Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 13
Það er nóg að gera hjá honum Osamu Yamaguchi sem ræktar jap- anska hunda sem kallast Akita. Ræktunarbú hans er í Takasaki í Japan, en þó nokkur eftirspurn er eftir þessum sjúklega sætu og vina- legu hundum. Stórstjörnur hafa sótt í að eignast slíka hunda og má þar nefna Hollywood-leikarann Richard Gere, frönsku kvikmyndastjörnuna Alain Delon og rússnesku skauta- drottninguna Alina Zagitova. Þau hafa öll mikið dálæti á Akita- hundum. Japönsku Akita-hundarnir eru eftirsóttir AFP Greiðsla Osamu Yamaguchi snyrtir hér nokkra mánaðargamla Akita-hvolpa, en greiða þarf þeirra mjúka hár og hugsa vel um feldinn svo þeir líti nú vel út. Fræga fólkið er veikt fyrir ofurkrúttlegum hvolpum Sjúklega sætur Akita hvolpur. Nýjabæjarhverfið Fallega uppgerð gömul hús setja óneitanlega mikinn og notalegan svip á Eyrarbakka. endurbætur á þeim á skrið. Hér eru því margar fasteignir í eigu utansveitarfólks sem hefur lagt metnað sinn í að endurgera þessi hús. Undanfarin fimmtán til tutt- ugu ár hefur fólk komið sér upp frístundahúsum hér í þorpinu og er það fólk farið að taka miklu meiri þátt í samfélaginu en áður og dvelur hér lengur. Sumir eru nánast allan ársins hring, en áður var þetta mest yfir sumartímann. En ýmsir heimamenn hafa líka gert hér upp hús. Við búum að því að eiga einstaka smiði sem hafa lagt mikið af mörkum við endur- byggingu húsa, bæði á eigin vegum og fyrir aðra.“ Hundrað þúsund manns á ári Öll þessi gömlu fallegu hús hafa aðdráttarafl fyrir ferðamenn og Magnús segir að Eyrarbakki eigi sér þannig framtíð sem hann byggi á fortíðinni. „Þessi gamla götumynd er gríð- arlega stór þáttur í því. Nú þegar þjónusta við ferðamenn er að verða einn helsti atvinnuvegur þjóðarinnar, þá eru mikil verðmæti sem við eigum hér og eru fólgin í þessari gömlu byggð,“ segir Magn- ús og bætir við að á síðari árum komi um hundrað þúsund manns ár hvert til Eyrarbakka. „Þessi straumur er ekki aðeins á sumrin, í vetur hefur verið töluvert mikil umferð erlendra ferðamanna hér í gegnum þorpið, sumir gista en aðrir keyra í gegn.“ En ekki einvörðungu erlendir gestir gista á Eyrarbakka, Rithöf- undasambandið á þar til dæmis gamalt uppgert hús sem stendur félagsmönnum til boða til að sinna ritstörfum. „Hingað koma rithöfundar og andans menn og dvelja í þessu húsi og njóta þess að vera hér í kyrrðinni.“ Skyldi hafa fasta ársbúsetu Elsta húsið á Eyrarbakka er Húsið, en það var byggt árið 1765. „Það var reist hér sem kaup- mannshús, en fram að þeim tíma höfðu danskir kaupmenn ekki haft heimild til að hafa hér vetursetu, þeir komu á vorin en tóku sig upp að hausti. Danska verslunarfélagið ákvað að danskur kaupmaður skyldi hafa hér fasta ársbúsetu. Þetta sama ár voru á fjórum stöð- um á Vestfjörðum byggð svipuð tilsniðin hús. En aðeins tvö af þessum húsum eru enn uppistand- andi, Húsið á Eyrarbakka og Fak- torshúsið í Neðsta kaupstað á Ísa- firði. Ríkissjóður á Húsið hér á Eyrarbakka og það er í umsjón Þjóðminjasafnsins, en Árnesingar reka það og þangað flutti Byggða- safn Árnesinga árið 1995 og hefur þar sínar föstu sýningar. Húsið er sannarlega höfuðdjásnið í því húsa- safni sem hér er á Eyrarbakka.“ Draugarnir á Stokkseyri Magnús býr sjálfur í gömlu húsi sem er frá því rétt fyrir aldamótin 1900. „Við Inga Lára keyptum það árið 1982 þegar við byrjuðum að búa saman. Húsið var óeinangrað og við þurftum að gera heilmikið fyrir það, færðum glugga til upp- runalegs horfs og ýmislegt fleira. Það er í eins upprunalegri mynd og hægt var að koma því í. Við keyptum seinna lítið hús sem stendur hér á baklóðinni og gerð- um það upp líka. Við gerðum einn- ig upp búðina hans Guðlaugs, en þessi þrjú hús eru öll á einu og sama lóðarnúmerinu. Þetta er hug- sjón hjá okkur, því okkur finnst skipta miklu máli fyrir Eyrar- bakka að það sé haldið í þessi gömlu hús.“ Magnús segir góðan anda vera í húsinu hans eins og flestum göml- um húsum, í þeim sé einstaklega notalegt að búa. „En við finnum vissulega fyrir veðrabreytingum; þegar kalt er úti getur orðið kalt hér inni, og þegar heitt er í veðri volgnar hér inni. Ef það blæs kröftuglega þá blæs í gegn,“ segir hann og hlær. Ekki segist hann hafa orðið var við nokkurn draug í sínu húsi. „Ég held að draugarnir hafi allir verið á Stokkseyri.“ Einkofi Þau eru ekki stór sum gömlu húsin á Eyrarbakka, en falleg eru þau. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R LÍTILL TÍMI FYRIR RÆKTINA? Komdu þér í fantaform með 1-2-3æfingakerfinu okkar Ekki eftir neinu að bíða! Kynntu þér vorafsláttinn á jsb.is Ljósmyndasýningin Miðbærinn – söguleg byggð, er sett saman til þess að vekja fólk til umhugsunar um verðmætin sem eru fólgin í hinni sögu- legu byggð á Eyrarbakka fyrir Sveitarfélagið Árborg í heild sinni. Í aðal- skipulagi Árborgar segir m.a. um þessi sérkenni: „Mikilvægt er, ekki að- eins fyrir sveitarfélagið heldur einnig landið allt, að glata ekki þessum einkennum heldur styrkja þau og vernda […].“ Magnús Karel Hannesson er fæddur 1952 á Eyrarbakka og hefur alið þar manninn nánast allan sinn aldur. Snemma fór hann að hafa áhuga á ljósmyndun og hefur tekið mikið magn ljósmynda á Eyrarbakka, bæði af fólki og umhverfi. Myndirnar á sýningunni eru teknar á síðustu árum á Eyrarbakka á mismunandi árstímum. Sýningin stendur til 27. maí og er opin á sama tíma og bókasafnið á Selfossi. Mikilvægt að glata ekki einkennum SÝNINGIN MIÐBÆRINN – SÖGULEG BYGGÐ Falleg götumynd Hér má sjá Bakaríið, Gunnarshús og Búðarstíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.