Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 27

Morgunblaðið - 21.04.2018, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Reykjavík Það var vor í lofti og spegilsléttur sjór á Sundunum þegar Teistan RE-33 var sjósett vestur við Granda. Sumarið er tími smábátanna og þá eru strandveiðar stundaðar af kappi. Valli Langur biðlisti er eft- ir að komast á biðlista eftir liðskiptaaðgerð- um. Á biðlista eftir hnjáliðum voru 709 í febrúar síðastliðnum en alls voru 777 aðgerðir á árinu 2017 og biðin því um 11 mánuðir. Eftir mjaðmaliðum biðu 385 en aðgerðir voru 802 á síðasta ári og biðin því tæplega hálft ár. Til viðbótar þessum biðtíma getur tekið 6-8 mánuði að komast á biðlista. Sjúkratryggingar Íslands sam- þykkja fljótt og örugglega að greiða þriggja milljóna króna kostnað við slíkar aðgerðir í Svíþjóð. En íslenskir stjórnmálamenn neita stofnuninni um að greiða fyrir aðgerðir sem þess- ar hjá einkafyrirtæki á Íslandi, jafn- vel þótt kostnaður sé þriðjungur af Svíþjóðarför. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, hefur með greina- skrifum á síðustu vikum bent á að þrír heilbrigðisráðherrar hafi hafnað samningum um lækkun kostnaðar í heilbrigðisþjónustu. Hann segir rétti- lega að þar fari saman skammsýni og sóun. Steingrímur bendir á mikilvægi þess að fara að ábendingum Ríkis- endurskoðunar um að efla þurfi Sjúkratryggingarnar, styrkja innviði stofnunarinnar, auka gæðakröfur í samningum og efla markviss kaup á heilbrigðisþjónustu. Það er hryggilegt að fylgjast með því að málefnalegar og uppbyggi- legar tillögur forsvarsmanna Sjúkra- trygginga og Ríkis- endurskoðunar um úrbætur í mikilvægasta og fjárfrekasta mála- flokki hins opinbera vekja enga umræðu eða viðbrögð á opinberum vettvangi. Hvað þarf til? Ekki nægir að hækka bara framlag ríkisins til heilbrigðisstofnana. Sú hít tekur endalaust við. Víða í heilbrigðiskerfinu er fjármunum sóað því bæta má skipulag, nýta kosti sam- keppni, styrkja einkarekstur á þessu sviði og tryggja að fé fylgi sjúklingum fremur en stofnunum. Verði ekki ráðist í skipulagsbreyt- ingar og ákveðna uppstokkun á heil- brigðiskerfinu munu bæði biðlistar lengjast og biðlistar eftir að komast á biðlistana. Oftrú á opinberan rekstur og vantrú á fjölbreytt rekstrarform á heilbrigðissviði bitnar dag hvern harkalega á því fólki sem bíður og þjáist á hinum fjölmörgu og sístækk- andi biðlistum heilbrigðiskerfisins. Eftir Halldór Benja- mín Þorbergsson » Verði ekki ráðist í skipulagsbreytingar og ákveðna uppstokkun á heilbrigðiskerfinu munu bæði biðlistar lengjast og biðlistar eft- ir að komast á biðlist- ana. Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Biðlistinn á biðlistana Þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofn- aðar sáu stofnend- urnir fyrir sér annars konar heim. Heim þar sem deil- ur voru leystar í fundarherbergjum en ekki á vígvöllum. Heim þar sem styrj- aldir voru kæfðar í fæðingu. Heim þar sem gripið var til aðgerða áður en mannslífum var fórnað. En átök fara vaxandi í mörgum heimshlutum í dag. Þau dragast sífellt meir á langinn, eru marg- slungnari og banvænni. Óbreyttir borgarar eru ekki lengur drepnir af því að þeir lenda á milli tveggja elda, heldur eru þeir beinlínis skotmarkið. Þá flýja fleiri heimili sín af ótta og angist en nokkru sinni fyrr. Þess vegna ber Sameinuðu þjóð- unum að leita nýrra leiða til að stilla til friðar. Ég mun boða til fundar á hæsta stigi alþjóðastjórnmála á vettvangi Allsherjarþingsins um friðarupp- byggingu og varanlegan frið í New York dagana 24. og 25. apríl. Þar koma leiðtogar heimsins sam- an til að ræða hvernig koma má í veg fyrir átök, með miðlun mála, viðræðum og stjórnarerindrekstri. Þetta er hluti af víðtækari við- leitni aðildarríkja Sameinuðu þjóð- anna til að efla samtökin okkar í að hlúa að friði. Og þegar ég nefni frið, þá á ég við frið sem hægt er að reiða sig á. Frið sem ekki hverfur í næstu kosningum. Friðartíma sem ekki er mældur í mánuðum eða árum, heldur kynslóðum. Þetta er það sem við köllum „var- anlegan frið“. Og þetta er það sem við ættum að hafa að leiðarljósi, frekar en að reyna í ofboði að finna fyrst lausnir þegar byssurnar hafa talað. Sumir segja ef til vill að sannarlega var- anlegur friður sé óhugsandi í sumum heimshlutum. En það er ekki rétt. Ég hef kynnst því af eigin raun. Þegar Svartfjallaland sleit sig laust frá Serbíu var ekki hægt að ganga út frá því að friður héldist. Reyndar spáðu sumir grimmilegu ofbeldi. En þökk sé starfi stjórn- arerindreka og raunverulegum pólitískum vilja hélst friður. Og hann hefur haldist og engin teikn á lofti um að framtíðin beri annað í skauti sér. Í síðasta mánuði heimsótti ég vesturhluta Kólombíu og hreifst af samstarfi samfélaga frumbyggja og Sameinuðu þjóðanna í friðar- uppbyggingu með því að efla fé- lagsleg tengsl. Það var mér hvatn- ing að sjá hve bjartsýnir þorps- búar voru, þrátt fyrir að sumir hafi liðið fyrir hálfrar aldar stríð. Kona ein sagði mér að fólkið væri ákveðið í að hindra afturhvarf til átaka. Þetta eru dæmi um aðgerðir í þágu varanlegs friðar sem unnið er að um allan heim. Viðræður okkar fara að mestu fram í New York. En þær ættu að taka mið af aðgerðum á vettvangi. Okkur ber að vekja athygli á því sem hinir raunverulegu friðflytjendur eru að gera, hvort heldur sem eru for- kólfar friðarkofa kvenna í Líberíu eða friðarsmiðja í Kirgistan. Þess vegna munu ýmsir gerendur frá mörgum löndum, greinum og sam- félögum deila reynslu sinni á leið- togafundinum. Auðvitað skiptir engu að allir séu sammála um varanlegan frið ef ekkert fé er til framkvæmda. Við þurfum meiri fjárfestingu í að hindra átök. Þegar átök brjótast út hrynur samfélagið og félagslegi vefurinn rofnar. Byggingar eru eyðilagðar og enginn gerir við. Laun eru ekki greidd. Vatn renn- ur ekki lengur úr krönunum. Þá verjum við háum fjárhæðum til að byggja upp að nýju – miklu hærri fjárhæðum en við eyðum í að hindra að átök brjótist út yf- irleitt. Að ógleymdum þjáning- unum sem ekkert fé fær læknað. Auknar fjárfestingar í örfáum löndum, gæti reynst milljarða sparnaður fyrir alþjóðasamfélagið. Þegar upp er staðið getum við ekki gleymt því að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar til að gæta friðar. Fáni samtakanna ætti að vera tákn friðar. Árangur í að hindra átök ætti að vera regla – ekki undantekning. Sameinuðu þjóðunum ber að vera friðflytjandi heimsins. Eftir Miroslav Lajcák » Við ættum að hafa varanlegan frið að leiðarljósi, frekar en að reyna í ofboði að finna fyrst lausnir þegar byssurnar hafa talað. Miroslav Lajcák Höfundur er forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Nýjar leiðir til friðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.