Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að stefna að gerð ylstrandar í Laugarnesi, við Skarfaklett. Þar er nú manngerð lítil vík með hvítum skeljasandi. Ljóst er að þessi staðsetning þarfnast sérstakrar skoðunar. Ástæðan er sú að á lóð skammt vestan við Skarfaklett er skólp- hreinsistöð Veitna. Stöðin er stærsta skólphreinsistöð landsins og tekur við skólpi frá nær helm- ingi höfuðborgarsvæðisins. Þrjár lagnir eru frá stöðinni. Tvær yf- irfallslagnir og ein meginútrás, sem liggur um 5 kílómetra út í sjó. Vegna hugmynda um nýjar landfyllingar í Laugarnesi, sem sagt var frá í Morgunblaðinu á fimmtudaginn, leituðu Faxafló- hafnir til Veitna og kom fram í svari þeirra að staðsetning yl- strandar í nálægð við skólp- hreinsistöðina þarfnaðist sér- stakrar skoðunar. Til framtíðar litið þurfi að skoða mögulega stækkun lóðar hreinsistöðv- arinnar. Ylströnd á nýrri landfyllingu? Fram kemur í minnisblaði Faxa- flóahafna vegna nýrrar landfyll- ingar að Veitur þurfi á því að halda að koma yfirfallslögn hita- veitu í sjó einhvers staðar á Sundahafnasvæðinu. Mögulegt væri að koma slíkri lögn fyrir á nýrri landfyllingu og nýta það vatn sem kemur úr lögninni við framtíðarnot af hluta landfylling- arinnar sem ylströnd og útivist- arsvæði. Með yfirfallslögn hitaveitu mætti útbúa aðstöðu fyrir útivist við sjóinn, sem væri um 10-12.000 fermetrar. Ef settur yrði garður út með grynningum Laugarnes- tanga yrði til skýlt strandsvæði innan garðs. Svæðið við Skarfaklett, sem horft hefur verið til, sé hins vegar mjög lítið auk þess sem umferð sé þar mikil vegna hafnarstarfsem- innar, einkum að sumarlagi. Því væri ráð að hafa ylströndina frek- ar við grynningar út frá Laugar- nestanga með aðkomu frá nýju fyllingunni. Nesjavallavirkjun framleiði mun meira af heitu vatni á sumrin en þörf sé fyrir og því sé umframvatn talsvert á þeim tíma Fram kemur í tillögu borgar- stjóra að gert sé ráð fyrir ylströnd í deiliskipulagi af svæðinu í Laug- arnesi. Lagt er til að starfshópur íþrótta- og tómstundasviðs, um- hverfis- og skipulagssviðs og Veitna vinni áfram að þróun verk- efnisins á grundvelli frumathug- unar sömu aðila sem liggur fyrir. Fulltrúi Faxaflóahafna taki sæti í starfshópnum enda svæðið á hafn- arsvæði. Unnin verði fjárfest- ingar- og rekstraráætlun, ásamt tímaáætlun framkvæmda sem lagðar verði fyrir borgarráð til samþykktar fyrir 1. október nk. Gerðar verði nauðsynlegar kann- anir og rannsóknir á jarðvegi og umhverfi, ásamt því að leggja mat á mögulega landfyllingu og land- mótun á svæðinu. Miðað verði við að Orkuveita Reykjavíkur standi undir kostnaði við að leiða heitt umframvatn á yl- ströndina, ásamt nauðsynlegri uppfærslu á fráveitukerfum en Reykjavíkurborg og eftir atvikum Faxaflóahafnir annist annan fram- kvæmdakostnað og framtíðar- rekstur samkvæmt sérstöku sam- komulagi. Áforma ylströnd við hlið stórrar skolphreinsistöðvar  Veitur reka stöðina og telja að staðsetning ylstrandarinnar þarfnist skoðunar Morgunblaðið/RAX Skarfaklettur Manngerð lítil vík með hvítum skeljasandi. Stigi er niður í víkina og nýtur hún mikilla vinsælda. Matjurtagarðarnir í Reykjavík verða opnaðir 1. maí næstkomandi og geta íbúar pantað þá til afnota eins og undanfarin ár. Átta hundruð matjurtagarðar eru leigðir út á vegum borgarinnar og eru þeir víða um borgina. Nú þegar hafa margir pantað sér garð en ennþá eru nokkrir garðar lausir til umsóknar. Matjurtagarðar innan Reykja- víkurborgar eru á eftirtöldum stöðum: Vesturbær við Þorragötu, Fossvogur við enda Bjarmalands, Laugardalur við enda Holtavegar, Árbær við Rafstöðvarveg og Graf- arvogur við Logafold. Leigan er 4.800 krónur Nánari upplýsingar um mat- jurtagarðana má finna á vef borg- arinnar reykjavik.is/matjurtagar- dar. Með því að smella á tengil er hægt að sjá hvaða garðar eru laus- ir. Reykjavíkurborg útdeilir einnig görðum í Skammadal í Mosfells- bæ. Leiga fyrir garða er óbreytt frá fyrra ári. 5.000 kr. kostar leiga fyrir garðland í Skammadal og 4.800 kr. fyrir garð í fjölskyldu- görðunum. Í frétt frá borginni kemur fram að garðar við Jaðarsel í Breiðholti verða ekki á vegum borgarinnar í sumar heldur hefur félagið Selja- garður tekið við rekstri á þeim görðum og getur fólk sótt um garð í gegnum seljagardur.is. Garðyrkjufélag Íslands sér um rekstur matjurtagarða í Stekkjar- bakka og Grafarvogi samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg. Nánari upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands, www.gardurinn.is, undir Grenndargarðar. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Uppskera Það er búbót fyrir fjöl- skyldur að rækta eigið grænmeti. Ennþá hægt að panta garð til ræktunar  Borgin leigir út 800 matjurtagarða Fulltrúar N1 og stjórn ÍBV hafa undirritað samning sem felur í sér að N1 verður á ný og næstu þrjú ár- in helsti bakhjarl ÍBV í meistara- flokki karla í knattspyrnu. „N1 hefur verið dyggur bakhjarl knattspyrnu á Íslandi um langt ára- bil og það er afar ánægjulegt að taka þráðinn upp að nýju með ÍBV. Samstarf félaganna hefur verið far- sælt og það er alltaf skemmtilegt að rifja upp gamla tíma,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá N1, í tilkynningu. sbs@mbl.is N1 bakhjarl ÍBV Borgarráð hefur einnig sam- þykkt að stefna að gerð yl- strandar í Gufunesi. Gera skal ráð fyrir henni í nýju deiliskipu- lagi og starfshópur skal áfram vinna að þróun verkefnisins á grundvelli frumathugunar sem liggur fyrir. Unnin verði fjárfest- ingar- og rekstraráætlun, ásamt tímaáætlun framkvæmda, sem lagðar verði fyrir borgarráð til samþykktar fyrir 1. október nk. Ylströnd í Gufunesi SAMÞYKKT BORGARRÁÐS Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum SAMSTARFSAÐILI Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is AR SEM ÞÚ ERTHV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.