Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnmála-umræðan ílandinu virð- ist við frostmark- ið. Þetta þarf ekki endilega að vera slæmt. Upphlaup og fullyrðingaflaumur eru ekki besta upplit á umræðunni. En hvers vegna þessi deyfð? Ríkisstjórnin fer sér hægt og flestir flokkar stjórnarand- stöðunnar eru nýgræðingar. Samfylkingin hefur ein axlað ábyrgð í ríkisstjórn og kom kalin á hjarta frá því. Breyttist í smáflokk með fátt fram að færa. Kenningin, sem lengi var haldið á lofti, eins og hún styddist við vísindaleg rök, var sú að flokkar töpuðu á því að vera í ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokki. Samfylkingin féll úr fjörutíuþúsund fetum og niður undir jörð eftir að hafa setið í „fyrstu hreinu vinstri- stjórninni“. Til slíkrar stjórn- ar horfðu draumlyndir löngum í hillingum. En hún reyndist martröð. Undarlegast var að sjá þá stjórn spenna sig sjálfa sem dráttarklár fyrir vagn er- lendra kröfuhafa, til að koma skuld á þjóðina, sem var ekki hennar og það þegar hún stóð veikust. Sama stjórn beit það í sig að stjórnarskráin bæri ábyrgð á því að útrásarvíkingar og glannar fóru með fjárhag sinn og annarra út á ystu brún. Það gerðist í óvenjulegu andrúms- lofti sem lagst hafði yfir stór- an hluta hins kapítalíska heim. Alþjóðavæðing og efnahags- lögmál með nýja náttúru áttu að hafa útrýmt heilbrigðri skynsemi. Ísland fékk meira högg en margir, því bankakerfið hafði aðeins tengst alþjóðlegum böndum í örfá ár. Umgengni við óþekkt lausatök á alþjóð- legum lánamörkuðum lagði óviðráðanlegan freistnivanda á reynslulítið fólk og stórdeyf- ingu á dómgreindina. En land- ið náði sér fyrr en flest. Á ör- lagastundinni var brautin til baka réttilega lögð. Það tókst þar sem þjóðin hafði ekki verið svipt fjárhagslegu sjálfstæði, eins og vinstri ríkisstjórnin stefndi síðar að. Leiðin út úr vandanum var lögð áður en óeirðir, árásir á Alþingishúsið opinberar stofnanir og heimili fólks, skoluðu „fyrstu hreinu vinstristjórninni“ til valda. Sú stjórn eyddi sínum kröftum í að keyra í senn Icesacve áfram og þjóðina í þrot, eyðileggja stjórnarskrána að tilefnis- lausu, koma þjóðinni laskaðri inn í ESB og svipta hana eigin gjaldmiðli. Hann var lykillinn að því hversu hratt mátti snúa dapurlegu dæmi sér í hag. Ókræsileg gæluverkefni rík- isstjórnarinnar enduðu illa og hún missti meirihluta sinn þegar kjör- tímabilið var að- eins hálfnað. Það var þó í stíl að hún skyldi hanga áfram við svo búið. Miðflokkurinn er burðug- astur í stjórnarandstöðu nú. Hann hefur þó ekki óformlega stöðu sem leiðandi afl þar. Hún birtist því sundruð gegn ríkisstjórn. Í Miðflokknum eru ýmsir með verulega stjórn- málareynslu. En veruleg orka fer í uppbyggingu nýs flokks. Viðreisn er flokksbrot sem ber dauðann í sér og lifir á andúð og öfund á móðurflokknum sem hún tengdist áður. Við- reisn réð ekki við þátttöku í ríkisstjórn og hrökk burt við illan leik. Næsta afrek hennar var að standa að vantrausti á dómsmálaráðherra vegna ákvörðunar sem hún hafði stutt og eignað sér! Fáir vita fyrir hvað Píratar standa og eru þá þingmenn flokksins taldir með. Flokkur fólksins vill vel en kom veikari til þings en virtist stefna í um skeið. Því telja flestir ólíklegt að flokkurinn lifi lengi. Stærsta mál þingsins í augnablikinu er smátt. Því er haldið fram að ráðherra barnaverndarmála hafi sagt þingnefnd ósatt um þann málaflokk. Hann skuli því segja af sér. Allar eru þær röksemdir heldur ólystugur grautur. Um dómsmálaráðherra var sagt að hann hefði verið dæmdur af Hæstarétti og ætti því að fara! Sagt var að í ein- um dómi réttarins, næsta ósannfærandi dómi reyndar, hefði komið fram önnur túlkun en ráðherrann og löggjafar- stofnunin byggðu á. Ummælin „dæmdur í Hæstarétti“ hafa þann blæ að einhver hafi sætt ákæru og sök verið fundin. Ekkert þess háttar átti við. Það á að taka hart á því ef ráð- herra afvegaleiðir þingið. En það er ósiður að krefjast þess að ráðherra upplýsi þing um það sem honum er óheimilt að gera. Eigi þagnarskylda við gildir hún einnig gagnvart þinginu, hvort sem því ráða persónuverndarástæður, ör- yggi ríkisins eða trúnaðarmál við erlenda leiðtoga, svo dæmi séu nefnd. Láti ráðherra und- an kröfum þingmanna ber hann einn ábyrgð. Kannski er kominn tími á kröfur um það að þingmenn segi satt í sal eða á opnum nefndarfundum að viðlagðri ábyrgð? Það verkefni kynni að verða mjög umfangsmikið. Dauft yfirbragð stjórnmálanna er sérkennilegt en ekki alvont} Hví þessi deyfð? M ig langar að heiðra minningu móður minnar sem hefði orðið 59 ára í dag, 1. maí, með því að óska öllum til hamingju með að ótrúlegar réttarbætur hafa átt sér stað í málefnum einstaklinga með fötlun. Um leið langar mig til að segja frá því hvernig NPA eða not- endastýrð persónuleg aðstoð gefur ein- staklingum eins og systur minni val og frelsi. Í síðustu viku var NPA lögfest á Alþingi en móðir mín, Kristín Steinarsdóttir, barðist ásamt föður mínum um árabil fyrir því að systir mín sem er langveik myndi fá að lifa sjálfstæðu lífi líkt og við hin systkinin gerum svo auðveldlega. Fyrir átta árum var byrjað að vinna að því að Nína Kristín systir mín skyldi fá þá þjónustu sem hentaði henni per- sónulega svo hún gæti sjálf tekið ákvarðanir um sitt eigið líf. Á þeim tíma hafði mikilvægt baráttufólk eins og Freyja Haraldsdóttir vakið athygli á hugmynda- fræðinni um sjálfstætt líf sem NPA byggist á og að sú aðstoð myndi skapa þeim einstaklingum sem glíma við fötlun frelsi og val. Baráttan fyrir þessari aðstoð hefur verið löng og ströng. Val um búsetu og lífsstíl fyrir einstaklinga með fatlanir hefur verið mjög takmarkað. Nú hefur loksins verið lögfest þjónusta sem veitir einstaklingum fjöl- mörg sjálfsögð tækifæri sem áður stóðu ekki til boða. Þeir sem voru svo heppnir að fá samn- ing í tilraunaskyni hafa nú kynnst því hvernig er að eiga val. Val um hvernig að- stoðin er skipulögð og hvernig hún fer fram, val um hvenær viðkomandi getur farið í sturtu, hvenær viðkomandi vill fara að sofa og vakna, fara út á lífið, út að borða, í göngutúr og svona mætti lengi telja. Val um sjálfsagða hluti sem fæst okkar geta ímyndað sér að þurfa að standa frammi fyrir. NPA gefur viðkomandi einstaklingum færi á að vera eins og aðrir án þess að þurfa að reiða sig á sína allra nánustu um aðstoð. Viðkomandi fá tækifæri til að ráða sér eftir sínu höfði, vera sjálfstæð og taka fullan þátt í þjóðfélaginu. Þeir geta ferðast um á eigin bíl, eldað mat, farið í matarboð, í vinnu og út að hreyfa sig. Allt á sínum eigin forsendum. Aðstoðarfólkið er ekki að stýra lífi þeirra, heldur eru þeir að lifa lífi sínu og annast sig sjálfir með aðstoð. Notendastýrð persónuleg aðstoð snýst einfaldlega um frelsi þessara einstaklinga, frelsi til að lifa lífi sem við hin tökum sem sjálfsögðum hlut á hverjum degi. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Frelsi og val – fyrir alla Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Strandveiðar sumarsins megahefjast á morgun, 2. maí. ÖrnPálsson, framkvæmdastjóriLandssambands smábátaeig- enda, reiknar með að um 250 bátar rói fyrsta veiðidaginn eða svipaður fjöldi og í fyrra. Hann á von á að fjöldinn aukist síðan smám saman og að um 600 bátar verði gerðir út á strandveið- ar í sumar. Í fyrra lönduðu alls 594 bátar strandveiðiafla og fækkaði þeim um 70 á milli ára. Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hef- ur boðað forsvarsmenn LS til fundar 2. maí næstkomandi. Tilefnið er strand- veiðar 2018, að því er segir á heimasíðu LS. Heimildir sóttar í aðra potta Breytingar voru gerðar á kafla um strandveiðar í fiskveiðistjórnar- lögunum í síðustu viku og er nú miðað við veiðar í 12 daga í mánuði frá maí til loka ágúst, alls 48 daga. Í reglugerð um veiðarnar er miðað við 10.200 tonna afla í strandveiðum, en ráðherra er heimilt að auka heildaraflann. Fram hefur komið að hann geti orðið um 11.500 tonn. Örn Pálsson segir að í umræðum á þingi og í atvinnuveganefnd hafi komið fram að ónýttar veiðiheimildir af þeim 5,3% sem eru tekin frá í jöfn- unaraðgerðir eða svonefnda potta verði nýttar í strandveiðikerfið í ár. Þar geti verið um að ræða heimildir sem ætlaðar voru í línuívilnun, byggða- kvóta eða aðra potta. Þannig eigi að vera tryggt að afla- heimildir í strandveiðunum í sumar verði 11-12 þúsund tonn. Að mati Arn- ar á það að duga komi ekki til fjölg- unar á strandveiðunum, en ráðherra hefur heimild til að stöðva veiðar fari afli yfir ákveðið hámark. Meiri heimildir en áður Þetta er mesti afli sem heimilt hefur verið að veiða á strandveiðum frá því að þær hófust árið 2009. Það ár voru heimildirnar 3.955, en veitt var í tvo og hálfan mánuð. Árið 2010 var miðað við 6.800 tonn í fjóra mánuði og 8.500 tonn árið eftir. Frá 2012 til 2015 var heimilt að veiða 8.600 tonn, níu þúsund tonn 2016 og 9.760 tonn í fyrra. Í ár verður heimilt að veiða 10.200 tonn af óslægðum botnfiski samkvæmt reglugerð um strandveiðar fisk- veiðiárið 2017/2018. Fyrirkomulag veiðanna verður að öðru leyti svipað því sem verið hefur. Aðeins er heimilt að róa frá mánudegi til fimmtudags og ekki á rauðum dög- um. Veiðiferð má ekki standa lengur en 14 klukkustundir. Áfram verða fjögur veiðisvæði, en í stað þess að afla verði skipt á þau verður miðað við sameiginlegan heild- arafla og jafnmarga veiðidaga á hverju svæði. Áður voru veiðar stöðvaðar á einstökum svæðum færi afli yfir við- miðun. Svæðin eru A-svæði frá Arnar- stapa til Súðavíkur, þar sem bátarnir hafa alltaf verið flestir, B-svæði frá Norðurfirði til Grenivíkur, C-svæði frá Húsavík til Djúpavogs og D-svæði nær frá Höfn í Borgarnes. Óánægja á Hornafirði Fram kom í Morgunblaðinu á laugardag að félagar í Hrollaugi á Hornafirði eru óánægðir með vinnu- brögð LS og hafa sagt sig úr samtök- unum. Þá hefur Vigfús Ásbjörnsson, formaður Hrollaugs, sagt sig úr stjórn LS. Axel Helgason, formaður LS, og Vigfús hafa síðustu daga skipst á skoð- unum á heimasíðu LS og fleiri blandað sér í umræðuna. Um 250 bátar til strandveiða á morgun Strandveiðar 2017 Heimild: Landssamband smábátaeigenda Svæði: A B C D Alls Virk leyfi 227 135 126 106 594 Róðrar 5.553 3.854 3.641 2.702 15.750 Afli tonn 3.699 2.214 2.364 1.522 9.800 Afli kg/róður 666 574 649 563 622 Afli tonn/bát 16,3 16,4 18,8 14,4 16,5 Fjöldi daga 39 60 60 68 227 Afli tonn/dag 94,8 36,9 39,4 22,4 43,2 Umfram viðmið tonn 39,1 8,1 20,4 -27,7 40,0 Atvinnuveganefnd lagði frumvarpið um breytingar á strandveiðum fram og verður það endurskoðað að lokinni vertíð ársins. Markmiðið er fyrst og fremst að auka öryggi smábátasjómanna með því að tryggja ákveð- inn dagafjölda til veiða í hverjum mánuði, segir m.a. í greinargerð sem fylgdi tillögunum. Með því er ætlunin að sníða af þann annmarka sem er á gildandi fyrirkomulagi sem birtist í því að sjómenn keppist um að veiða heimilan afla á sem skemmstum tíma og rói því út í vondum veðrum. Á hverjum bát er í hverri veiðiferð heimilt að draga 650 kíló, í þorsk- ígildum talið, af kvótabundnum tegundum, að ufsa undanskildum. Heimilt er að undanskilja afla í ufsa frá leyfilegum dagsskammti af kvótafiski til löndunar og skulu 20% af andvirði ufsa renna til sjóðs um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, en 80% til útgerðar og áhafnar. Hámarksaflamagn ufsa í sumar er 700 tonn en ekki kemur fram hvað gerist fari aflinn yfir það mark. Ufsaafli tekinn til hliðar ÁKVEÐINN DAGAFJÖLDI OG AUKIÐ ÖRYGGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.