Morgunblaðið - 14.03.2018, Qupperneq 25
fundi meðan hún gat og lagði sitt
af mörkum til starfsins. Það eru
margir sem muna eftir hvað hún
bakaði góðar kökur. Hún sat í
stjórn sumarstarfs KFUK í Vind-
áshlíð árin 1951-59 og fylgdist
alla tíð vel með starfinu. Það fann
ég vel meðan ég var formaður
Hlíðarstjórnar og hve vænt henni
þótti um starfið. Hún kom í árleg-
an kvennaflokk eins lengi og hún
gat og naut þess að dvelja þar
með vinkonum sínum. Þegar
Alda og Kristín, systir hennar,
treystu sér ekki lengur til að taka
þátt í barna- og unglingastarfi
KFUM og KFUK gerðust þær
bænakonur fyrir starf félagsins
og tóku að sér að biðja sérstak-
lega fyrir því í félagsmiðstöðinni
Frostaskjóli í Reykjavík. Við sem
voru leiðtogar á þessum árum
mátum þessa þjónustu þeirra
mikils og erum afar þakklátar
fyrir bænir þeirra. Í mörg ár
heimsóttum við Öldu og sögðum
henni frá hvernig gengi og urðum
þannig enn nánari og undruð-
umst oft hve vel hún fylgdist með
öllu.
Hún studdi einnig kristniboðs-
starfið og var í kristniboðsflokki
KFUK og átti þar dýrmætt sam-
félag.
Alda var einn af stofnendum
kvennadeildar Gídeonfélagsins
fyrir 40 árum og vorum við í sömu
deildinni eftir að ég gekk í félag-
ið. Einnig þar var hún trúföst og
tók virkan þátt í starfinu meðan
hún hafði heilsu til.
Það er margt hægt að læra af
þessari trúföstu, hógværu konu
sem bar svo mikla umhyggju fyr-
ir fjölskyldu sinni og fólkinu sem
hún umgengst.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þess kost að kynnast Öldu og
njóta vináttu hennar svo lengi.
Ég kveð með einkunnarorðum
Vindáshlíðar: „Vertu trúr allt til
dauða og ég mun gefa þér kórónu
lífsins“ (Op. 2:10.)
Blessuð sé minning Öldu
Markúsdóttur.
Kristín Sverrisdóttir.
Djúp og varanleg vinátta
er dýrmætari
en veraldlegar viðurkenningar,
og allt heimsins gull og silfur.
Henni þarf ekki endilega alltaf
að fylgja svo mörg orð
heldur gagnkvæmt traust
og raunveruleg umhyggja.
Kærleikur,
sem ekki yfirgefur.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Alda Markúsdóttir var einn af
17 stofnendum kvennadeildar Gí-
deonfélagsins á Íslandi. Kvenna-
deildin var stofnuð 1977 og var
hún ein af þessum trúföstu bæna-
konum sem hafa alla tíð verið fé-
laginu og starfsemi þess ómetan-
legur stuðningur og raunar
nauðsynlegur. Fyrir það viljum
við þakka af hjarta. Alda gegndi
m.a. starfi kapelláns, sem sér um
að halda utan um bænaefnin og
bænastundir. Alda tók þátt í
starfinu ásamt eiginmanni sínum
Eggerti meðan hann lifði og kom
alltaf á deildarfundi og tók virkan
þátt meðan heilsa hennar leyfði.
Alla tíð hefur hún fylgst með og
beðið fyrir félaginu og eflingu
Guðs ríkis á sinn hógværa og
kærleiksríka hátt. Hún var alltaf
svo þakklát fyrir að heyra frá
okkur og bað fyrir kveðjur til
okkar og fylgdist vel með. Við
þökkum Guði fyrir líf Öldu og
starf og sendum Margréti, Guð-
birni og börnum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Við
biðjum Guð að umvefja ykkur og
blessa allar góðar minningar
henni tengdar. Þið voruð auga-
steinarnir hennar og alltaf var
fallegt blik í augum hennar þegar
hún talaði um ykkur. Við felum
góðum Guði minningu bænakon-
unnar Öldu Markúsdóttur, við
minnumst hennar með kærleika,
virðingu og þakklæti.
Fyrir hönd Gídeonfélagsins,
Laufey Geirlaugsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf.,
fyrir reikningsárið frá 1. janúar 2017 til
31. desember 2017, verður haldinn í
Akógeshúsinu, Vestmannaeyjum
fimmtudaginn 22. mars 2018
og hefst hann kl. 1600.
Fundarefni
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr.
samþykkta félagsins.
2. Önnur mál löglega upp borin.
Tillögur og önnur fundargögn liggja frammi á
skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfundinn.
Framboð til stjórnarkjörs skal berast stjórn
félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf.
Vinnslustöðin hf.
Hafnargötu 2, 900 Vestmannaeyjar
Sími 488 8000 vsv@vsv.is www.vsv.is
Félagsstarf eldri borgara
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og léttur hádegisverður
á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13
til 16. Leikfimi með Öldu Maríu íþróttafræðingi. Tökum lagið með
Krisztinu Kalló og skoðum gamlar myndir úr safnaðarstarfi kirkjunnar.
Kaffi og með því í boði kirkjunnar. Allir velkomnir.
Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Smíðastofan er
lokuð. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Söngstund með Helgu kl. 11.
Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur
kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir.
S. 535-2700.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Vatnsleikfimi í sundlaug
Boðans kl. 14.30. Leshópur Boðans kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Myndlist kl. 9-12.
Tölvu- og snjallsímaaðstoð frá kl. 9.30-10.10. Morgunkaffi kl. 10-10.30.
Botsía kl. 10.40-11.20. Glerlist kl. 13-16. Spiladagur, frjáls spilamenn-
ska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Breiðholtskirkja Eldri borgara starf í Breiðholtskirkju ,,Maður er
manns gaman" kl. 13.15. Spil og handavinna. Allir velkomnir.
Bústaðakirkja Félagsstarfið fer á Akranes í dag kl. 12.30, engin sam-
vera verður í safnaðarsal á meðan. Gott að hringja ef þið eruð ekki
þegar skráð, ef þið viljið koma með svo pláss sé fyrir alla í rútunni.
Starfsfólk Bústaðakirkju.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, verslunarferð í Bónus kl.
14.40.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.20. Botsía kl. 13.30.
Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9-13, opin handavinna frá
kl. 9-12, tölvu- og snjallsímakennsla kl. 10-11, bókband 13-17, frjáls
spilamennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-17. Harmonikkudansleik-
ur með Vitatorgsbandinu frá kl. 14-15, ókeypis aðgangur og allir vel-
komnir. Kaffiveitingar kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg,
síminn er 411-9450.
Garðabær Jónshús / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns-
húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Vatnsleikfimi
Sjálandi kl. 7.40/15.15. Kvennaleikfimi í Sjálandi kl. 9.30. Kvennaleik-
fimi í Ásgarði kl. 10.40. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í
Jónshúsi kl. 13. Leir í Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-12. Útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-
16. Félagsvist kl. 13-16. Leikfimi Helgu Ben kl. 11.15-11.45.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 byrjenda-botsía, kl. 9.30 glerlist,
kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara í kirkjunni kl. 13-15.30.
Í upphafi er söngstund í kirkjunni með Hilmari Erni og gesti dagsins.
Þá er í boði handavinna, spil og spjall fyrir þau sem vilja. Samverunni
lýkur með kaffiveitingum kl. 15.
Grensáskirkja Samverustund eldri borgara í Grensáskirkju kl. 14-
15.30. Helgistund, söngur, fræðsla o.fl. Verið velkomin.
Guðríðarkirkja Félagsstarf eldri borgara miðvikudaginn 14. mars kl.
13.10. Helgistund í kirkjunni og söngur. Þorvaldur Kristinsson
bókmenntafræðingur og bókmenntaritstjóri les upp úr bók sinni um
Helga Tómasson dansara. Kaffiveitingar 500 kr. Hlökkum til að sjá
ykkur, Anna Sigga, Hrönn og Lovísa.
Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, postulínsmálun / kvennabrids
/ silfursmiði kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12, 500 kr. skiptið, allir velkomnir.
Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, zumbadans og
líkamsrækt kl. 9 með Carynu, morgunleikfimi kl. 9, jóga kl. 10 hjá
Carynu. Samverustund kl. 10.30, lestur og spjall, hádegismatur kl.
11.30. Handavinnuhópur kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Kl. 12 fimmtudaginn 15. mars, eldri
borgarar koma saman og eiga notalega stund. Súpa og brauð,
söngur, hugvekja og notalegt samfélag. Allir eldri borgarar eru inni-
lega velkomnir.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við hringborðið kl.
8.50, boðið upp á kaffi. Upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45-11.45, línudans
með Ingu kl. 10-11.15, hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir kl. 9
samdægurs), framhaldssaga í Baðstofunni kl. 11-11.30, hádegismatur
kl. 11.30. Zumabaleikfimi með Auði kl. 13-13.50, eftirmiðdagskaffi kl.
14.30, tálgun með Valdóri kl. 14.30-17. Allir velkomnir, óháð aldri.
Korpúlfar Glerlistarnámskeið Fríðu kl. 9. í dag í Borgum, laus pláss.
Ganga kl. 10 frá Borgum. Páskabingó Korpúlfa kl. 13 í Borgum í dag.
Qi gong með Þóru kl. 16.30 í Borgum í dag.
Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleikfimi
kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11,
félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40,
heimildarmyndasýning kl. 16.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og handavinnuhópurinn kemur sam-
an kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30–15.30. Allir
eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Hel-
enu í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Gler, neðri hæð Félagsheimilisins við Suðurströnd kl.
13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Gróttusal kl. 10. Kaffispjall í króknum
kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Valhúsaskóla kl.
13. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Á morgun
fimmtudag er ,,óvissuferð", farið frá Skólabraut kl. 13.30. Landhelgis-
gæsla og Satt. Upplýsingar og skráning í síma 8939800.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði
Stangarhyl 4, kl. 10. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi
Gunnarsson. Húllumhæ í Stangarhyl fimmtudaginn 15. mars kl.
16.15. Tónlistarmenn munu koma fram og syngja íslensk dægurlög í
bland við nýja tóna ásamt því að danspar ársins 2017 kemur og sýnir
dansatriði. Kaffi og meðlæti.
Félagslíf
Söngsamkoma kl. 20
í Kristniboðssalnum. Karlakór
KFUM. Ræðumaður Jón Ómar
Gunnarsson. Allir velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl 20.00.
HELGAFELL 6018011019 VI
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Video upptökuvél
Glæný og ónotuð Canon EOS
C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-
legt verð (479.900). Selst á 330.000.
Vídeó upptökuvél Canon XA 35.
Stór rafhlaða. Upphaflegt verð
(319.900). Selst á 200.000. Keyptar í
Nýherja / Origo í Borgartúni 37.
Eru með 2 ára ábyrgð. Uppl. í síma:
833-6255 og 899 8325
Þjónusta
Faglærðir málarar
Tökum að okkur öll almenn
málningarstörf. Tilboð eða
tímavinna. Sími 696 2749 -
loggildurmalari@gmail.com
Ýmislegt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á