Morgunblaðið - 14.03.2018, Side 10

Morgunblaðið - 14.03.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tap af rekstri hótela á landsbyggð- inni jókst á fyrri hluta árs 2017 miðað við sama tíma 2016. Það gerðist þrátt fyrir að tekjur jukust um 2,5%. Fram- legð fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) fór úr -10% í 10,2%. Þetta kemur fram í greiningu endurskoðunarfyrirtækisins KPMG á afkomu hótela á fyrri hluta árs 2016 og sama tímabil 2017. Skoðaðar voru rekstrartölur nokkurra hótela á höfuðborgar- svæðinu og úti á landi. Athugun KPMG bendir til að tekjur hótela á höfuðborgarsvæð- inu hafi aukist um 15,4% milli þessara tímabila en afkoman nánast staðið í stað. Rekstrartekjur hótelanna sem skoðuð voru á höfuðborgarsvæðinu voru 12.769 milljónir á fyrri hluta árs 2017, borið saman við 11.066 milljónir á fyrri hluta árs 2016. Á móti kemur að rekstrarkostnaður jókst úr 10.201 milljón í 11.895 millj., eða um 16,6%. Launakostnaður á uppleið Laun og launatengd gjöld hótela á höfuðborgarsvæðinu jukust úr 5.771 milljón í 6.732 milljónir á tímabilinu, eða um 16,7%. Þá jukust þau úr 711 milljónum í 749 milljónir úti á landi, eða um 5,3% milli ára. Bendir athug- un KPMG til að laun sem hlutfall af tekjum hótela hafi þá aukist meira úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Haft var eftir Ólafi Torfasyni, stjórnarformanni Íslandshótela, í Morgunblaðinu á mánudag að óraun- hæft væri að hækka laun á hótelum umtalsvert á næstu árum. Afkoma ferðaþjónustunnar í heild hafi enda verið lakari 2017 en árið 2016. Alexander G. Eðvardsson, sér- fræðingur á skatta- og lögfræðisviði KPMG, hefur rannsakað afkomu hót- ela á Íslandi síðustu ár. Bendir sú at- hugun til að sveiflur í gengi krónu hafa haft mikil áhrif á rekstrarreikn- ing hótela. Salan skilar færri krónum en útgjöld í krónum aukast (sjá gröf). Spurður um svigrúm ferðaþjónust- unnar til að hækka lægstu laun hótela umtalsvert í ár bendir Alexander á að launakostnaður hafi hækkað umtals- vert og mun meira úti á landi en á höf- uðborgarsvæðinu. „Ég tel því að hótel á höfuðborgarsvæðinu standi betur og geti frekar staðið undir launa- hækkunum en hótel úti á landi. Hversu mikið veit sennilega enginn,“ segir Alexander. Samrunaferlið rétt að hefjast Hann telur aðspurður að breyttar rekstrarforsendur muni kalla á frekari samruna í ferðaþjónustu. „Miðað við það sem ég heyri tel ég mjög líklegt að félög í ferðaþjónustu muni í auknum mæli leitast við að sameinast. Ég hef stundum sagt að ferðaþjónustan sé ung atvinnugrein og sé um margt í svipaðri stöðu og sjávarútvegurinn þegar kvótakerfinu var komið á. Síðan hefur orðið mjög mikil hagræðing í greininni og í mín- um huga er þessi vegferð rétt að hefj- ast hjá ferðaþjónustunni.“ Starfsfólki fjölgar hægar Fram kemur í nýlegri greiningu KPMG að árið 2008 hafi verið 5,9 ferðamenn á hvern launþega í ferða- þjónustu á háannatíma en 9 ferða- menn á hvern launþega í fyrra. Ferðamönnum fjölgar því hraðar en nýjum störfum í greininni. Alexander telur aðspurður að sam- runar muni hafa áhrif á fjölda starfs- manna á hvern ferðamann. „Einn tilgangur sameiningar fyrir- tækja er að hagræða í rekstri. Ég tel líklegt að þær muni leiða til þess að færri starfsmenn þurfi til að þjóna ferðamönnum en nú. Það má heldur ekki gleyma því að fyrirtæki eru í nokkrum mæli að nýta sér tölvutækni til að hagræða, sérstaklega í svo- nefndri bakvinnslu.“ Greining KPMG bendir til að Ís- land sé orðið dýrasta ferðamannaland Evrópu. Verð sé komið að þolmörk- um og ólíklegt að hægt verði að hækka það. Alexander telur aðspurð- ur þetta munu hafa áhrif á tekjur ferðaþjónustufyrirtækja. Dvelja orðið skemur á Íslandi „Mikil hækkun á kostnaði við ferðir erlendra ferðamanna til Íslands, mælt í erlendum gjaldmiðlum, hefur haft þau áhrif að ferðamenn halda áfram að koma en þeir dvelja skemur. Þessi þróun hefur þau áhrif að hótel og afþreyingarfyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu, og í hæfilegri fjar- lægð frá Reykjavík, halda sinni stöðu. Hins vegar hefur þessi þróun þau áhrif að færri ferðamenn fara í lengri ferðir út á land sem að sjálfsögðu hef- ur neikvæð áhrif á rekstur þar. Þetta hefur verið staðfest með því að for- ráðamenn bílaleiga hafa sagt að með- alleigutími bílaleigubíls hafi verið rúmlega einum degi styttri í fyrra en 2016. Frekari hækkun hefði sennilega enn neikvæðari áhrif á landsbyggð- inni. Þá er spurningin orðin sú hvort verð séu orðin það há í Reykjavík að ferðamönnum fari að fækka meira en sem nemur verðhækkunum.“ Bitnar á afkomunni Spurður hvaða áhrif hærri laun myndu hafa á samkeppnishæfni greinarinnar segir Alexander að þau muni „að sjálfsögðu bitna á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu ef ekki verður unnt að veita þeim hækkunum út í verðlagningu á þjónustu“. „Ef verð á hótelgistingu á Íslandi er borið saman við verð í löndum sem við viljum bera okkur saman við er ljóst að verðlagning hér á landi er þegar orðin mjög há,“ segir hann. Versnandi afkoma hótela úti á landi  Sérfræðingur hjá KPMG segir ferðaþjónustu á svipuðum slóðum og sjávarútvegur fyrir kvótakerfið  Komið sé að samruna fyrirtækja  Lítið svigrúm til launahækkana  Hærri laun skerða afkomuna Rekstrarreikningur fyrirtækis í ferðaþjónustu Með óbreytt verð gistinátta í evrum frá 2012 til 2017 Milljónir króna 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Rekstrartekjur* 170,3 158,9 154,7 141,7 119,5 125,4 Rekstrargjöld Vörunotkun 20,4 21,2 21,6 22 22,4 22,8 Laun og launatengd gjöld 64,7 68,4 72,3 77,5 86,3 93,4 Húsnæðiskostnaður 32,4 33,4 34,3 34,8 36,9 37,5 Annar kostnaður 18,7 19,5 19,8 20,2 20,5 20,9 Rekstrargjöld samtals 136,2 142,4 148,1 154,5 166,2 174,5 Rekstrarhagnaður (EBITDA) 34,1 16,5 6,6 -12,8 -46,7 -49,1 Hlutfall af rekstrartekjum 20,0% 10,4% 4,3% -9,1% -39,1% -39,2% Verð á gistinótt í evrum 100 100 100 100 100 100 *Seld þjónusta á föstu verði, alls 1 milljón evra. Heimild: KPMG. Afleiðing þess að selja á föstu verði í evrum og taka á sig innlendar kostnaðarhækkanir Rekstrarreikningur fyrirtækis í ferðaþjónustu Með óbreytta framlegð frá 2012 til 2017 Milljónir króna 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Rekstrartekjur* 170,3 176,5 182,2 188,6 200,2 208,6 Rekstrargjöld Vörunotkun 20,4 21,2 21,6 22 22,4 22,8 Laun og launatengd gjöld 64,7 68,4 72,3 77,5 86,3 93,4 Húsnæðiskostnaður 32,4 33,4 34,3 34,8 36,9 37,5 Annar kostnaður 18,7 19,5 19,8 20,2 20,5 20,9 Rekstrargjöld samtals 136,2 142,4 148,1 154,5 166,2 174,5 Rekstrarhagnaður (EBITDA) 34,1 34,1 34,1 34,1 34,1 34,1 Hlutfall af rekstrartekjum 20,0% 19,3% 18,7% 18,1% 17,0% 16,3% Verð á gistinótt í evrum 100 111 118 133 168 166 Breyting milli ára 11,0% 6,3% 12,7% 26,3% -1,2% Verð á gistinótt í þús. kr. 17,0 17,6 18,2 18,9 20,0 20,9 Breyting milli ára 3,6% 3,2% 3,5% 6,2% 4,2% *Seld þjónusta m.v. óbr. fram- legð frá 2012. Heimild: KPMG. Verð í evrum þarf að hækka um 66% til að félög geti haft sömu framlegð í krónum 2017 og 2012 Alexander G. Eðvardsson Kristófer Oli- versson, fr.kv.stj. og eigandi CenterHotels, segir blikur á lofti í ferða- þjónustu og þar með ís- lensku efna- hagslífi. „Við sjáum það í minnkandi hagvexti. Þá kólnun má fyrst og fremst rekja til minni vaxtar í ferðaþjónustu. Fyrirtæki þurfa að aðlaga reksturinn að breytt- um veruleika og láta dæmið ganga upp án þess að treysta á mikla fjölgun ferðamanna. Allir þurfa að átta sig á breyttri stöðu og haga seglum eftir vindi í þessum efnum … Það er ljóst að framundan er tímabil hagræðingar í ferðaþjónustu. Framlegðin mun velta á því hversu vel sú hagræðing mun ganga og eins utanaðkomandi þáttum sem erfiðara er að hafa stjórn á. Þróun gengis og niður- staða kjarasamninga mun skipta miklu sem og auðvitað fjöldi ferðamanna á komandi ár- um og neysluhegðun þeirra.“ Minni vöxtur en síðustu ár KOMIÐ AÐ HAGRÆÐINGU Kristófer Oliversson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.