Morgunblaðið - 09.03.2018, Síða 31
hlúði að garðinum sínum í víðum
skilningi. Hún lét gott af sér
leiða gagnvart frændgarði, vin-
um og mannlífi sinnar sveitar og
svo átti garðurinn í Núpstúni
stóran sess í hjarta hennar. Þar
kom hún sér upp í tómstundum
myndarlegum trjá- og blóma-
garði auk gróðurhúss þar sem
hún ræktaði m.a. sumarblóm af
mikilli natni. Síðan kom hún í
gömlu sveitina sína á hverju vori
með fullan bíl af sumarblómum
sem gróðursett voru á leiði for-
feðra og við heimili skyldmenna.
Allir skyldu njóta og þannig
fegraði hún í senn umhverfið og
frændgarðinn. Rósin er nú föln-
uð en ljósið og minningarnar lifa.
Blessuð sé minning Ingu frænku
í Núpstúni.
Við Hrafnhildur sendum öllum
aðstandendum og vinum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Guðmundur Svavarsson.
Til minningar um frábæra
konu, Ingilaugu Auði Guðmunds-
dóttir, það voru sannarlega for-
réttindi fyrir börnin á hinum
bænum að alast upp í Núpstúni.
Þegar öskudaginn bar að garði,
eða við önnur tækifæri er þurfti
að bregða sér í búninga, var Inga
meira en liðtæk og voru margir
búningarnir útfærðir þar undir
saumavélinni og allt annað til-
tækt notað.
Einnig var gott að hugga sig
við það að ef maturinn var vond-
ur í hádeginu heima fyrir var
hægt að kíkja til Ingu því eflaust
var hægt að komast í einhverjar
kræsingar þar. Svo er vert að
nefna inni-fótbolta sem var með
öllu bannaður í Núpstúni nema á
ganginum hjá Ingu og ef vel til
tókst var jafnvel hægt að plata
hana til að spila með.
Það er erfitt að hugsa um
nokkurt atriði sem Inga var ekki
tilbúin að aðstoða okkur við og er
það alveg á hreinu að Inga skilur
eftir sig stórt skarð í lífi okkar og
hennar verður sárt saknað.
Þráinn Pálsson, Jóhann
Halldór Pálsson og Brynja
Sólveig Pálsdóttir.
Kær æskuvinkona, Ingilaug,
eða Inga eins og hún var kölluð,
hefur kvatt þennan heim. Komin
yfir í draumalandið þar sem
henni hefur verið vel fagnað af
þeim sem farnir eru á undan.
Líf okkar Ingu hefur verið
samofið á alveg ótrúlegan hátt
allt frá því við vorum smástelpur
í Fljótshlíðinni fram á þennan
dag. Sem ungar stúlkur unnum
við á ýmsum stöðum, fórum í
Húsmæðraskóla ásamt mörgu
fleiru sem við upplifðum saman.
Í minningunni er mikil ljómi yfir
þessum árum. En síðast en ekki
síst lá leið okkar í Hrunamanna-
hreppinn þar sem mennirnir
okkar beggja eru fæddir og upp-
aldir og þar eyddum við ævinni í
nánu sambandi.
Inga var vinur sem hægt var
að treysta, róleg, yfirveguð,
greind og skemmtileg, hugsaði
málið vel áður en ákvörðun var
tekin. Inga hafði gaman af rækt-
un, bjó til fallegan garð í kring-
um húsið sitt sem hún hafði mik-
ið yndi af , allt blómstraði svo
fallega í návist hennar. Inga
hafði mikla ánægju af söng, hafði
fallega og góða söngrödd, söng í
ýmsum kórum í gegnum árin og
nú síðast í Söngsveitinni Tvenn-
um tímum þar sem hennar verð-
ur sárt saknað, traustur og góður
félagi er horfinn á braut.
Hlýjar og ljúfar minningar
streyma fram. Það voru
skemmtilegar ferðirnar sem við
fórum með góðum vinahóp sem
við áttum hérna í sveitinni. Öll
ógleymanlegu jólaboðin hjá
Ingu, allt á sínum stað, svo fal-
lega skreytt og vandað til verka
og uppáhaldskökur á borðum,
ekki má gleyma líflegum um-
ræðum þar sem karlarnir okkar
áttu ekki til nógu og stór orð til
að dásama Gullhreppinn sinn
góða, en þá stóðum við Inga þétt
saman og engu var gleymt um
sveitina okkar kæru.
Nú er komið að kveðjustund,
ég sakna elsku Ingu minnar heitt
og innilega. Þakka henni öll árin
sem við áttum saman en við mun-
um hittast á ný og taka upp þráð-
inn þar sem frá var horfið.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við fjölskyldan til systk-
ina hennar og til fjölskyldunnar í
Núpstúni. Góður guð styðji ykk-
ur og styrki.
Sigríður Guðmundsdóttir.
Með örfáum orðum langar
okkur að minnast hennar Ingu
okkar, Ingu í Núpstúni eins og
hún var kölluð. Ingu og Binna
manni hennar kynntumst við
fyrst að ráði þegar afráðið var að
við tækjum við búskap af þeim í
Núpstúni. Við byggðum okkur
bú í sveitinni og það var okkar
lukka. Inga og Binni tóku okkur
frá fyrstu stundu opnum örmum
og umvöfðu okkur kærleik og
hlýju. Á meðan við vorum að
byggja íbúðarhúsið okkar var
stjanað við okkur á alla lund.
Inga var alltaf tilbúin að bjóða
okkur í mat og kaffi. Inga var
listagóður kokkur og bakari og
það er erfitt að lýsa traktering-
unum hennar með orðum. Óskir
barnanna um „steiktan fisk eins
og Inga gerir“ lýsa því best,
verst að fiskurinn í Núpstúni 2
varð aldrei eins og fiskurinn í
Núpstúni 1.
Inga var sannkallað náttúru-
barn, garðurinn hennar er alltaf
óskaplega fallegur og hún þekkti
allar plöntur og flestar fuglateg-
undir. Það var alveg sama hvaða
sýnishorn eða mynd af plöntu við
sýndum henni, hún vissi alltaf
svarið. Ef það kom ekki upp í
kollinn strax var það leitað uppi.
Ingu og Binna varð ekki barna
auðið. En þau fengu engu að síð-
ur ungt fólk á hlaðið hjá sér. Við
misstum bæði foreldra okkar í
blóma lífsins. Það var því ómet-
anlegt að kynnast Ingu og Binna,
sem tóku okkur að sér. Við gát-
um alltaf leitað til þeirra og
börnin okkar fengu tækifæri til
að umgangast eldra fólk og eign-
ast þannig ígildi ömmu og afa. Á
hinum bænum var allt fyrir þau
gert. Það voru saumaðir búning-
ar fyrir öskudaginn, smíðuð
sverð, saumaðar skikkjur og bú-
inn til fáni á virkið. Það var ein-
hvern veginn alveg sama hver
hugmyndin var, Inga hafði ráð
undir rifi hverju. Einnig var mik-
ið lesið, sungið, föndrað og trall-
að. Þegar Inga fékk eitthvert
barnanna í heimsókn eða pössun
var sannarlega ekki setið auðum
höndum, þolinmæði og natni
Ingu gagnvart þeim var sönn og
heil. Það var ekki að ástæðulausu
að börnin sóttu yfir hlaðið. Já,
það voru forréttindi fyrir okkur
öll að kynnast henni Ingu.
Þar sem Inga var í eðli sínu
mjög hæglát og hógvær kona,
sem vildi sem minnst láta á sér
bera og minnst fyrir sér hafa,
látum við hér staðar numið. Það
væri þó létt verk að skrifa marg-
ar síður um kosti Ingu og allt
sem hún hefur gert fyrir okkur í
gegnum tíðina.
Við kveðum þig nú, Inga mín,
með söknuð í hjarta, en hlýjum
okkur við góðar minningar. Hvíl í
friði, kæri vinur.
„Í lífinu er aðeins eitt sem er
þess virði að eignast hvað sem
það kostar og það er kærleik-
urinn, óendanlegur kærleikur,
dýpri en hafið og hærri en him-
ininn – þetta er hinn mikli ávinn-
ingur lífsins. Sæll er sá sem öðl-
ast hann.“ – Lou Vickery
Margrét og Páll.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2018
✝ Jóhann Gunn-ar Jóhannsson
fæddist í Reykja-
vík 19. september
1969. Hann lést í
Berlín 9. febrúar
2018.
Foreldrar hans
eru Edda Þorkels-
dóttir, fædd í
Reykjavík 27.11.
1937, og Jóhann
Gunnarsson, fædd-
ur að Selalæk á Rangárvöllum
20.9. 1935.
Jóhann var yngstur fjögurra
systkina. Systur hans eru eru
Lilja, fædd 13.10. 1956, Guð-
rún, fædd 30.6. 1960, og Anna
Hrönn, fædd 10.8. 1962.
Dóttir Jóhanns er Karólína
Jóhannsdóttir, fædd 31.12.
1997. Móðir hennar er Sig-
fríður Guðlaugsdóttir, fædd
5.5. 1967. Þær mæðgur búa í
Kaupmannahöfn. Hálfbróðir
Karólínu er Hrafnkell Grímur
Gunnlaugsson, fæddur 22.12.
1991. Síðari sambýliskona Jó-
hanns til margra ára var Lo-
uise Højgaard Johansen, nú bú-
sett í Prag.
Jóhann ólst upp á
Seltjarnarnesi og gekk í Mýr-
arhúsaskóla og Valhúsaskóla.
Manual varð til sem tón- og
dansverk í höndum hans og
Ernu Ómarsdóttur dansara.
Eftir aldamót hætti hann
hljómsveitarleik og sneri sér
alfarið að tónsmíðum. Hann
flutti til Kaupmannahafnar en
settist síðar að í Berlín um það
bil sem kvikmyndatónlist hans
fór að vekja athygli. Eftir hann
liggja meðal annars níu sóló-
diskar, tónlist við yfir 20 kvik-
myndir og nokkur leikrit. Frá
2016 var útgáfa á tónverkum
hans undir merki Deutsche
Grammophon. Þá gerði hann á
síðari árum tvær kvikmyndir
undir eigin nafni, End of Sum-
mer og Last and First Men.
Hin síðarnefnda var frumflutt
með lifandi tónlist á tónlist-
arhátíð Manchester-borgar
2017 og er á dagskrá Fílharm-
oníusveitar BBC í Barbican
Centre í desember næstkom-
andi.
Verk hans hafa verið til-
nefnd til fjölda verðlauna, þar
á meðal Óskarsverðlauna tvisv-
ar, BAFTA-verðlauna þrisvar
og Golden Globe tvisvar, en
þau verðlaun vann hann 2014
fyrir tónlist í myndinni The
Theory of Everything. Ásamt
Hildi Guðnadóttur og Rutger
Hoedemaekers hlaut hann
Edduverðlaun árið 2016 fyrir
tónlist í sjónvarpsþáttunum
Ófærð.
Útför Jóhanns verður frá
Hallgrímskirkju í Reykjavík í
dag, 9. mars 2018, klukkan 15.
Um þriggja ára
skeið, frá 1978 til
1981, bjó fjöl-
skyldan í París og
gekk Jóhann þá í
Ameríska skólann í
París. Frá 10 ára
aldri lærði hann á
básúnu og síðar
einnig píanó, með-
al annars í Tónlist-
arskóla Seltjarnar-
ness. Hann lék á
básúnu í skólahljómsveitum og
Lúðrasveitinni Svan. Á ung-
lingsárunum stofnuðu hann og
vinir hans hljómsveitina Daisy
Hill Puppy Farm sem gaf út
tvær smáskífur. Síðar kom
hver hljómsveitin af annarri.
Hann lagði stund á ensku,
frönsku og bókmenntir við Há-
skóla Íslands en lengst af átti
tónlistin hug hans allan. Hann
stofnaði ásamt fleirum Apparat
Organ Quartet, og um líkt leyti
byrjaði hann að semja eigin
tónlist. Ásamt þeim Kristínu
Björk Kristjánsdóttur og Hilm-
ari Jenssyni stofnaði hann Til-
raunaeldhúsið, eða Kitchen
Motors, sem gaf út nokkrar
plötur og stóð fyrir ýmsum
stefnumótum ólíkra lista-
manna. IBM 1401 – A User’s
Þessa daga síðan Jói kvaddi
hafa minningarnar hrannast
upp og ég átta mig á því hve
mikil áhrif það hefur haft á mig
að hitta hann. Við áttum örlaga-
ríkt spjall á kaffihúsi í Amst-
erdam fyrir sextán árum þar
sem við uppgötvuðum að pabb-
ar okkar hefðu unnið saman hjá
IBM í gamla daga og verið við-
staddir kveðjuathöfn þegar
IBM 1401, fyrsta tölva Íslands,
var tekin úr sambandi og þar
með úr notkun. Hann sagði mér
frá upptökum sem pabbi hans
átti í fórum sínum, en hann
hafði unnið við þessa merku
tölvu og fundið leið til að láta
hana búa til melódíur. Það var
mannlegur eiginleiki sem tölvan
átti ekki að hafa.
Ég var heilluð af þessu og
innblásin. Við tengdum strax og
ákváðum að prófa að vinna sam-
an, gera dúett sem yrði samtal
milli dans og tónlistar. Þetta
var byrjunin á verkinu IBM
1401 – A User’s Manual og
næstum tíu ára samstarfi sem
fól í sér hátt í hundrað sýningar
um alla Evrópu. Við tók svo
annað verk sem hét því drama-
tíska nafni The Mysteries of
Love. En svo skildu leiðir enda
hafði þetta samstarf tekið á,
eins mikið og það var búið að
vera gjöfult og stórkostlegt. Við
vorum í litlu sambandi síðustu
árin en skrifuðumst á einstaka
sinnum.
Nú í byrjun febrúar töluðum
við heillengi saman í síma þar
sem Jói var í Berlín. Það lá svo
vel á honum eins og ekkert
hefði breyst. Við fórum að tala
um nýtt samstarf og ákváðum
einnig að taka upp IBM-verkið
aftur vegna mikillar eftirspurn-
ar. Við sem höfðum áður talað
um að gera það ekki aftur fyrr
en við yrðum orðin mjög gömul,
þá fyrst yrði það áhugavert. Ég
var aldeilis glöð og innblásin
eftir þetta símtal. Í vikunni á
eftir fór ég svo upp í dansstúdíó
til að reyna að rifja upp IBM-
dansinn, níu árum síðar. Ég
sendi Jóa síðan SMS-skilaboð
um hvað ég væri hamingjusöm
að dansa aftur við þessa stór-
kostlegu tónlist og hlakkaði til
að hitta hann aftur í mars þegar
hann ætlaði að koma heim til Ís-
lands. Hann sagðist ætla að
skrifa mér bréf um þetta allt
saman en það bréf fékk ég aldr-
ei, því daginn eftir kvaddi hann
þennan heim, þetta líf í þeirri
mynd sem við þekkjum það.
Við áttum margt sameigin-
legt í sambandi við listrænan
smekk, vorum bæði fyrir öfg-
arnar, myrkrið og ljósið, feg-
urðina, ljótleika, skrítnina, hor-
rorinn og allt þar á milli. Jói var
ótrúlegur, svo góður og svo
fróður. Hann kynnti mér alls
konar tónlist og kvikmyndir og
hitti alltaf naglann á höfuðið.
Ég kveð stórkostlegan lista-
mann og vin með söknuði og
votta fjölskyldunni innilega
samúð.
Erna Ómarsdóttir.
Jóhann
Jóhannsson
Og þegar ég segi að ég hafi átt
ömmu Minnu þá meina ég það
nánast í bókstaflegri merkingu.
Allt frá mínum allra fyrstu minn-
ingum um ömmu á Löngufitinni
til síðasta dags á Hrafnistu ríkti
hlýleg og gagnkvæm virðing okk-
ar á milli, fullkomið traust.
Amma fór sjaldnast leynt með
hvar hún setti sínum mörkin og
það var líka fljótlært að fylgja
þeim línum til að eygja von um að
fá að kíkja í nammiskápinn á
Löngufitinni sem annars var
harðlæstur. Amma minnti mig
raunar stundum sjálf á umrædd-
an skáp. Oftar en ekki læstur og
það þurfti ákveðna lagni til að
komast inn. Og þar var líka gott
að vera. Við amma gátum talað
saman um heima og geima, allt
og ekkert. Yfirleitt sammála
nema þá þegar kom að pólitíkinni
og Davíðssálmum, þar vorum við
sammála um að vera ósammála.
Með fulltingi afa Binna var auð-
velt að ná henni á pólitískt flug og
hækka aðeins þrýstinginn en
þegar efri mörkum var náð var
best að fá sér bara meira kaffi og
spila smá yahtzee.
Það var heldur tómlegt í sóf-
anum á mínu heimili í síðustu af-
mælisveislu. Bæði amma Minna
og afi Binni höfðu kvatt þennan
heim á skömmum tíma. Það verð-
ur eftirsjá að mörgu sem hingað
til hefur verið fastur hluti af til-
verunni. Hver ætlar núna að
bjóða upp á bestu sandköku í
heimi með kaffinu? Eða hringja í
mig, jafnvel oft í viku, og biðja
mig að koma og stilla sjónvarpið?
Hver ætlar að taka brosandi á
móti okkur í hlaðinu á Brautar-
holti? En fyrst og fremst er eft-
irsjá eftir góðum vinum sem hafa
staðið mér afar nærri alla tíð.
Um leið og ég kveð í samein-
ingu elskulega ömmu mína og afa
Binna vonast ég til að eiga með
þeim aftur fund síðar. Allt hefur
sinn tíma, stað og stund.
Össur.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsd.)
Elskuleg stóra systir mín,
Minna, hefur kvatt okkur. Hún
var elst okkar átta systkinanna,
en sjö komust til fullorðinsára.
Margt leitar á hugann. Hún
Minna mín fór ekki áfallalaust í
gegnum lífið. Ung stúlka greind-
ist hún með berkla og lá á Vífils-
stöðum til lækninga. Sá tími hef-
ur vafalaust haft mikil áhrif á
hennar líf.
Minna gekk í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur og eignaðist þar
góðar vinkonur fyrir lífstíð. Hún
giftist Össuri Sigurvinssyni húsa-
smíðameistara og eignuðust þau
sjö börn. Þau hófu búskap á Tún-
götunni og var því stutt að fara
fyrir mig til að gæta litlu frænd-
systkinanna. Fljótlega varð íbúð-
in í kjallaranum of lítil. Mörgum
árum síðar bjuggum við Guðni á
Laugarnesvegi en þau í Drápu-
hlíð. Við Minna eignuðumst báð-
ar börn um miðjan janúar 1960.
Ég gekk til hennar með vagninn
og við gengum svo í bæinn. Þetta
gerðum við nokkrum sinnum í
viku. Þessar ferðir okkar eru
dýrmætar perlur í band minning-
anna. Síðar byggðu þau Össur
fallegt hús við Löngufit í Garða-
bæ. Snyrtimennska og reglusemi
var Minnu í blóð borin og heimili
hennar var alla tíð til fyrirmynd-
ar.
Það var gríðarlegt áfall þegar
Össur lést af slysförum, langt
fyrir aldur fram, í júní 1965. Hún
var orðin ekkja með sjö ung börn,
yngsta barn þeirra þriggja mán-
aða og það elsta 15 ára. Ekki
voru þá þær tryggingar og rétt-
indi sem eru í dag. Minna háði
harða baráttu fyrir sig og börnin
sín á næstu árum. Minna var
hetja. Hún átti stóra fjölskyldu
og gott bakland sem stóð við hlið
hennar. Hún tók bílpróf, fékk
vinnu hjá skrifstofum Garða-
bæjar og vann þar til starfsloka.
Minna var ellimálafulltrúi Garða-
bæjar og sinnti því starfi af dugn-
aði og samviskusemi.
Það var gæfuspor þegar hún
hitti Brynjólf Aðalsteinsson frá
Brautarholti í Dölum. Hann var
einstakt ljúfmenni sem reyndist
henni og börnum hennar einstak-
lega vel. Það var gaman að koma
í Brautarholt og var kátt á hjalla
þegar húsið fylltist af fólki og
tjaldbúðir á túninu. Þá var spilað,
sungið og farið í leiki. Eitt árið
datt okkur Minnu í hug að heim-
sækja systur okkar sem átti af-
mæli, en sú hafði skellt sér í veiði
í Vopnafjörðinn. Við ákváðum að
koma henni á óvart og mæta
bara. Leiðin lá að Mývatni og til
Vopnafjarðar. Á leiðinni sprakk
sex sinnum á grænu Cortínunni
hjá Minnu og Binna. Mín kona
var með þrjú varadekk í skottinu,
svo þetta bjargaðist. Ekið var í
snjó (í lok júlí) en við komumst á
leiðarenda og til baka.
Margar slíkar minningar eru
ljós sem lifa og lýsa veginn sem
við gengum saman. Síðustu árin
bjuggu þau við Löngulínu í
Garðabæ. Þau Binni nutu þess að
ferðast meðan kraftar og heilsa
leyfðu. Þegar Binni lést eftir erf-
ið veikindi á síðasta ári hrakaði
heilsu Minnu. Börnin hennar
hafa verið henni dýrmætar hjálp-
arhellur alla tíð og þar hefur
„barnalán“ sýnt sínar fallegustu
hliðar. Guð varðveiti þau öll.
Blessuð sé minning minnar
elskulegu systur.
Guðrún Snæbjörnsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andáts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
JÓHANNESAR SIGMUNDSSONAR,
Syðra-Langholti 3,
Hrunamannahreppi.
Hrafnhildur Svava Jónsdóttir
Hilmar Jóhannesson Fanney Þórmundsdóttir
Sigmundur Jóhannesson Kristín Jónsdóttir
Sigurbjörg Jóhannesdóttir Ólafur Ó. Stephensen
Snorri Freyr Jóhannesson Vigdis Furuseth
Gunnar Þór Jóhannesson Arndís Eiðsdóttir
Anna Lára Jóhannesdóttir Sigurjón Kristinsson
Ásdís Erla Jóhannesdóttir Yngvi Ragnar Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabörn
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls
ÞORSTEINS FRÁ HAMRI.
Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfólks
og starfsfólks heimahjúkrunar Landspítala.
Laufey Sigurðardóttir
Dagný, Þórir Jökull, Böðvar Bjarki,
Kolbeinn, Ása, Egill og Guðrún Þorsteinsbörn