Morgunblaðið - 14.03.2018, Síða 14
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði
á nýjum og öflugum dráttarbáti.
Á síðustu vikum hefur verið unnið
að gerð útboðsgagna en þau liggja
fyrir í frumdrögum og verða til
frekari skoðunar á næstu vikum.
Stefnt er að því að leggja fullgerð
útboðsgögn fyrir hafnarstjórnina
í haust. Þetta kom fram á síðasta
stjórnarfundi Faxaflóahafna.
Með ört stækkandi skipum sem
koma til Faxaflóahafna, þ.e. í
Reykjavík, á Grundartanga og
Akranesi, er talin brýn þörf á að
bregðast við með öflugri drátt-
arbáti. Ekki síst ef horft er til nýs
bakka utan Klepps þar sem ljóst
er að veðurfarslegar aðstæður eru
ekki eins góðar og í núverandi
legum á Kleppsbakka, þar sem
stærstu kaupskipin leggjast að.
Þetta kemur fram í minnisblaði
Gísla Gíslasonar hafnarstjóra og
Gísla Jóhanns Hallssonar yf-
irhafnsögumanns.
Togkraftur verður 80 tonn
Horft er til þess að nýr bátur
verði með a.m.k. 80 tonna tog-
kraft og búinn svonefndri Azi-
muth-skrúfu og stýribúnaði
(ASD). Núverandi dráttarbátur,
Magni, er með 40 tonna togkraft.
Þá verður gert ráð fyrir því í úr-
boðsgögnunum að tilboðsgjafi geti
gefið verð í hefðbundinn drátt-
arbát með dísilvél, en einnig
„twin“ bát þ.e. umhverfisvænni
orkugjafa sem nýst geti á sigl-
ingu.
Í minnisblaðinu kemur fram að
miðað við þær upplýsingar sem
aflað hefur verið megi áætla að
bátur af þessari tegund muni
kosta á bilinu 7,5-8,0 milljónir
evra (á.a.g. 950-1.000 milljónir ís-
lenskra króna, en ræðst af þróun
gengis á hverjum tíma) og að
smíðatími gæti verið 14-18 mán-
uðir. Ef smíði bátsins yrði boðin
út síðsumars eða í haust væri ljóst
að færa þyrfti til greiðslur miðað
við langtímaáætlun fram um eitt
ár. Í fjárhagsáætlun Faxaflóa-
hafna sf. fyrir árin 2020 og 2021
er gert ráð fyrir alls 1.000 millj-
ónum króna til kaupa á nýjum
dráttarbáti.
Kostir ASD-dráttarbáts um-
fram núverandi dráttarbáta Faxa-
flóahafna eru margir, að því er
fram kemur í minnisblaðinu.
ASD-bátur getur t.d. tengt drátt-
artaug að aftan og beitt sér á allt
upp í 10 mílna ferð en mörk teng-
ingar á núverandi dráttarbátum
er 4 mílur. Þessi munur á hraða
geti skipt sköpum á þröngum
svæðum, svo sem á Viðeyjarsundi,
því um leið og skip slá af ferð með
vind inn á hlið byrja þau að hörfa
(„drifta“) og snúast upp í vind.
95 % af vinnu skipstjóra ASD
báts er fyrir framan hann þegar
dráttartaug er notuð, þ.e. yfirleitt
er notuð er vinda að framan, en á
núverandi dráttarbátum er vinn-
an öll að aftan þar sem vinda og
dráttarkrókur eru þar.
Nýr dráttarbátur
gæti kostað milljarð
Faxaflóahafnir undirbúa smíði á nýjum og öflugum báti
Dráttarbátur Hefðbundin stærð af báti með 70-80 tonna togkraft. Flestir
nýir bátar eru ASD bátar með skrúfu- og stýrisbúnaði sem snýst 360°.
náist á heimilum sem nota mikið raf-
magn, svo sem á köldum svæðum
þar sem húsin eru hituð með raf-
magnsofnum. „Heimilisfólkið getur
séð hvað er í gangi og hvenær. Með
því að setja stýritengla á rafmagns-
ofna er hægt að láta einhverja þeirra
slökkva á sér yfir nóttina og þegar
fólk er í vinnunni. Með því getur fólk
sparað sér marga tíuþúsundkalla yf-
ir árið,“ segir Hilmir. Hann segir að í
einbýlishúsum og öðrum stórum
íbúðum geti fólk einnig sparað um-
talsverða fjármuni þótt ekki sé notuð
rafmagnskynding. Hleðsla raf-
magnsbíla eykur orkunotkun heim-
ila og þótt rafmagnið sé ekki selt sem
orkutoppur, eins og til dæmis í Nor-
egi, er gagnlegt fyrir fólk að vita
hvað hleðslan kostar.
Búnaðurinn getur einnig nýst til
að auka öryggi húseigenda. Hægt er
að láta búnaðinn kveikja ljós og
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fólk getur lækkað rafmagnsreikn-
inginn með því að minnka óþarfa raf-
magnsnotkun, án þess að draga úr
þeim þægindum sem rafmagnið veit-
ir. Þetta á ekki síst við um heimili á
köldum svæðum sem nota rafmagn
til húshitunar. Lykillinn að þessu er
búnaður til að fylgjast með raf-
magnsnotkuninni.
„Okkur Íslendingum hættir til að
líta svo á að rafmagnið kosti ekki
neitt og ekki sé ástæða til að spara
það,“ segir Hilmir Ingi Jónsson,
framkvæmda- og markaðsstjóri
sölu- og ráðgjafarfyrirtækisins Po-
wena sem selur búnað til að fylgjast
með og stýra rafmagnsnotkun heim-
ila og fyrirtækja.
Mikil „ósýnileg notkun“
Hann leggur áherslu á það að þeg-
ar fólk er komið með tæki til að
greina rafmagnsnotkun einstakra
herbergja íbúðarinnar og tækja sjái
það hvað tæki sem alltaf er kveikt á
noti mikið rafmagn, gjarnan 20-30%
allrar notkunar heimilisins. „Þetta
er ósýnileg notkun, sem fer líka fram
á meðan heimilisfólk sefur eða er að
heiman. Mikið af þessu er óþarfa
notkun og hleypir rafmagnsreikn-
ingnum upp,“ segir Hilmir.
Greiningartækið fylgist stöðugt
með rafmagnsnotkuninni. Það er
nettengt og getur unnið með öðrum
tækjum heimilisins. Með því er hægt
að fá tengla til að stýra notkun ein-
stakra tækja. Öllu þessu er hægt að
stýra með appi í símanum.
Búast má við að mesti ávinning-
urinn af stýringu rafmagnsnotkunar
slökkva á meðan fólk er í fríi í sum-
arbústaðnum eða útlöndum til þess
að það líti út fyrir að fólk sé í íbúð-
inni. Einnig er hægt að fylgjast með
rafmagns- og vatnsnotkun í sum-
arbústaðnum, þegar enginn á að
vera þar.
35 þúsund kr. pakki
Með rafmagnsmælinum fylgir
einn tengill til stýringar og kostar
lágmarkspakkinn tæplega 35 þús-
und krónur. Tengilinn má til dæmis
nota til að kveikja á kaffivél á morgn-
ana. Hægt er að bæta við tenglum að
vild, til dæmis við rafmagnsofna.
Hilmir segir að góðar leiðbeining-
ar um uppsetningu fylgi og geti
margir sett búnaðinn upp sjálfir.
Eftir að rafmagnsmælinum hefur
verið stungið í samband er hægt að
sækja appið án endurgjalds og setja
upp í símanum.
Mælir sem fylgist með
rafmagnsnotkun tækja
Hægt að lækka rafmagnsreikninginn með betri upplýsingum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sparnaður Hilmir Ingi Jónsson sýnir Snappee-tæki sem notað er til að
mæla rafmagnsnotkun heimila. Ekki fer mikið fyrir búnaðinum.
citroen.is
Verðlaunabíllinn Citroën C3 er hlaðinn þægindum, lofi og búnaði. Með 300
lítra skotti, nýjustu kynslóð sparneytinna véla, undurþýðri sjálfskiptingu sem
gerir hann silkimjúkan í akstri ert þú klár í þitt ævintýri. C3 er fáanlegur með
Apple Car Play og Mirror Link sem gerir þér kleift að spegla helstu forrit
snjallsímans eins og t.d. Google Maps á 7“ snertiskjáinn. Punkturinn yfir i-ið
er svo vegmyndavélin ConnectedCam sem þú getur notað til fanga dýrmæt
augnablik.
KOMDU OGMÁTAÐU CITROËN C3
C3 LIVE BEINSKIPTUR FRÁ
2.090.000KR.
C3 FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ 2.520.000 KR.
Yfir 25 alþjóðleg verðlaun • Vegmyndavél •
Nálægðarskynjarar • Blindpunktsviðvörunarkerfi •
Brekkuaðstoð • Hliðarvörn •Breið og þægileg sæti •
Isofix festingar • Rúmgott skott • Sparneytinn
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
CITROËN
ÞÆGINDI
CITROËN C3
Hlaðinn lofi og búnaði