Morgunblaðið - 21.04.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 21.04.2018, Qupperneq 26
SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þjóðskjalasafnið hefur nýlegasett á vef sinn (skjala-safn.is) prestþjónustu-bækur og sóknarmannatöl á stafrænu formi. Hvort tveggja eru grundvallarrit þegar leitað er upplýs- inga á sviði ættfræði og sögu. Fram að þessu hafa menn orðið að fara á lestrarsal safnsins í Reykjavík til að leita heimilda í kirkjubókum. Nú geta þeir sem eru nettengdir skoðað þær í ró og næði allan sólarhringinn hvar sem er í heiminum. Að sögn Njarðar Sigurðssonar, sviðsstjóra upplýsinga- og skjalasviðs, eru þó að- eins birtar prestþjónustubækur og sóknarmannatöl sem eru 50 ára og eldri. Af prestþjónustbókum eru 1.275 af 1.277 á safninu aðgengilegar á vefnum. Tvær voru ekki afrit- unarhæfar vegna ástands. Sóknar- mannatölin eru 1.460, það elsta frá 1744. Unnið ókeypis af mormónum Njörður segir að afritun kirkju- bókanna sé hluti af samningi við bandaríska fyrirtækið Family Search sem var gerður árið 2016. Þetta er fyrirtæki mormóna sem annast söfn- un ættfræðiheimilda um heim allan. Samkomulagið felur í sér að sjálf- boðaliðar mormóna vinna skönn- unarstarfið en Þjóðskjalasafn útveg- ar aðstöðu og leggur til frumskjölin til skönnunar. En hvað eru prestþjónustubækur og sóknarmannatöl? Það er ágætlega úrskýrt á vef Þjóðskjalasafnsins. Í stuttu máli er prestþjónustubók (ministerialbók) ætluð til þess, að prestur færi í hana upplýsingar um prestsverk þau sem hann fram- kvæmir, ásamt öðrum atriðum sem presti er boðið að skrá á hverjum tíma. Aðalatriði þeirrar skráningar eru fæðingar og skírnir, ásamt nöfn- um foreldra og guðfeðgina, ferm- ingar, hjónavígslur og dauðsföll. Önnur skráningaratriði fara eftir fyr- irmælum yfirvalda á hverjum tíma eða venjum sem skapast. Prestþjón- ustubækur voru góðar heimildir um heilsufar manna, því að dauðamein voru oftast greind eftir bestu getu og vitneskju. Þeirri skráningu þarf þó að taka með nokkrum fyrirvara. Sjálfsvíga er stundum ekki getið, en reynt að breiða yfir slíkt eftir bestu getu. Margir prestar héldu þeim sið lengi fram eftir 20. öld að geta dánar- orsaka, en því mun nú alls staðar hætt. Sóknarmannatöl, sem einnig nefn- ast sálnaregistur eða húsvitjana- bækur, eru skrár yfir íbúa í kirkju- sókn. Eitt af embættisverkum presta var að ferðast árlega um þá sókn eða sóknir sem þeir þjónuðu, taka mann- tal, fylgjast með fræðslu barna og uppeldi, hegðun sóknarmanna og guðsorðabókaeign þeirra. Þessar upplýsingar færðu prestarnir í sér- stakar bækur: sóknarmannatöl. Þau eru góð heimild um íslenskt mannlíf á um tveggja alda tímabili og ómiss- andi hverjum ættfræðingi eða ævi- söguritara. Þau eru auðvitað ekki óbrigðul frekar en aðrar heimildir, t.d. er aldursskráning mjög á reiki og verður að taka með fyrirvara, en ásamt prestþjónustubókum og aðal- manntölum eru þau vinsælustu heim- ildir meðal gesta Þjóðskjalasafns Stjórnvöld gáfu fyrirmæli Framan af var form og innhald prestþjónustubóka með ýmsu móti. Í erindisbréfi handa biskupum, 1. júlí 1746, komu fram mikilsverð ákvæði um færslu prestþjónustubóka sem enn gilda að miklu leyti. Í ársbyrjun 1784 sendi Hannes Finnsson, Skál- holtsbiskup, próföstum Skálholts- biskupsdæmis umburðarbréf með nákvæmum leiðbeiningum og dæm- um um færslu prestþjónustubóka. Sama ár sendi Árni Þórarinsson, Hólabiskup, próföstum sínum einnig leiðbeiningar og færsludæmi. Árið 1812 kom tilskipun til biskupa í Dan- mörku og Noregi, sem og á Íslandi, um uppsetningu kirkjubóka. Þar voru gefin ákveðin fyrirmæli um formið, svo að prestþjónustubækur yrðu með sama sniði í konungsdæm- inu öllu. Í flestum sóknum landsins hófust færslur prestþjónustubóka, samkvæmt tilskipuninni, strax árið eftir og síðan hafa ekki verið gerðar neinar stórvægilegar breytingar á formi eða færslu prestþjónustubóka. Húsvitjanir og sóknarmannatals- skráningar virðast lengi framan af nokkuð lausar í reipum. Víða eru eyð- ur í sóknarmannatölum, lengri eða skemmri, hvort sem um er að kenna trassaskap við innfærslur, bókaglöt- un eða pappírsleysi. Stundum létu prestar sér nægja að geta eingöngu um breytingar milli ára. Langalgengast er að skráningu sóknarmannatala hafi verið hætt með tilkomu þjóðskrár árið 1953, þó að lög um skráningu sóknarmannatala séu enn (2017) í gildi (ákvæði erind- isbréfs handa biskupum frá 1. júlí 1746). Kirkjubækurnar komnar á netið Ljósmynd/Af vef Þjóðskjalasafns Íslands. Ættfræði Síða úr prestþjónustubók Reykjasóknar í Ölfusi. Fólkstal 1. des- ember 1816. Getið er um nafn, stöðu, aldur og fæðingarstað sóknarbarna. 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ég er mjögánægðurhér, ég kýs frekar að vinna en að vera atvinnu- laus. Þegar maður er ekki að gera neitt kemur alltaf þessi hugs- un; ég er ekki að gera neitt fyrir þjóðfélagið, ég er ekki að gera neitt fyrir landið. Ég er bara hér að lifa á kerfinu. Þá fær maður þessa hræðilegu tilfinningu að maður sé gagns- laus.“ Þannig farast Daða Gunnlaugssyni orð í viðtali í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins nú um helgina. Daði er einhverfur. Hann er 28 ára gamall og hefur unnið hjá Leturprenti í þrjú ár. Hann hóf þar störf eftir undirbúning hjá sjálfseignarstofnun, sem heitir Specialisterne og sér- hæfir sig í að styðja fólk á ein- hverfurófi út á vinnumarkað. Specialisterne á uppruna sinn í Danmörku. Hér var stofnuð sjálfseignarstofnun undir merkjum hennar fyrir tilstilli foreldra einhverfra barna árið 2010 og starfsemi hófst árið eftir. Eygló Ingólfs- dóttir, einhverfuráðgjafi hjá Specialisterne, segir í viðtali í Sunnudagsblaðinu að ágæt- lega sé búið að einhverfum hér á landi á leikskólaaldri, grunnskólaaldri og mennta- skólaaldri, en eftir það skorti úrræði. „En hvað gerist þegar fólkið verður tvítugt og er bú- ið með framhaldsskólann?“ spyr hún. „Það er mjög mik- ilvægt að vinna að því að auka möguleika og fjölga tækifær- um á almennum vinnumarkaði fyr- ir einstaklinga með greiningu á einhverfurófi.“ Í samantektinni um starf Specia- listerne kemur fram að fjöldi fyrirtækja hafi tekið skjól- stæðinga stofnunarinnar í vinnu. Þó gerist það hins veg- ar að fyrirtæki taki vel í hug- myndina, en treysti sér ekki þegar á reynir. Öllum er mikilvægt að hafa atvinnu og leggja sitt af mörk- um. Það er engum hollt að vera atvinnulaus og á bótum, þá vaknar sú „hræðilega til- finning að maður sé gagns- laus“, svo vitnað sé í orð Daða Gunnlaugssonar hér fyrir of- an. Það hlýtur að vera keppi- kefli að greiða götu þeirra, sem hafa burði, getu og vilja til að vera á vinnumarkaði. Eins og fram kemur í saman- tektinni er þetta ekki aðeins spurning um að finna eitthvað að gera. Hundrað einstak- lingar hafa nýtt sér úrræði Specialisterne, fimmtíu fengið vinnu og fleiri í startholunum. Þessum einstaklingum fer fram, þeir öðlast sjálfstraust og verða virkari í leik og starfi. Nú stendur yfir Blár apríl og er markmiðið að vekja til vitundar um ein- hverfu og safna fé til styrktar málefninu. Stuðningur við stofnun á borð við Specialist- erne, sem hjálpar fólki á ein- hverfurófi að finna tilgang í lífinu, getur breytt miklu. „Þá fær maður þessa hræðilegu til- finningu að maður sé gagnslaus.“} Efling einhverfra Stóraukinnfjöldi ferða- manna veldur miklu álagi við hinar mörgu nátt- úruperlur landsins og ekki er alltaf auðvelt að sjá fyrir hvert straumurinn liggur. Brúarfoss í Biskupstungum komst óvænt á kortið fyrir nokkrum árum og nú er umferðin þar orðin svo mikil að nánasta umhverfi er eitt drullusvað eins og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Ekki er langt síðan lok- að var fyrir umferð í Reykja- dal í Ölfusi vegna þess hve slæmt ástandið var orðið á stígum. Um leið var lokað á Skógaheiði og í Fjaðr- árgljúfri. Það er undarlegt að fólk skuli ekki láta sér segjast þegar slíkum leiðum er lokað. Í fréttum kom fram að land- verðir hefðu þurft að standa í stappi við ferðalanga sem hugðust hunsa lokunina. Sveitarfélagið Ölfus hefur fengið 13,7 milljónir króna til lagfær- inga í Reykjadal. Ýmislegt hefur verið gert við Brúarfoss. Lagðir hafa verið stígar og bílastæði við þjóðveginn. Meira þarf þó til og í sumar verður haldið áfram að laga stíginn. Það er erfitt að áfellast landeigendur í tilfellum sem þessum. Það er rétt að auð- velda þeim framkvæmdir og um leið þarf að finna leiðir til þess að standa undir viðhaldi stíga og umhverfis náttúru- perla, hvort sem það er með gjöldum á staðnum eins og gert hefur verði við Kerið, eða öðrum hætti. Þá má ekki gleyma því að þessar perlur draga ferðamenn til landsins og skapa ferðaþjónustunni tekjur. Það þarf að finna leiðir til að standa undir viðhaldi við vinsæla staði} Ágangur við náttúruperlur Í liðinni viku skapaðist mikil umræða um öryggis- og varnarmál í kjölfar aðgerða Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Sýrlandi. Eftir aðgerð- ina stóð Ísland ásamt öllum banda- lagsríkjum Atlantshafsbandalagsins að yfir- lýsingu NATO. Við líkt og aðrar þjóðir sögðum þær skiljanlegar en ítrekuðum að við teldum áfram brýnt að ná pólitískri lausn í málefnum Sýrlands og að öryggisráð Samein- uðu þjóðanna axlaði ábyrgð. Einungis þannig er hægt að binda enda á átökin í Sýrlandi. Umræðan sem fylgdi í kjölfarið, m.a. um stöðu Íslands innan Atlantshafsbandalagsins og hvernig ákvarðanir þar eru teknar, sýndi ákveðna vanþekkingu á öryggis- og varnar- málum með hugmyndum um að við ættum með einhverjum hætti að vera hlutlaus eða ekki með í yfirlýsingu bandalagsins. Ákvarð- anir í bandalaginu eru einungis teknar á grundvelli sam- stöðu og orðalagið í yfirlýsingunni tekur mið af því. Þannig hafa ákvarðanir í NATO verið teknar frá stofnun bandalagsins árið 1949. Annaðhvort eru öll ríki með eða engin ákvörðun er tekin. Gagnrýni aðila snerist fyrst og fremst um mismunandi stefnu ríkisstjórnarflokkanna í öryggis- og varnar- málum; ólíka stefnu flokkanna í þessum málum, frekar en öðrum, þótt ekki komi það neinum á óvart. Stjórnar- sáttmáli ríkisstjórnarinnar er aftur á móti skýr, sem og skilaboð Íslands og ákvarðanir út á við. Það er það sem skiptir máli, ákvarðanir okkar um samskipti Íslands við önnur lönd og hvaða stöðu við tökum í al- þjóðasamfélaginu. Þótt stjórnarandstæð- ingar geti velt vöngum yfir mismunandi stefnu stjórnarflokkanna er það nú samt svo að utanríkisstefna landsins stendur föstum fótum og hefur gert lengi. Það er augljóst að þörf er á dýpri umfjöllun um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Bæði þurfa þau að fá meira rými í þjóðfélags- umræðunni en einnig á Alþingi. Staðan í al- þjóðamálunum er oft á tíðum flókin og það eru ýmis mál sem skipta okkur meira máli en áður. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður sem við sjáum ekki alltaf fyrir. Það er því mikil- vægt að virkja samtal um þessi mál með meiri og betri hætti en gert hefur verið hing- að til. Hér hafa ýmsir aðilar stuðlað að upp- lýstri umræðu um öryggis- og varnarmál. Hæst ber samtök á borð við Varðberg, Nexus og loks Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Við höfum í gegnum tíðina eftirlátið öðrum ríkjum að móta varnarstefnu fyrir Ísland, enda hafa aðrir haft til þess betri þekkingu en við. Þessu þarf að breyta til lengri tíma. Við þurfum að byggja upp þekkingu á ör- yggis- og varnarmálum hér á landi þannig að við séum betur í stakk búin til að taka ákvarðarnir, móta framtíð- arstefnu og takast á við þær áskoranir sem bíða okkar í alþjóðamálum. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Skýr utanríkisstefna Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.