Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 1

Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 1
L A U G A R D A G U R 2 1. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  93. tölublað  106. árgangur  FJÖLBREYTT UMFJÖLLUN UM REIÐHJÓL POPPKORNSÁT ILLA SÉÐ A QUIET PLACE ★★★★ 4916 SÍÐNA SÉRBLAÐ FISK sem voru frammi á fjörukambi að hengja upp á trönur ufsahausa sem þar eru þurrkaðir. Hver arða af öllum þeim fiski sem berst á land er verkuð og nýtt og þannig eru sköpuð verðmæti úr því sem áður fór forgörðum. Þurrkaðir fisk- Úti á landi er frumvinnslan undirstaða atvinnu- lífsins og hið daglega starf hverfist um það sem auðlindir lands og sjávar gefa. Það var blíðu- veður í Skagafirðinum í vikunni þegar Morgun- blaðið var á Sauðárkróki og hitti þar starfsmenn hausar hafa lengi verið útflutningsvara og seldir til Nígeríu og hafa verið í miklum metum þar. Markaðurinn þar í landi hefur hins vegar verið þröngur síðustu árin enda þótt vonir séu bundn- ar við að úr rætist. Morgunblaðið/Eggert Ufsahausar á trönur í vorsólinni Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir nauð- synlegt að læknar endurhugsi ávísun morfínskyldra lyfja við stoðkerfis- verkjum. „Við langvarandi notkun myndar líkaminn þol fyrir þessum morfínskyldu lyfjum og þá getur verið hætta á ávanabindingu. Þá kalla fráhvarfseinkennin á meiri notkun ekki síður en verkirnir, þann- ig að þetta er umdeild notkun.“ Hann telur hins vegar varasamt að hætta skyndilega að ávísa þessum lyfjum þar sem hættan á fráhvarfs- einkennum hjá þeim sem eru í lang- varandi notkun sé mikil. „Þetta er vandasöm staða sem við erum komin í, alveg eins og flestar aðrar þjóðir þótt það sé mismikið.“ Hann segir lækna hafa verið setta í vandasama stöðu, því eftir að heilbrigðisstofn- anir voru sameinaðir sjá læknar í einu sveitarfélagi um endurnýjun lyfja fyrir fólk í öðru sveitarfélagi án þess að hafa tök á að sjá hvernig meðferð sé háttað. Lyfjastofnun hef- ur að hans sögn verið að reyna að stemma stigu við magni lyfja í um- ferð þannig að heimild verði til að takmarka ávísanir á sterkum verkja- lyfjum. Endurskoða þarf ávísanir verkjalyfja  Læknar settir í vandasama stöðu MUmdeild notkun ópíóða »6 Morgunblaðið/Sverrir Lyf Nauðsynlegt er að stemma stigu við magni lyfja í umferð á landinu.  Kim Jong Un, leiðtogi Norður- Kóreu, tilkynnti fjölmiðlum í Norður-Kóreu í gærkvöldi að rík- ið hefði ákveðið að láta af frekari tilraunaskotum kjarnorkueld- flauga frá og með deginum í dag. Minna en vika er þar til Kim Jong Un hittir leiðtoga Suður- Kóreu, Moon Jae-in. Einnig stendur til að leiðtogi Norður- Kóreu hitti Donald Trump, for- seta Bandaríkjanna, og er þetta sagt mikilvægt fyrsta skref í átt að því að leysa spennuna á Kór- euskaga. Norður-Kórea skaut sjöttu kjarnorkueldflaug sinni í loftið í tilraunaskyni í fyrra. Yfirvöld þar segjast nú hafa náð markmiði sínu um að verða kjarnorkuveldi. Norður-Kórea hættir tilraunaskotum  „Þau eru mörg búin að dvelja stutt hér á landi og vantar móður- málskennslu. Við viljum gera nem- endur betur hæfa til þess að aðlag- ast samfélaginu hér,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, í samtali við Morgunblaðið. Næsta haust verður pólskum nemendum í FSu boðið upp á móð- urmálskennslu. Fram til þessa hafa pólskir nemendur fengið kennslu í íslensku fyrir útlendinga. Ekki er vitað til þess að boðið hafi verið upp á samskonar kennslu í framhalds- skóla hér fyrr. Sífellt fleiri erlendir nemendur sækja í skólann samfara fjölgun starfa í ferðaþjónustu á svæðinu. »20 Morgunblaðið/Hari FSu Komið til móts við erlenda nemendur. Móðurmálskennsla fyrir Pólverja í FSu  „Ég er mjög ánægður hér, ég kýs frekar að vinna en að vera atvinnulaus. Þeg- ar maður er ekki að gera neitt kemur alltaf þessi hugsun; ég er ekki að gera neitt fyrir þjóðfé- lagið, ég er ekki að gera neitt fyrir landið. Ég er bara hér að lifa á kerfinu. Þá fær maður þessa hræðilegu tilfinningu að maður sé gagnslaus,“ segir Daði Gunnlaugsson, ungur maður á ein- hverfurófi, sem vinnur hjá Letur- prenti, í viðtali í Sunnudagsmogg- anum. Hann fékk vinnuna í gegnum Specialisterne, en eitt helsta mark- mið þeirra er að koma fólki á ein- hverfurófi í atvinnu. Fólk á einhverfurófi á vinnumarkaði Daði Gunnlaugsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta eru mikil tímamót eftir mikla baráttu. Það trúðu því fáir að þarna myndi rísa byggð,“ segir Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Vals, í tilefni af því að fyrstu íbúðir nýs hverfis við Hlíðarenda eru komnar í sölu. Um er að ræða fjölbýlishúsið Arn- arhlíð 1. Þar eru 40 íbúðir. Valsmenn hf. og sjálfseignarstofnun Vals eiga húsið. Samkvæmt söluvefnum Hlíð- arendabyggð er meðalstærð íbúð- anna um 71 fermetri og meðalverðið um 47,3 milljónir. Fermetraverð er því um 666 þúsund. Áform um hótel sett til hliðar Byggingarreitir á Hlíðarenda eru flokkaðir með bókstöfunum A-H. Brynjar reiknar með að fram- kvæmdum við um 700 íbúðir á reit- um C-F ljúki innan fjögurra ára. Á reit A voru hugmyndir um 400 herbergja hótel. Að sögn Brynjars hafa þau áform verið sett til hliðar. Þau voru hluti af víðtækari áformum um að gera Hlíðarenda að miðstöð fyrir ferðaþjónustu og afþreyingu. Þess í stað eru nú hugmyndir um íbúðir fyrir almennan markað á A- reit, auk 100-150 leiguíbúða fyrir námsmenn. Með þeim verði samtals 900-950 íbúðir á svæðinu. Fyrstu íbúðirnar í Vatnsmýri í sölu  Meðalverð á fermetra um 666 þúsund Ljósmynd/Hlíðarendabyggð.is Arnarhlíð 1 Hluti nýja hússins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.