í málaflokknum. Fjármálavandi ungs fólks eykst Umboðsmaður skuldara vakti ný- lega athygli á umfangi smálána meðal þeirra sem eru í skuldavanda og segir að hlutfall smálána af heild- arskuldum þeirra sem sækja um ráðgjöf eða greiðsluaðlögun hafi vaxið töluvert á undanförnum árum. Þannig er hlutfall smálána orðið hærra en hlutfall fasteignalána í fyrsta sinn. Hlutfallið fór úr 18% ár- ið 2015 í 43% árið 2017. Umboðs- maður bendir á að mesta aukning þeirra sem leita til embættisins sé í yngsta aldurshópnum, 18-29 ára, og að svo virðist sem þessi hópur leiti frekar til smálánafyrirtækja. Þörfin fyrir fjármálafræðslu er meiri Væntanlega má finna ýmsar skýringar á því af hverju ungt fólk tekur í auknum mæli smálán. Ein getur verið sú að ungmenni standa nánast daglega frammi fyrir ákvörðunum um fjármál þar sem snjalltæki, stafræn þróun og net- væðing verslunar og viðskipta hefur orðið til þess að mjög auðvelt er að stofna til einhvers konar fjárhags- legra skuldbindinga, og eru smál- ánin þar engin undantekning. Þessi þróun kallar á meiri fræðslu til þeirra sem nýta sér slíka þjónustu, en það að vera upplýstur um mögulegar afleiðingar sem ákvörðun getur haft í för með sér er undirstaða góðs fjármálalæsis. Fræðsla til ungs fólks varðandi þeirra eigin fjármál er jafnframt grunnur þess að vera viðbúinn áskorunum framtíð- arinnar. Fjármálalæsi innan veggja skólanna Þegar 15 ára nemendur eru spurðir hvar þeir fái fræðslu um fjármál er svarið oftast að það komi að mestu með spjalli við foreldra eða forráðamenn, en einnig í skól- unum. Kennarar eru flestir sam- mála mikilvægi þess að kenna fjár- málalæsi í skólum og þannig veita öllum nemendum jafnan rétt og að- gang að fræðslu í grundvallar- þáttum fjármálalæsis. Í flestum þátttökulöndunum í PISA- könnuninni er fjármálalæsi með ein- hverju móti í námskrá. Á Íslandi kemur fjármálalæsi fyrir í ýmsum námsgreinum samkvæmt aðal- námskrá grunnskóla. Framkvæmd fjármálafræðslunnar er síðan undir hverjum og einum grunnskóla kom- in, en algengast er að hún sé kennd innan stærðfræðinnar, í lífsleikni/ samfélagsfræði eða sem sérvalfag. Hvað af þessu telst heillavænlegast þegar upp er staðið er svo sem ekki aðalatriðið, heldur það að fjár- málalæsi sé kennt með skipulögðum og markvissum hætti innan veggja skólans. Það er ljóst að þátttaka Ís- lands í fjármálalæsiskafla PISA 2021 mun skapa meiri þekking- argrundvöll fyrir ákvarðanatöku um það hvernig best sé að koma fjár- málafræðslu fyrir í skólakerfinu. Fjármálavit Til að leggja sitt af mörkum hafa Samtök fjármálafyrirtækja í sam- vinnu við Landssamtök lífeyrissjóða útbúið námsefni um fjármál fyrir efstu bekki grunnskóla með áherslu á 15 ára aldurinn sem mældur er í PISA. Námsefnið nefnist Fjármála- vit og er ætlað að veita kennurum innblástur í kennslu í fjármálalæsi. Nú standa yfir kynningar Fjármála- vits í grunnskólum landsins fjórða árið í röð þar sem starfsmenn aðild- arfélaga SFF og LL heimsækja skólana með námsefnið, vinna verk- efni með nemendum og deila þar með reynslu sinni, en yfir 200 starfsmenn hafa heimsótt yfir 12.000 nemendur í allflestum grunn- skólum landsins. Viðtökur nemenda og kennara við þessum heimsóknum hafa verið framar öllum vonum og er mikil eftirspurn eftir námsefninu. Lögð er áherla á þætti í fjármálum sem mikilvægt er að hver og einn unglingur tileinki sér og leitast er við að höfða til almennrar skynsemi krakkanna og leiða þá í allan sann- leik um hvaða ábyrgð þeir þurfi að sýna þegar kemur að eigin fjár- málum. Fögnum fjármálalæsi Framundan er alþjóðleg fjármálalæsisvika dagana 12.-18. mars þar sem mikilvægi fjár- málalæsis verður flaggað víða um heim og er Ísland þar engin und- antekning. Að Ísland hafi ákveðið að vera með í fjármálalæsishluta PISA 2021 er fagnaðarefni út af fyrir sig, en það eitt og sér er skref í átt að því að byggja upp flottar og vel fjár- málalæsar framtíðarkynslóðir. Fögnum fjármálalæsi Eftir Kristínu Lúðvíksdóttur » Þátttaka Íslands í fjármálalæsiskafla PISA 2021 mun skapa meiri þekkingargrund- völl fyrir ákvarðanatöku um það hvernig best sé að koma fjármála- fræðslu fyrir í skóla- kerfinu. Kristín Lúðvíksdóttir Höfundur er verkefnastjóri fjármálafræðslu hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. kristin@sff.is Akureyringar eiga Matthías Jochumsson, Davíð Stefánsson og Nonna og halda minn- ingu þeirra á lofti. Reykjanesbær á Hljóma og Ellý Vil- hjálms, Mosfellsbær Halldór Laxness o.s.frv. Sveitarfélagið Vogar á Jón Dan rithöfund sem gaf út fjölda skáldsagna á 20. öld (minnst var aldarafmælis hans 2015 í Vogum) og séra Stefán Thorarensen sem ritstýrði tveimur sálmabókum og þýddi og orti fjölda sálma á 19. öld. Minningu Stefáns hefur lítið verið haldið á lofti, en nú skal úr því bætt um næstu helgi, sem er Safnahelgi á Suðurnesjum. Samkoma verður á Kálfatjörn sunnudaginn 11. mars kl. 13 þar sem fjallað verður um störf hans og sungnir fáeinir af sálmum hans. Þar mun Haukur Aðalsteinsson flytja erindi um Stefán, uppbyggingu hans á Kálfatjörn og um stofnun skólans. Una Margrét Jónsdóttir, tónlistardagskrárgerðarmaður á RÚV, flytur erindi um sálmaskáldið og sálma hans og kór Kálfatjarnar- kirkju flytur nokkra af sálmunum. Að loknu kaffihléi mun prófessor Hjalti Hugason flytja erindi um prestinn Stefán Thorarensen. Á Kálfatjörn hefur lítið skólahús, sem reist var í Norð- urkoti 1903, verið end- urbyggt sem skólasafn. Það verður opið þennan dag og athyglinni beint að upphafi skólastarfs í Vatnsleysustrandar- hreppi 1872 og aðkomu Stefáns Thorarensen að því. Stefán Thorarensen fæddist 10. júlí 1831, sonur síra Sigurðar G. Thorarensen í Hraun- gerði og Guðrúnar Vig- fúsdóttur, sýslumanns á Hlíðarenda. Stefán var prestur á Kálfatjörn í Vatnsleysustrrandarhreppi 1857- 1886 og bjó eftir það í Reykjavík, í húsi því sem nú er Humarhúsið, og lést þar 1892. Stefán var farsæll prestur, stund- aði búskap og árabátaútgerð á Kálfa- tjörn og byggði upp staðinn. Hann gekkst fyrir því að stofnaður var barnaskóli á Vatnsleysuströnd árið 1872 sem er þriðji elsti skólinn sem starfað hefur samfleytt. Hann hét í upphafi Thorkillii-barnaskólinn í Vatnsleysustrandarhreppi. Skólinn var fyrir alla, jafnt börn ríkra sem snauðra. Vel stæð heimili greiddu skólagjöld en Thorkillii-sjóður kost- aði börn af verr stöddum heimilum. Skólinn var ætlaður börnum frá sjö ára aldri fram að fermingu, en einnig var kennsla fyrir fermd börn og stundum handavinna fyrir fólk á ýmsum aldri. Söngur var á námskrá frá upphafi. Nafnið langa breyttist fljótt í Suðurkotsskóli, löngu síðar í Brunnastaðaskóli og loks í Stóru- Vogaskóli er hann var fluttur í Voga 1979. Líklega er Stefán þekktastur fyrir framlag sitt til sálmabóka lands- manna. Hann var skáldmæltur, sat í sálmabókarnefndunum er settar voru 1867 og 1878, lagfærði eða frum- orti 95 sálma í sálmabók sem kom út 1871 og 44 sálma í sálmabók sem kom út 1886. Hann var sagður manna söngfróðastur, tónaði vel og sókn- arbörn hans báru honum mjög vel söguna. Athöfnin á sunnudaginn hefst kl. 13:00 í Kálfatjarnarkirkju og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Skólasafnið verður opnað kl. 12:00. Nánari upplýsingar um Safnahelgi á Suðurnesjum 2018 eru á vefnum safnahelgi.is Sálma- og skólafrumkvöðull á Kálfatjörn á 19. öld Eftir Þorvald Örn Árnason Þorvaldur Örn Árnason »Dagskrá um Stefán Thorarensen (1831-- 1892) verður á Kálfa- tjörn á Vatnsleysuströnd sunnudaginn 11. mars. Stefán var sálmaskáld og skólafrömuður m.a. Höfundur er formaður frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Voga. valdurorn@simnet.is Atvinnublað alla laugardaga mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.