Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 3
STERKARI SAMAN 1. MAÍ 2018 Verkalýðshreyfingin á Íslandi varð til í lok 19. aldar þegar verkafólk hóf að skipuleggja sig í stéttarfélög. Það áttaði sig á aflinu sem bjó í fjöldanum og samstöðunni. Frá þeim tíma hefur sameinuð verkalýðshreyfing barist fyrir réttindum og kjörum launafólks á Íslandi og náð markverðum árangri. Þar hefur samstaðan leikið lykilhlutverk. En það eru blikur á lofti. Við horfum upp á vaxandi misskiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Alþingismenn, æðstu embættismenn ríkisins og stjórnendur fyrirtækja skammta sér launahækkanir langt umfram venjulegt launafólk og skattar eru lækkaðir á stóreignafólk. Á sama tíma hirða stjórnvöld kaupmáttaraukninguna frá hinum lægst launuðu með skattahækkunum og skerðingu bóta. Það er mikið verk að vinna fyrir samhenta verkalýðshreyfingu. Við höfum vopnin og aflið til að breyta ef við stöndum saman. ASÍ óskar launafólki til hamingju með daginn og hvetur til samstöðu í aðgerðum stéttarfélaganna 1. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.