Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við höfum alltaf gefist uppá að finna skýringu á þvíhvers vegna svona mörggömul hús hér á Eyrar- bakka eru enn uppistandandi í upprunalegri mynd. Ég hef stund- um sagt að líklegast höfðu Eyr- bekkingar ekki efni á öðru en að búa í þessum húsum, sem er þakk- arvert, því fyrir vikið hafa þessi hús varðveist,“ segir Magnús Kar- el Hannesson sem opnaði sl. fimmtudag í Listagjánni í Bóka- safni Árborgar á Selfossi sýn- inguna Miðbærinn – söguleg byggð, en hún inniheldur ljós- myndir hans af gömlum húsum á Eyrarbakka. Magnús segir að á Eyrarbakka sé best varðveitta eldri götumynd á öllu Suðurlandi og að hún sé helsta sérkenni þorpsins. „Hér er ekta söguleg heild- stæð byggð með húsum, sem flest eru byggð frá 1890 til 1915. Þetta eru að langmestu leyti alþýðuhús þar sem bjuggu verkamenn og sjó- menn, ásamt fjölskyldum sínum. Líka í eigu utansveitarfólks Í gegnum tíðina hefur verið menningarlegur áhugi í samfélag- inu hér á Eyrarbakka fyrir því gamla, sem byggist á okkar gömlu sögu. Eyrarbakki var höfuðstaður Suðurlands, bæði verslunar- og menningarmiðstöð. Einn liður í varðveislu gamalla húsa á Eyr- arbakka er sá að í kringum 1980 fara Reykvíkingar að kaupa hér gömul hús og upp úr 1985 fóru Við búum að því að eiga einstaka smiði Magnús Karel Hannesson segir að Eyrarbakki eigi sér framtíð sem hann byggi á fortíðinni og að gamla götumyndin sé stór þáttur í því. „Nú þegar þjónusta við ferðamenn er að verða einn helsti atvinnuvegur þjóðarinnar, þá eru mikil verð- mæti sem við eigum hér og eru fólgin í þessari gömlu byggð,“ segir Magnús sem opnaði ljósmyndasýningu á Selfossi með myndum af gömlum Eyrarbakkahúsum. Heima Magnús Karel við heimili sitt, Garðhús og Sjónarhól, bæði hús í eigu hans og Ingu Láru konu hans sem þau hafa gert upp. Þau Inga Lára hafa gert upp húsin saman með góðri aðstoð fjölskyldu og vina. Ljósmyndir/Magnús Karel Við Húsið Elsta húsið er frá 1765. Hér má sjá rauða Kirkjuhúsið í baksýn. Fyrir þá krakka sem eru á aldrinum 9 til 15 ára og langar að fá leiðsögn í að rappa, þá er um að gera að skella sér í Gerðuberg í Breiðholti í dag laugar- dag 21. apríl klukkan 13.30-14.30, því þá ætlar Atli Sigþórsson, sem flestir kannast við undir listamannsnafninu Kött Grá Pje, að aðstoða krakka við að læra að rappa. Að rappa er skemmtilegt og skapandi, þá þarf að semja texta sem síðan er fluttur með þeim hætti sem rappið gerir, og ekki amalegt að fá sjálfan Kött Gré Pje til að vera sér innanhandar við þá vinnu. Rappsmiðjan er haldin í tilefni af Barnamenningarhátíð og vert er að taka fram að sætaframboð er tak- markað, fyrstur kemur, fyrstur fær! Rappsmiðja í dag í Gerðubergi í Breiðholti Morgunblaðið/Árni Sæberg Mætir í dag Skáldið Kött Grá Pje, hér með kisuna sína, hina kenjóttu Kali. Kött Grá Pje, kennir krökkum á aldrinum 9-15 ára að rappa Búast má við dásamlegu dirrindíi í Árnesi í Gnúpverjahreppi í dag, laug- ardag, kl. 16, en þá ætla kórar úr þremur áttum að mætast þar og flytja heilan Fuglakabarett. Kirkjukórar Ólafsvalla, Stóra-Núps og Laugalandsprestakalls í Eyjafirði ásamt Söngfjelaginu í Reykjavík og hljómsveit munu flytja Fuglakabar- ettinn, sem er fjörugt verk eftir Daní- el Þorsteinsson og Hjörleif Hjartar- son. Sögumaður og kynnir verður Hjörleifur sjálfur Hjartarson sem margir kannast við sem annan með- lim Hunds í óskilum. Miðasala við innganginn. Endilega … … njótið Fugla- kabaretts Morgunblaðið/Ómar Söngfugl Fuglar himinsins syngja. Fátt vita krakkar skemmtilegra en að fara í fjársjóðsleit og nú verður ein- mitt boðið upp á slíkt á morgun, sunnudag 22. apríl, kl. 13:30-15:00 í Borgarbókasafninu í Árbæ, Hraunbæ 119. „Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 8-10 ára. Það er sett í æv- intýralegan sjóræningjabúning þar sem börnin leita að sínum innri fjár- sjóði og styrkleikum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna, bæta líðan þeirra og velferð með skemmtilegum leikjum og verkefnum sem byggjast á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.“ Svo segir í til- kynningu og tekið er fram að mik- ilvægt sé að skrá sig á heimasíðu Borgarbókasafns, borgarbokasafn.is. Námskeiðið þróuðu Elva Björk Ágústsdóttir og Þóra Óskarsdóttir í samvinnu við Klifið. Kennari er Soffía Fransiska Rafnsdóttir, hljóðfæra- kennari og músíkmeðferðarfræð- ingur, sem hefur margra ára reynslu af starfi með börnum, bæði sem tón- menntakennari, hljóðfærakennari og músíkmeðferðarfræðingur. Á Borgarbókasafninu í Árbæ í tilefni Barnamenningarhátíðar Fjársjóðsleit til sjálfstyrkingar Gaman Ævintýri líkast er að fara í fjársjóðsleit, líka inn á við. Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er þrifinn að innan sem utan, allt eftir þínum þörfum. Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Bónstöð opin virka daga frá 8-19, Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll) Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.