Morgunblaðið - 14.03.2018, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 4. M A R S 2 0 1 8
Stofnað 1913 62. tölublað 106. árgangur
SEGIR ALLT
ÓDÝRAST Í
HAFNARFIRÐI
ENGIR RUSTAR
EN KENNA SIG
VIÐ BARBARA
HIÐ SJÓNRÆNA
VINNI MEÐ HINU
HLJÓÐRÆNA
KVARTETT 12 SÓNAR REYKJAVÍK 30LITLA FISKBÚÐIN 6
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir ríkisstjórnina hafa skiln-
ing á kröfum um að létta skattbyrði
tekjulægri hópa. Hún sé reiðubúin
að skoða ýmsar leiðir til að fjár-
magna breytingar á skattkerfinu.
Niðurstaða úr samtali ríkisstjórnar-
innar við verkalýðshreyfinguna og
vinnumarkaðinn liggi fyrir í haust.
Tilefnið er ummæli Ragnars Þórs
Ingólfssonar, formanns VR, í Morg-
niðurstöðuna úr samtalinu áður en
það á sér stað. En okkar vilji liggur
alveg skýr fyrir. Við höfum átt
marga fundi með forystumönnum
verkalýðshreyfingarinnar, þar á
meðal Ragnari Þór, og hlustað eftir
því sem hann hefur lagt áherslu á,
sem er að horfa til skattkerfisins,“
segir Katrín. Hún tekur fram að hún
vilji þó ekki ræða málin í „skilyrða-
eða hótanasamhengi“. Ríkisstjórnin
hafi boðað aðgerðir fyrir tekjulága.
unblaðinu í gær um kjaramál. Sagði
Ragnar Þór að breyta þyrfti skatta-
og húsnæðislánakerfinu, ellegar yrði
látið sverfa til stáls. Með því að
hækka auðlindagjald og fjármagns-
og hátekjuskatt mætti fjármagna
skattalækkanir á tekjulága.
Hafi áhrif á fjárlagagerðina
Katrín segir slíkt koma til greina.
„Við sjáum fyrir okkur einhverjar
slíkar breytingar, ef sátt skapast um
þær, við afgreiðslu næstu fjárlaga.
Ég ætla hins vegar ekki að gefa mér
Skattahækkanir til skoðunar
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hlusta á kröfur um breytt skattkerfi
Bætur verði hækkaðar
» Katrín segir stjórnvöld geta
lagt sitt af mörkum í þágu
tekjulágra í gegnum skatt-
kerfið og bótakerfið.
» Hún nefnir barnabætur og
húsnæðisstuðning í því efni.
» Hún vill herða reglur um
starfsmannaleigur.
MTekjulágir fái meiri aðstoð »4
Hægt hefur verið undanfarið að aka á litlum jeppum eða góðum fjórhjóladrifnum
fólksbílum að Goðasteini á Eyjafjallajökli. Harðfenni er á jöklinum og því auðvelt að
komast þar upp, enda engar sprungur þar nú snemma að vori. Best er þó að fara
árla dags áður en sólbráðin kemur, en hún er fljót að mynda hálku. Kunnugir benda
þó á að aðstæður séu síbreytilegar og leiðin geti lokast fyrirvaralaust.
„Þetta var heilmikil upplifun,“ sagði Þorsteinn Jónsson á Hvolsvelli. Hann fór á
jökulinn í síðustu viku á Subaru Forester og gekk ferðin eins og í sögu. Ferðaþjón-
ustufyrirtæki hafa boðið upp á ferðir á Eyjafjallajökul á sérútbúnum bílum, en að
þangað sé fært á algengum óbreyttum bílum er fátítt.
Þegar ekið er upp á Eyjafjallajökul er farið fyrst upp á svonefnda Seljalandsheiði,
en þangað var lagður vegur fyrir nokkrum árum að grjótnámu sem sótt var í vegna
framkvæmda við Landeyjahöfn. Frá námunni liggur slóði að sporði jökulsins. Þaðan
er svo ekið upp brekkurnar í vestanverðum jöklinum sem eru í 15-20°halla. Eftir 3,5
km akstur er svo komið að Goðasteini sem er í 1.577 metra hæð.
Síðasta sunnudag fóru að Goðasteini Theódór Guðmundsson á Hvolsvelli og sonur
hans, Hlynur Snær, bóndi á Voðmúlastöðum í Landeyjum.
„Við vorum innan við klukkustund upp að steini neðan úr sveit. Fengum einstakt
útsýni. Maður fylltist auðmýkt að sjá landið liggja svona fyrir fótum sér,“ sagði
Theódór í samtali við Morgunblaðið. Hann ók á óbreyttum Nissan Terrano-jeppa.
Hlynur Snær var hins vegar á Nissan Patrol á 33 tommu dekkjum, bíl sem reyndist
vel í Goðasteinsför. sbs@mbl.is
Komast á toppinn
Greið leið yfir harðfennið á fjórhjóladrifnum fólksbílum upp að Goðasteini á Eyjafjallajökli
Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson
Þrenning Bíll, maður og Goðasteinn. Þorsteinn Jónsson við Subaru-bíl sinn og í baksýn er steinninn frægi, sem er í 1.577 m hæð – hlaðinn kynjamyndum úr ís.
Ljósmynd/Theódór Guðmundsson
Klifur Ekið á Nissan Patrol upp brekkurnar á vestanverðum Eyja-
fjallajökli. Það var frábært útsýni út á haf og til Vestmannaeyja.
Tap af rekstri hótela úti á landi
jókst milli áranna 2016 og 2017. Ein
skýringin er að kostnaður jókst um-
fram tekjur.
Þetta er meðal niðurstaðna
greiningar KPMG á hótelmarkaði.
Afkomutölurnar miðast við valin
hótel á fyrri hluta árs 2016 og 2017.
Alexander G. Eðvardsson, sér-
fræðingur hjá KPMG, segir komið
að tímamótum í íslenskri ferðaþjón-
ustu. Versnandi rekstrarskilyrði
muni knýja fram sameiningu fyrir-
tækja. Það sama muni gerast og í
sjávarútvegi eftir innleiðingu
kvótakerfisins. Félögum muni
fækka.
Hægir á fjölgun starfa
Vegna þessarar þróunar telur Al-
exander komið að frekari hagræð-
ingu í ferðaþjónustunni. Athugun
KPMG bendi til að starfsfólki í
greininni hafi fjölgað mun hægar
síðustu ár en ferðamönnum.
Hann telur ferðaþjónustuna ekki
standa undir mikilli launahækkun.
Kristófer Oliversson, eigandi
CenterHotels, segir fyrirtæki í
ferðaþjónustu þurfa að laga sig að
breyttum veruleika og hagræða.
Dæmi eru um að hagnaður hótela
í Reykjavík hafi verið notaður til að
niðurgreiða tap af hótelum í sömu
eigu úti á landi. baldura@mbl.is »10
Hótelin
í tapi úti
á landi
KPMG bendir á
versnandi afkomu
Morgunblaðið/Eggert
Á ferð Ferðamenn í Reynisfjöru.
„Það er er ekkert leyndarmál og
Ragnar hefur sagt það margoft sjálf-
ur að hann ætlaði sér að hreinsa út
úr stjórninni. Honum tókst það ekki
og því má velta því fyrir sér hvort
hann sé kominn í minnihluta í eigin
stjórn,“ segir Ingibjörg Ósk Birg-
isdóttir sem í gær var endurkjörin í
stjórn VR.
Hún segir að Ragnar Þór Ingólfs-
son, formaður VR, hafi ætlað að
koma fimm stuðningsmönnum sínum
í stjórnina en aðeins komið tveimur
inn. Sjálfur segist Ragnar nokkuð
sáttur við úrslitin og öflugt fólk komi
inn í stjórnina. Gott samstarf hafi
verið innan stjórnar. »2 og 18
Segir að Ragnari
Þór hafi mistekist