Morgunblaðið - 01.05.2018, Page 16

Morgunblaðið - 01.05.2018, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslandsbanki hefur tilkynnt að hann hafi opnað bankann fyrir samstarfi við önnur fyrirtæki um þróun nýrra fjár- tæknilausna. Segir bankinn að þetta skref muni ýta undir nýsköpun sem leitt gæti til betri þjónustu fyrir við- skiptavini þar sem hún verði í meira mæli sniðin að þörfum hvers og eins. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs bankans, segir fjármálaþjónustu breyt- ast hratt um þessar mundir. „Evrópusambandið hefur innleitt nýja tilskipun sem nefnist PSD2, en henni er ætlað að tryggja aðgengi þriðja aðila að upplýsingum innan úr bankakerfinu í því skyni að auka ný- sköpun og samkeppni. Við vitum ekki hvenær þessi tilskipun verður að lögum hér en í kjölfar stefnumótunarvinnu innan bankans tókum við ákvörðun um að stíga skrefið í þessa átt nú þegar.“ Aðspurð af hverju bankinn ákveði að opna bankann með þessum hætti áður en þess er krafist af löggjafanum segir Sigríður að það eigi sér nokkrar skýr- ingar. „Við höfum átt afar farsælt samstarf með nýsköpunarfyrirtækjum og má þar nefna fyrirtæki á borð við Me- mento og Meniga. Við vonumst til þess að fleiri fyrirtæki muni efna til sam- starfs við okkur á svipuðum nótum og að það muni gefa okkur tækifæri til að bæta þjónustuna gagnvart okkar við- skiptavinum.“ Ekki aðeins opið samstarfsaðilum Sigríður Hrefna áréttar að fjárhags- gögn þau sem bankinn haldi utan um séu í raun eign viðskiptavinanna. Af þeim sökum verði ekki opnað fyrir gögnin án samþykkis hvers og eins. Fyrrnefnd tilskipun gerir hins vegar ráð fyrir að öll þau fyrirtæki sem upp- fylli tiltekin skilyrði, svokallaðir stað- festir TPP-aðilar (e. Third Party Pay- ment Service Providers), hafi rétt á að sækja þau gögn sem viðskiptavinir hafi veitt heimild fyrir að notuð séu í þeim tilgangi að bæta nýsköpun í bankageir- anum. „Fyrst í stað opnum við fyrir um- sóknir um samstarf við okkur á grund- velli þeirra gagna sem viðskiptavinir hafa veitt aðgang að. Síðar á árinu hyggjumst við opna fyrir öruggt þróun- arsvæði en þegar upp verður staðið hyggjumst við innleiða svokallaða opið markaðstorg sem samstarfsaðilar og aðrir þeir sem vinna að þróun á þessu sviði geta sótt í gegnum öruggar vef- þjónustur.“ Fleiri stíga sömu skref Sigríður Hrefna segir að bankakerf- ið standi frammi fyrir miklum breyt- ingum um þessar mundir og að helst megi líkja stöðunni við það sem síma- markaðurinn gekk í gegnum þegar snjallsímaþróunin komst á flug. „Þetta er þróun sem verður ekki stöðvuð og við sjáum mikil tækifæri í þessu. Danir hafa nú þegar innleitt til- skipunina um opna bankaþjónustu í heild sinni og það hafa Finnar einnig gert með dálítið öðrum hætti. Norð- menn og Svíar hafa verið að greina stöðuna en það má gera ráð fyrir að þar verði svipuð skref stigin. Við erum afar stolt af því að hafa tekið frumkvæði í þessu efni hér á landi og við erum viss um að viðskiptavinir okkar eigi eftir að njóta góðs af því.“ Opna á þróun kerfisins Morgunblaðið/Ófeigur Fjártækni Bankinn leggur áherslu á gagnaöryggi í fyrirhuguðu samstarfi.  Íslandsbanki opnar bankann fyrir þróun fjártæknilausna  Byggir á PSD2- tilskipun Evrópusambandsins  Segja að mikil tækifæri felist í þessu skrefi Þrýstir á framþróun » Hyggjast greiða leið fjár- tæknilausna á markaðnum. » Rekstrarumhverfið breytist mjög hratt. » Hvetur til nýsköpunar á fremur stöðnuðum markaði. » Mun leiða af sér nýjar lausn- ir og tekjustrauma. Rekstrarhagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, EBITDA, var neikvæður um 18,2 milljónir dala á fyrsta ársfjórð- ungi, en EBITDA var neikvæð um 10,0 milljónir dala í sama fjórð- ungi á síðasta ári. EBITDA af al- þjóðlegum flugrekstri var nei- kvæð um 18,4 milljónir dala og lækkaði um 8,7 milljónir á milli ára. Hækkandi eldsneytisverð, ásamt hærri launakostnaði og nei- kvæðum gengisáhrifum, skýrir verri afkomu á milli ára, að því er fram kemur í afkomutilkynningu til Kauphallar. Fram kemur í tilkynningunni að bókanir fyrir apríl hafa verið veik- ari en á sama tíma á síðasta ári og að bókunarflæði fyrir maí sé hæg- ara. Sé því gert ráð fyrir að af- koma á öðrum fjórðungi versni á milli ára, en EBITDA-spá félagsins fyrir árið í heild helst samt sem áð- ur óbreytt 170-190 milljónir dala. Björgólfur Jóhannsson forstjóri segir í afkomutilkynningunni að rekstrarniðurstaða Icelandair Group sé í takt við áætlanir. „Tekjur aukast um 21% en eins og við höfðum gert ráð fyrir eykst tap milli ára. Fjárhagsstaða félagsins er áfram sterk og fjármögnun á nýjum flugvélum félagsins hefur gengið mjög vel.“ Tap Icelandair Group á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins nam 34,5 millj- ónum bandaríkjadala, jafngildi 3,5 milljarða króna á núverandi gengi. Þetta er 4,6 milljónum dala meira tap en á sama tímabili í fyrra. Heildartekjur félagsins námu 267,6 miljónum dala, jafngildi 27 milljarða króna, og jukust um 21% miðað við fyrsta fjórðung á síðasta ári. Farþegum hjá Icelandair fjölg- aði um einungis 0,3% á tímabilinu en tekjur af farþegaflugi uxu um 14%. Tekjur af leiguflugsverkefnum juk- ust aftur á móti um 62% á milli ára og aðrar rekstrartekjur um 20%. Auknar tekjur en tap hjá Icelandair  Bókanir fyrir apríl og maí lakari í ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Flug Björgólfur segir tap á fyrsta ársfjórðungi í takt við áætlanir. ● Halli á vöruviðskiptum við útlönd var 30,7 milljarðar króna á fyrsta ársfjórð- ungi reiknað á fob-verðmæti. Vöru- skiptahallinn var 6,6 milljörðum króna lægri en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra, samkvæmt nýjum tölum á vef Hagstof- unnar. Verðmæti vöruútflutnings var 28,9 milljörðum króna hærri á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Það er 27% aukning á milli ára á gengi hvors árs. Útflutningur sjávar- afurða var 45% meiri á fyrsta ársfjórð- ungi í ár en í fyrra, en sjómannaverkfall stóð yfir fyrst sjö vikur síðasta árs. Verðmæti vöruinnflutnings var 15% hærri á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili árið áður og jókst hann mest á eldsneyti og flugvélum, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Vöruskiptahalli minnk- aði á fyrsta fjórðungi STUTT ● Sjö bjóða sig fram í fimm sæti í stjórn HB Granda á aðalfundi félagsins sem fram fer á föstudaginn 4. maí. Auk Önnu G. Sverrisdóttur ráðgjafa og Rannveigar Rist, forstjóra Rio Tinto á Íslandi, sem þegar eiga sæti í stjórninni, bjóða fimm nýir frambjóðendur sig fram. Þeir eru Albert Þór Jónsson við- skiptafræðingur, Eggert Benedikt Guð- mundsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda, Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, Magnús M.S. Gústafsson, fyrrverandi forstjóri Coldwater Sea- food, og Óttar Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga. Sjö bjóða sig fram í stjórn HB Granda Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.