Morgunblaðið - 09.03.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.03.2018, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018 ✝ Ingilaug AuðurGuðmunds- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 9. maí 1935. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands Selfossi 25. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Sigurlaug Guðjónsdóttir, f. 8.6. 1909 í Tungu í Fljótshlíð, d. 3.7. 2010, og Guð- mundur Guðnason, f. 4.10. 1909 á Kotmúla í Fljótshlíð, d. 12.9. 1998, bændur í Fögruhlíð í Fljótshlíð. Systkini Ingilaugar eru Stein- unn Auður, f. 5.12. 1937, maki hennar var Svavar Guðlaugsson, f. 27.4. 1935, d. 28.11. 2002, Theodór Aðalsteinn, f. 15.9. 1943, maki Brynja Bergsveins- dóttir, f. 11.8. 1947, og Guðjón, f. 15.12. 1950, maki Ágústa Guð- jónsdóttir, f. 16.6. 1953. Hinn 20.11. 1965 giftist Ingi- laug Brynjólfi Guðmundssyni, f. 10.4. 1936, d. 3.7. 2017. For- eldrar hans voru Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 11.8. 1897, d. 24.3. 1980, og Guðmundur Guð- mundsson, f. 6.12. 1893, d. 1.3. 1982. Ingilaug flutti sex vikna gömul frá Vestmannaeyjum að Fögruhlíð þar sem foreldrar hennar voru að hefja uppbyggingu á nýbýli sínu. Þar ólst Ingilaug upp við hefðbundin sveitastörf og skólagöngu þess tíma. Hún vann ým- is störf, t.d. hjá Skógrækt rík- isins, Kaupfélagi Rangæinga, á saumastofu og fór á vertíðir til Vestmannaeyja og á síld á Siglu- firði. Hún stundaði nám við Hús- mæðraskóla Suðurlands á Laug- arvatni. Ingilaug og Brynjólfur hófu búskap í Núpstúni 1965 og bjuggu þar allt til 2001 er frænd- fólk þeirra tók við búinu. Eftir að Ingilaug settist að í Núpstúni starfaði hún með Kvenfélagi Hrunamannahrepps og var for- maður þess um tíma. Hún var mjög söngelsk og söng um árabil með kirkjukórnum og síðar kór eldri borgara. Ingilaug bjó í Núpstúni allt til dauðadags. Útför hennar fer fram frá Hrepphólakirkju í dag, 9. mars 2018, og hefst athöfnin kl. 14. Í dag kveð ég með söknuði kæra systur mína. Við Inga, eins og hún var oft- ast kölluð, ólumst upp saman á kærleiksríku heimili foreldra okkar. Hún var nokkru eldri og naut ég stuðnings hennar í upp- vextinum. Við brölluðum ýmis- legt saman í leik og starfi. Hún fór snemma að vinna utan heim- ilis, t.d. í gróðrarstöð Skógrækt- ar ríkisins á Tumastöðum. Þar vann hún meðal annars við að dreifsetja trjáplöntur í ákvæðis- vinnu og sló hún öll met fyrir af- köst og vandvirkni. Inga flutti að Núpstúni 1965 og hóf búskap með Binna sínum. Þar byggðu þau nýtt íbúðarhús og útihús, ræktuðu jörðina og stækkuðu tún. Samhliða bú- skapnum ræktaði hún skrúðgarð við húsið með fjölmörgum teg- undum trjáa, runna og blóma og þekkti hverja einustu tegund með nafni. Inga var afkastamikill sumarblómaræktandi en blómin gaf hún út og suður, kom með marga bakka hvert vor til fjöl- skyldunnar austur á æskustöðv- arnar. Hún var afskaplega vel gerð manneskja og minnug, þannig að ef upplýsingar vantaði í einhverju máli varðandi fjöl- skylduna var haft samband við hana. Ég fór með fjóra gamla muni frá fjölskyldunni á sjúkrahúsið nokkrum dögum fyrir andlát hennar til að fá nánari sögu þeirra, hún mundi allt varðandi þá. Inga var barngóð og fengu synir mínir að njóta þess, voru hjá henni til lengri eða skemmri tíma og komu alsælir heim að vist lokinni. Ég vil þakka fyrir gjafir og kærleika. Megi Guð vaka yfir sálu hennar. Far þú í friði. Theodór. Heiðurskona er gengin. Þegar myrkrið fór að víkja fyrir birtunni í byrjun árs veikt- ist mágkona mín af þeim sjúk- dómi sem hefur trúlega verið bú- inn að búa um sig í einhvern tíma. Það varð stutt á milli þeirra hjóna því Brynjólfur (Binni) lést um mitt síðasta ár. Þeim Ingu og Binna varð ekki barna auðið. Inga, eins og hún var oftast kölluð, var góð heim að sækja, alltaf var manni tekið fagnandi, gestrisni mikil og þó að ekki væri gert boð á undan sér var alltaf veisluborð hjá henni. Allt í föstum skorðum, lista- verkin á veggjunum eftir Binna o.fl. og öllum hlutum smekklega fyrir komið, allt svo öruggt og notalegt. Það var ævintýri fyrir systkinabörnin að koma til þeirra. Ingu var margt til lista lagt, lærði á hljóðfæri, var mjög söng- elsk og söng í kórum allt sitt líf. Hún var mikill náttúruunn- andi, ræktaði garðinn sinn og blómin voru hennar líf og yndi, hún sáði til sumarblómanna á hverju vori og fengu margir að njóta þess, því gjafmildi hennar var mikil. Hún hlúði að öllu ung- viði, ekki síst að þeim börnum og unglingum sem dvöldu hjá þeim um lengri og skemmri tíma. Það var þeirra gæfa, börnin sem fluttu í nálægðina að Núp- stúni, sem urðu henni og Binna sem eigin börn. Þau voru ein- staklega barngóð. Hún Inga var með einstaklega góða lund, jafnlynd og með já- kvæða sýn á lífið. Þannig var hún öllum mjög góð fyrirmynd. Hún er nú kölluð til æðri starfa Guðs um geim. Guð styrki Ingu á nýju tíðnisviði. Guð styðji og styrki aðstand- endur á erfiðum tímamótum. Í ljómandi dýrð við lítum enn allt land vort í vorsins blóma hinn skapandi mátt við skynjum öll en skiljum ei haustsins dóma þá falið þið lauf og rósin rjóð upp rísið í vorsins ljóma. (Guðjón Helgason) Ágústa Guðjónsdóttir. Andlát Ingilaugar, kærrar vinkonu okkar, kom ekki á óvart, því að hún hafði átt við veikindi að stríða. Hversu alvarleg þau voru var reyndar ekki vitað fyrr en í janúar á þessu ári, þegar hún var lögð inn á Landspítalann til rannsóknar. Við kynntumst Ingu eftir að hún giftist frænda Þorsteins, Brynjólfi í Núpstúni, árið 1965. Í hálfa öld höfum við heimsótt þau hjón og notið gest- risni þeirra í hvert sinn sem við höfum komið í sumarbústað okk- ar í Núpstúni. Inga gætti barna okkar í nokkur skipti þegar þau voru lítil og vorum við afar þakk- lát henni fyrir það. Brynjólfur sinnti þeim einnig, og bæði hjón- in reyndust börnunum góðir vin- ir þegar þau uxu úr grasi. Brynjólfur féll frá á síðasta sumri eftir langvarandi veikindi. Sá tími hafði verið erfiður fyrir Ingu, en Páll og Margrét, sem tóku við búinu af Brynjólfi, reyndust henni traustir og um- hyggjusamir nágrannar. Oft er sagt að maður komi í manns stað, en það verður tómlegt að koma í Núpstún þegar Inga er horfin á braut. Við vottum aðstandendum hennar innilega samúð okkar. Þorsteinn og Guðný. Ég vil minnast góðrar vinkonu minnar og nágranna, hennar Ingu í Núpstúni, sem lést 25. febrúar eftir stutta sjúkrahús- legu. Við Inga áttum saman margar góðar stundir sem ég vil þakka. Í nokkur sumur fórum við saman og ókum um æskuslóðir okkar, hún sýndi mér Fljótshlíðina sína og ég henni Flóann minn. Voru þetta skemmtilegar ferðir sem við báðar nutum vel. Inga var mikil blómakona, átti hún falleg- an garð og voru það henni ánægjustundir að vinna í garð- inum á góðviðrisdögum og hlúa að blómunum sínum. Ræktaði hún sjálf sín sumarblóm og mörg falleg blómin fékk ég hjá henni. Inga hafði mjög góða söngrödd og hafði yndi af að syngja. Hún sagði mér að hún hefði byrjað um fermingu að syngja í kirkju- kórnum í Fljótshlíðinni. Hér hef- ur hún sungið í kirkjukórnum sem og öðrum kórum í sveitinni, nú síðast í kór aldraðra „Tvenn- um tímum“, er hennar sárt sakn- að þaðan. Inga og Binni maður hennar, sem lést á síðastliðnu ári, voru barnlaus en þau eign- uðust barnabörn í börnum Mar- grétar og Páls þegar þau tóku við búskapnum í Núpstúni. Urðu börn þeirra þeim afar kær sem þau væru þeirra eigin barna- börn. Ég vil kveðja þig, Inga mín, með þakklæti frá mér og fjöl- skyldu minni fyrir farsælt og gott nábýli í gegnum árin. Far þú í friði. Katrín Ólafsdóttir. Nú kveðja þau hvert á eftir öðru samferðafólk og vinir mömmu og pabba. Það er sárt að horfa á eftir öllu þessu góða fólki en þetta er jú lífsins gangur. Ein af þeim er hún Inga í Núpstúni. Þegar ég hugsa um hana streymir um mig hlýja, hún er einhvern veginn samofin æsku minni og uppvexti þessi góða kona. Samskipti Dalbæjar 1 og Núpstúns hafa alltaf verið mikil og góð. Og ekki hafa þau minnk- að eftir að Páll bróðir minn flutti að Núpstúni með sína fjölskyldu. Alltaf var gott að koma til Ingu og Binna. Inga tók á móti manni með opinn faðminn og við tóku innihaldsríkar samræður. Aldrei kom maður þangað öðru- vísi en að þiggja kaffi og þó svo að maður bæði hana nú oft um að hafa ekkert fyrir því, þá endaði það alltaf á veisluborði sem inni- hélt oftar en ekki brúntertuna hennar góðu. Inga sagði mér einhvern tíma að hún kynni nú lítið að prjóna, sem ég held að hafi verið sagt af einskæru lítillæti, hún væri sodd- an klaufi við það, samt færði hún mér nú á sængina fallega peysu á nýfætt barnið sem hún hafði prjónað sjálf. Ég minnist þess líka þegar ég var að leysa Pál af í fjósinu þegar hann og Magga fóru utan að vetri til, krakkarnir mínir komu með mér og alltaf fórum við í morgunkaffi til Ingu og Binna eftir mjaltir. Þá var henni um- hugað um að hafa alltaf eitthvað á borðum sem krökkunum þætti gott og í vikunni á eftir kom hún með heimaprjónaða hlýja sokka á þau öll þrjú. Svona var hún Inga, alltaf að hugsa um að gera eitthvað gott fyrir alla. Inga söng í kirkjukórnum um árabil og síðan í kór eldri borg- ara hér í sveit. Hún naut þess að taka þátt í þessu söngstarfi og deildum við því áhugamáli og vorum sammála um hvað söng- urinn væri góður fyrir sálina. Annars var hún mjög heimakær og undi hag sínum best þar. Nú er komið að leiðarlokum, ég hélt að hún fengi lengri tíma hér og ekkert benti til annars, en hún fór á spítala fljótlega upp úr áramótum og átti ekki aftur- kvæmt. Ég þakka elsku Ingu fyrir samfylgdina og þakka henni allt sem hún var mér og mínum. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég systkinum hennar og fjölskyldum og ykkur elsku Magga, Páll og börn. Blessuð sé minning þín. Arnfríður Jóhannsdóttir. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Undir háu hamrabelti bjó heiðurskonan Inga frænka í Núpstúni og nú er rósin hennar fölnuð eftir skammvinn veikindi. Að Núpstúni lágu stundum æsku minnar leiðir og það var ávallt mikið tilhlökkunarefni að koma þangað til sæmdarhjónanna Ingu og Binna. Stundum var maður svo heppinn að fá að dvelja í nokkra daga í fóstri. Þau hjón leituðust við að stytta manni stundir með ýmsum hætti. Farið var að tína hrútaber í bæjar- brekkunni og í bíltúra m.a. að Flúðum og í Hrunalaug. Einu sinni man ég eftir að flugvél lenti á túni á nágrannabæ og þá var hlaupið frá miðjum verkum og rennt þangað til að leyfa manni að skoða þetta undur í návígi. Þetta voru spennandi tímar. Maður fékk að ærslast í fjósinu, sem þá var nýlegt með rör- mjaltakerfi sem maður hafði ekki séð áður. Mikið sport var að fylgjast með svömpunum sem notaðir voru við þrifin skjótast eftir rörunum og ég er ekki frá því að stundum hafi þeir farið nokkrar óþarfa umferðir til að skemmta unga manninum. Inn- anbæjar var háaloftið í gamla bænum mikil fjársjóðakista þar sem margt merkilegt var að sjá og ófáum stundum eytt við grúsk og vangaveltur um tilgang hlut- anna. Húsbændur óþreytandi að spjalla og sýna skemmtilega hluti. Eftirsótt var því að dvelja í Núpstúni um lengri eða skemmri tíma og þess fengu börn og ung- lingar að njóta. Inga frænka var húsmóðir af gamla skólanum og gerði vel við gesti og gangandi. Hlaðborð með kaffinu og iðulega lambalæri með öllu tilheyrandi þegar gesti bar að garði, nú síðast naut ég slíkrar gestrisni síðastliðið vor við árlega garðhreinsun okkar frændanna. Inga ræktaði og Ingilaug Auður Guðmundsdóttir ✝ Guðfinna fædd-ist í Reykjavík 15. júní 1929. Hún lést 28. febrúar 2018. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Jóakimsdóttur, hús- freyju úr Hnífsdal, og Snæbjarnar Tryggva Ólafsson- ar, skipstjóra frá Gestshúsum á Álfta- nesi, sem bjuggu þá á Túngötu 32 í Reykjavík. Guðfinna var elst sjö systkina, en þau voru Jóakim járnsmiður, Margrét húsfreyja, Helga húsfreyja, Anna skrifstofustjóri, Guðrún ritari og yngstur Ólafur rafvirkjameist- ari. Einn bróðir, Ólafur, dó rúm- lega eins árs. og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. 4) Birgir, f. 1960, á tvo syni. 5) Ómar, f. 1962, giftur Steinunni Geirsdóttur og eiga þau eitt barn og tvö barnabörn. 6) Hulda Sigríður, f. 1963, gift Markúsi Jóhannessyni og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 7) Margrét, f. 1965, sambýlis- maður hennar er Albert Þórð- arson og eiga þau þrjár dætur. Þau Össur og Guðfinna hófu búskap á Túngötu 32 og bjuggu þar fyrstu búskaparárin, flutt var í Garðahrepp árið 1962 í Löngufit 34. Í júní 1965 skall á reiðarslag þegar Össur varð fyrir slysi sem dró hann til dauða hinn 23. júní 1965. Guðfinna stóð þá ein uppi með barnahópinn, það elsta 15 ára og það yngsta tveggja mán- aða. Guðfinna bjó ætíð á Löngu- fitinni í Garðabæ en síðast í Löngulínu 2. Eftir andlát Öss- urar hóf Guðfinna störf á skrif- stofu Garðahrepps. Þar varð hún fjórði starfsmaðurinn á þeirri skrifstofu í ört vaxandi sveitarfé- lagi. Starfaði hún við almenn skrifstofustörf og bókhald næstu árin. Þegar bærinn fór að vaxa og fólkinu fjölgaði fór Guðfinna að sinna ýmsum málum samfélags- ins í Garðabæ, svo sem ýmsum velferðarmálum, þó einkum mál- efnum eldri borgara, og gerðist félagsmálafulltrúi og varð frum- kvöðull að ýmsu starfi og þjón- ustu við eldri borgara í Garðabæ og gegndi því starfi þar til starfs- ferli lauk eftir um það bil 33 ára starf. Árið 1974 hóf Guðfinna sam- búð með Brynjólfi Aðalsteinssyni frá Brautarholti í Dölum. Brynj- ólfur lést 19. ágúst sl. Í október sl. lagðist Guðfinna inn á lungna- deild Landspítalans, síðan á krabbameinsdeild þar sem hún greindist með þann vágest sem dró hana til dauða. Guðfinna fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði síðla janúarmánaðar og lést þar. Útför Guðfinnu fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 9. mars 2018, klukkan 15. Árið 1950 giftist Guðfinna Össuri Sigurvinssyni tré- smið, ættuðum úr Kollsvík við Pat- reksfjörð, og voru foreldrar hans þau Guðrún Helga Kristjánsdóttir og Bjarni Sigurvin Öss- urarson úr Kollsvík. Börn þeirra Guð- finnu og Össurar urðu sjö talsins en þau eru: 1) Snæbjörn Tryggvi, f. 1950, kvæntur Maríu Baldursdóttur og eiga þau tvö börn og tvö barna- börn. 2) Guðrún Helga, f. 1951, gift Brynjólfi Steingrímssyni, eiga þau fjögur börn og sjö barnabörn. 3) Bjarni Sigurvin, f. 1954, kvæntur Britt Augustson Elsku mamma, núna ertu búin að fá hvíldina þína, ég er glöð fyr- ir þína hönd. Sérstaklega vegna þess að ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér í Draumaland- inu. Þú hefur alltaf verið klett- urinn minn, þessi sem varla haggast þegar eitthvað hefur bjátað á. Þú varst þessi sterka mamma, sterka kona sem fórst þínu fram ef hugur þinn bauð þér það. Líf þitt hefur eflaust ekki boð- ið þér neitt annað. Þegar ég var nýfædd varstu skilin ein eftir með sjö börn þar sem faðir okkar lést í slysi. Þú áttir góða að, for- eldra og systur sem aðstoðuðu okkur fjölskylduna og megum við systkinin vera þakklát fyrir það að okkur var ekki tvístrað, enda varstu líka harðákveðin í því að svo skyldi ekki verða. Ekki það, þegar ég lít til baka þá finnst mér ég hafa alið mig upp sjálf þó með smá leiðsögn á kvöldin frá þér. Magnað er til þess að hugsa að öll komumst við nú heil til manns sem er ekki sjálfgefið. Þú þurftir að koma þér út á vinnumarkað- inn og fórst að vinna hjá sveitar- félaginu Garðahreppi, þú varst með fyrstu starfsmönnum þar. Þú vannst sem bókari og að fé- lagsmálum fyrir hreppinn. Oftar en ekki vorum við Hulda systir dregnar á spilakvöld hjá eldri borgurum til að fylla upp í borðin þegar við höfðum vit til, eða þá send til þeirra til að þrífa í heim- ilishjálpinni. Þú lést líka að þér kveða í pólitíkinni í hreppnum. Árið 1973 komstu með Binna inn í líf okkar, betri mann hefðir þú ekki getað valið. Saman fóruð þið og við í ótal ferðalög innan- lands sem utan. Þið hreinlega elskuðuð að ferðast, þó stendur Kanaríferðin í lok ársins 2008 upp úr þó hinar ferðirnar hafi ekki verið síðri. Í Brautarholti í Dölum eyddum við drjúgum tíma í uppvextinum við hey- og gleðskap með fjölskyldu og vin- um. Þú varst Garðbæingur í húð og hár, prófaðir samt að flytja út fyrir bæinn nú seinustu árin eft- ir þú seldir húsið og minnkaðir við þig, en komst fljótt aftur til baka, keyptir meira að segja sömu íbúðina aftur sem þú hafð- ir selt. Við vorum stundum gap- andi hissa á þér en þú fórst þínu fram hvað sem tautaði. Þú lést engan segja þér hvað þú ættir að gera. Alltaf voru til ullarsokkar á heimilinu hér í den, enda voru heldri konur bæjarins alltaf að gefa þér sokka vegna drengjanna þinna sem stunduðu sjóinn. Þú fékkst meira að segja gefins tugi katta frá einum eldri borgaranum eft- ir lát hans, þá hlógum við okkur máttlaus, þér sem var meinilla við ketti. Í ágúst sl. misstum við Binna stjúpa sem stóð við rúm þitt síð- ustu dagana, síðan hann fór í Draumalandið hrakaði heilsu þinni þó að þú hafir ekki alveg viljað samþykkja það, lífsviljinn var sterkur. Þú hafðir trú á því að þú yrðir hér fram á vorið með okkur, varst farin að skipuleggja smá hitting ykkar vinkvennanna sem eftir eru á lífi og ég átti að framkvæma það sem ég hefði gert með glöðu geði. Elsku besta mamma mín, þú gerðir mig sterka. Ég er samt of- boðslega leið yfir að þú skulir ekki vera áfram í lífi mínu, samt er ég svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa haft þig svona lengi með- al okkar og að dætur mínar hafi tækifæri til að kynnast þér og muna þig alla tíð. Guð blessi þig og varðveiti, elsku besta mamma mín. Þín Margrét (Magga). Í æsku hafði ég og hef enn mikið gaman af sögunni um tví- burana Jón Odd og Jón Bjarna. Fjörugir glókollar sem kölluðu ekki allt ömmu sína þegar sá gáll- inn var á þeim en þegar amma sjálf var mætt í hús voru leikregl- urnar skýrar. Þeir áttu ömmu dreka, ég átti ömmu Minnu. Guðfinna Snæbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.