Morgunblaðið - 21.04.2018, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.04.2018, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 ✝ SigurlaugVilmund- ardóttir fæddist í Höfðahúsi á Fá- skrúðsfirði 1. júní 1935. Hún lést á Kanaríeyjum 2. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru Vilmundur Sigurðsson og Stef- anía Marta Bjarna- dóttir. Bræður Laugu voru Bjarni, Jón Þórir, Gunnar og Tryggvi, allir látnir. Eiginmaður Laugu var Berg- þór Reynir Böðvarsson, f. 15.5. Björk, f. 1980, Bergþór Reynir, f. 1983, og Hrefna, f. 1975. 3) Ólafía, f. 19.5. 1961. Sonur hennar er Arnar, f. 1993. 4) Vildís, f. 29.9. 1966. Maki Birgir Tómas Arnar. Þeirra börn eru Hinrik, f. 2002, Agnes, f. 2006, og Hannes, f. 1993. Barnabarnabörnin eru þrettán. Lauga flutti ung með foreldr- um sínum frá Fáskrúðsfirði í Nes- kaupstað, með stuttri dvöl í Hellisfirði við Norðfjörð. Lauga eyddi sínum uppvaxtarárum í Neskaupstað. Lauga fór ung á vertíð til Vestmannaeyja þar sem hún kynntist eiginmanni sínum og hófu þau búskap þar. Lauga vann við hin ýmsu störf í gegnum tíðina, en aðalstarf hennar í gegn- um lífið var húsmóðurstarfið. Útför Sigurlaugar fer fram frá Landakirkju í dag, 21. apríl 2018, klukkan 14. 1934, d. 19.11. 2013, frá Vestmanna- eyjum. Foreldrar hans voru Böðvar Ingvarsson og Ólafía Halldórs- dóttir frá Ásum í Vestmannaeyjum. Börn Reynis og Laugu eru: 1) Marta, f. 1.3. 1956. Maki Ásgeir Sverr- isson og eru börn þeirra Kitty, f. 1978, og Sandra, f. 1988. 2) Böðvar Vignir, f. 23.5. 1958. Maki Bryndís Guðjóns- dóttir, þeirra börn eru Sigurlaug Viljiði kaffi? Þetta var alltaf viðkvæðið hjá mömmu þegar við kíktum við, hvort heldur á daginn eða kvöldin, kaffi og konfekt. Ég hafði í mörg ár reynt að segja henni að ég drykki ekki kaffi á kvöldin en svona var hún, vildi alltaf bjóða upp á kaffi og með því og ef einhver var að koma í gist- ingu fór húsfreyjan á Fífó á flug og matargumsið og bakkelsið flæddi út um allt. Tímarnir breyttust þegar pabbi dó og mamma flutti af Fífilgötunni þar sem alltaf var pláss fyrir alla. Hún fór ekki langt, bara rétt yfir göt- una þar sem hennar beið lítil fal- leg íbúð en breytingin var stór. Mamma hafði sem betur fer létta lund, hún var stríðin en líka svolít- ið þver og það fleytti henni langt síðustu árin. Hún átti yndislegar vinkonur sem drógu hana út og suður. Kaffihús, spilakvöld hjá Ingu, bíltúrar með Huldu og bæj- arrölt með Laugu að ógleymdu púttinu og spilavistinni. Hún elsk- aði bústaðinn í Skorradalnum en þegar hann var seldur þá tók við bústaðurinn í Fljótshlíðinni þar sem vorið og fuglarnir voru henn- ar tími og alltaf vildi hún vita hvernig væri uppfrá þegar við vorum þar eða þegar hún og Lauga fóru saman þá hringdi hún og lét okkur vita hvernig trén, gróðurinn og fuglarnir hefðu það. Þær víluðu ekki fyrir sér vinkon- urnar að keyra Suðurlandið vítt og breitt í þessum ferðum eða fara akandi austur á Hérað og þá var sko ekki hangið við eldavélina heldur borðað þar sem eitthvað gott var til. Að spá í bolla var eitt- hvað sem lá vel fyrir mömmu og spádómskaffin voru skemmtileg- ust þegar hún sagði stelpunum okkar að passa sig því það væri barn í bollanum. Þá var stundum hlegið en ansi oft rataðist henni rétt á. Þegar pabbi dó úti á Kanarí fyrir rúm- lega fjórum árum, þar sem þau höfðu dvalið á hverju hausti, vetri eða hvort tveggja síðustu þrjátíu ár og við kallað í gamni þeirra annað heimili, fór Óla systir út til hennar og saman tókust þær mæðgur á við erfitt verkefni, verkefni sem beið svo Ólu aftur í vetur þegar mamma lést á Kanarí í mars. Það er sérstakt, já kannski einstakt að þau hafi kvatt á sama staðnum með fárra ára millibili jafnsnöggt og raunin var. Ég hafði talað við hana á fimmtudegi og þá var hún slöpp en öll að koma til. Mikið getur eitt stutt símtal verið mikils virði. Eftir sitja minn- ingar okkar systkinanna frá kveðjustundinni á Kanarí þar sem við röltum um og sáum staðina þeirra; Hvítu dúkana, Mannabar, Græna teppið og Yumbo Centre allt birtist þetta ljóslifandi fyrir okkur og þá sáum við hversu vina- mörg þau voru, hvort sem það voru ferðafélagar eða þjónustu- fólk, allir þekktu Laugu og Reyni. Elsku mamma, það verður erf- itt að geta ekki hringt í þig úr bú- staðnum eða kíkt í heimsókn á Sólhlíðina en ég veit að þið pabbi haldið áfram að fylgjast með og gleðjast yfir öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Njótið sam- verunnar í Blómabrekkunni á Kanarí þar sem ykkur leið best. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Böðvar (Baui). Lífið getur verið ótrúlega duttl- ungafullt, það fundum við þegar Reynir, tengdapabbi, dó fyrir rúm- um fjórum árum úti á Kanarí og eftir sat hún Lauga, mín yndislega tengdamamma og gerði sitt besta til að njóta áranna sem á eftir komu þó ein væri. Á hverju ári fóru þær Óla til Kanarí eins og þau Reynir höfðu gert síðustu 30 árin eða rúmlega það og í ár var engin undantekning. Þær mæðgur höfðu nú ekki langa viðdvöl í þetta skipt- ið. Á þriðja degi kom símtalið frá Kanarí sem enginn átti von á og aftur hafði það gerst, já, aftur feng- um við símtal frá Kanarí og nú var það Lauga sem ílengdist í drauma- landinu og eftir sitjum við agndofa yfir því sem ekki er hægt að skilja á annan veg en að Reynir hafi kom- ið og sótt Laugu sína því honum fannst komið nóg af einverunni og án efa sitja þau núna og njóta þess að vera sameinuð á stað þar sem þeim leið svo vel. Hún Lauga var yndisleg kona, kallaði ekki allt ömmu sína og gat alveg orðað hlutina sínum réttu nöfnum ef svo bar undir. Hún var stríðin og hafði sinn húmor sem ég hafði lúmskt gaman af og hún sat ekkert ein á daginn og lét sér leið- ast. Oft á tíðum kom ég að lokuðum dyrum og þá var hún í bíltúr með Huldu, sinni tryggustu vinkonu, eða á kaffihúsi með „hinni“ Laugu, vinkonu sinni, eða uppi að spila með Ingu sem allar sjá nú á eftir góðri vinkonu sem sennilega hefur oft á tíðum spáð einhverri vitleysu eins og hún sagði sjálf, í bollana þeirra og svo hafa þær skemmt sér konunglega á eftir. Elsku Lauga mín, aldrei á okkar 40 ára samleið varð okkur sundurorða, það segir sitt um virðinguna sem við bárum hvor fyrir annarri, virðingu, vænt- umþykju og ást. Það er sárt að kveðja þá sem manni þykir svo undurvænt um og söknuðurinn er mikill en minningarnar lifa og þær geymum við vel. Látið fara vel um ykkur í Blómabrekkunni, gullin mín, og við Baui eigum örugglega eftir að kíkja á Kanarí, rölta um ykkar slóðir og fá okkur eplaköku. Takk fyrir allt sem þú gafst mér, elsku tengdamamma, því það var svo sannarlega gefið af heilindum. Þín tengdadóttir, Bryndís (Dísa). Elsku amma. Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja því minningarnar um þig eru endalausar. Þú varst alltaf svo góð við mig og við gerðum svo margt skemmti- legt saman þegar ég var lítil. Það var svo gott að hafa ykkur afa ná- lægt og geta alltaf hlaupið til ykk- ar, sérstaklega þegar ég var í fýlu við mömmu og pabba. Þá var spilað, spjallað og farið í göngutúra. Þá var Geirmundur oft í kassettutækinu og cowboy-mynd- ir á föstudögum þegar ég fékk að gista. Þegar ég fór að fara á böll þá saumaðir þú á mig kjóla og hjálp- aðir mér að hafa mig til. Þú varst alltaf svo mikil pæja sjálf, hafðir gaman af fötum og glingri og varst uppfull af góðum ráðum þegar kom að því að gera sig fína. Ég var vön að segja að amma gæti allt, og það gastu. Þó að heimsóknunum hafi fækkað eftir að ég flutti frá Eyjum vorum við alltaf nánar og í miklu sambandi. Börnin mín biðu alltaf spennt eftir að heimsækja þig til Eyja og Bogi minn elskaði kjöt- súpuna þína. Mér þótti mjög vænt um að þú lagðir nokkrum sinnum í langt ferðalag norður til okkar. Þess á milli fylgdist þú með okkur á Facebook og horfðir jafnvel á N4 til að athuga hvort okkur myndi bregða fyrir. Það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur heimsótt þig til Eyja og að samverustundir okkar verði ekki fleiri að þessu sinni. Ég hugsa til þín með söknuði en jafn- framt með gleði í hjarta og þakk- læti fyrir allar góðu stundirnar sem ég og fjölskylda mín höfum átt með þér. Takk fyrir allt, elsku amma mín, mikið sem ég á eftir að sakna þín. Þín Kittý. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku mamma, komið er að kveðjustund, þú kvaddir þetta líf á Kanaríeyjum 2. mars síðastliðinn. Það er sérstakt að þið pabbi skulið bæði kveðja á þessum stað eða kannski ekki. Þetta var ykkar draumastaður síðastliðin 30 ár, vera í sólinni og hitanum þegar kalt var hér heima. Þið voruð eins og innfædd þarna og kom það best í ljós þegar við systkinin komum til Kanarí að kveðja þig og sáum þá hvað þið voruð vinamörg bæði meðal innfæddra og samlanda. Það hafa margir haft á orði við okkur að sá gamli hafi komið og sótt þig og gott er að ylja sér við það að þið séuð saman á ný í blómabrekkunni á Kanarí. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Ég sakna þess að heyra ekki í þér seinnipartinn, fá fréttir af þér hvað þú varst að stússast. Þú í púttinu, á kaffihúsi, með kellur í spákaffi eða að fara að spila við stelpurnar í húsinu eins og þú sagðir. Síðustu ár hefur þú stytt þér stundirnar við að sauma út dúka sem prýða heimili okkar og erum við stolt af því að eiga þá eftir þig. Ég er þakklát fyrir ynd- islegar samverustundir sem ég hef átt með þér. Þú átt alltaf stórt pláss í hjarta mínu. Þín dóttir, Marta. Sigurlaug Vilmundardóttir kæri vinur, það kemur enginn í staðinn fyrir Róbert Örn Ólafs- son, það er alveg á hreinu. Róbert var yfirleitt léttur í skapi og léttur í lund. Þó að fyr- ir kæmi að það gustaði um drenginn stóð það yfirleitt í skamma stund, svo var hlegið. Alltaf voru þau hjónin Róbert og Bára með í ferðum ef vaktin fór að lyfta sér upp og voru ár- legar ferðir í Þórsmörk og víðar hápuntur sumarsins hjá okkur mörgum og þá var Róbert í ess- inu sínu, hrókur alls fagnaðar. En það bar skugga á þegar Bára lést fyrir nokkrum árum og var það honum og reyndar okkur öllum mikið áfall en Ró- bert tók því að miklu æðruleysi og vann sig út úr sorginni eins og honum var einum lagið. Síðar á lífsleiðinni varð hann svo heppinn að kynnast Guð- björgu núverandi eiginkonu sinni, þá brosti sólin aftur. Það verður alveg að segjast eins og er að við fyrrverandi fé- lagar hans stöndum eftir dálítið hnípnir yfir þessari miklu blóð- töku af karakterum sem látist hafa á undanförnum misserum en því miður er þetta víst lífsins gangur. Að síðustu, kæri vinur, langar okkur hjónin að þakka þér fyrir allar samverustundirnar í liðn- um árum og þá þakka ég þér sérstaklega fyrir allan þann tíma sem við eyddum saman í slökkviliðinu og á Truck Comp. #1. Að lokum langar okkur að senda Guðbjörgu, Dagmar og Ólafi og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Jónas og Björg. Hann er látinn hann Robbi, Róbert Ö. Ólafsson. Þeir voru 160 starfsmennirnir hjá mér í slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli þegar mest var. Robbi var einn sem bar af öðrum, hann bjó yfir kunnáttu sem hann var óspar á. Þegar kom til okkar frumskyldu brunavarna var Robbi fremstur í flokki vegna þess að hann kunni manna best að umgangast sjálfvirk aðvörun- ar- og slökkvikerfi í húsum. Robbi vann aukavinnu hjá verk- tökum við uppsetningu allra nýrra aðvörunarkerfa og þar nutum við þekkingar hans. Við fengum ósjaldan boð um óeðli- legt ástand á hinum ýmsu stöð- um sem við gátum því ráðið við áður en lítið ástand varð óvið- ráðanlegt. Eins kunni Róbert lagið á kerfunum ef bilun varð og lagaði strax. Ég man þegar Robbi mætti í fyrsta sinn hjá okkur ásamt tveim öðrum sem eru gengnir, Rudolf Thoraren- sen og Garðari Gíslasyni, senni- lega verða fagnaðarfundir hjá þeim félögum, sem voru miklir vinir í starfi. Svo vildi til að mér var falið að ganga með þeim fé- lögum fyrstu skrefin í slökkvilið- inu og kynna þeim tækin. Mér er minnisstætt hvað Robbi var fljótur að ná þessu og skemmti- leg kímni hans kom í ljós. Ró- bert gerði margt gott fyrir slökkviliðið, það síðasta var varðstofan okkar þegar við skiptum frá Fire Phone17 yfir í 911 og færðum allt í varðstofuna í sama horf og tíðkaðist í Banda- ríkjunum. Robbi var hvers manns hug- ljúfi og fórnfús með afbrigðum. Róbert var einn af þeim sem ég mælti með til verðlauna (Merito- rius Civilian Services Award) fyrir fórnfúst starf. Ég kveð þig, Robbi minn, með þakklæti og kærleika. Öllum aðstandendum óska ég guðs blessunar. Guð geymi þig, vinur. Haraldur Stefánsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN Þ. STEPHENSEN, lést mánudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. apríl klukkan 13. Hafsteinn Austmann Dóra Hafsteinsdóttir Sigurður Ingi Margeirsson Kristín Hafsteinsdóttir Hafsteinn Gunnar Sigurðss. Valgerður Rúnarsdóttir Margeir Gunnar Sigurðsson Marta Goðadóttir Stefán Gunnar Sigurðsson Bergrún Mist Jóhannesdóttir Sigurjón Auðun Ólafsson Guðrún Ólafsdóttir Andri Örn Erlingsson Hafsteinn Ólafsson Júlía Margrét Einarsdóttir barnabarnabörn og systkini hinnar látnu Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ÞÓRANNA HANNESDÓTTIR frá Neskaupstað, til heimilis að Boðaþingi 22, andaðist á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, miðvikudaginn 18. apríl 2018. Hanna Sigríður Jósafatsd. Hannes Fr. Guðmundsson Atli Már Jósafatsson Andrea Þormar Karl Hinrik Jósafatsson Hrafnhildur Steinarsdóttir Birgir Þór Jósafatsson Jóhanna Harðardóttir Smári Jósafatsson Ívar Trausti Jósafatsson Arna Kristjánsdóttir Friðrik Jósafatsson Freyja Friðbjarnardóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona, dóttir og systir, SIGRÚN OLSEN, listamaður og stofnandi Lótushúss, lést miðvikudaginn 18. apríl. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Þórir Barðdal Lilja Enoksdóttir Linda Olsen Edda Olsen Kjartan Olsen Erna Olsen Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR J. JÓHANNESSON, Hólabraut 25, Skagaströnd, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 17. apríl. Útför hans fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd fimmtudaginn 3. maí klukkan 14. Lárus Ægir Guðmundsson Helga J. Guðmundsdóttir Eðvarð Hallgrímsson Guðmundur Guðmundsson Sigurlaug Magnúsdóttir Ingibergur Guðmundsson Signý Ósk Richter Karl Guðmundsson Lára Guðmundsdóttir Gunnar Svanlaugsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, INGIBERGUR EIRÍKUR JÓNSSON húsasmiður, Reykjanesbæ, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu á Nesvöllum fimmtudaginn 5. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 24. apríl klukkan 13. Elín Guðrún Ingólfsdóttir Halldóra J. Ingibergsdóttir Eiríkur Jónsson María Ingibergsdóttir Ragnar J. Gunnarsson Helga Ingibergsdóttir Árni Stefán Jónsson Birgir Ingibergsson Guðrún Edda Jóhannsdóttir Ingólfur Ingibergsson Margrét Eðvaldsdóttir Margrét Ingibergsdóttir Rúnar Sverrisson Rúnar Ingibergsson Sólveig Skjaldardóttir Hafsteinn Ingibergsson Guðlaug Einarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.