Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 52

Morgunblaðið - 21.04.2018, Síða 52
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 111. DAGUR ÁRSINS 2018 Í LAUSASÖLU 1.050 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Fannst látinn í sjónum 2. Leigubílstjórinn gaf sig fram 3. Svikinn um 1,4 milljónir á Tenerife 4. Fjölskyldufaðir á flótta  Hulda Jónsdóttir fiðluleikari og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari slá botninn í fimmta starfsár tónleika- raðarinnar Hljóðön í Hafnarborg á morgun kl. 20 með tónleikum sínum tileinkuðum andþemum og örsögum. Frumflutt verður nýtt verk Karólínu Eiríksdóttur Örsögur að vori, sem samið er sérstaklega í tilefni tón- leikanna og einnig verk eftir Pierre Boulez, Karlheinz Stockhausen, Giac- into Scelsi og Bryns Harrison. Ljósmynd/Kristín Pétursdóttir Hulda og Tinna frum- flytja verk Karólínu  Íslenski flautu- kórinn kemur fram í 15:15- tónleikasyrpunni í Norræna húsinu á morgun kl. 15.15, að þessu sinni skipaður 13 flautuleikurum sem leika úrval verka Þorkels Sigurbjörnssonar, bæði einleiksverk, dúetta, kammerverk og verk fyrir flautukór. 13 flautuleikarar leika verk Þorkels  Útskriftarhátíð Listaháskóla Ís- lands hefst í dag og stendur yfir til 24. maí. Fyrsti viðburður hátíð- arinnar eru tónleikar Ingunnar Huld- ar Sævarsdóttur, meistaranema í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi í tónlist, sem fara fram í dag kl. 15 í Safnahúsinu. Á þeim verða flutt lög og textar sem Ing- unn hefur unnið að í námi sínu. Útskriftarhátíð LHÍ hefst með tónleikum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi norðaustanátt 8-15 m/s upp úr hádegi og rigning suð- austanlands, rigning eða slydda norðan- og austanlands síðdegis, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnantil. Á sunnudag Norðaustan 5-13 m/s, skýjað og rigning eða slydda austantil á landinu, úr- komulítið fyrir norðan og hiti 0 til 5 stig. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestan- og vestanlands og hiti 5 til 10 stig. Íslandsmeistarar KR léku á als oddi í fyrsta úrslitaleiknum við Tindastól á Íslandsmóti karla í körfuknattleik í gærkvöldi en leikið var á Sauðár- króki. KR-liðið réð lögum og lofum í leiknum og vann með 21 stigs mun, 75:54, að viðstöddum ríflega 900 áhorfendum sem flestir höfðu vonast eftir betri leik hjá heimamönnum. Næsti leikur verður annað kvöld. »3 KR-ingar léku á als oddi á Sauðárkróki Þróttur frá Neskaupstað er Íslandsmeistari kvenna í blaki eftir 3:0-sigur á Aftur- eldingu á heimavelli sínum í kvöld. Þróttur vann alla þrjá leiki einvígisins og er því verðugur Íslandsmeistari. Þetta var í níunda sinn sem Þróttur Neskaupstað vinnur Íslandsmeistaratit- ilinn í blaki kvenna en síðast stóð liðið uppi sem sigurveg- ari fyrir fimm árum. »1 Þróttarar fögn- uðu á heimavelli Í annað sinn á einu ári eru leikmenn rúmenska liðsins Potaissa Turda komnir til Íslands til þess að mæta ís- lensku félagsliði í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í hand- knattleik. Að þessu sinni eru leik- menn Turda komnir til Vestmannaeyja hvar þeir mæta ÍBV í dag klukkan 15 í íþróttamiðstöð- inni. Rúmenska liðið er sagt betra nú en fyrir ári. »2 Leikmenn Turda eru mættir til Eyja Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við opnuðum 22. júlí á síðasta ári en einhvers staðar er talað um í þessum veitingafræðum að það taki alveg tvö ár að koma veitingastað á kortið. Það má því segja að fæðing- arhríðirnar standi enn yfir,“ segja þau Emma Ragnheiður Marinós- dóttir og Georg Ottósson, eigendur Farmers Bistro. Veitingastaðurinn Farmers Bistro er rekinn í sama húsnæði og Flúðasveppir á Flúðum og í nánu sambandi við ræktunina. Þannig eru notaðar á veitingastaðnum allar teg- undir af hráefni sem Flúðasveppir og gróðrarstöðin Jörfi rækta. Lambakjöt og fleira er svo sótt í sveitirnar í kring. „Þetta er ekki bara veitingastaður heldur erum við líka að kynna fyrir viðskiptavinum fyrir hvað við stönd- um. Hvernig við notum heita vatnið í ræktuninni og svo framvegis. Við getum sagt að þetta sé mótvægi við skyndibitastaði,“ segja þau. Mikil vinna fer í markaðssetningu á veitingastað sem þessum fyrir er- lenda ferðamenn. Vinsældir Gömlu laugarinnar, eða Secret Lagoon eins og hún heitir upp á ensku, hafa auk- ið umferð ferðamanna til muna á Flúðum og því eftir miklu að slægj- ast. „Við erum að vinna markaðs- áætlun fyrir næsta ár, vinna í því að fá kúnnana til okkar. En við höfum svo sem ekki tilefni til annars en bjartsýni. Við erum þegar búin að bóka gesti á hverjum einasta degi í sumar og ef eitthvað er er ég hrædd um að það verði of mikið að gera í sumar. Við erum gríðarlega bjartsýn, við höfum fengið ótrú- lega góða dóma á þess- um ferðasíðum,“ segir Emma og bætir við að þótt erlendir ferða- menn séu mjög hrifnir af staðnum komi einnig margir ís- lenskir gestir. „Við fáum mjög mikið af fjölskyldufólki um helgar. Eins kemur líka mikið af hópum, sauma- klúbbar og starfsmannafélög. Það var til dæmis mjög mikið að gera um páskana enda er mikil sumar- bústaðabyggð hér.“ Tíu milljóna króna rotþró Georg segir að vandað hafi verið til verka við uppbyggingu veitinga- staðarins enda telur hann að hlúa þurfi að ferðamönnum til að gera upplifun þeirra hér ánægjulega. „Bara rotþróin hérna á veitinga- staðnum kostaði tíu milljónir króna. Hún verður að geta tekið á móti miklum fjölda á stuttum tíma, hún verður að þola hámarkið.“ Ferðamenn sólgnir í sveppina  Farmers Bistro á Flúðum nýtur vaxandi vinsælda Morgunblaðið/Hari Farmers Bistro Emma Ragnheiður Marinósdóttir, önnur frá hægri, ásamt samstarfskonum sínum á Farmers Bistro. Georg Ottósson, eigandi Flúða- sveppa, kveðst lengi hafa gengið með þá hugmynd í maganum að opna veitingastað í tengslum við ræktunina. „Hugmyndin hjá mér er orð- in svona 15 ára gömul. Frið- heimar voru bara á undan að framkvæma hana. En þess vegna þorðum við að ráðast í þetta núna, fyrst það gekk svona vel hjá þeim. Það er þó augljóst að við er- um huglausari en þau! Veitingastaðurinn er allur hinn glæsilegasti og maturinn girnileg- ur. Segir Georg að ekki hafi þurft að ráðast í nýbyggingu. „Nei, við breyttum gömlum móttökusal sem var orðinn þreyttur. Við erum nátt- úrlega búin að vera að taka á móti hópum hér undanfarin ár en höf- um ekki boðið þeim upp á neitt – þar til núna.“ 15 ára gömul hugmynd FRIÐHEIMAR RUDDU BRAUTINA FYRIR FARMERS BISTRO Georg Ottósson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.