Morgunblaðið - 14.03.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrir VOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
herra, voru á meðal gesta, ásamt bæjarstjóra
Hafnarfjarðar, Haraldi L. Haraldssyni, og
öðrum bæjarfulltrúum Hafnarfjarðar.
Í öðru sæti varð Krista Sól Guðjónsdóttir,
nemandi í Áslandsskóla, og þriðja sætið
hreppti Ísabella Alexandra Speight úr Öldu-
túnsskóla. Nemendur lásu upp ljóð og sögur
Andri Steinar Johansen, nemandi í Setbergs-
skóla, bar sigur úr býtum í lokakeppni Stóru
upplestrarkeppninnar sem fram fór í Hafn-
arborg í Hafnarfirði í gærkvöldi. Er þetta í
22. skipti sem keppnin er haldin.
Eliza Reid forsetafrú og Lilja Dögg Al-
freðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð-
að eigin vali, en skáld keppninnar voru
Sigrún Eldjárn og Ólafur Jóhann Sigurðsson.
Ingibjörg Einarsdóttir, fyrrverandi skrif-
stofustjóri skólaskrifstofu Hafnarfjarðar,
stýrði hátíðinni og hafði umsjón með verkefn-
inu.
Keppnin hófst sem þróunarverkefni í
grunnskólum Hafnarfjarðar árið 1996 og var
mótuð í samstarfi við þá fyrsta skólaárið, en
síðan fjölgaði sveitarfélögum sem þátt taka í
keppninni. Eru nú allir grunnskólar landsins
með 7. bekk þátttakendur. Fá ef nokkur verk-
efni hafa fengið slíka útbreiðslu í íslenskum
grunnskólum. ernayr@mbl.is
Úrslitin í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í Hafnarborg í Hafnarfirði í gærkvöldi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nemendur lásu upp ljóð og sögur að eigin vali
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir stjórnvöld reiðubúin að
breyta skattkerfinu til að bæta kjör
lágtekjuhópa í samfélaginu.
„Við höfum þegar boðað að eiga
samstarf við verkalýðshreyfinguna
og aðila vinnumarkaðarins um skatt-
kerfisbreytingar. Við höfum boðað
að við séum reiðubúin að létta skatt-
byrði af tekjulægri hópum með ein-
hverjum hætti,“ segir Katrín.
Tilefnið eru ummæli Ragnars
Þórs Ingólfssonar, formanns VR, í
Morgunblaðinu í gær um skilyrði
komandi kjarasamninga. Verði
skatta- og lánakerfinu ekki breytt í
þágu tekjulágra verði krafist sömu
hækkana og hjá kjararáði. Verði
ekki orðið við því verði verkfalls-
vopnið dregið fram.
Vísar til fyrri yfirlýsinga
Spurð um slík skilyrði ítrekar
Katrín yfirlýsingar stjórnvalda.
„Það kemur fram í stjórnarsátt-
mála, og í yfirlýsingunni sem við
sendum frá okkur í kringum endur-
skoðun samninga, að við erum tilbú-
in að eiga þetta samstarf og skoða
um leið samspil skattkerfisins og
bótakerfisins í þágu tekjulægri hópa.
Ég hef lagt áherslu á að eiga gott
samstarf við aðila vinnumarkaðar-
ins. Ég vil ekki setja þetta í skilyrða-
eða hótanasamhengi. Heldur finnst
mér mikilvægt fyrir okkur öll í þessu
samfélagi að stjórnvöld eigi gott
samstarf við aðila vinnumarkaðarins
um mál sem lúta að ábyrgum vinnu-
markaði og kjör-
um fólks í land-
inu. Þar geta
stjórnvöld lagt
sitt af mörkum í
gegnum skatt-
kerfið og bóta-
kerfið. Þá er ég
að tala um barna-
bætur og hús-
næðisstuðning,“
segir Katrín.
Spurð hvernig samstarfsflokkarn-
ir, einkum Sjálfstæðisflokkur, taka í
slíkar hugmyndir minnir Katrín á að
yfirlýsingin sé gefin út sameiginlega
af ríkisstjórnarflokkunum. Bjarni
Benediktsson, fjármála- og efna-
hagsráðherra, muni leiða samtalið
við aðila vinnumarkaðarins um
endurskoðun á tekjuskattskerfinu.
Ragnar Þór nefndi í áðurnefndu
viðtali að fjármagna mætti breyting-
ar á persónuafslætti í þágu tekju-
lágra með því að færa til byrðar.
Nefndi hann þar auðlindagjald og
hátekju- og fjármagnstekjuskatt.
Vilji stjórnvalda er skýr
Katrín kveðst reiðubúin að skoða
ýmsar leiðir til að fjármagna breyt-
ingar á skattkerfinu. Niðurstaða úr
samtali ríkisstjórnarinnar við verka-
lýðshreyfinguna og aðila vinnumark-
aðarins muni liggja fyrir í haust.
„Við sjáum fyrir okkur einhverjar
slíkar breytingar, ef sátt skapast um
þær, við afgreiðslu næstu fjárlaga.
Ég ætla hins vegar ekki að gefa mér
niðurstöðuna úr samtalinu áður en
það á sér stað. En okkar vilji liggur
alveg skýr fyrir. Við höfum átt
marga fundi með forystumönnum
verkalýðshreyfingarinnar, og þar á
meðal Ragnari Þór, og hlustað eftir
því sem hann hefur lagt áherslu á,
sem er að horfa til skattkerfisins.“
Ásamt því að krefjast breytinga á
skatta- og lánakerfinu kallar Ragnar
Þór eftir aðgerðum vegna starfs-
mannaleiga. Gagnrýnir hann útvist-
un starfsfólks sem hafi lægri laun og
minni réttindi en fastráðið fólk.
Taka á starfsmannaleigum
Katrín telur aðspurð hægt að
breyta reglum um starfsmannaleig-
ur, þrátt fyrir skuldbindingar Ís-
lands gagnvart EES-samningnum.
Leigurnar starfa á grundvelli hans.
Fyrstu skrefin í lagasetningu hafi
verið stigin á síðasta þingi varðandi
keðjuábyrgð.
Tekjulágir fái meiri aðstoð
Forsætisráðherra boðar samstarf við verkalýðshreyfinguna um endurskoðun á skattkerfinu í ár
Skattbyrði tekjulágra verði létt Tekur undir með formanni VR að skoða þurfi nýja tekjuöflun
Katrín
Jakobsdóttir
„Það er alltaf ánægjulegt að ljúka
samningi og ekki verra þegar það er
gert í ágætu samstarfi. Við höfum ver-
ið í ágætis ró og spekt með þessa
vinnu með sveitarfélögunum og náð-
um niðurstöðu sem ég held að fólk
geti sætt sig við,“ segir Ólafur Lofts-
son, formaður Félags grunnskóla-
kennara.
Nýr kjarasamningur grunnskóla-
kennara var undirritaður í gær milli
samninganefnda Kennarasambands
Íslands og Sambands íslenskra sveit-
arfélaga. Gildir samningurinn frá 1.
apríl næstkomandi og út mars á
næsta ári. Fyrri samningur rann út í
lok nóvember á síðasta ári. Verði nýi
samningurinn samþykktur fá fé-
lagsmenn eingreiðslu til að bæta upp
þann tíma sem samningar voru lausir.
Laun munu
hækka um 3% á
samningstíman-
um, samkvæmt
upplýsingum
Morgunblaðsins,
og þá fá grunn-
skólakennarar
eingreiðslu við lok
samningstímans.
Eins eru gerðar
breytingar á menntunarkafla kjara-
samningsins sem liðkar fyrir endur-
menntun grunnskólakennara.
Ólafur vill ekki tjá sig um launalið-
inn. Hann segir að enn eigi eftir að
kynna samninginn fyrir félagsmönn-
um og því vill hann ekki upplýsa um
öll efnisatriði. „Við náum fram breyt-
ingum sem skipta grunnskólakennara
máli, eins og það að horfið er frá
vinnumatinu og framsetning vinnu-
tíma er breytt. Kennarar munu fá
meiri tíma til að sinna grunnþættin-
um, sem er kennsla og undirbúningur.
Þetta eru breytingar sem skipta
máli. Ég hefði vissulega viljað hækka
launin meira enda er fyrirséður kenn-
araskortur í framtíðinni og eitt af því
sem vinnur bug á honum er að hækka
launin. En þetta er stuttur samningur
og okkur fannst þetta orðið ásættan-
legt og vel þess virði að láta á þetta
reyna.“
Kjarasamningurinn verður kynnt-
ur sveitarfélögum og kennurum á
næstu dögum. Niðurstaða atkvæða-
greiðslu Félags grunnskólakennara
mun liggja fyrir miðvikudaginn 21.
mars. hdm@mbl.is
Þetta er „ásættanlegt“
Grunnskólakennarar sömdu til eins árs Horfið frá vinnu-
mati og framsetning vinnutíma breytt Laun hækka um 3%
Ólafur Loftsson