Morgunblaðið - 21.04.2018, Page 47

Morgunblaðið - 21.04.2018, Page 47
fann að þessi hátíð – og þetta form – hefur eitthvað alveg sérstakt við sig. Segi það og skrifa að Between Mountains er einkar efnileg sveit, nýju lagasmíðarnar þeirra sýna mikil og örugg þroskaskref og ár- angur innan seilingar, sé rétt hald- ið á spöðum. Ég rölti því næst til Hebu og Ægis á Austurgötunni hvar Dr. Spock léku fyrir troðfullu húsi. Ég rétt sá glitta í gula hansk- ann og nokkuð steikta og vel Spock-lega útgáfu af „Strawberry Fields Forever“. Þvínæst var það Hverfisgatan þar sem meistari Val- geir Guðjónsson lék við hvurn sinn fingur. Valgeir er sjarmerandi mjög, þegar hann brosir þá brosir hann allur og fólk hrífst auðveld- lega með í glettninni. Goðsögn, ekkert minna. Þessi rúntur Reyk- víkingsins um miðbæ Hafnar- fjarðar, á hlýju síðvetrarkvöldi (smá úði þó) var mikill bónus. Gam- an að virða fyrir sér hús og götur, nett færeysk stemning í húsasund- unum, nema ég hafi bara haft eyj- arnar fögru og tengingu þeirra við hátíðina ögn of hugfasta. Kæri Hafnfirðingur, auðvitað á bærinn þinn engan sinn líka í veröldinni, höfum það alveg á hreinu! Ég fann mig svo aftur hjá þeim Gunnþóru og Michael þar sem Jói P og Króli voru að spila (og önnur goðsögn, Bjartmar, í næsta húsi!). Eitt af því sem „gerir“ þetta knáa tvíeyki er hversu ólíkir þeir eru. Króli á útopnu, masandi af einlægni jafnt sem ástríðu á meðan það dettur hvorki né drýpur af Jóa P. Hann er á hinum endan- um á sjarmanum, svellkaldur og svalur, fimmti Kraftwerk-meðlim- urinn. Að lokum þetta: Ég hef aldrei náð að taka þessa hátíð almenni- lega út, grunaði að þetta væri snilld en stemningin öll kom mér í opna skjöldu verð ég að viður- kenna. Þetta með að opna hús sín fyrir ókunnugum bjó til mjög heil- næma og „mennska“ stemningu sem var gefandi. Þetta var innilegt, fallegt og tært, ég veit að ég er kominn í hæstu tilfinningahæðir en svona var þetta bara. Ég fór sæll og sáttur í rúmið. Glaður. Til mik- illar fyrirmyndar. » Þar sem maðurgæddi sér á salt- stöng í stofunni stóð Króli í 20 sentimetra fjarlægð frá mér á með- an húsbóndi og -freyja sátu uppi í sófa með barnaskaranum. Þroskaskref Dúettinn Between Mountains lék heima hjá Gunnþóru og Michael. Einkar efnileg sveit, nýju lagasmíðarnar þeirra sýna mikil og örugg þroskaskref og árangur innan seilingar, segir í pistli. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 AF TÓNLIST Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Að kvöldi síðasta vetrardags bauð Bubbi Morthens til sannkallaðrar tónlistarveislu í Eldborgarsal Hörpu. Fyrir troðfullu húsi þakk- látra gesta lék hann ásamt sann- kölluðu landsliði tónlistarmanna í heild lögin af tveimur af sínum vin- sælustu hljómplötum, Konu frá 1985 og Sögum af landi sem kom út fimm árum seinna, árið 1990. Bubbi hélt aldrei útgáfutón- leika þegar plöturnar komu út og má segja að tími hafi verið kominn til að ráðast í verkið. Og hann kaus að sýna útsetningum og hljómheimi platnanna tryggð; að mæta aðdá- endunum með lifandi flutningi á lögunum því næst í upprunalegum búningi, að viðbættri þeirri gleði og neistaflugi sem vel lukkaður lifandi flutningur býður upp á. Landsliðsmenn á sviðinu Gamlir og margreyndir sam- starfsmenn Bubba mynduðu kjarna hljómsveitarinnar; Jakob S. Magn- ússon á bassa, Kristinn Agnarsson trommur, Eyþór Gunnarsson hljómborð og Guðmundur Péturs- son á ýmsa gítara eins og honum einum er lagið. Og Bubbi fór sjálfur fimum fingrum um kassagítarinn sem er framarlega á báðum þessum plötum. Þá lék Haukur Gröndal á saxófóna og flautur og meistara- hlauparinn Ari Bragi Kárason á trompet og hljómborð, og fleiri voru kallaðir til eins og þurfti, þar á meðal Bryndís Halla Gylfadóttir á sellóið í „Systir minna auðmýktu bræðra“. Þá má ekki gleyma þætti Ómars Guðjónssonar gítarleikara sem slóst í hópinn þegar kom að seinni plötunni og barði hrynkassa- gítar af miklum móð og blés að auki í fagursveigða túbu í „Gula flam- ingónum“, einum af hápunkti tón- leikanna þar sem Bubbi söng bálk- inn um það þegar neonljósin kvikna og „strákar verða menn“. Ánægjuleg upprifjun Fallegt var að sjá hvernig upp- tökustjórum beggja platna var vott- uð virðing með myndasýningu sem varpað var á tjaldið aftan við flytj- endurna. Báðir voru þeir slyngir bassaleikarar, Tómas M. Tómasson upptökustjóri Konu og Christian Falk sem stjórnaði upptökum á Sögum af landi, og báðir unnu mik- ið og lengi með Bubba og áttu margt og mikið í þessum plötum og útgáfum laganna sem hljómuðu í Hörpu á miðvikudag. Og tónleikanir voru líka hyll- ing á plötunum og ánægjuleg upp- rifjun á vel lukkuðum og mótuðum lagaflokkum. Á tónleikum gegnum árin hefur Bubbi margoft flutt eft- irlætislög aðdáendanna af báðum plötum, eins og „Talað við gluggann“, „Rómeó og Júlía“, „Syneta“ og „Stúlkan sem starir á hafið“, og vissulega hafa fleiri af plötunum iðulega hljómað, en þarna mátti vel heyra að þau eru mun fleiri góðu lögin, þau sem sjaldan heyrast mörg virkilega góð, enda var flutningurinn á þeim öll- um framúrskarandi og einlægur. Bæði í hléi og eftir tónleikana mátti heyra að fólk á sér eftirlæt- islög og heldur mismikið upp á plöt- urnar tvær; einn sagðist kunna best við fjörmeiri lögin, annar hreifst í lifandi flutningnum mest af sagna- bálkunum eða þulunum eins og „Gula flamingónum“ og „Seinasta augnablikinu“. Og það mátti heyra að margir höfðu tárast yfir fal- legum flutningnum á „Synetu“, þar sem Bubbi og Jakob léku dúettinn með hjartnæmum hætti. Árleg veisla fram undan Það var afar vel til fundið hjá Bubba að bjóða til þessarar veislu, og ekki slæmt að vita að það verður framhald á. Við lok tónleikanna var tilkynnt að 24. apríl á næsta ári muni Bubbi aftur stíga á svið ásamt félögum og leika lögin af næstu tveimur plötum, Frelsi til sölu og Dögun. Og þetta hyggst hann gera næstu tíu ár; leika tvær plötur á ári. Það er merkilegt framtak hjá lista- manni sem sífellt skapar ný verk og horfir ákveðið fram á veginn – en við erum mörg sem viljum gjarnan líka líta til baka með honum. Enda var þetta gaman. Síðbúnir útgáfutónleikar Ljósmynd/Spessi Hljómsveitin Bubbi og meðleikarar hans voru trúir upphaflegum út- gáfum laganna að viðbættum þeim galdri sem verður til við lifandi flutning. Þakkir Bubbi og þakklátir gestirnir við tónleikalok síðasta vetrardag. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Sun 29/4 kl. 20:00 23. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Mið 2/5 kl. 20:00 24. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Fim 3/5 kl. 20:00 25. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Fös 4/5 kl. 20:00 26. s Lau 28/4 kl. 20:00 22. s Lau 5/5 kl. 20:00 27. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Lau 21/4 kl. 20:30 aukas. Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Lau 5/5 kl. 20:30 13. s Sun 22/4 kl. 20:30 6. s Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s Mið 25/4 kl. 20:30 7. s Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Fim 26/4 kl. 20:30 8. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Fös 4/5 kl. 20:30 12. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 26/4 kl. 19:30 aðalæ Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Faðirinn (Kassinn) Lau 21/4 kl. 19:30 47.sýn Sun 29/4 kl. 19:30 48.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 49.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Aðfaranótt (Kassinn) Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 25/4 kl. 20:00 Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 2/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Þri 24/4 kl. 11:00 Hveragerði Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00 Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30 Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30 Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni Barnamenningarhátið (Þjóðleikhúsið) Lau 21/4 kl. 10:00 Pétur og úlfurinn Lau 21/4 kl. 13:00 Pétur og úlfurinn Sun 22/4 kl. 13:00 Oddur og Siggi Lau 21/4 kl. 13:00 Ég get Lau 21/4 kl. 15:00 Ég get Sun 22/4 kl. 15:00 Oddur og Siggi Barnamenningarhátíð 2018 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.