Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 4
Undankeppni sterkasta manns heims stendur nú yfir í borginni Manila á Filippseyjum. Íslending- urinn Hafþór Júlíus Björnsson lenti í 2. sæti keppninnar á síðasta ári og etur kappi að nýju í ár. Alls taka þrjátíu þátt undan- keppninni, sem hófst á laugardag- inn. Undankeppninni lýkur í dag en úrslitin sjálf fara fram um helgina, 5. og 6. maí. Á ljósmyndinni má sjá Wanda Teo, ferðamálaráðherra Filipps- eyja, stilla sér upp með hluta kepp- endanna. Hafþór Júlíus hnyklar vöðvana fyrir ljósmyndarann. Sterkasti maður heims AFP 30 keppa á Filippseyjum Sterkir Wanda Teo virðist ansi smá innan um kraftlyftingamennina. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Flugfélagið Primera Air hyggst vera með allt að 40 þotur í flugvélaflotanum árið 2021. Félagið er nú með 11 þotur í rekstri og verða þær 18 í árslok. Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Prim- era Air, segir tækifærin mikil. „Ef áætlanir okkar ganga eftir sjáum við auðveldlega fyrir okkur að vera með 30-40 þotur í flotanum eftir þrjú til fjögur ár. Tækifærin liggja fyrst og fremst í flugvélunum sem við erum að innleiða. Annars vegar nýju Airbus-vélarnar, A321-neo, og svo hins vegar á næsta ári Boeing 737-900 Max-vélar. Það er fyrst og fremst drægni vélanna sem skiptir máli. Allt í einu eru komin tæki sem gera kleift að fljúga yfir Atlantshafið. Við áætlum að munur á rekstrarkostnaði nýju vél- anna annars vegar og Boeing 757-200 hins vegar sé 35-40% yfir hafið. Hag- kvæmnin eykst eftir því sem lengra er flogið. Það eru að skapast tækifæri sem gefa ákveðið samkeppnisforskot. Við höfum verið í flugrekstri í rúman áratug og kunnum til verka. Það er ekki flókið verkefni fyrir okkur að leggja út í þetta,“ segir Hrafn. Gangi áformin eftir verða Primera Air, Wow air og Icelandair Group sam- tals með allt að 148 þotur 2021. Hrað- inn í vexti WOW air mun hafa mikið um þessa þróun að segja. Opnar á Asíumarkað Spurður hvers vegna nýju þoturnar breyta rekstrarumhverfinu bendir Hrafn á drægnina. Með nýju þotunum sé hægt að fljúga beint frá Evrópu til austurstrandar Norður-Ameríku og í austurátt frá Evrópu til Indlands, Pak- istans og fleiri staða. Frá sumum flug- völlum í Evrópu sé jafnvel hægt að fljúga til Kína, Taílands og fleiri landa. „Það á sér stað ákveðin bylting. Nýju þoturnar gera lággjaldaflug- félögunum mögulegt að fara inn á þessar lengri leiðir sem hafa ekki verið hagkvæmar hingað til. Til að byrja með erum við að opna þessa leið frá Stóra-Bretlandi og meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna. Við fljúgum frá París til að byrja með inn á austurströnd Bandaríkj- anna og svo inn til Kanada. Það eru möguleikar í margar áttir. Hingað til höfum við fyrst og fremst þjónustað ferðaskrifstofur. Það fór að breytast fyrir tveimur til þremur árum. Við höf- um innleitt okkar eigið birgðakerfi og opnað vefsíðu og farið að selja meira og meira af sætunum sjálfir. Það er auðvitað framtíðin hjá okkur. Þannig að við lítum á okkur sem eitt af lág- gjaldaflugfélögunum í Evrópu,“ segir Hrafn. Verð á flugvélaeldsneyti hefur stigið að undanförnu. Hrafn segir það auðvitað hafa áhrif á reksturinn. „Það er auðvitað mjög íþyngjandi. Það er enda ekki auðvelt að hækka fargjöld með litlum fyrirvara. Samkeppnin er mjög hörð á flestum mörkuðum. Að minnsta kosti á þeim mörkuðum sem við erum að vinna á. Auðvitað hefur þetta áhrif,“ segir Hrafn. Hann segir að á móti komi ávinningurinn af mun lægri rekstrarkostnaði nýju vélanna. Það skapi borð fyrir báru og vel það. Mun smitast í flugfargjöldin Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir hækkandi olíuverð auka kostnað flug- félaga. Að óbreyttu muni sá kostnaður birtast í hærri flugfargjöldum síðar á árinu. Mörg flugfélög noti framvirka samninga til að verja sig gegn sveiflum í olíuverði. „Síðustu ár hafa fargjöldin verið hærri í apríl og maí. Ef marka má vísitölu neysluverðs í apríl hefur það ekki gerst enn þá [að fargjöldin hækki],“ segir Yngvi. Samkvæmt greiningu hans hefur undirvísitala fyrir flugfargjöld í vísi- tölu neysluverðs ekki fylgt eldsneytis- verði síðustu mánuði. Vísitalan sýnir þróun fargjalda mælt í dollurum, svo hún sé í sama gjaldmiðli og þotuelds- neytið. Yngvi telur að út frá þessu megi álykta að hækkun á verði þotu- eldsneytis eigi eftir að birtast í flugfar- gjöldum. Aukin samkeppni í flugi til og frá landinu kunni að vega þar á móti. Fylgir olíuverðinu Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð- ingur Íslandsbanka, segir skýra fylgni milli þróunar eldsneytisverðs og þró- unar á flugfargjöldum, eins og hún birtist í vísitölu neysluverðs á Íslandi. „Sögulega hafa þrír þættir einkum haft áhrif á flugfargjöld; gengi krón- unnar, heimsmarkaðsverð á eldsneyti og árstíðaáhrif. Við þetta má bæta samkeppnisumhverfinu. Þegar það verður umtalsverð hreyfing á elds- neytisverðinu höfum við séð það koma inn í verðið á flugmiðanum fyrir Ís- lendinga með mánaðar til hálfs árs töf. Það fer eftir því hvernig flugfélögin verja sig með framvirkum samningum vegna eldsneytiskaupa. Áhrifin koma í gegn á nokkrum mánuðum. Þau áhrif eru umtalsverð og hafa verið það undanfarin ár,“ segir Jón Bjarki. Flugfélögin í háflugi  Þrjú íslensk flugfélög áforma að bæta við tugum þotna  Sérfræðingar telja olíuverð munu ýta upp flugfargjöldum Dæmi um vöxt flugflotans Áformuð fjölgun farþegaþotna á næstu árum 18 40 háspá 30 lágspá 24 48 háspá 40 lágspá 50 60 spá *Samtal Morgunblaðsins við Hrafn Þorgeirsson 30. apríl 2018. Félagið er nú með 11 þotur en þær verða 18 í árslok. **Samtal Air Transport World við Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, 27. apríl 2018. ***Skúli sagðist sjá fyrir sér að tvöfalda flugflotann á næstu árum. WOW Air er nú með 20 þotur og verður með 24 í árslok. Hér eru báðar tölur margfaldaðar með tveimur í lágspá og háspá. ****Samtal Morgunblaðsins við Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, 5. apríl 2018. Meðtaldar eru sex stórar Bombardier-skrúfuþotur. Primera Air* 2018 alls: 92. 2021 (spá): 130-148. Wow Air** Icelandair Group**** 2018 2018 20182021 2021*** 2021 Verð á þotueldsneyti og þróun flugfargjalda janúar 2005 til apríl 2018 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Heimildir: Thomson Reuters, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands og Analytica 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Þotueldsneyti Þotueldsneyti Fargjaldavísitala 160 140 120 100 80 60 40 stigUSD/tonn Flugfargjöld (USD vísitala) Nýliðinn aprílmánuður hefur verið þrí- skiptur hvað hita varðar. Fyrsta vikan var fremur köld en síðan tók við kafli með hita langt yfir meðallagi. Síðustu vikuna var hiti hins vegar nærri með- allagi. Þetta kemur fram í bráðabirgðayfir- liti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Að tiltölu hefur verið hlýjast suð- vestanlands og á Vestfjörðum, en kald- ast á Suðausturlandi. Meðalhiti aprílmánaðar í Reykjavík virðist ætla að verða 5,0 stig. Ef svo fer verður hitinn sá 5. eða 6. hæsti á öld- inni og í um 10. til 12. sæti frá upphafi mælinga. Úrkoma í mánuðinum er í slöku meðallagi og sólskinsstundafjöldi einnig. sisi@mbl.is Hitinn í nýliðnum apríl- mánuði var þrískiptur  Hitinn er sá 5. eða 6. hæsti á öldinni  Úrkoma í meðallagi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Börn að leik Um leið og sólin fór að hækka á lofti fóru börnin út með hjólin. Upphitun á fyrri ofni kísilvers PCC BakkiSilicon við Húsavík hófst í gærkvöldi. Ofninn er hitaður hægt og tekur það ferli marga daga. Ekki er von á fyrstu afurðunum fyrr en eftir rúma viku. Til stóð að hefja upphitun ofnsins sem fengið hefur nafnið Birta 19. apríl sl. en því var slegið á frest vegna tæknilegra vandamála sem upp komu. Fleiri vandamál hafa hrjáð fyrirtækið en þau höfðu öll ver- ið leyst í gær. Fyrsta stig upphitunar gekk vel, þegar Morgunblaðið hafði síðast fréttir frá Bakka í gærkvöldi. Afl ofnsins er aukið smátt og smátt og fóðringar hans bakaðar smám saman. Hráefni verður sett í ofninn fljótlega og eftir rúma viku á að vera komið fullt afl á ofninn og þá verður einnig tappað af honum fyrsta kísilmálminum. Með þeim áfanga er eiginleg framleiðsla hafin. Allt afgas frá ofninum er sett í gegn- um reykhreinsivirki og er því ekki búist við að Húsvíkingar verði fyrir óþægindum af völdum gangsetning- ar ofnsins. helgi@mbl.is Byrjað að hita fyrri ofn kísilvers  Tókst að leysa öll vandamál Ljósmynd/PCC BakkiSilicon Klukkan 20 Fjöldi sérfræðinga vann að gangsetningu í stjórnstöð kísilversins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.