Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 8

Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Álitsgerð fjármálaráðs um til-lögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2018- 2022 verður sennilega ekki met- sölubókin í ár, enda efnið fremur tormelt og orða- lag varfærið eins og við er að búast í slíkri skýrslu.    Í álitsgerðinnier þó ýmislegt sem ástæða er til að staldra við og mætti verða stjórnvöldum til um- hugsunar.    Þar segir til dæmis að út-gjaldaaukning ríkissjóðs milli áranna 2016 og 2017 sé „mikil í sögulegu samhengi, eða um 8,5% raunvöxtur. Í því ljósi má velta því upp hvort stefnan í opinberum fjár- málum sé aðhaldssöm eða ekki“.    Við þetta er bætt þeirri ábend-ingu að miklu skipti „að stand- ast þá freistingu að verja óreglu- legu og einskiptis fjárstreymi í ríkissjóð til frumútgjalda eins og nú árar, þrátt fyrir að afkoma hins op- inbera héldist engu að síður já- kvæð“.    Þetta eru aðeins dæmi um þauvarnaðarorð sem finna má í skýrslu fjármálaráðs og full ástæða er til að taka alvarlega.    Boginn hefur verið spennturmjög hjá hinu opinbera hér á landi á undanförnum árum, eins og vöxtur ríkisútgjalda ber vitni um, en einnig þróunin hjá sveitarfélög- unum.    En spennan hefur komið framvíðar, ekki síst í samningum á vinnumarkaði. Þegar þetta allt fer saman er enn ríkari ástæða en ella til að hafa áhyggjur. Varfærin varnaðarorð STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.4., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 5 alskýjað Nuuk 1 snjóél Þórshöfn 9 skýjað Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 26 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 15 léttskýjað Glasgow 14 skýjað London 23 léttskýjað París 27 heiðskírt Amsterdam 19 þoka Hamborg 24 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 24 heiðskírt Moskva 13 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 20 léttskýjað Barcelona 20 heiðskírt Mallorca 23 léttskýjað Róm 23 heiðskírt Aþena 19 léttskýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 5 skúrir New York 7 heiðskírt Chicago 5 heiðskírt Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:34 21:20 ÍSAFJÖRÐUR 5:28 21:36 SIGLUFJÖRÐUR 5:10 21:19 DJÚPIVOGUR 5:01 20:52 Óbrigðult merki um sumarkomuna er þegar eimreiðin Minør er sett upp á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Eimreiðin er jafnan sett upp í kringum sumardaginn fyrsta og tek- in niður í kringum fyrsta vetrardag. Starfsmenn Bækistöðvar Faxaflóa- hafna sóttu eimreiðina í geymslu á miðvikudaginn og komu henni fyrir á sínum stað. Nú eru rúmlega 100 ár liðin síðan eimreiðarnar Minør og Pioner luku verki sínu við gerð Gömlu hafn- arinnar. Eimreiðin Minør hefur ávallt verið í vörslu Faxaflóahafna yfir vetrartímann en eimreiðin Pioner hefur verið varðveitt allt árið á Árbæjarsafni. Báðar voru eimreiðarnar fram- leiddar í Þýskalandi árið 1892. Þær voru keyptar hingað til lands vegna hafnargerðarinnar á sínum tíma og fluttu grjót í hafnargarðana. Járn- braut var lögð frá Öskjuhlíð að Reykjavíkurhöfn og síðar einnig frá Skólavörðuholtinu. Fjöldi manns vann við grjóthögg á báðum stöð- unum. Minør fór í sína fyrstu ferð 17. apríl 1913. Eimreiðin Minør hefur alla tíð vakið áhuga barna og á seinni árum einnig erlendra ferðamanna, sem leggja leið sína á hafnarsvæðið. sisi@mbl.is Minør er komin á hafnar- bakkann  Sumarkoman við Gömlu höfnina Morgunblaðið/RAX Miðbakki Minør komin á sinn stað. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.