Morgunblaðið - 14.03.2018, Qupperneq 16
Flutningar Skammt er síðan Frigg w, systurskip Freyju w, var tekið í notkun.
Hollenska flutningafyrirtækið Car-
gow, sem er í meirihlutaeigu Íslend-
inga, hefur nú tekið við öðru af þeim
fjórum systurskipum sem það hefur
látið smíða í Kína. Skipin verða í för-
um milli Reyðarfjarðar, Rotterdam í
Hollandi og Mosjøen í Noregi. Annast
þau að megninu til flutninga fyrir ál-
verksmiðjur Alcoa en í því felst flutn-
ingur á álafurðum frá Íslandi og Nor-
egi og rafskautum frá Noregi til
Íslands.
Fyrr á þessu ári tók fyrirtækið í
gagnið Frigg w en í dag bætist Freyja
w í hóp þeirra fjögurra skipa sem sigla
milli fyrrnefndra hafna. Leggur skipið
af stað áleiðis til hafnar á Reyðarfirði í
dag og er áætluð koma þess þangað á
mánudag.
Samhliða því að Freyja w bætist í
flotann skilar Cargow öðru af þeim
fjórum leiguskipum sem það hefur
notast við allt frá því að það hóf að
þjónusta Alcoa á árinu 2013. Stefán H.
Stefánsson, framkvæmdastjóri
Cargow segir að skipin tvö sem enn á
eftir að afhenda verði tekin í gagnið
síðar í sumar.
„Skipin verða væntanlega afhent í
apríl og júní næstkomandi og þau
verða þá komin inn í leiðakerfið hjá
okkur síðar í sumar.“
Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í
febrúar síðastliðnum er gert ráð fyrir
að smíðakostnaður hvers skips sé um
2 milljarðar króna og því ljóst að fyr-
irtækið er að taka í gagnið ný skip fyr-
ir 8 milljarða á þessu ári. ses@mbl.is
Annað skip af
fjórum í gagnið
Cargow tekur Freyju w í notkun
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI
VANDAÐIR KROSSAR
ERU ÖRYGGISMÁLIN Í LAGI HJÁ ÞÉR?
GOTT ÚRVAL AF ÖRYGGISHLÍFUM - HAGSTÆTT VERÐ
HÆGT ER AÐ KAUPA STAKA HLUTI Í
DRIFSKAFTAHLÍFAR OG KÚPLINGAR
14. mars 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 99.74 100.22 99.98
Sterlingspund 138.21 138.89 138.55
Kanadadalur 77.73 78.19 77.96
Dönsk króna 16.476 16.572 16.524
Norsk króna 12.81 12.886 12.848
Sænsk króna 12.076 12.146 12.111
Svissn. franki 104.97 105.55 105.26
Japanskt jen 0.9355 0.9409 0.9382
SDR 144.57 145.43 145.0
Evra 122.76 123.44 123.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 148.5983
Hrávöruverð
Gull 1318.7 ($/únsa)
Ál 2096.5 ($/tonn) LME
Hráolía 65.5 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Sjálfkjörið verður í stjórn og vara-
stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar á aðal-
fundi félagsins sem fram fer á fimmtu-
daginn. Í aðalstjórn munu áfram sitja
þau Andri Þór Guðmundsson, Einar Örn
Ólafsson, Kristín Friðgeirsdóttir, Ragn-
heiður Elfa Þorsteinsdóttir og Örvar
Kærnested. Varastjórn skipa Bjarki Már
Baxter og Bryndís Hrafnkelsdóttir.
Fyrir aðalfundi liggur tillaga um að
greiddur verði arður vegna rekstrarárs-
ins 2017 að fjárhæð 1,5 milljarðar króna,
auk heimildar til kaupa á allt að 10% af
eigin hlutabréfum í þeim tilgangi að
lækka hlutafé félagsins.
Sjálfkjörið verður í
stjórn TM á aðalfundi
STUTT
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Unnið er því að leggja niður Fram-
takssjóð Íslands, sem er í eigu lífeyr-
issjóða og Landsbankans, sem komið
var á fót árið 2009. Eftir aðalfund
félagsins í dag verður það án starfs-
manna, en flestir voru þeir níu, og
stjórnarmönnum fækkar í þrjá.
Félaginu verður ekki slitið fyrr en í
lok árs 2020 vegna kvaða tengdra
söluferlum og enn á eftir að ráðstafa
vörumerkinu Icelandic sem sett var í
sér félag.
Herdís Dröfn Fjeldsted, fram-
kvæmdastjóri sjóðsins, sagði á blaða-
mannafundi að í upphafi hafi verið
horft til þess að reka sjóðinn í tíu ár
en honum yrði lokað eftir átta ár í
rekstri. Rétt er að vekja athygli á að
líftími framtakssjóða er alla jafna í
kringum tíu ár.
Var áhrifafjárfestir
Framtakssjóðurinn var svokallað-
ur áhrifafjárfestir í fyrirtækjum sem
flest glímdu við alvarlegan rekstrar-
vanda og leiddi sjóðurinn endurreisn
þeirra. Fram kom á blaðamanna-
fundinum að innri ávöxtun hans hefði
verið 23% á ári. Sjóðurinn fjárfesti í
níu fyrirtækjum fyrir 43,3 milljarða
króna og seldi þau fyrir um 90,9
milljarða króna. Hagnaður án þess
að tillit sé tekið til kostnaðar er því
47,6 milljarðar króna. Fram kemur í
bók um starfsemi sjóðsins, Framtak
til endurreisnar eftir Ásgeir Jónsson,
dósent í hagfræði, og Alexander
Frey Einarsson hagfræðing, að
hagnaður sjóðsins af Icelandic Group
nemi 19,3 milljörðum króna. Ekkert
annað fyrirtæki í eigu sjóðsins hafi
skilaði jafn miklum hagnaði í krónum
talið. Á síðasta ári nam hagnaðurinn
15,9 milljörðum króna og lagt er til
við aðalfund í dag að 11,7 milljarðar
verði greiddir í arð. Gangi það eftir
hefur sjóðurinn greitt 86,2 milljarða
til hluthafa.
Herdís sagði að flest fyrirtæki í
eigu sjóðsins hefðu verið seld í opnu
ferli eða skráð á hlutabréfamarkað.
Ásgeir rifjaði það upp á blaða-
mannafundinum að Framtakssjóður-
inn hefði verið gagnrýndur þegar
bréf í Icelandair Group voru seld í
opnu útboði vegna þess að lífeyris-
sjóðir, sem áttu í sjóðnum, keyptu í
útboðinu. Sjálfsagt hafi lífeyrissjóðir
sem átt hafi í sjóðnum fjárfest í
hlutafjárútboði N1 og Vodafone. „En
aðrar sölur voru til ótengdra aðila,“
sagði hann.
Framtakssjóðurinn keypti Vestia
árið 2010 fyrir 18,2 milljarða króna af
Landsbankanum og samhliða keypti
bankinn 30% hlut í sjóðnum fyrir 15
milljarða króna. Vestia átti Icelandic
Group, Teymi sem síðar var skipt í
Advania og Vodafone, Húsasmiðjuna
og Plastprent. Að sögn Ásgeirs
stofnuðu Landsbankinn og Fram-
takssjóðurinn með þessu til félagsbú-
skapar við endurreisn þessara fyrir-
tækja sem hefðu skilað bankanum 32
milljörðum króna.
Vestia til fyrirmyndar
„Það er því ljóst að Vestia-salan
var góð ráðstöfun sem bankarnir
hefðu átt að gera í meira mæli,“ segir
Ásgeir og nefnir að þeir hefðu átt að
láta fyrr af hendi félög í skuldameð-
ferð eða endurreisn í stað þess að
hanga á þeim árum saman, „lifandi
dauðum“. Árið 2011 hafi bankarnir
átt 132 félög í tímabundinni starf-
semi og tveimur árum síðar hafi þau
verið 72.
„Opin sala þessara fjögurra félaga
úr Vestia hefði ekki verið fýsileg fyrr
en talsvert síðar. Efnahagsástandið á
Íslandi var of slæmt, félagið í óreiðu
og mögulegir kaupendur ekki marg-
ir,“ sagði hann.
Eina fjárfesting Framtakssjóðsins
sem ekki var arðbær var Húsasmiðj-
an. Í bókinni Framtak við endurreisn
segir að í stóru myndinni hafi Húsa-
smiðjan haft lítil sem engin áhrif á
lokaafkomu sjóðsins. Ef ekki hefði
verið fyrir ófyrirsjáanlega sekt frá
Samkeppniseftirlitinu og endurá-
lagningu frá skattyfirvöldum fyrir
hundruð milljóna króna hefði ávöxt-
unin af sölunni til Bygma Gruppen
verið viðunandi. Vegna samkomu-
lags Framtakssjóðsins um lækkun
kaupverðs á Húsasmiðjunni tapaði
sjóðurinn þó engu á þessari fjárfest-
ingu sinni.
Framtakssjóðurinn seldi fjár-
festingar fyrir 91 milljarð
15,9 milljarða hagnaður
» Á síðasta ári nam hagnaður
Framtakssjóðsins 15,9 millj-
örðum króna.
» Lagt er til við aðalfund í dag
að 11,7 milljarðar verði greiddir
í arð.
» Sjóðurinn fjárfesti í níu fyrir-
tækjum frá upphafi fyrir 43,3
milljarða króna og seldi þau
fyrir um 90,9 milljarða króna
» Icelandic Group skilaði
mestum krónum í vasann.
Unnið er að því að leggja sjóðinn niður Innri ávöxtun hans er 23% á ári
Fjárfestingar Framtakssjóðs Íslands
35
30
25
20
15
10
5
0
Icelandic
Group
Icelandair
Group
Promens Invent
Pharma
Vodafone N1 Advania Plastprent Húsa-
smiðjan
15,8
35
3,6
15,5
7,9
13,3
6,4
10,8
4,7
8,6
4,8
7,7
1,7 2,5 0,05 0,2
123% 328% 69% 67% 83% 60% 51% 312% 0%
Kaupverð Söluverð Ávöxtun
Í milljörðum króna (fjárhæðir eru námundaðar)
Herdís
Fjeldsted
Ásgeir
Jónsson
Í Morgunblaðinu í gær var ranglega
sagt að íslenskir gestgjafar hefðu
boðið 14.088 gistinætur á Airbnb.
Hið rétta er að frá því að Airbnb
kom fram á sjónarsviðið og fram til
ársloka 2017 hafa 8.162 gestgjafar
sett 14.088 auglýsingar um gistingu
á vefinn.
LEIÐRÉTTING