Morgunblaðið - 14.03.2018, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2018
ICQC 2018-20
:
Glæsilegt páskablað
fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 23.mars
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
fyrir mánudaginn 19. mars.
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
Girnilegar uppskriftir af veislumat
og öðrum gómsætum réttum
ásamt páskaskreytingum,
páskaeggjum, ferðalögum og fleira.
Örmyndin Blindfolded eftir Árna
Þór Guðjónsson hlaut Örvarpann,
áhorfendaverðlaun Örvarpsins, á
Stockfish-kvikmyndahátíðinni um
liðna helgi. Árni Þór er yngsti hand-
hafi Örvarpans frá upphafi, en hann
er 15 ára gamall.
Samkvæmt upplýsingum frá
skipuleggjendum Örvarpsins fjallar
mynd Árna Þórs um konu sem veit
ekkert við hverju hún á að búast
þegar hún er í bíl með þremur und-
arlegum mönnum og má hvorki sjá
né tala. „Blindfolded er skemmtileg
örmynd eftir 15 ára upprennandi
kvikmyndagerðarmann, Árna Þór
Guðjónsson. Árni nær með þessari
mynd að bæði byggja góða spennu
og svo koma áhorfandanum vel á
óvart,“ segir í umsögn dómnefndar.
Örvarpið er vettvangur íslenskra
örmynda og er ætlað öllum þeim
sem hafa áhuga á kvikmyndalist og
annars konar listformum, reyndum
sem óreyndum, ungum og öldnum.
Umsjónarmenn Örvarpsins eru
Halldóra Rut Baldursdóttir og
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
Verðlaunahafi Árni Þór Guðjónsson hlaut Örvarpann.
Yngsti verðlaunahafi
Örvarpsins frá upphafi
» Tvær sýningar voru opnaðar í gær, annars vegar sýning fata-hönnuðarins Steinunnar Sigurðardóttur, Hvítur draumur til-
finninga, í vinnustofu hennar við Grandagarð og hins vegar sýn-
ingin Önnur sæti í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni.
Sýning Steinunnar er hluti af Hönnunarmars og á henni fá hlutir,
í samhengi við aðra hluti, nýja merkingu sem tekur þá frá fyrra
hlutverki í rýminu. Á sýningunni Önnur sæti má sjá verðlauna-
tillögur arkitekta að þekktum byggingum á Íslandi, hugmyndir
sem hlutu viðurkenningar í samkeppnum en urðu aldrei að bygg-
ingum, eins og titill sýningarinnar ber með sér.
Hvítur draumur tilfinninga hjá Steinunni og Önnur sæti í Arion banka
Hvítur draumur Vigdís Gunnarsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og Birna Sif Magnúsdóttir.
Önnur sæti Ólafur Sigurðsson og Áslaug Ásgeirsdóttir á sýningunni í Arion banka. Arkitektúr Andrea Sif Hilmarsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir skoða teikningar arkitekta.
Gestir Agnes Guðmundsdóttir, Helga I. Stefánsdóttir og Halldór Lárusson.
Morgunblaðið/Eggert