Morgunblaðið - 14.03.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Rússnesk stjórnvöld sögðu í gær að
ásakanir Breta um að Rússar bæru
ábyrgð á taugaeiturárás á rússnesk-
an fyrrverandi gagnnjósnara væru
tilraun til að koma óorði á Rússland.
Segjast Rússar munu bregðast hart
við hvers konar refsiaðgerðum sem
Bretar kunni að ákveða að grípa til.
Theresa May, forsætisráðherra
Breta, sagði í breska þinginu á
mánudag að allar líkur væru á að
rússnesk stjórnvöld bæru ábyrgð á
árásinni.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússa, sagði hins vegar á blaða-
mannafundi í gær að þessar ásakanir
væru þvættingur. Hann sagði að
Rússar væru reiðubúnir að eiga
samvinnu um rannsókn málsins í
samræmi við sáttmála um efnavopn
ef Bretar féllust á að uppfylla alþjóð-
legar skuldbindingar sínar í sam-
ræmi við sama sáttmála.
Sagði Lavrov að Bretar hefðu átt
að senda stjórnvöldum í Moskvu
formlega ósk um upplýsingar um
taugaeitrið sem beitt var á Bret-
landi. Slík ósk hefði ekki borist.
Hann sagði einnig að Rússar hefðu
krafist þess formlega að sérfræðing-
ar þeirra fengju aðgang að tauga-
eitrinu og að rannsókn Breta á eitr-
inu en Bretar hefðu hafnað þeim
kröfum.
May sagði í breska þinginu á
mánudag að aðeins tvennt kæmi til
greina; annaðhvort hefði árásin á
Sergei Skripal og Juliu dóttur hans
verið bein aðgerð rússneska ríkisins
gegn Bretlandi eða rússnesk stjórn-
völd hefðu misst tökin á stórhættu-
legu taugaeitri og gert öðrum kleift
að komast yfir það. Ef Rússar veittu
ekki trúverðugar skýringar fyrir lok
þriðjudags yrði litið svo á þetta hefði
verið ólögmæt aðgerð Rússa gegn
Bretum, sem brugðist yrði hart við.
Sendiráð Rússa í Lundúnum
sagði síðdegis í gær á Twitter, að
það hefði sent tölvupóst til breska
utanríkisráðuneytisins þar sem
ítrekað var að Rússar tengdust ekki
málinu og óskaði eftir sameiginlegri
rannsókn landanna á því.
Uppörvandi viðbrögð
Boris Johnson, utanríkisráðherra
Breta, sagði í gær að viðbrögð ann-
arra ríkja við málinu hefðu verið
mjög uppörvandi. Jens Stoltenberg,
framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins, sagði í gær að þetta
mál væri afar alvarlegt og bandalag-
ið hefði verið í sambandi við bresk
stjórnvöld vegna þess.
Sigmar Gabriel, utanríkisráð-
herra Þýskalands, sagði eftir að
hafa talað við Johnson í gær að
Þjóðverjar stæðu með Bretum í
þessu máli. Ef sannað yrði að Rúss-
ar bæru ábyrgð á árásinni væri það
mjög alvarlegt mál.
Amber Rudd, innanríkisráðherra
Breta, sagði í gær að breska leyni-
þjónustan MI5 og lögreglan væru
að rannsaka fullyrðingar um að allt
að 14 dauðsföll í Bretlandi mætti
rekja til einhvers konar aðgerða
Rússa. Theresa May sagði að ef við-
brögð Rússa yrðu ekki fullnægjandi
myndi hún upplýsa breska þingið í
dag um til hvaða aðgerða yrði gripið.
Að sögn fréttaskýrenda gætu Bretar
ákveðið að vísa rússneskum sendi-
mönnum úr landi líkt og gert var eft-
ir að Alexander Litvinenko var ráð-
inn af dögum með geislavirku eitri í
Lundúnum árið 2006. Að auki sé
mögulegt að frysta rússneskar eign-
ir, stöðva vegabréfsáritanir, snið-
ganga heimsmeistarmótið í knatt-
spyrnu, sem verður í Rússlandi í
sumar, og loka fyrir útsendingar
rússneskra sjónvarpsstöðva, svo
sem RT, í Bretlandi.
Harðnandi orðastríð um taugaeitursárás
Rússar ábyrgir fyrir árásinni, segja
Bretar Þvættingur, segja Rússar
Eðlilegt
Þegar taugaeitri er beitt
Cholinesterase
er hindrað
Taugaeitrið novitsjok
Boðin eru flutt frá
taugafrumu til
viðkomandi vöðva
með boðefninu
acetylcholine
Þróað í Sovétríkunum
á áttunda og níunda áratug
Sagt hafa verið þróað til
að sniðganga bann við
efnavopnummeð því að
búa til ný efnasambönd
Getur verið í formi
örfíns dufts
Talið vera 5-8 sinnum
banvænna en VX
Einkennin geta komið
fram eftir 30 sekúndur
Helstu einkenni:
Eitrið
berst í lík-
amann með
innöndun
Acetylcholine
heldur áfram að senda
boð til vöðva
Líkaminn verður fyrir oförvun, bregst óeðlilega við
Heimild: Science Direct/Live Science
Augasteinar dragast saman
Munnvatn lekur
Tautakippir
Krampi
Lömun
Hjartastopp
Vöðvinn fær boðin
og hlýðir
Þegar boðin eru
komin til skila brýtur
ensímið cholinesterase
niður boðefnið og
„slekkur á”viðbragðinu
Truflar boðskipti í taugakerfinu með sama hætti og önnur taugaeitur svo sem sarin og VX
Novitsjok
Heilinn sendir
boð til vöðva
um tauga-
kerfið
1 2 3
Donald Trump, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, vék í gær Rex Til-
lerson úr embætti utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna og til-
nefndi Mike Pompeo, forstjóra
bandarísku leyniþjónustunnar CIA,
í embættið í hans stað.
Tillerson kom í gærmorgun aft-
ur til Bandaríkjanna eftir ferð til
Afríku. Aðstoðarmenn hans sögðu,
að Trump hefði ekki rætt við hann
áður en tilkynning um brottvikn-
ingu hans var gefin út. Háttsettur
embættismaður í Hvíta húsinu
sagði, að Trump hefði viljað
endurskipuleggja lið sitt fyrir
væntanlegan fund með Kim Jong-
un, leiðtoga Norður-Kóreu, sem
áformaður er í maí.
Það hefur lengi þótt augljóst að
Trump væri óánægður með utan-
ríkisráðherra sinn. Trump sagði
við blaðamenn í gær, að honum og
Tillerson hefði samið vel en þeir
hefðu verið ósammála í málum,
þar á meðal um kjarnorkusamn-
ing, sem gerður var við Íran í for-
setatíð Baracks Obama. Trump
bar hins vegar lof á Pompeo og
sagði að hann myndi standa sig
frábærlega; væri réttur maður í
starfið á réttum tíma. Hvatti hann
Bandaríkjaþing til að staðfesta til-
nefningu Pompeos í embættið
fljótt og vel.
Pompeo, sem er 54 ára, sat áður
á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn
og hefur verið staðfastur stuðn-
ingsmaður Trumps.
Þá tilnefndi Trump Ginu Haspel
í embætti forstjóra CIA. Verði út-
nefningin staðfest verður Haspel
fyrsta konan til að gegna þessu
embætti.
Haspel, sem er 61 árs, er núver-
andi aðstoðarforstjóri CIA og hef-
ur starfað lengi í bandarísku leyni-
þjónustunni. Hún er m.a. sögð hafa
stýrt „svartholi“, fangelsi á vegum
CIA í Taílandi þar sem grunaðir
Al-Qaeda-hryðjuverkamenn voru
beittir vatnspyntingum árið 2002.
Trump rak utanríkisráðherrann
Forstjóri
CIA tilnefndur
í embættið
AFP
Rekinn Rex Tillerson gengur inn í flugvél í Nairobi í Kenía á mánudags-
kvöld. Skömmu eftir að hann lenti í Washington missti hann starfið.
Heimilt verður
að hafa krár í
Bretlandi opnar
til klukkan 1
helgina sem
brúðkaup Harrys
Bretaprins og
Meghan Markle
verður haldið.
Breska ríkis-
stjórnin hefur
gefið út tilskipun
um að krár megi vera opnar lengur
kvöldið fyrir brúðkaupið og einnig
kvöldið sem brúðkaupið fer fram,
19. maí. Byggist það á sérstakri
lagaheimild.
„Konunglega brúðkaupið gefur
samfélögum um allt land tækifæri
til að fagna þessari hamingjustund
konungsfjölskyldunnar og þjóðar
okkar,“ sagði Amber Rudd innan-
ríkisráðherra í yfirlýsingu.
Flestum krám í Bretlandi er lok-
að klukkan 23 á kvöldin.
BRETLAND
Opið lengur á krám
á brúðkaupsdaginn
Meghan Markle
og Harry prins