Morgunblaðið - 01.05.2018, Síða 3

Morgunblaðið - 01.05.2018, Síða 3
STERKARI SAMAN 1. MAÍ 2018 Verkalýðshreyfingin á Íslandi varð til í lok 19. aldar þegar verkafólk hóf að skipuleggja sig í stéttarfélög. Það áttaði sig á aflinu sem bjó í fjöldanum og samstöðunni. Frá þeim tíma hefur sameinuð verkalýðshreyfing barist fyrir réttindum og kjörum launafólks á Íslandi og náð markverðum árangri. Þar hefur samstaðan leikið lykilhlutverk. En það eru blikur á lofti. Við horfum upp á vaxandi misskiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Alþingismenn, æðstu embættismenn ríkisins og stjórnendur fyrirtækja skammta sér launahækkanir langt umfram venjulegt launafólk og skattar eru lækkaðir á stóreignafólk. Á sama tíma hirða stjórnvöld kaupmáttaraukninguna frá hinum lægst launuðu með skattahækkunum og skerðingu bóta. Það er mikið verk að vinna fyrir samhenta verkalýðshreyfingu. Við höfum vopnin og aflið til að breyta ef við stöndum saman. ASÍ óskar launafólki til hamingju með daginn og hvetur til samstöðu í aðgerðum stéttarfélaganna 1. maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.