Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 39

Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Sumarið líður alltof fljótt. Þannig er það og á það er- um við minnt, nú þegar við kveðj- um hann Guðmund Reyni sem var okkur svo afar kær. Reynir, eins og við kölluðum hann einatt, var góður drengur og ljúfur, ósérhlífinn og ætíð opinn fyrir þeim verkefnum sem til féllu, kvikur og léttur sem strákur fram á það síðasta, yndislegur heimilisfaðir og með afbrigðum gott til þeirra hjóna að koma, sem var nú ekki sjaldan. Um það leyti sem ég var nýkomin í fjölskyld- una, með bróður Heddýjar sem var yngsta systirin á heimilinu, þá brosti lífið við heimasætunni og þannig var það einnig eftir að Reynir hennar kom í hópinn með sitt hlýja viðmót og glaðlega bros, og skemmtilegan hlátur þegar gamanmál voru viðhöfð, en það var ósjaldan. Hann hafði gaman af að spjalla og hafði sterkar skoðanir og skemmtileg- an húmor. Ekki leið á löngu þar til börnin komu eitt af öðru og ekki minnk- aði samgangur unga fólksins við það. Mér er ljúft að minnast þeirra stunda þegar heimsóknir stóðu sem hæst og öll tækifæri voru notuð til að skreppa í Borg- arnes. Húsbóndinn tók þá á móti okkur með opinn faðminn, svo ekki fór á milli mála að maður var innilega velkomin. Hann var barngóður og bera börnin mín honum sérstaklega vel söguna, þeim þótti alltaf vænt um Reyni; hann hefði verið svo góður, eins og börn kunna ætíð að meta, og stundum kom það fyrir að þau stoppuðu nokkra daga í senn til að vera með frændfólki sínu og voru þá alltaf jafn velkomin á Kveldúlfsgötuna, enda hjónin samhent í öllu sem heimilið hafði upp á að bjóða. Reynir minn, nú er komið að leiðarlokum. Þú bjóst fjölskyldu þinni fallegt heimili ásamt þinni góðu konu, og þökkum við hjónin þér fyrir allar samverustundirn- ar sem við áttum í heimsókn hjá ykkur, svo ótal margar og skemmtilegar, sem við minnumst með virðingu, því ekkert skyggði þar á. Nú stendur Heddý vaktina með börnunum ykkar fjórum, sem öll eru fullorðið fólk, orðin foreldri sjálf og spegilmynd for- eldra sinna og afkomendur þeirra allir, myndarlegt, heiðarlegt og gott fólk sem lætur sér annt um velferð sinna nánustu. Heddý mín, börnin ykkar fjög- ur og barnabörnin öll, guð veri með ykkur og styrki í sorginni. Ég veit að þið standið keik og stolt eftir að hafa átt góðan lífs- förunaut, föður og afa. Minningin lifir. Ólöf Sigurjónsdóttir (Ollý). Jæja, nú förum við að renna í kaffi til ykkar, sagði ég léttur í máli þegar ég kvaddi Reyni og Heddý fyrir nokkru að aflokinni ánægjulegri fermingarveislu. Nokkrum dögum seinna bárust þau tíðindi að Reynir hefði verið greindur með illvígan sjúkdóm. Örfáum dögum síðar var hann allur. Guðmundur Reynir var næst- elstur 11 systkina. Hann var hljóðláta og rólega týpan í litrík- um systkinahópnum og lét fátt koma sér úr jafnvægi. Á uppvaxt- arárum þessa tíma var snemma Guðmundur Reyn- ir Guðmundsson ✝ GuðmundurReynir Guð- mundsson fæddist 22. mars 1941. Hann lést 8. apríl 2018. Útför Guð- mundar Reynis fór fram 20. apríl 2018. farið að leggja hönd á plóg. Þegar Reyn- ir var 13 ára kom fyrsta dráttarvélin á heimilið. Pabbi var bóndi af lífi og sál, snillingur í öllu sem viðkom hestum og sæmilega tækni- væddur hvað hesta- verkfærin snerti. Hann var hins vegar ekki neinn vélamað- ur. Það kom í hlut bræðranna Reynis og Gústa (Gösla) sem var 11 ára að setja sig inn í tæknina og nota hana. Traktornum fylgdi sláttuvél sem þeir slógu með um sumarið. Seinna bættust við önn- ur heyvinnutæki. Fljótlega var rekinn saman pallur aftan á trak- torinn til mjólkurflutninga og annars tilfallandi. Lítið var verið að velta fyrir sér öryggismálum á þessum tíma og það hafa trúlega verið skrautlegar ferðirnar niður í Kolviðarneslaug þegar búið var að raða börnum og ungmennum á traktorinn eins og á honum tolldi. Yfirleitt farin „fjallabaksleið“ niður eyrarnar með Núpánni, yf- ir hlaðið í Hrossholti og að sund- laug. Rétt að lýsa þeim ferðum ekki nánar. Reynir lauk vélstjóranámi og gerðist sjómaður. Síðast var hann vélstjóri á Heiðrúnu II. í Bolungarvík. Þar virtust forlögin hafa tekið í taumana því hann kom í land til að, í nokkra mánuði, að aðstoða Gösla við múrverk en Gösli hafði, eins og ýmsum iðnaðarmönnum hættir stundum við, tekið að sér fleiri verkefni en hann réð við með góðu móti. Höfnin í Bolung- arvík var á þeim tíma ekki örugg í vondum veðrum og á þessum tíma gerði mikið veður og var þá reynt að sigla Heiðrúnu til Ísa- fjarðar til að liggja af sér veðrið. Þarna fórst Heiðrún með sex manna áhöfn. Síðan eru rétt um 50 ár. Þarna fórust vinir og fé- lagar Reynis og má leiða líkum að því að þetta hafi haft mikil áhrif á hann. Hann lauk múraranámi í framhaldinu og vann síðan við byggingariðnaðinn það sem eftir er starfsævinnar. Reynir var góður múrari, skipulagður í vinnu og vannst vel. Hann var einstakur öðlingur í allri um- gengni, og hafði alltaf tíma til að leiðbeina byrjendum á skýran og notadrjúgan hátt. Nú vorar með látum. Farfugl- arnir streyma til landsins, jörðin að taka lit og við sem erum hokin af reynslu bíðum hin rólegustu eftir hretunum sem eiga eftir að kíkja við að venju. Já, nú er stuttu en snörpu stríði lokið. Höggið er snöggt og þungt fyrir fjölskylduna sem átti svo margt ógert með fjölskyldu- föðurnum. Heddý mín. Megi allar góðar vættir styrkja ykkur þessa daga og vikur. Ekki síst afabörnin sem hafa misst svo óumræðilega mik- ið. Stundum hefur mér fundist þetta vísubrot eiga svo vel við þegar eitthvað hefur bjátað á hjá stórfjölskyldunni. … það er eins og hulin hönd hjálpi er mest á liggur. (Jón Sigfússon Bergmann.) Svanur. Í hugum okkar var Reynir sí- ungur þó að tímatalið segði aðra sögu. Auðvitað ristir tíminn sínar rúnir en hann var svo lífsglaður að það var eins og aldurinn næði aldrei tökum á honum. Það er því erfitt að sætta sig við það að dauðinn hafi náð að leggja Reyni með svo skjótum hætti. Það er samt nokkur huggun í því að hann náði að kveðja ástvini sína og tók örlögum sínum af sama æðruleysi og hann hafði lifað líf- inu. Heddý kom fjölskyldunni rækilega á óvart þegar hún mætti á Læk með kærasta. Hafi einhver haft efasemdir um ráðahaginn gufuðu þær strax upp því mann- kostir Reynis voru ótvíræðir. Þegar þau komu fyrst til okkar í Keflavík leið ekki langur tími þar til hann hafði sest á gólfið til að leika við okkur krakkana. Við höfðum aldrei kynnst því að full- orðið fólk sýndi börnum slíkan áhuga. Síðar bjuggu þau hjá okk- ur hluta úr vetri þegar Reynir var til sjós og styrkti það enn tengsl- in. Heddý og Reynir voru einbeitt í því að koma sér fyrir. Þau reistu eigið hús í Kveldúlfsgötunni og byggðu það bókstaflega með eig- in höndum. Á meðan bjuggu þau í ofurlítilli íbúð í kjallaranum og þó að plássið væri nær ekkert rúm- aði hún samt litla fjölskyldu og oft furðumarga gesti. Þegar húsið var tilbúið varð það svolítið eins og annað heimili fyrir okkur. Við áttum margar gleðistundir með Heddý og Reyni og börnum þeirra, bæði í Borgarnesi og í hjólhýsinu á Skógarströndinni sem varð sameiginlegt athvarf. Þegar við flettum gömlum myndaalbúmum eru myndir af Heddý og Reyni á hverri síðu. Reynir kom úr stórri og lífs- glaðri fjölskyldu þar sem allir þurftu að hafa fyrir því að koma sínu að. Hann hafði sterkar skoð- anir og gat verið ákafur í sam- ræðum en við sáum hann aldrei skipta skapi. Reynir var vinnu- samur og var í starfi langt um- fram hefðbundinn eftirlaunaald- ur. Það var eins og aldurinn ynni ekkert á honum. Enginn stóðst honum snúning í þúfnakapp- hlaupi á Skógarströndinni þó að hann væri langelstur keppenda. Fjölskyldan var þungamiðjan í lífi Reynis sem var einstakur eig- inmaður, faðir og afi. Hann hafði sérstakt lag á börnum og var eig- inlega alltaf með krakka í fang- inu. Með þessum hætti varðveitti hann barnið í sjálfum sér og það var mikið um leiki, góðlátlegt grín og hlátur. Sem eiginmaður var hann fullur ástúðar og um- hyggju. Þau Heddý voru gerð hvort fyrir annað og samtaka í leik og starfi. Við þökkum fyrir þá gæfu að fá að kynnast Reyni og sendum Heddý, Jónasi, Fjólu, Guðmundi, Hrönn og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Lilja Soffía, Lára Jóna, Sigurður Helgi, Dagný og fjölskyldur. Guðmundi Reyni kynntist ég fyrir rösklega 40 árum þegar við fjölskyldan fluttum í Borgarnes. Hann var þá starfandi múrara- meistari, vandvirkur og ráðagóð- ur eins og alltaf. Hann hóf störf hjá Loftorku í Borgarnesi um svipað leyti og fyrirtækið hóf framleiðslu á forsteyptum eining- um til húsbygginga og starfaði við það, hjá fyrirtækinu, allt til ársloka 2016. Það voru einstak- lega hlý orð sem Reynir lét falla þegar við feðgar kvöddum hann við starfslok en þá sagði hann: „Það var gott að vinna hjá ykkur feðgum.“ Atvikin höguðu því svo að við Reynir störfuðum saman hjá Loftorku í 15 ár og Bergþór og hann í tæp átta ár. Guðmundur Reynir var allan sinn starfstíma í Loftorku meðal lykilstarfsmanna fyrirtækisins og bar aldrei skugga á í okkar sam- starfi. Hann var mjög úrræða- góður og vandaður fagmaður og gott til þess að vita þegar hann tók að sér lausn mála og frágang. Einu sinni skammaði hann mig þó. Ég hafði ætlað að senda hand- langara með honum til að létta verkefnið, þar sem hann var far- inn að reskjast. Hann sagði mér skilmerkilega að reksturinn gengi ekki ef ég sendi tvo menn í það sem einn gæti unnið. Orð að sönnu og þessu kyngdi ég. Veikindin bar brátt að. Fyrir stuttu ræddum við feðgar um hversu Guðmundur Reynir væri vel á sig kominn, kominn á þenn- an aldur, en sjúkdómurinn var eins og falinn eldur og dró Guð- mund Reyni fljótt til dauða. Því miður varð tíminn skemmri en að var stefnt hjá þeim Herdísi til að njóta efri áranna eftir að bæði luku störfum á vinnumarkaði, en við hjónin hittum þau einmitt daginn eftir að Herdís hætti störfum og þau horfðu til þess að eiga notalegar stundir framund- an. Við viljum á þessari stundu þakka Guðmundi Reyni öll hans góðu verk og ljúfu viðkynni. Við sendum Herdísi, börnum og tengdabörnum þeirra og öðrum aðstandendum innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um Guð- mund Reyni lifir. Óli Jón Gunnarsson, Bergþór Ólason. Þegar leiðir skilur hvarflar hugurinn yfir gengna leið og minningar lifna. Hvenær hitt- umst við fyrst og hvernig hefur sameiginleg ganga okkar verið? Þannig hugsanagangur fór af stað hjá mér þegar mér barst andlátsfregn Guðmundar Reyn- is. Við unnum saman allt frá árinu 1981 er hann hóf störf hjá Loftorku í Borgarnesi. Staðan þá var þannig að timburhúsum fjölgaði og þar með minnkaði steypusalan. Þá vantaði góðan mann til þess að sjá um nýja framleiðslu sem átti að setja af stað og til þess var Guðmundur fenginn. Verkefnið var að fram- leiða forsteyptar húseiningar, þetta var nýtt hér og þurfti því að gera allt frá byrjun. Þarna var Guðmundur á réttum stað alveg sjálfbjarga og leysti málin, bjó til mót eða lét smíða ýmsar festing- ar sem notaðar eru sumar hverj- ar enn í dag. Aldrei heyrðist „þetta er ekki hægt“, nei þetta var bara verkefni sem var leyst af hógværð, ekki neinn hávaði. Ávallt notalegt að vinna með þannig mönnum. Það var haldið áfram, ýmislegt þurfti að laga bæði í verksmiðju og á bygging- arstað, gera ýmsar áferðarprufur og sýningarhluti vegna auglýs- inga og alltaf var Guðmundur sóttur til að leysa málið. Til gamans má segja frá því að eitt af stóru verkefnunum var að steypa einingar í álverið á Grund- artanga. Á þeim átti að vera sér- stök áferð sem Guðmundur gerði. Eitt kvöldið eftir að vinnu lauk kom eigandinn með fjölskyldu sína og langaði til að sjá fram- leiðsluna sem var auðsótt mál. Hann var hrifinn af þessu og setti stafina sína í blauta steypuna. Morguninn eftir komu menn til vinnu og sáu að búið var, að þeim fannst, að skemma áferðina. En mér er minnisstætt hvað Guð- mundur var ánægður þegar í ljós kom hver var sökudólgurinn því þannig vissi hann að eigandinn var ánægður með framleiðsluna. Seinna kom að því að fram- leiðslan jókst og þegar einingarn- ar voru reistar og gerðar úr þeim hús þurfti ýmislegt að laga og enn var Guðmundur sendur og með lagni sinni og lipurð við kaupandann gerði hann alla ánægða. Einhverju sinni kom upp mál sem þurfti að bjarga og tæknimaður hjá fyrirtækinu fór að ræða við Guðmund og segja hvað þyrfti að gera og hvernig. „Já,“ sagði Guðmundur „ég hlusta og geri svo eitthvað skyn- samlegt.“ Þetta varð svo aðal- starf hans hjá fyrirtækinu að bjarga málum. Guðmundur var einn af þess- um traustu mönnum sem allir virtu, vann verk sín vel og naut trausts hvar sem hann kom. Ég þakka Guðmundi langt og ánægjulegt samstarf og bið hon- um guðs blessunar. Herdísi og börnum þeirra votta ég samúð mína. Konráð Andrésson. ✝ Sigmar Ólasonsjómaður fædd- ist á Reyðarfirði 12. október 1927. Hann lést á Huldu- hlíð Eskifirði 15. apríl 2018. Sigmar var yngstur fimm barna Óla Sigurðar Bjarnasonar og Kristínar Hólmfríð- ar Nikulásdóttur. Faðir hans lést þegar Sigmar var tveggja ára og í uppvext- inum leit hann á Ingvar, elsta bróður sinn, sem föður. Önnur börn Óla Sigurðar og Kristínar Hólmfríðar voru Ingvar Ísfeld, Guðjón Sigurjón, Bjarni Niku- lásson Ólason og Þura Kristín. Hálfsystir Sigmars er Sjöfn Þórarinsdóttir. Sigmar kvæntist 19. maí 1960 eftirlifandi eiginkonu sinni, Grétu Friðriksdóttur, f. 22. ágúst 1927. Sigmar og Gréta eignuðust þrjú börn, Ástu Magneu, f. 16. maí 1957, Hrein, f. 18. júlí 1963, og Óla Nikulás, f. 16. september 1964. Barnabörn Sig- mars og Grétu eru átta og barna- barnabörnin sex. Sigmar lauk námi frá Barna- skóla Reyðar- fjarðar og seinna mótórista- námskeiði í Nes- kaupstað. Sigmar fór ungur til starfa við sjávar- útveg bæði til sjós og lands. Frá 15 ára aldri var hann sjó- maður á bátum frá Sandgerði, Vestmannaeyjum, Hornafirði, Eskifirði og Reyðarfirði. Lengst af starfsævinnar var hann vélstjóri á Gunnari SU 139, sem var í eigu Gunnars hf. útgerðarinnar á Reyð- arfirði og lauk störfum sjötug- ur sem bátsmaður á togar- anum Snæfugli SU 20 í eigu Skipakletts hf. Útför Sigmars fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 21. apríl 2018, klukkan 14. Hinn sanni sæfari með sína heiðu hugarsýn hefur siglt í sína hinztu för eftir farsæla lífssigl- ingu. Hagur vel á verk sem orð er vænn og ljúfur drengskap- armaður okkur horfinn bak við huliðstjöld. Hafið dró snemma huga hins sókndjarfa drengs og þar var hans starfsvettvangur alla tíð, vélar allar léku í hönd- um hans, þar sem aðgát og um- hyggja voru við lýði. Sjóferð hver var örugg í hans höndum og dýrmætt fyrir útgerðina heima að eiga hann Sigmar að sem kunni á öllu örugg og fum- laus tök. Sigmar var einstaklega skemmtilegur maður, glettni hans og góðlátleg gamansemin skiptust á við mikinn fróðleiks- forða og greinilegt að hann hafði margt lært af lestri og sér í lagi af ýmsum fróðleik. Sigmar hefði orðið fjölhæfur leikari ef hann hefði haft til þess aðstöðu. Ég sá hann því aðeins tvisvar á leik- sviði heima og hæfileikarnir duldust engum sem sáu og heyrðu og ógleymanlegur leikur þeirra félaganna Karls Ferdín- andssonar og hans á þorrablóti heima, þar sem hin eðlislæga fyndni hans og skopskyn kom- ust til skila og salurinn heima glumdi af hlátri. Ég skynjaði af samtölum við hann að draum- urinn um leikarann hefði verið innst í ungum huga hans. Sigmar hafði ákveðnar lífs- skoðanir, heilsteyptur og sannur félagshyggjumaður alla tíð og afar fróður um þjóðmál öll. Vélstjórinn var vinsæll og vel látinn og vitnisberar um það synir okkar sem ungir fóru til sjós á Gunnari. Sigmar var einkar farsæll fjölskyldumaður, átti mætavel gerða konu og vel gefin börn. Hún Gréta hans var líka afar vinsæl í sínum störfum og vildi þar allra vanda leysa. Heimili þeirra hið fallegasta og garð- urinn þeirra bæjarprýði. Það húmar að í huga mínum þegar þessi vinfasti og veituli sveitungi er kvaddur. Um hann á ég margar skemmtilegar minningar. Hann var drengur góður eins og sagt var forðum. Við Hanna sendum henni Grétu og börnum hennar svo og aðstandendum öðrum okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Nú syngja bárur á ströndinni saknaðaróð um sannan sæfara. Við hin sem á ströndinni bíðum tökum undir óðinn. Blessuð sé vorbjört minning Sigmars Ólasonar. Helgi Seljan. Sigmar Ólason Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS BERGS ÁRNASONAR, fyrrverandi kaupmanns. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og vistmönnum Sandgerðis og hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, fyrir kærleiksríka umönnun og nærveru. Erna H. Gunnarsdóttir Gunnar M. Guðmundsson Jóhanna A. Gunnarsdóttir Vilbergur Kristinsson Guðmundur Ö. Gunnarsson Halldóra K. Gunnarsdóttir Árni G. Leósson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS KRISTINSSONAR stýrimanns frá Dalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Eini- og Grenilundar, dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Gígja Gunnarsdóttir Ólafur Halldórsson Úlfar Gunnarsson Vilborg Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.