Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 2

Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Fyrsta landsþing Miðflokksins verð- ur haldið í Hörpu í Reykjavík í dag og á morgun, í sölunum Kaldalóni og Norðurljósum. Fram kemur í frétt á heimasíðu Mið- flokksins að landsþing hefur æðsta vald í mál- efnum Miðflokks- ins, mótar m.a. stefnu flokksins, kýs forystu flokksins, setur lög hans og ákvarðar fasta- nefndir. Landsþingið er opið öllum fé- lagsmönnum í Miðflokknum, sam- kvæmt því sem fram kemur á heima- síðunni. Dagskrá landsþingsins hefst kl. 8.30 í dag með skráningu og afhend- ingu fundargagna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks- ins, setur þingið kl. 9.30. Eftir hádegishlé verða kynning- arræður frambjóðenda til embætta og kosningar til embætta formanns, varaformanns og 2. varaformanns. Enginn gegn sitjandi formanni Sigmundur Davíð býður sig einn fram til formanns en tilkynna átti nú að morgni laugardags hverjir byðu sig fram í varaformannsembættin. Birgir Þórarinsson alþingismaður hefur þegar lýst yfir að hann sækist eftir embætti 1. varaformanns. Að kosningum loknum verða al- mennar umræður og málefnastarf. Dagskrá þingsins í dag lýkur með kvöldverðarhófi í Norðurljósasal Hörpu í kvöld. Í fyrramálið verður þingstörfum fram haldið kl. 10:00 með málefnastarfi. Formaður flokksins flytur stefnuræðu sína að afloknu hádegishléi og í kjölfarið af- greiðir þingið ályktanir þingsins. Þingslit eru áætluð kl. 16:00 á morg- un. agnes@mbl.is Landsþing Mið- flokksins í Hörpu  Þingið er opið öllum flokksfélögum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einar Páll Svavarsson, sem er í for- svari fyrir íbúa í Mánatúni, segir nið- urstöðu Skipulagsstofnunar varð- andi breytingar á deiliskipulagi Borgartúns 24 hljóta að leiða til þess að hætt verði við áformin. Einar Páll segir athugasemdir Skipulagsstofn- unar alvarlegar og áfellisdóm yfir vinnubrögðum starfsmanna og nefndarmanna umhverfis- og skipu- lagsráðs Reykjavíkur. „Við gerum ráð fyrir því að Reykjavíkurborg hætti við svokall- aða breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Borgartún 24 í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar. Við teljum einsýnt að breytingin verði látin niður falla og Reykjavíkurborg haldi áfram með deiliskipulagsvinn- una, sem borgin setti sjálf af stað í nóvember 2014, og vinni þannig eðli- legt deiliskipulag fyrir reitinn í sam- ræmi við skipulagslög. Það er ein- mitt niðurstaða Skipulagsstofnunar, sem jafnframt bendir á að hin svo- kallaða breytingartillaga á deili- skipulagi feli í sér of viðamikla breytingu til þess að hægt sé að búa til deiliskipulag fyrir eina lóð. Það þurfi að taka fyrir allan reitinn sem afmarkast af Borgartúni, Nóatúni og Samtúni,“ segir Einar og bendir á að íbúar hafi bent á þetta frá byrjun. Kallar á heildarendurskoðun Fundið er að rammaskipulaginu í bréfi Skipulagsstofnunar til borgar- innar. „Skipulagsstofnun vekur at- hygli á að skv. 2. mgr. 37. gr. skipu- lagslaga skal deiliskipulag jafnan taka til svæðis sem myndar heild- stæða einingu. Með vísan til þeirra ákvæða telur stofnunin að líta verði svo á að eins umfangsmiklar breyt- ingar og ráðgerðar eru á lóð Borgar- túns 24, borið saman við núverandi byggðamynstur á reitnum og gild- andi deiliskipulag reitsins, kalli á heildarendurskoðun deiliskipulags götureitsins. Óformleg rammaskipu- lagsvinna getur ekki komið í stað lögformlegs deiliskipulags í því efni,“ segir þar m.a. Áformuð háhýsabyggð í Borgartúni í uppnámi  Fulltrúi íbúa fagnar niðurstöðu Skipulagsstofnunar Teikning/Yrki arkitektar Borgartún Hugmynd að turni. Nú er hægt að fara til Rússlands, á heimsmeistarakeppni karla í fótbolta, með sérsmíðað handverk á fótunum, en Þráinn skóari á Grettisgötu hefur hannað HM-skó sem hann hyggst klæðast á fyrsta leik Íslands í Moskvu. „Við erum búin að smíða skó í mjög langan tíma og höfum verið að gera alls kyns og ætlum bara að taka þátt í HM-gleðinni. Við smíðuðum prufumódelið og ég ætla að fara í þessum skóm á HM,“ segir Þráinn við Morgunblaðið. „Mér finnst þetta svolítið skemmti- legt að geta tekið þetta alla leið,“ bætir hann við og hlær. Um eftirspurnina eftir sérsmíðuðum HM-skóm segir Þráinn að það hafi vakið mikla lukku þegar þetta var gert opinbert á Face- book og margir hafi spurst fyrir. „Reyndar hafa ýmsir kunningjar mínir sagt mér að þeim finnist þetta voða hallærislegt og hlæja að mér, en mér er alveg sama. Þetta er bara gaman,“ staðhæfir skóar- inn. Skóarinn síkáti segist vera að fara á HM með sex manna fjöl- skyldu. „Við erum komin með miða og flug, nú er bara spurning hvort hótelið verði rifið af okkur,“ segir hann og skellir upp úr. „Ég og strákurinn vorum að spá í að taka bara með okkur tjald.“ Spurður hvort öll fjölskyldan verði í HM-skóm segir hann að krökkunum hafi ekki fundist þeir nógu svalir. Þráinn segist hafa smíðað skó lengi, frá 15 ára aldri, og er versl- un hans meðal elstu verslana í miðbæ Reykjavíkur, en hún hefur verið á sama stað í 34 ár. gso@mbl.is Morgunblaðið/Hari Sérsmíðaðir skór stuðningsmanna HM-skór Þráins fullkomna HM-dressið og hafa þeir vakið töluverða gleði Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Það er ekki lögbrot fyrir fanga að strjúka úr fangelsi á Íslandi nema það sé gert í samráði við aðra fanga. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að viðurlög við að strjúka úr fangelsi séu annars vegar í formi agaviðurlaga. „Hins vegar ef um er að ræða samantekin ráð þá er það refsiverður verknaður,“ segir Páll. Hann segir agaviðurlög vera allt frá áminningu, sem eru vægustu við- urlögin, yfir í einangrunarvist og er síðari viðurlögunum aðeins beitt vegna alvarlegustu agabrotanna. Ofbeldi og strok eru alvarlegustu agabrotin að sögn Páls. „Strok úr af- plánun getur haft áhrif á allan fram- gang fangelsisvistar. Það er tekið mið af hegðun í fangelsi og þessi brot falla augljóslega ekki undir góða hegðun í fangelsi,“ segir hann. Spurður um afleiðingar agabrota fyrir fanga segir fangelsismálastjór- inn að í sumum tilfellum geti þau haft áhrif á reynslulausn, veitingu dagsleyfa og vistun utan fangelsa. Páll staðfestir að agaviðurlögum gagnvart þeim sem sæta gæsluvarð- haldi sé aðeins hægt að beita á þeim tíma sem gæsluvarðhaldsúrskurður er í gildi. Þar með gæti fangi sem hefur flúið úr gæsluvarðhaldi komist hjá því að sæta refsingu, hafi hann ekki haft samráð við annan fanga. Þegar grunaður einstaklingur fæst ekki dæmdur í gæsluvarðhald getur viðkomandi verið settur í far- bann. Farbann stöðvar ekki grunaða „Það er þannig að viðkomandi fer á skrá og það á að flagga honum þeg- ar hann reynir að fara úr landi. Við- komandi þarf einnig að gefa sig fram hjá lögreglu með reglubundnum hætti meðan á farbanninu stendur,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum. Ólafur segir mörg dæmi þess að einstaklingar sem sæta farbanni hafi komist úr landi. „Þetta hefur nú gerst ítrekað. Sem dæmi voru fyrir einhverjum árum einstaklingar sem grunaðir voru um nauðgun úrskurðaðir í farbann og vegabréfin tekin af þeim. Þeir feng- ust ekki úrskurðaðir í gæsluvarð- hald. Þeir komust engu að síður úr landi,“ segir hann. Rafrænt eftirlit skilvirkara Að sögn Ólafs er meðal annars flugrekstraraðilum og þeim sem annast öryggisleit á Keflavíkurflug- velli tilkynnt þegar fólk er sett í far- bann. „Það á náttúrlega að flagga þeim sem eru í slíkri stöðu við alla, en því miður hefur það gerst að fólk í farbanni hafi komist úr landi,“ segir hann. Ólafur segir ekkert öruggt í þess- um efnum fyrr en tekið verður upp rafrænt eftirlit, sem hann jafnframt segir gera farbann skilvirkara. Fram hefur komið í fréttum að Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu á Sogni síðastliðinn þriðjudag, hafi átt vitorðsmenn sem hafi aðstoðað hann á flótta. Slíkt at- hæfi gæti leitt til allt að tveggja ára fangelsisdóms. Varðar ekki við lög að strjúka  Fangar í gæsluvarðhaldi gætu komist hjá refsingu við stroki  Grunaðir hafa komist af landi brott þrátt fyrir farbann  Þörf talin á rafrænu eftirliti með einstaklingum sem úrskurðaðir eru í farbann Páll Winkel Ólafur Helgi Kjartansson Fangar sem hafa sammælst um að hjálpast að við flótta geta átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Það varðar við lög að hvetja eða hjálpa manni að losna úr haldi yfirvalda. Slíkt getur leitt til allt að tveggja ára fangelsis. Að aðstoða einstakling við að komast undan handtöku eða refsingu er brot á hegningar- lögum og getur leitt til eins árs fangelsis. Hvergi er kveðið á um bann við að strjúka úr fangelsi. Ekki ólöglegt að strjúka HEGNINGARLÖG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.