Morgunblaðið - 14.03.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018
gæðafisk og reynum að hafa verðið
stöðugt og í lægri kantinum. Það er
ekki gott að vera stöðugt að hræra í
verðinu ef dollarinn rýkur upp eða
niður eða brælur hafa áhrif á fram-
boð. Þú myndir ekki kaupa ýsuflak ef
það hefði hækkað um 300 krónur frá
því í gær. Samkeppnin hefur líka sitt
að segja en víða á höfuðborgarsvæð-
inu hefur hún minnkað og sami aðili
er kannski að flaka fyrir marga aðila.
Þessa viku hefur langan farið á 150
krónur kílóið á fiskmörkuðunum og
það er eitthvað að hjá mönnum sem
eru að selja ýsu og löngu á um og yfir
tvö þúsund kall. Viljum við ekki að
fólk borði fisk eða hvað?“ spyr Jón
Garðar.
við Gylfa Norðdahl og auk þeirra eig-
endanna starfa 3-4 starfsmenn með
þeim, fleiri seinni part dags.
Í tvö ár ráku þeir einnig fiskbúð við
Háaleitisbraut og segist Jón Garðar
hafa séð talsverðan mun á viðhorfum
viðskiptavina í Reykjavík og Hafnar-
firði. Þeir hættu rekstrinum í Reykja-
vík þar sem erfitt var að keppa um
góða starfsmenn eftir því sem góð-
ærið jókst á ný.
Verðið stöðugt og
í lægri kantinum
– En hver er galdurinn við að geta
selt fisk á lágu verði?
„Það er enginn galdur,“ segir Jón
Garðar. „Við leggjum áherslu á
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Góður loðnuafli fékkst í gær og í
fyrradag á Kópanesgrunni út af Pat-
reksfirði. Jón Axelsson, skipstjóri á
Álsey VE 2, sagði upp úr hádegi í gær
að vel gengi, en þá voru þeir búnir að
fá tvö 800 tonna köst í góðu veðri og
vantaði um 100 tonn upp á fullfermi.
„Þetta er fín hrognaloðna í litlum og
þéttum en varhugaverðum torfum,“
sagði Jón. „Ef maður lokar of mikið
inni getur farið illa og einhverjir bát-
anna lentu í að sprengja næturnar.“
Skipin að klára hvert af öðru
Jón sagði mjög erfitt að segja hvort
um vestangöngu væri að ræða, en
sagðist frekar hallast að því að svo
væri ekki. „Þessi fiskur þokast norð-
austur og ég get vel trúað að hann sé
að koma sunnan að. Hann hafi gengið
dreift og síðan þétt sig hérna. Hrogn-
in eru þroskuð og í góðu standi, en í
vestangöngum eru hrognin ekki alveg
svona langt komin,“ sagði Jón.
Á miðunum í gærdag voru einnig
tvö önnur skip Ísfélagsins í Vest-
mannaeyjum, Heimaey og Sigurður,
og höfðu þau einnig verið að kasta. Ís-
félagsskipin klára ekki kvótann í
þessum túr, en skipin eru hvert af
öðru að ljúka loðnuveiðum.
Beitir NK, skip Síldarvinnslunnar,
lauk loðnuveiðum á mánudag en hann
fékk 1.400 tonn út af Patreksfirði.
Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti,
sagði í samtali við heimasíðu Síldar-
vinnslunnar í gærmorgun að mjög
góð köst hefðu fengist út af Patreks-
firði. „Þetta er fínasta loðna sem
þarna er á ferðinni og hún ætti að
henta vel til hrognatöku. Þarna er um
vestangöngu að ræða og menn klár-
uðu líka vertíðina í fyrra á þessum
slóðum,“ sagði Sturla.
Grænlenska skipið Polar Amaroq
kastaði tvisvar á Skjálfanda á mánu-
dag og fyllti, en áður höfðu Polar-
menn fyllt frystilestar. Hoffellið frá
Fáskrúðsfirði var að veiðum á svip-
uðum slóðum og var á heimleið í gær
úr sínum öðrum túr á miðin fyrir
Norðurlandi.
Meiri rannsóknir
Á heimasíðu HB Granda er haft
eftir Guðlaugi Jónssyni, skipstjóra á
Venusi, að gera þurfi miklu víðtækari
rannsóknir á loðnunni. „Það þarf að
fylgjast með loðnunni öllum stundum
og menn eiga ekki að þurfa að bíða í
fleiri daga eftir nauðsynlegustu upp-
lýsingum,“ segir Guðlaugur. Hann
tekur líka fram að menn verði að fara
að átta sig á því að hrygningarsvæði
loðnunnar séu að færast norðar.
Fín hrognaloðna í
litlum en varhuga-
verðum torfum
Góð veiði á Kópanesgrunni Óljóst
hvort um vestangöngu er að ræða
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Álsey VE-2 Vel hefur veiðst út af
Patreksfirði síðustu daga vertíðar.
Umsóknum til Vinnumálastofnunar
um atvinnuleyfi til útlendinga til að
starfa hér á landi fjölgaði í seinasta
mánuði en alls hefur stofnunin gefið
út 329 atvinnuleyfi það sem af er ári.
Þar af voru gefin út 198 atvinnuleyfi
til útlendinga í seinasta mánuði.
Þetta kemur fram á nýju yfirliti
Vinnumálastofnunar yfir ástand og
horfur á vinnumarkaðinum.
„Það sem af er ári hefur Vinnu-
málastofnun lokið afgreiðslu 400
umsókna, en til samanburðar lauk
stofnunin afgreiðslu 349 umsókna á
fyrstu tveimur mánuðum ársins
2017,“ segir í skýrslu Vinnumála-
stofnunar.
Fjölgun atvinnuleyfa vegna
skorts á starfsfólki
Flestar umsóknirnar eru vegna
atvinnuleyfa fyrir námsmenn eða
122 leyfi en þar á eftir koma 91 leyfi
vegna skorts á starfsfólki og 76 leyfi
vegna starfa sem krefjast sérfræði-
þekkingar en þeim fjölgaði töluvert
á þessu ári miðað við fyrstu tvo mán-
uðina í fyrra. Einnig hefur leyfum
vegna skorts á starfsfólki fjölgað úr
44 í janúar og febrúar í fyrra í 91
leyfi það sem af er þessu ári eins og
fyrr segir.
Fjórða árið í röð eru fleiri útsend-
ir starfsmenn og starfsmenn starfs-
mannaleiga við störf hér á landi í
febrúarmánuði en á sama tíma árið á
undan. „Samkvæmt skráningu til
Vinnumálastofnunar voru samtals
48 erlend fyrirtæki starfandi í febr-
úar 2018 með samtals 370 starfs-
menn.
Þá voru starfsmenn starfsmanna-
leiga, innlendra sem erlendra, sam-
tals 1.484 í febrúar á vegum 27
starfsmannaleiga.
Af þeim 27 starfsmannaleigum
sem voru starfandi á Íslandi í febr-
úar voru 19 innlendar og 8 erlendar.
Innlendu starfsmannaleigurnar
höfðu 1.444 starfsmenn á sínum veg-
um en hinar erlendu 40 starfsmenn,“
segir í skýrslunni.
Atvinnuleysi meðal erlendra ríkis-
borgara hér á landi er hlutfallslega
mun meira en meðal Íslendinga. Alls
voru 1.347 erlendir ríkisborgarar án
atvinnu í lok febrúar eða um 29%
allra atvinnulausra. Þessi fjöldi sam-
svarar um 5,2% atvinnuleysi meðal
erlendra ríkisborgara. omfr@mbl.is
Fleiri umsóknir um atvinnuleyfi
Vinnumálastofnun hefur gefið út 329 atvinnuleyfi til útlendinga til starfa hér á
landi það sem af er ári 5,2% atvinnuleysi mælist nú meðal erlendra ríkisborgara
Jón Garðar segir að þeir í Litlu fiskbúðinni kaupi allan fisk á mörkuðum
og vinni alla vöru sjálfir hvort sem er um að ræða að flaka, hakka, útbúa
tilbúna rétti eða hvaða nöfnum sem það nefnist. Oft þurfi útsjónarsemi
eins og þegar flakarinn eða roðflettivélin skemmi ýsuflakið. Þá sé fátt
annað í stöðunni en að hakka flakið því viðskiptavinurinn kaupi síður út-
litsgallað flak þó að gæðin séu þau sömu.
Hann segir að sömu viðskiptavinirnir komi reglulega í Litlu fiskbúðina
og þessa viku hafi verið líflegt í búðinni. „Þegar niðurstöður verðkönn-
unar birtast taka viðskiptin kipp, en því miður eru Íslendingar fljótir að
gleyma,“ segir Jón Garðar.
Fyrri hluta dags seljist mikið af óunnum fiski, en þegar fólk sé að hraða
sér heim síðdegis færist viðskiptin yfir í tilbúna rétti til að skella á pönnu
eða beint inn í ofninn. Frá mánudegi til miðvikudags sé mikið að gera, en
seinni part vikunnar sé rólegra yfir vetrartímann. Þegar grilltíminn komi á
vorin færist aftur fjör í viðskiptin þegar helgin nálgast.
Íslendingar fljótir að gleyma
KAUPA ALLAN FISK Á MÖRKUÐUM OG VINNA VÖRUNA SJÁLFIR
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Það er allt ódýrast í Hafnarfirði,
sem er á margan hátt eins og bær úti
á landi. Hafnfirðingar halda margir
fastar utan um budduna en fólk í
Reykjavík. Hér hefur fólk líka þekk-
ingu á fiski og veit hvað hann á að
kosta. Sums staðar pælir fólk ekki
svo mikið í verðinu, þó svo að það geri
það hér,“ segir Jón Garðar Sigur-
vinsson, fisksali í Litlu fiskbúðinni við
Helluhraun í Hafnarfirði.
Verslunin var með lægst verð á 13
tegundum af 24 í könnun Alþýðu-
sambands Íslands á verði í átján fisk-
verslunum og fiskborðum matvöru-
verslana víða um land. Mesti munur-
inn var 132% en sá minnsti 21%.
Algengur verðmunur var á bilinu 40-
80%.
Hafnfirðingar í fararbroddi
Athygli vekur að þrjár verslanir í
Hafnarfirði voru með lægst verð á 22
vörutegundum af þeim 24 sem kann-
aðar voru. Auk Litlu fiskbúðarinnar
var Fiskbúðin í Trönuhrauni með
lægst verð í fimm tilvikum og fisk-
borð Fjarðarkaups með lægst verð á
fjórum tegundum. Þessar verslanir
eru á tiltölulega litlu svæði í Hafnar-
firði. Einnig komust á blað Fiskbúð
Sjávarfangs á Ísafirði og FISK
kompaní á Akureyri.
Jón Garðar segir að niðurstöður
könnunarinnar hafi í sjálfu sér ekki
komið á óvart. Litla fiskbúðin hafi frá
stofnun 2008, en þá var hún við Mið-
vang, alltaf komið vel út úr verðkönn-
unum. Hann rekur búðina í samstarfi
Morgunblaðið/Hari
Litla fiskbúðin Jón Garðar Sigurvinsson við fiskborðið, en í versluninni er lögð áhersla á gæði og gott verð.
„Viljum við ekki að fólk
borði fisk eða hvað?“
„Allt ódýrast í Hafnarfirði,“ segir fisksali í Litlu fiskbúðinni
Skráð atvinnuleysi á landinu var
2,4% í seinasta mánuði og er
það óbreytt frá í janúar. Sam-
kvæmt Vinnumálastofnun
minnkaði atvinnuleysi í febrúar
í flestum landshlutum, nema á
Suðurnesjum þar sem það jókst
um 0,2 prósentustig og einnig
varð örlítil aukning atvinnuleys-
is á Vesturlandi.
Gert er ráð fyrir að draga
muni úr skráðu atvinnuleysi í
mars og það verði á bilinu 2,1-
2,4%.
2,4% at-
vinnuleysi
VINNUMÁLASTOFNUN