Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
(SN) stendur á merkum tímamót-
um um þessar mundir. Allt frá
stofnun SN árið 1993 hefur það
verið draumur þeirra sem standa
að hljómsveitinni að geta boðið
hljóðfæraleikurum sömu laun og
fyrir sambærileg störf við Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Þessu lang-
þráða marki var náð nú á dögun-
um með samkomulagi milli
Menningarfélags Akureyrar
(MAk) og Félags íslenskra
hljómlistarmanna. Það sem gerir
að verkum að hægt er að stíga
þetta skref nú eru nýir samningar
sem opinberir aðilar hafa gert um
stuðning við tónlistarstarfsemi á
vegum MAk og fela í sér meiri
viðurkenningu en áður á mikilvægi
Sinfóníuhjómsveitar Norðurlands.
Sennilega hefur einhverjum þótt
draumurinn um fullburða sinfóníu-
hljómsveit með aðsetur utan
höfuðborgarsvæðisins vera í óra-
langri framtíð þegar
hljómsveitin hélt sína
fyrstu tónleika í októ-
ber 1993 í Akureyrar-
kirkju. Þá var byggt á
þeim grunni sem lagður
hafði verið af kenn-
urum við Tónlistarskól-
ann á Akureyri, nem-
endum og ýmsum
áhugamönnum undir
merki Kammersveitar
Akureyrar. Og ef til vill
hefur einhverjum þótt
djarft að tala um sin-
fóníuhljómsveit. En frá
þessum tíma hefur markvisst verið
stefnt áfram og margir hafa lagt
verkefninu lið; hljóðfæraleikarar,
hljómsveitarstjórar, ráðnir
framkvæmdastjórar, áhugafólk um
sinfóníska tónlist á Norðurlandi og
aðrir.
Smám saman hefur hljómsveitin
vaxið og tónleikagestum fjölgað.
Fyrir utan að hafa í hávegum
flutning á klassískri tónlist hefur
SN á síðustu árum sérhæft sig í
upptökum á kvikmyndatónlist og
stuðlað að frum-
flutningi á nýrri ís-
lenskri sinfónískri
tónlist. Á yfirstand-
andi starfsári hefur
verið uppselt á 14
tónleika sem hljóm-
sveitin hefur tekið
þátt í. Sveitin hefur
á sama tíma jafn-
framt leikið fyrir
ríflega 14.000 tón-
leikagesti, bæði á
Íslandi og í Fær-
eyjum. Viðtökur
tónleikagesta eru SN hvatning til
að gera enn betur á komandi ár-
um.
Þótt því marki hafi nú verið náð
að geta boðið hljóðfæraleikurum
sömu laun og fyrir sambærileg
störf við Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands er þó enn margt ógert og
opinber framlög til starfseminnar
enn langt frá því eðlilega viðmiði
að vera ekki lægri en sem nemur
tíunda hluta þess sem varið er til
sambærilegrar starfsemi á höf-
uðborgarsvæðinu. Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands stefnir
hins vegar ótrauð í þá átt að gera
hljómsveitina betri. Betri fyrir
samfélagið sem hún þjónar, betri
fyrir hljóðfæraleikarana sem með
henni starfa. Einn liður í því er að
nú hefur í fyrsta sinn verið aug-
lýst opinberlega eftir hljóðfæra-
leikurum á samning til eins árs
vegna dagskrár Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands og Sin-
foniaNord starfsárið 2018-2019.
Það verður spennandi að sjá hvaða
mannauður það er sem SN hefur
úr að spila á komandi misserum.
Þar verða án efa í fararbroddi þeir
sem borið hafa hitann og þungann
af starfi SN undanfarin ár, burt-
séð frá búsetu, en vonandi opnar
þetta líka augu ungra og upprenn-
andi hljóðfæraleikara fyrir því að
á Akureyri eru að verða til ný og
spennandi tækifæri.
Tímamót hjá Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands
Eftir Kjartan Ólafsson
Kjartan Ólafsson
» SN stefnir ótrauð í
þá átt að gera hljóm-
sveitina betri. Betri fyr-
ir samfélagið sem hún
þjónar, betri fyrir hljóð-
færaleikarana sem með
henni starfa.
Höfundur hefur leikið á horn með SN
frá því að hljómsveitin var stofnuð.
kjartan@unak.is
Tónlist Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur vaxið og gestum fjölgað.
Iðnaðarráðherra,
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfadótt-
ir, notaði vettvang
sinn í Morgunblað-
inu, 22. apríl 2018, til
að mæla með því, að
Alþingi myndi sam-
þykkja innleiðingu
Þriðja orkumarkaðs-
lagabálks ESB í
EES-samninginn. Því
sjónarmiði til framdráttar færði hún
minnisblað, sem hún fékk fyrrver-
andi framkvæmdastjóra hjá Eft-
irlitsstofnun EFTA, ESA, til að
skrifa, og hann komst m.a. að þeirri
niðurstöðu, „að þriðji orkupakkinn
hefði í för með sér „óverulegar
breytingar“, hvað varðaði stjórn-
sýslu og leyfisveitingar orkumála á
Íslandi“. Ráðherrann er ennfremur
á næfurþunnum ísi í röksemda-
færslunni, þegar hún tíundar, að
„[e]nginn sérfræðingur í Evrópu-
rétti hefur léð máls á því, a.m.k.
ekki enn sem komið er, að það sé
fræðilegur möguleiki, að strengur
yrði lagður hingað gegn okkar
vilja“.
Af þessu tilefni ritaði Styrmir
Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri
Morgunblaðsins, á Moggablogg sitt
þann 21. apríl 2018 undir fyrirsögn-
inni: „Hvað er varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins að fara ?“
„Það er veruleiki, að verði þessi
krafa samþykkt, hefur verið opnuð
leið til þess, að yfirstjórn orkumála
á Íslandi endi að lokum í Brussel,
með sama hætti og aðild að ESB
þýddi, að fiskveiðum við Íslands
strendur yrði stjórnað frá sama
stað.“
Báðir geta þeir tveir höfundar,
sem hér hefur verið vitnað til,
ómögulega haft rétt fyrir sér í þessu
máli og þess vegna er ástæða til að
kryfja helztu málavexti til að kom-
ast að hinu sanna.
Kerfisþróunaráætlun ESB
Framkvæmdastjórn ESB hefur
samið áætlun um þróun raf-
orkukerfis ESB, sem hefur það að
markmiði að auka raforkuflutninga
á milli landa úr núverandi 10% af
raforkunotkun í 15% árið 2030. Í
þessu augnamiði hefur verið sett
fram tímasett áætlun um yfir 170
samtengiverkefni. Eitt þeirra er
„Ice Link“, um 1200 MW sæstreng-
ur frá Íslandi til Bretlands, sem á að
taka í gagnið árið 2027. Bretland
mun að sjálfsögðu stunda raforku-
viðskipti við ESB eftir BREXIT.
Ábyrgð á framfylgd þessarar áætl-
unar gagnvart Framkvæmdastjórn-
inni ber ACER, Orkustofnun ESB,
sem hefur gert raforkuflutningsfyr-
irtækjunum í ESB að laga kerf-
isáætlanir sínar að kerfisþróun-
aráætlun ESB.
Landsnet mun verða að umbylta
Kerfisáætlun sinni, ef Alþingi sam-
þykkir inngöngu Íslands í Orku-
sambandið. Umbyltingin mun fela í
sér að gera ráð fyrir mannvirkjum,
sem eru fær um að flytja 1200 MW
frá helztu virkjunum landsins og
niður að landtökustað sæstrengsins,
einhvers staðar á suðurströndinni.
Hér er um afl að ræða, sem sam-
svarar tæplega helmingi uppsetts
afls í núverandi virkjunum landsins.
Mannvirkin verða engin smásmíði,
enda þarf að reikna með 400 kV
loftlínum fyrir þennan flutning.
Landsnet mun með reglubundn-
um hætti þurfa að
leggja Kerfisáætlun sína
fram til rýni hjá ACER.
Með inngöngu sinni í
Orkusambandið hafa að-
ildarríkin skuldbundið
sig til að aðlaga raforku-
kerfi sín skilyrðislaust
að Kerfisþróunaráætlun
ESB. Slugs í þeim efn-
um hjá EFTA-löndun-
um mun ESB tvímæla-
laust kæra til ESA og
EFTA-dómstólsins sem
brot á EES-samninginum.
Þótt íslenzk stjórnvöld kunni að
mótmæla téðri breytingu á Kerfis-
áætlun Landsnets, munu slík and-
mæli engin áhrif hafa á framvind-
una, því að Alþingi mundi með
staðfestingu sinni á „Þriðja orku-
bálki ESB“ skuldbinda landsmenn
til að gera allt, sem í þeirra valdi
stendur, til að raungera Kerfisþró-
unaráætlun ESB. Í hnotskurn yrði
þetta birtingarmynd á framsali Al-
þingis á framkvæmdavaldi og dóms-
valdi til ESB á orkusviðinu. Afleið-
ingar slíks eru geigvænlegar í smá-
ríki, þar sem mjög háar upphæðir
og mikið afl og orka eru smáar
stærðir á mælikvarða ríkjasam-
bands 500 milljóna manna.
Allar framkvæmdir innanlands
vegna „Ice Link“ mun Landsnet
sjálft verða að fjármagna sam-
kvæmt reglum ACER, og er þá ekki
öðrum til að dreifa en landsmönnum
sjálfum að standa undir kostnaði,
sem gæti orðið miaISK 60-100.
Þegar Landsnet hefur breytt
Kerfisáætlun sinni í þessa veru,
mun ásókn í virkjanaleyfi vænt-
anlega aukast. Framundan er stór-
aukin raforkunotkun í landinu
vegna orkuskipta. Þess vegna má
búast við raforkuskorti hérlendis
vegna mikils rafmagnsútflutnings,
sem mun leiða til mikillar raforku-
verðshækkunar frá virkjun ofan á
hækkun flutningsgjalds, sem áður
er tíunduð. Landsmenn gætu þurft
að horfa upp á allt að tvöföldun á
heildarrafmagnsverðinu.
Hvort þeirra
hafði rétt fyrir sér?
Framangreindu ástandi á sviði
orkumála hérlendis hefur verið líkt
við það að opna landhelgina fyrir
flota ESB-landanna og afhenda
ESB Landhelgisgæzluna um leið.
Ráðstöfunarréttur íslenzkrar raf-
orku hverfur þar með úr höndum
lýðræðislega valinna handhafa ís-
lenzka ríkisvaldsins og til sameig-
inlegs tilboðsmarkaðar ESB (EES).
Íslendingar öðlast engan sjáanlegan
ávinning í staðinn, svo að hér er um
skelfilegan afleik að ræða, gildru,
sem íslenzkir embættismenn og
stjórnmálamenn hafa látið leiða sig
í. Alþingismenn verða þess vegna að
grípa í neyðarhemilinn, þegar þeir
fá til þess tækifæri, af því að Styrm-
ir Gunnarsson hefur rétt fyrir sér í
þessu máli, og Þórdís Kolbrún hefur
rangt fyrir sér.
Eftir Bjarna
Jónsson
» Sæstrengurinn „Ice
Link“ er í Kerfis-
þróunaráætlun ESB, og
aðildarlönd Orkusam-
bands ESB eru skuld-
bundin til að laga kerfis-
áætlanir sínar að henni.
Bjarni Jónsson
Höfundur er rafmagnsverkfræðingur
á eftirlaunum.
Er ætlunin að snið-
ganga Kerfisþró-
unaráætlun ESB?
Rauðage
rði 25 · 108 Rey
kjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Verslunarkælar í miklu úrvali
• Hillukælar
• Tunnukælar
• Kæli- & frystikistur
• Afgreiðslukælar
• Kæli- & frystiskápar
• Hitaskápar ofl.
Allt um sjávarútveg