Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Svartfjallaland sp ör eh f. Sumar 17 Það er ævintýri líkast að ferðast um Svartfjallaland sem er einstök perla við Adríahafið og kynnast sögu og litskrúðugu menningarlífi landsins á hrífandi hátt. Við heimsækjum miðaldabæinn Budva, konungsborgina Cetinje, siglum yfir í eyjuna St. Maríu á Kotorflóa og hrífumst af Mostar, perlu Bosníu Hersegóvínu. 11. - 25. ágúst Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 349.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Alþýðufylkingin hélt blaðamanna- fund í Friðarhúsinu við Snorrabraut í gærmorgun, þar sem borgarmála- stefnuskrá framboðslistans í Reykja- vík var kynnt. Hefur hún einnig ver- ið birt á vefsíðu flokksins. Gengur skráin undir heitinu „Sósíalismi í einu sveitarfélagi“ að sögn Þorvaldar Þorvaldssonar, odd- vita listans. Hann segir áherslu flokksins fyrir komandi kosningar vera á velferð, samgöngu- og skipu- lagsmál og kjara- og atvinnumál. Þorvaldur segir þjónustu borgar- innar hafa þróast þannig að menn vilji ýta hlutunum frá sér. „Við vilj- um frekar skoða hlutina í heild sinni, að borgin taki heildarábyrgð á úr- lausn, t.d. velferðarmála, fyrir sína íbúa og byggi upp sín eigin atvinnu- tækifæri.“ Þorvaldur segir hugar- farið á bak við stefnumálin skipta meira máli en kynningu á út- færslum. Þá segist hann enga trú hafa á „snjallræðum.“ ernayr@mbl.is Sósíalismi í sveitarfélagi Morgunblaðið/Valli Kynningarfundur Alþýðufylkingin kynnti framboðslista sinn og stefnuskrá í borginni á blaðamannafundi í gær. Sveinbjörn Halldórsson, formaður Samtaka útivistarfélaga (SAMÚT), er afar ósáttur við þá ákvörðun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs að banna umferð um Vonarskarð. „Við teljum lokun í Vonarskarði og því svæði í nafni náttúruverndar ekki rétta. Sérstaklega á þeim forsendum að það er alltaf verið að tala um eitt ákveðið svæði innan Vonarskarðsins sem er Snapadalur. Allir vita að það er svæði sem þarf að vernda en að þurfa að taka frá 100 ferkílómetra svæði til þess að vernda það erum við ekki að kaupa,“ segir Sveinbjörn sem telur rökin fyrir lokun alls ekki full- nægjandi og undrar sig á því hvernig komið er fram við stóran hóp útivist- arfólks. „Núna kom nýtt inn í verndaráætl- unina að það má ekki tjalda í Vonar- skarði,“ segir Sveinbjörn og bendir einnig á að öll reiðhjólaumferð sé líka bönnuð. „Þetta er ekki náttúruvernd, þetta er það sem menn kalla svarta náttúruvernd. Við vitum að það eru til svæði sem þarf að vernda og svæði þar sem þarf að minnka umferð en manni finnst þetta verið komið út fyr- ir öll velsæmismörk.“ SAMÚT á áheyrnarfulltrúa í stjórninni en Sveinbjörn segir að enginn vilji hafi verið til þess að komast að sátt. Morgunblaðið/RAX Vonarskarð Útivistarfólk vill geta farið um skarðið og notið sín. Enn deilt um Von- arskarð  Ósætti um Vatna- jökulsþjóðgarð Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir nauð- synlegt að fækka ópíóðalyfjum í um- ferð á Íslandi til að reyna að minnka ópíóðafíknivandann. Hann segir lyf- in gegna mikilvægu hlutverki ef þau eru rétt notuð, t.d. eftir skurðað- gerðir, við krabbameini og í líknar- meðferð, en telur notkun slíkra lyfja við stoðkerfisverkjum umdeilda. „Á undanförnum árum hefur notkun þessara lyfja vegna langvar- andi stoðkerfisverkja vaxið, eins og t.d. bakverkja. Þar er gagnsemin miklu umdeildari vegna þess að við langvarandi notkun myndar líkam- inn þol fyrir þessum morfínskyldu lyfjum og þá getur verið hætta á áv- anabindingu. Þá eru það fráhvarfs- einkennin sem kalla á meiri notkun ekki síður en verkirnir, þannig að notkunin er umdeild,“ segir Reynir og bætir við að læknar þurfi að end- urhugsa slíka notkun. „Þetta hefur verið að skýrast á undanförnum árum og þetta er eitt af því sem við læknar þurfum að skoða hjá okkur, hvernig við notum þessi lyf í slíkum tilgangi.“ Magn lyfja í hverri pakkningu er einnig áhyggjuefni að sögn Reynis. Hann bendir á að fólk sé útskrifað fyrr heim eftir aðgerðir til að stytta sjúkrahúslegu en slíkt er einungis mögulegt ef hægt er að hafa nægjan- lega góða verkjastillingu nokkra daga á eftir. „En þá hefur komið upp það vandamál að lyfin eru ekki til nema í stórum umbúðum þ.e.a.s. of margar töflur,“ segir Reynir. „Það fer alltaf eftir mati hvað fólk vill skrifa mikið út en það hefur verið vandamál að hafa ekki nægilega litl- ar pakkningar.“ Spurður hvort hann telji nauðsynlegt að takmarka fjölda lækna sem geta skrifað upp á sterk verkjalyf segir hann slíkt ekki vera lausnina. „Við höfum verið að skoða það, en við höldum að vandinn sé annars staðar í dag en að það muni leysa hann. Á þessum tímapunkti er ekki rétt að takmarka þessar ávís- anir við sérfræðilækna. Það er spurning um þá sem eru í lækna- námi og ávísunarheimildir þeirra og það er kannski full ástæða til þess að takmarka það,“ segir Reynir og bendir á að nauðsynlegt sé að leggja meiri áherslu á lyfjaávísanir í lækna- náminu. „Það þarf líka að leggja áherslu á þjálfun í því að skrifa út þessi lyf því að þeir sem eru komnir í vanda með lyfjanotkun eru hópur sem getur verið erfitt að eiga við. Hann getur verið mjög ýtinn og krefjandi og það þarf kannski reynd- an lækni til að bregðast við þegar slíkir einstaklingar koma til þeirra.“ Telur Reynir einnig þörf á að allir læknar fái aðgang að lyfjagagna- grunni, sem flestir hafa en ekki allir, til þess að koma í veg fyrir lækna- ráp. Umdeild notkun ópíóðalyfja  Formaður Læknafélagsins segir notkun morfínskyldra lyfja við stoðkerfisverkj- um umdeilda  Stórar pakkningar geta valdið því að ónotuð lyf fara í umferð Morgunblaðið/Friðrik Lyf Misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja er áhyggjuefni á Íslandi. Sú hefð hefur skapast hjá Þjóðbúningafélaginu Auði á sunnanverðum Vestfjörðum að hafa þjóðbúningamessu á sumardaginn fyrsta. Að þessu sinni mættu konur í norskum og pólskum búningum, auk íslenskra. Þær létu mynda sig á tröppum Bíldudalskirkju. Séra Elín Salóme Guðmundsdóttir annaðist messuna og Marion Worthmann var organisti. Konur í þjóðbúningafélag- inu lásu úr ritningunni. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Mættu í þjóðbúningum til messu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.