Morgunblaðið - 14.03.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.03.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 O ttó A u g lýsin g astofa teppaflísar Sterkar og einfaldar í lögn Einhvern tíma var fullyrt að einneinasti aðili, sem nánar var til- greindur, gæti auðveldlega spurt spurninga sem 10 vitringar gætu ekki svarað. Þetta rifjast upp þegar spurningalisti Björns Levís þingmanns birt- ist og slagar upp í síð- ustu símaskrá. Flest svörin liggja vísast fyrir í skýrslum og á heimasíðum. Sig- urður Sigurðarson bendir þó á að varð- andi ráðherrabíla séu spurningarnar alls ekki tæmandi og nefnir dæmi um það sem vantar:    Hversu oft hefursprungið á ráð- herrabílum? Hafa ráðherrar að- stoðað við að skipta um dekk þegar sprungið hefur á ráðherrabílum? Eru ráðherrabílar á nöglum, heilsársdekkjum eða harðskelja- dekkjum? Hver er loftþrýstingurinn í dekkjum ráðherrabíla? Að aftan, að framan?    Hversu oft hefur ráðherra sofið íráðherrabíl í stað þess að fara heim til sín eða gista á hóteli? Hafa ráðherrar drukkið áfengi í ráð- herrabílum? Er bar í ráðherrabíl- um? Hefur ráðherra skutlað ein- hverjum öðrum lengri eða skemmri leið án þess að taka greiðslu fyrir? Sé svo var gefinn út reikningur? Var reiknaður útskattur á reikn- ingnum?    Hefur einhverjum ráðherra flog-ið í hug að nota hesta, reiðhjól eða mótorhjól í stað ráðherrabíls? Notar ráðherra farangursrými í ferðum sínum? Hafa þeir sett lík í farangursrými? Er ráðherrabíl- stjóri vopnaður?    Sé svo hefur ráðherra fengið aðskjóta?“ Björn Leví Frábært framtak en vantar upp á STAKSTEINAR Sigurður Sigurðarson Veður víða um heim 13.3., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 0 heiðskírt Akureyri 2 alskýjað Nuuk -6 skýjað Þórshöfn 4 skúrir Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 2 súld Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki 2 súld Lúxemborg 5 skúrir Brussel 5 skýjað Dublin 9 skýjað Glasgow 8 skýjað London 10 léttskýjað París 11 skýjað Amsterdam 5 skýjað Hamborg 5 skýjað Berlín 9 skúrir Vín 15 heiðskírt Moskva 0 rigning Algarve 17 léttskýjað Madríd 14 léttskýjað Barcelona 15 skýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -9 léttskýjað Montreal 0 snjókoma New York 1 snjókoma Chicago 1 léttskýjað Orlando 12 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:50 19:25 ÍSAFJÖRÐUR 7:56 19:29 SIGLUFJÖRÐUR 7:39 19:12 DJÚPIVOGUR 7:19 18:54 Ferðamennirnir þrír sem fluttir voru alvarlega slasaðir á Land- spítalann í Foss- vogi með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar eftir um- ferðarslys skammt austan við Kirkjubæjar- klaustur sl. sunnudag eru ekki í lífshættu. Er það lögreglan á Suðurlandi sem staðfestir þetta. Skýrslur hafa verið teknar af bandarískum ökumanni og sam- landa hans í öðru ökutækinu vegna slyssins. Enn á eftir að ræða við öku- mann hinnar bifreiðarinnar, sem er frá Taívan og er málið því enn í rannsókn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Aðstæður á slysstað voru góðar, þurr vegur og bjart. Morgunblaðið greindi frá því á mánudag að allt benti til þess að öðrum bílnum hefði verið ekið á öfugum vegarhelmingi. Loka þurfti veginum í rúmlega fjór- ar klukkustundir vegna slyssins. Ferðafólk- ið er ekki í lífshættu  Lögregla vinnur áfram að rannsókn Slys Áreksturinn var mjög harður. Karlmaður á þrítugsaldri hefur ver- ið ákærður fyrir manndráp, en hon- um er gefið að sök að hafa stungið albanskan karlmann á þrítugsaldri, Kelvis Sula, til bana. Árásin átti sér stað í desember síðastliðnum. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir til- raun til manndráps með því að hafa lagt til annars manns þannig að hann hlaut skurðsár víða um líkam- ann og slagæðarblæðingu á fæti. Maðurinn hefur verið í gæslu- varðhaldi á Litla-Hrauni frá því að hann var handtekinn eftir árásina 3. desember. Í ákærunni kemur fram að Sula hafi verið stunginn í bringu vinstra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hjartað. Notaðist árásarmaðurinn við hníf með 9,5 sentimetra löngu blaði. Þá var hann einnig stunginn í öxl og tvívegis í bakið. Sula lést af sárum sínum fimm dögum eftir árás- ina, en áverkinn á hjartanu var ban- vænn og samkvæmt ákæru málsins höfðu önnur skurðsár einnig áhrif á andlát hans. Hinn maðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut stungusár í bakið, í öxl, upphandlegg og kálfa og náði síðastnefnda stungan ofan í slagæð og olli slagæðarblæðingu. Er ákært fyrir brot á 211. gr. almennra hegn- ingarlaga, en hún nær til manndráps og er lágmarksrefsing fyrir slíkt brot fimm ára fangelsi. Ákærður fyrir manndráp í miðbænum  Stakk annan karlmann til bana á Austurvelli í desember  Beitti stórum hníf Morgunblaðið/Sverrir Miðbær Árásin var á Austurvelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.