Morgunblaðið - 09.03.2018, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018
Eftir því sem bezt
verður séð setur rík-
isstjórn Katrínar
Jakobsdóttur í fyrsta
sinn í íslenzkri stjórn-
málasögu skýrt og
sterkt ákvæði um
dýra- og nátt-
úruvernd inn í
stjórnarsáttmálann.
Þau Sigurður Ingi,
Bjarni Benediktsson
og hún eiga heiður skilinn fyrir
þennan skilning, þetta framtak og
þetta þýðingarmikla skref í átt að
nútímalegri og mannúðlegri dýra-
og náttúruvernd. Væntanlega er
frumkvæðið komið frá Katrínu,
sem er sannur dýra-, náttúru- og
umhverfisvinur.
Þetta ákvæði hljóðar svo:
„Dýralíf á Íslandi er hluti af ís-
lenskri náttúru sem ber að vernda.
Náttúran er auk þess stærsta að-
dráttarafl Íslands fyrir ferðamenn.
Endurskoða þarf löggjöf um
vernd, friðun og veiðar á villtum
fuglum og spendýrum.“
Það er sjálfgefið, að þessi „end-
urskoðun“ hlýtur að þýða aukna
vernd og friðun, aukna velferð
dýranna, ekki frekara dráp og
auknar ofsóknir gegn saklausum
og varnarlausum dýrum.
Nýr umhverfisráðherra er Guð-
mundur Ingi Guðbrandsson, sem
var framkvæmdastjóri Land-
verndar. Fer vel á því. Í nýlegu
viðtali á Hringbraut staðfestir
hann að hann sé dýravinur.
Þetta allt er mikið gleðiefni fyrir
dýra-, náttúru- og umhverfis-
verndarsinna, og horfa menn til
betri tíma fyrir dýr, náttúru og líf-
ríki landsins.
Það kom því hastarlega við
ýmsa, þegar nýr umhverfis-
ráðherra tilkynnti „hreindýrakvót-
ann 2018“. Drepin skyldu nú fleiri
hreindýr en nokkru sinni fyrr;
1.450 dýr, en í fyrra var fjöldinn
1.315. Fyrst um sinn var tíma-
ramminn fyrir drápið líka látinn
haldast; frá 15. júlí eða 1. ágúst til
20. september.
Í tilkynningunni er þó óljós
fyrirvari um veiðitíma, en sagt er
að hann kunni að breytast á
grundvelli athugunar um áhrif og
álag kúadráps á kálfa þeirra, en 1.
ágúst, þegar veiðar hafa hafizt
hingað til eru þessi skinn aðeins 8
vikna gömul og enn með fulla
mjólkurþörf og þörf fyrir móð-
urumhyggju og -vernd til margra
mánaða eins og annað
ungviði.
Vísindalegar rann-
sóknir frá Noregi
sýna, að 8 vikna
hreindýrakálfur
drekkur enn 8 sinnum
í hálfa mínútu á dag,
þegar hann er orðinn
11 vikna, 6 sinnum í
hálfa mínútu og 16
vikna drekkur hann
enn 5 sinnum í hálfa
mínútu á dag, en
þetta sannar auðvitað, að það er
algjör óhæfa og hreint dýraníð að
drepa kýrnar frá kálfunum 8 vikna
gömlum. Er þá tilfinningalegt áfall
og sorg, streita, ótti, óvissa og
kvíði umkomulausra 8 vikna kálfa
ótalið.
Það eru 600.000 fjár á fjalli á
sumrin. Hestar eru 80.000, margir
villtir og á beit á hálendinu. Naut-
gripir munu vera um 70.000 og
teljast þeir til 750.000 grasbíta
landsins. Hreindýrin eru aðeins
6.500 talsins, eða innan við 1% af
grasbítum landsins.
Veiðimenn og stjórnvöld halda
því fram að takmarka verði út-
breiðslu hreindýra vegna hættu á
ofbeit og útbreiðslu sauðfjársmit-
sjúkdóma!?
Þetta er fyrir undirrituðum
kerlingabækur til að réttlæta
drápið á hreindýrum, en hin rétta
ástæða er, að hreindýradrápið
færir Umhverfisstofnun, Nátt-
úrustofu Austurlands og landeig-
endum gífurlegar tekjur. Senni-
lega 150 milljónir króna í ár. Þetta
er því miskunnarlaust blóðbað í
fjáröflunarskyni.
Ekki er hægt að skilja rök-
hyggju þeirra ráðamanna sem
settu upp það kerfi, að Umhverf-
isstofnun og Náttúrustofa Austur-
lands skyldu, annars vegar gæta
hagsmuna, verndar og velferðar
hreindýra og hins vegar eiga veru-
legan hluta tekna sinna, jafnvel
eiga afkomu sína undir því, að sem
allra flest hreindýr væru drepin.
Þessu mætti líkja við það að
læknir fengi bónus og auka-
greiðslu fyrir hvern sjúkling sem
létist í meðferð hans.
Um hættu af útbreiðslu er þetta
að segja: Á sínum tíma héldu
hreindýr sig eingöngu við
norðausturhluta Vatnajökuls. Í
millitíðinni hafa dýrin smám sam-
an dreift sér þvert yfir landið, frá
Raufarhöfn í norðri niður til Jök-
ulsárlóns, sunnan Vatnajökuls, í
suðri. Þetta er fjórðungur eða
fimmtungur landsins, og eru þýð-
ingarmikil landbúnaðarhéruð á
þessu svæði. Þessi útbreiðsla dýr-
anna hefur engum teljandi vand-
ræðum valdið, enda eru hreindýr
friðsöm, spök og vandræðalaus.
Íslenzki hreindýrastofninn er
stærsti villti hreindýrastofninn í
Evrópu, en það er búið að útrýma
villtum hreindýrum í flestum lönd-
um öðrum, eins og mörgum öðrum
villtum dýrategundum. Tillaga
undirritaðs er, að full friðun hrein-
dýra verði látin gilda skv. lögum
64/1994, en veiðar byggjast á und-
anþágum frá þeim.
Gæti Ísland með því orðið
„Land hreindýranna“, en margir –
ungir sem aldnir – tengja hreindýr
við jólaævintýrið, jólasveininn og
önnur skemmtileg mál og láta sér
mjög annt um hreindýr. Gætu dýr-
in þá breiðst út frá Norðaust-
urlandi til vesturs, eftir beitarþörf,
og auðgað og prýtt frekari svæði á
Norðurlandi, seinna allt að Vest-
fjörðum og Vesturlandi, með feg-
urð sinni og tign.
Náttúra og dýralíf landsins er
eitt mesta aðdráttaraflið fyrir
ferðamenn. Í fyrra fóru um
500.000 manns í friðsamar hvala-
skoðanir, og voru af því milljarða
tekjur. Hreindýr gætu orðið annað
og nýtt aðdráttarafl fyrir ferða-
menn, einkum á sumrin, þegar
kálfar eru litlir og fram á haust og
vetur.
Meðan hreindýr eru innan við
1% af grasbítum landsins, þarf
vart að hyggja mikið að offjölgun.
Í raun er það svo með dýrin og
náttúruna að þau stilla viðkomuna
af sjálf eftir fæðuframboði og lífs-
skilyrðum og raskast jafnvægi
náttúrunnar oft þá fyrst þegar
maðurinn grípur inn í og fer að
leika Guð.
Við treystum því að nýr um-
hverfisráðherra fylgi í verki
stjórnarsáttmála og lögum og sýni
að hann sé sannur dýravinur.
Ætti læknir að fá bónus fyrir
hvern látinn sjúkling?
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
» Þetta miskunn-
arlausa blóðbað
færir Umhverfisstofn-
un, Náttúrustofu
Austurlands og land-
eigendum gífurlegar
tekjur. Sennilega 150
milljónir króna í ár.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Er umskurður á
kynfærum drengja
leyfilegur samkvæmt
núgildandi lögum?
Lagt hefur verið
fram frumvarp til laga
um að banna umskurð
á kynfærum drengja.
Umdeilt hefur verið
hvort ástæða sé til að
leggja slíkt frumvarp
fram. Hvort um-
skurður drengja sé nú
ekki þegar bannaður. Ill meðferð á
börnum er bönnuð hér á landi, þar á
meðal líkamlegt ofbeldi gagnvart
börnum samkvæmt barnavernd-
arlögum. En þá má spyrja hvort um-
skurður drengja falli undir líkamlegt
ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi hefur verið
skilgreint sem óþörf athöfn sem leiðir
til skaða eða sem geti leitt til skaða.
Hér er vissulega um óþarfa athöfn að
ræða. Ekki er hægt að halda því fram
að umskurður kynfæra sé læknis-
fræðilega nauðsynlegur, þar sem
margir karlmenn komast vel af án
hans. Getur athöfnin leitt til skaða?
Já, aðgerðin sjálf getur valdið sárs-
auka. Auk þess mætti ætla að barnið
finni fyrir óþægindum fyrstu dagana
eftir aðgerð þar sem þvag leikur um
svæðið. Því hefur jafnvel verið haldið
fram að það að vera með umskorin
kynfæri geti jafnvel leitt til vissra
óþæginda það sem eftir er ævinnar.
Því má ætla að umskurður á kynfær-
um drengja sé óþörf athöfn sem leiði
til skaða eða geti leitt til skaða. Hér
mætti jafnvel segja að um limlestingu
sé að ræða í bókstaflegri merkingu.
En það er kannski vissara að það sé
tíundað í almennum hegningarlögum
líka.
Trúfrelsi hvers?
Umskurður á kynfærum drengja
tíðkast í sumum menningarheimum
og hefur verið tengdur við tiltekin
trúarbrögð. En það má spyrja sig
hvort réttlætanlegt sé að afmynda
líkama barns vegna trúarbragða for-
eldra þess eða vegna þess að það tíðk-
ast í tiltekinni menningu. Skiptir trú-
frelsi foreldra barnsins meira máli
fyrir barnið en trúfrelsi þess sjálfs?
Foreldrar eru með forsjárskyldur
gagnvart barni sínu fram að fullorð-
insaldri þess. Þeim ber að gæta barns
síns, rækta það og elska. Foreldrar
gefa börnum sínum nafn og hafa mik-
il áhrif á líf og líðan barna sinna þar
sem þeir eru í nánum tengslum við
börn sín allt frá fæðingu þeirra og þar
til þau flytja að heiman. En þeim ber
einnig að gæta að mann-
réttindum barna sinna.
Börn ættu skilyrðislaust
að hafa umráðarétt yfir
líkama sínum og því ætti
ekki að gera ónauðsyn-
legar óafturkræfar að-
gerðir á líkömum þeirra
að þeim forspurðum.
Meint „trúfrelsi“ for-
eldra þeirra eða menn-
ingarleg hefð er einfald-
lega ekki réttlætanleg
skýring fyrir slíkum
óafturkræfum aðgerð-
um á líkömum þeirra. Ef hægt er að
réttlæta umskurð á kynfærum
drengja út frá trúarbrögðum foreldra
þeirra, hvað þá um aðrar alvarlegri
athafnir sem tengjast trúarbrögðum
eða menningu? Má þar nefna svoköll-
uð heiðursmorð eða að kvenkyns
fóstrum sé markvisst eytt, en hvoru
tveggja tíðkast á vissum svæðum í
heiminum. Ætlum við að samþykkja
slíkar athafnir líka? Eða að stúlkur
fái einungis takmarkaða menntun
vegna hefða á vissum menning-
arsvæðum?
Öfgatrú og menningarþættir
Það að trúa á Guð getur haft já-
kvæð áhrif á fólk. Til dæmis hefur
það sýnt sig að það að trúa á Guð get-
ur dregið úr afleiðingum ofbeldis og
haft jákvæð félagsleg áhrif. Það hefur
hins vegar sýnt sig að öfgatrúarbrögð
og vissir menningarþættir geta aukið
líkur á misbresti í aðbúnaði barna. Ef
ætti að réttlæta eina tegund slíks
misbrests í aðbúnaði barna, eins og
t.d. umskurð á kynfærum drengja út
frá einum tilteknum áhættuþætti eins
og öfgatrúarbrögðum foreldra, hvað
þá um aðrar tegundir og aðra
áhættuþætti? Ætti að réttlæta van-
rækslu barns vegna þunglyndis móð-
ur eða vegna vímuefnaneyslu föður?
Erum við þá ekki komin á hálan ís?
Er ekki heppilegra að horfa á þessi
mál frá sjónarhorni barnsins og gæta
réttar þess?
Limlestingar í
skjóli trúfrelsis
Eftir Freydísi Jónu
Freysteinsdóttur
Freydís Jóna
Freysteinsdóttir
»Ætla má að um-
skurður á kynfærum
drengja sé óþörf athöfn
sem geti verið skaðleg
og flokkist því undir lík-
amlegt ofbeldi sem ekki
er leyfilegt á Íslandi.
Höfundur er dósent í félagsráðgjöf
við Háskóla Íslands.
fjf@hi.is
Móttaka aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi
umræðu í landinu og birtir aðsend-
ar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og
tryggir öryggi í samskiptum milli
starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á
aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendi-
kerfið er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar
leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í
skráningarferlinu. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfs-
fólk Morgunblaðsins alla virka
daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar