Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 42

Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmennta-fræði í Háskóla Íslands og deildarforseti Íslensku- og menn-ingardeildar, á 50 ára afmæli í dag. „Ég er því með yfirumsjón með deildinni þessa dagana svo ég kenni minna en vanalega.“ Gunnþórunn er að ritstýra bók um norrænar glæpasögur sem kem- ur út hjá bókaútgáfunni Bloomsbury seinna á árinu. „Þetta er yfirgripsmikið ritgerðasafn um norrænar glæpasögur og sjónvarps- þætti og hvaða áhrif þessar norrænu glæpasögur hafa haft á glæpa- sögur almennt, en „nordic noir“ hefur verið nokkuð ráðandi upp á síðkastið og áhrifin má sjá víða um heim. Alþjóðlegir fræðimenn víðs vegar að skrifa í ritið og einnig eru pistlar eftir rithöfunda.“ Undanfarin ár hefur Gunnþórunn verið í miklu samstarfi við írska fræðimenn og mun næsta haust verða gestaprófessor við University College Dublin. „Ég mun vinna að rannsóknarverkefni um ýmiss kon- ar tengsl Íslands og Írlands í bókmenntum og huga að öðrum alþjóð- legum rannsóknarverkefnum.“ Gunnþórunn hefur þegar haldið vel upp á stórafmælið en mun einn- ig fagna í dag með góðum vinum. Eiginmaður Gunnþórunnar er Dagur Gunnarsson útvarpsmaður og sonur þeirra er Flóki, 12 ára gamall. Bókmenntafræðingurinn Gunnþórunn er prófessor við Háskóla Ís- lands og verður gestaprófessor við University College Dublin í haust. Ritstýrir bók um nor- rænar glæpasögur Gunnþórunn Guðmundsdóttir er fimmtug A rnór Lárus Pálsson fædd- ist á Skinnastað í Öxar- firði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Laugum í Reykjadal 1959 og nam tungumál og verslunarfræði í Danmörku og Eng- landi 1962-64. Arnór var gjaldkeri hjá Útvegs- banka Íslands 1964-66, deildarstjóri hjá Almennum tryggingum 1966-82 og aðstoðarframkvæmdastjóri Bygging- arþjónustunnar 1982-84. Arnór stofnaði ALP bílaleiguna árið 1980 og átti hún upphaflega að verða hliðargrein með annarri vinnu. Árið 1984 höfðu umsvif bílaeigunnar aukist mikið og ákvað Arnór að snúa sér að fullum krafti að rekstri hennar og starfaði sem forstjóri til ársins 2000, er hann seldi bílaleiguna. Eftir það starf- aði hann sem framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna ehf. til 1.5.2014 er hann lét af störfum vegna aldurs. Arnór var einn af stofnendum Kiw- anisklúbbsins Eldeyjar í Kópavogi í febrúar 1972. Hann var forseti klúbbs- ins 1976-77 og umdæmisstjóri Kiw- anisumdæmisins Ísland – Færeyjar 1986-87. Auk þess hefur hann gegnt nánast öllum störfum innan Kiwanis- hreyfingarinnar þessi 46 ár. Arnór var formaður Sjálfstæðis- félags Kópavogs 1980-84, sat í bæjar- stjórn Kópavogs 1982-98, í félagsmála- ráði og barnavernd Kópavogs 1990-2002, vinabæjarnefnd 1990-94 og var forseti bæjarstjórnar Kópavogs Arnór L. Pálsson, fv. forstjóri og bæjarfulltrúi í Kópavogi – 75 ára Með barnabörnunum Arnór og Betsý í jólaboði heima í Kórsölum ásamt barnabörnunum níu árið 2013. Ötull þjónn kirkjunnar Hjónin Arnór og Betsý á góðri stund á Benidorm árið 2017. Akureyri Eldey Björt Óskarsdóttir fæddist 2. mars 2017 kl. 4.45. Hún vó 3.622 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Halla Soffía Tulinius og Óskar Jónasson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. ÍSLANDSMÓTIÐ íPepsí-deild karla og kvenna í knattspyrnu sumarið 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir mánudaginn 23. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569 1105 –– Meira fyrir lesendur 27. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um SÉRBLAÐ Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.