Morgunblaðið - 01.05.2018, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018
✝ GuðleifurMagnússon
fæddist í Reykjavík
1. desember 1950.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans
í Kópavogi 19.
mars 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
finna Guðleifs-
dóttir, f. 1917, d.
2002, og Magnús
Guðnason, f. 1913, d. 2006. Hann
átti tvær eldri systur, Elísu Sig-
rúnu, f. 1935, og Jenný Guð-
rúnu, f. 1946.
Guðleifur kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni Ástu Er-
lingsdóttur 27. apríl 1974. Þau
eignuðust synina Erling, f. 1977,
og Björgvin, f. 1980. Þau bjuggu
Guðbjörgu Guðmundsdóttur og
eiga þau börnin Katrínu Ósk og
Brynjar Þór, f. 2001, og Krist-
ófer Þorra, f. 2010.
Guðleifur ólst upp í Smá-
íbúðahverfinu í Reykjavík, gekk
í Breiðagerðisskóla og útskrif-
aðist með gagnfræðapróf frá
Réttarholtsskóla 1966. Hann hóf
nám í bókbandi hjá Prentsmiðj-
unni Hólum 1966 og lauk sveins-
prófi frá Iðnskólanum 1971.
Hann vann í Prentsmiðjunni
Eddu um tíma en árið 1977
keypti hann ásamt Helga Sigur-
geirssyni starfsbróður sínum
Bókbandsstofuna Arnarfell sem
þeir ráku saman á annan ára-
tug. Eftir að þeir seldu fyrir-
tækið vann hann hjá Prent-
smiðju G. Ben., Grafík, Guten-
berg og endaði starfsaldurinn
hjá Litlaprenti 2006 þegar heils-
an brast.
Guðleifur var mikill náttúru-
unnandi og stundaði lax- og sil-
ungsveiðar.
Útför hans fór fram í kyrrþey
að eigin ósk 23. mars 2018.
lengstan hluta bú-
skaparins í Selja-
hverfinu í Reykja-
vík.
Erlingur er í
sambúð með Björk
Hauksdóttur og
eiga þau börnin
Hauk Tuma, f.
2014, og Írisi Lóu,
f. 2017. Björgvin er
í sambúð með Sól-
veigu Helgu Gunn-
arsdóttur. Hann á dæturnar
Ástu Margréti, f. 2009, og Erlu
Guðfinnu, f. 2012. Sólveig á tvo
syni, þá Magnús Sigurð, f. 2003,
og Gunnar Friðgeir, f. 2005.
Fyrir hjónaband eignaðist
Guðleifur soninn Magnús Eð-
varð, f. 1970, með Helgu Há-
konardóttur. Hann er giftur
Guðleifur Magnússon, kallað-
ur Leifur, var mágur minn í 44
ár. Það væri erfitt að finna þá
betri. Systur minni var hann
tryggur eiginmaður og stoð og
stytta í gegnum þeirra sam-
fylgd.
Þegar ég hugsa um hann
stendur upp úr minning um
ljúfmenni með einstakt jafnað-
argeð sem sá kímni í flestum
aðstæðum. Hann var stólpi sem
var hægt að treysta á og hans
verður sárt saknað.
Leifur var mikið náttúru-
barn. Honum leið vel í útivist
og við veiðar. Hann þekkti, og
gat endalaust talað um fjöll og
staði á Íslandi og skein í gegn
virðing hans á náttúrunni og
því sem þar við hefst.
Leifur þurfti stundum að
taka á í lífinu, bæði í vinnuum-
hverfi sínu og með miklum
heilsubresti árið 2006, þó ekki
væri kvartað. Við þau tímamót
varð hvert ár að gjöf og sá
raunveruleiki held ég að hafi
mótað hjá honum ákveðinn
skilning og innri rósemi sem
aðeins sumir öðlast.
Þann tíma sem hann gat ekki
verið á vinnumarkaði notaði
hann til að vera með barna-
börnum, gera við gamlar bæk-
ur, fóðra flesta spörfugla Selja-
hverfisins, aðstoða fjölskyldu
og vini eins og hann gat og ger-
ast sjálfboðaliði hjá Rauða
krossi Íslands. Með hundinum
sínum, henni Karolínu, gat
Leifur sannarlega liðsinnt öðr-
um. Þau fóru saman í heim-
sóknir til sjúkra og voru fastir
heimsóknarvinir á hjúkrunar-
deild í Sunnuhlíð. Saman veittu
þau öðrum gagn og gleði. Kar-
ólína er sennilega einn af fáum
hundum sem hafa fengið að
fara inn á gjörgæsludeild
Landspítalans í sérstakar
heimsóknir sem enn er talað
um. Þrátt fyrir að vera ættlaus
tík og bara blendingur að vest-
an var Karólína útnefnd afreks-
hundur ársins 2009 frá Hunda-
ræktarfélagi Íslands. Það var
ákveðinn heiður fyrir þau bæði
og Leifur var stoltur af þessu.
Það voru forréttindi að fá að
vera gestur hjá Leifi og Ástu í
Jakaselinu. Þaðan eru margar
góðar minningar og gestrisni
sem þeim þótti sjálfsögð og
verður seint þökkuð til fulls.
Það voru ófáir silungar reyktir
og ferskir sem lentu í munni og
maga, en veiðiskapur var Leifi
mikil ástríða og fólst í því ein-
læg gleði hjá honum að gefa
með sér.
Þegar Leifur greindist með
krabbamein í byrjun mars á
þessu ári var erfitt að hugsa
sér að hann hefði bara rúmar
tvær vikur eftir í jarðvistinni.
Hann tók þessu með rósemi að
hans vanda. Hann hringdi í þá
sem hann vildi kveðja, skipu-
lagði með Ástu það sem þurfti
að gera og lauk sinni dvöl í
þessari tilveru á þann hátt sem
honum fannst að best væri. Það
eru ekki allir sem hafa þroska
til að horfast í augu við dauð-
ann á þann hátt sem hann
gerði. Í verkja- og lyfjamókinu
var honum efst í huga að ekki
gleymdist að kaupa glaðning og
skrifa þakkarkort þeim sem að-
stoðuðu hann síðustu dagana.
Megi starfsfólk Landspítalans
hafa þökk fyrir alla hjálpsemi
og fagleg vinnubrögð.
Með þakklæti í hjarta fyrir
einstaka samfylgd sendi ég ást
og kærleika þeim sem sakna
þessa góða drengs.
Takk, elsku Leifur, fyrir allt.
Þín
Erla Erlingsdóttir.
Ég kynntist Leifi fyrir rúm-
um fjörutíu árum, þegar við
Erla mágkona hans fórum að
draga okkur saman. Fyrsta
skipti sem við hittumst hafði ég
elt Erlu heim til þeirra Ástu á
Holtsgötuna, að passa Erling,
frumburð þeirra hjóna, eina
kvöldstund. Um kvöldið vaknar
barnið, ráfar fram í stofu og
fleygir sér í fang mér, þar sem
hann taldi vera öruggt skjól í
fangi föður síns. Skömmu síðar
koma foreldrarnir heim, en þá
uppgötvar strákur að hann hef-
ur verið gróflega plataður, og
fer að hágráta. Þarna hitti ég
sem sagt Leif, við undirsöng
sonarins. Fannst mér lengi á
eftir að Erlingur hefði varann á
sér þegar ég var nálægur, en
vonandi er gróið um heilt síðan.
Örfáum árum síðar lést Er-
lingur tengdafaðir okkar Leifs
langt um aldur fram. Þáttur
Leifs í fjölskyldumynstri okkar
varð því stærri fyrir vikið.
Hann varð að sönnu vinur og
ráðgjafi í mörgum málum, enda
þau Ásta nokkrum árum eldri
en við, og lengra komin á þeirri
þrautagöngu sem ævi venjulegs
Íslendings er. Íbúðakaup,
steypuvinna, flísalagnir, máln-
ing. Húsgagnakaup og -smíð,
alls staðar kom reynsla Leifs
sér vel. Og hann var ævinlega
tilbúinn að leggja til vinnu
meðan hann átti þess kost. Út-
hald hans við slíkt var í raun
ótrúlegt, því það er ekki eins
og þau Ásta hafi setið aðgerða-
laus, eða að við værum eina
fólkið sem þau hjónin hjálpuðu
við sitt basl.
Þar sem við hjónin höfum
verið á nokkru flakki frá land-
inu, höfum við flutt húsgögn og
heimilistæki óvenju oft í
geymslu, mér finnst við hafa
verið endalaust að stinga ein-
hverju í geymslu í kjallarann
hjá Ástu og Leifi (inn á milli
búslóðahluta annarra ættingja
og vina, sem þurftu „um stund-
arsakir“ að geyma ísskáp,
frystikistu eða borðstofusett á
öruggum stað). Í gegn um árin
hefur Leifur borið með okkur
ófá tonn af dóti upp og niður
hringstigann í Jakaselinu, og út
og inn á aðra staði. Og ævin-
lega í rigningu, finnst mér,
svona eftirá.
Leifur var viðræðugóður
með afbrigðum og hafði gaman
af að segja – og heyra – sögur.
Enda var oft gestkvæmt hjá
þeim Ástu. Við hjónin sóttum
þangað mikið, og aðrir ættingj-
ar og vinir. Oft bar á góma
vandræði einhvers með einhver
verkefni, og iðulega hljóp Leif-
ur í kjallarann og sótti verk-
færi eða efni sem leysti hvers
manns vanda.
Síðasta áratuginn var Leifur
óvinnufær vegna líkamlegrar
bilunar, en ekki dró úr hjálp-
semi hans. Var hann ævinlega
boðinn og búinn að hjálpa öðr-
um eins langt – og stundum
lengra – og heilsan leyfði. Var
gott að geta leitað til hans með
ráð og skoðanir.
Nú er hann horfinn eftir
stutta en mjög erfiða sjúk-
dómslegu. Gengu veikindin svo
hratt að við sem eftir lifum höf-
um varla áttað okkur á því enn.
Ég er varla búinn að átta mig
á, hvað væru viðeigandi minn-
ingarorð um mann sem á meira
en fjörutíu ára samskiptaferli
skilur ekki eftir eina einustu
neikvæða minningu hjá mér.
Er orðlaus.
Farðu í friði, vinur.
Tryggvi Edwald.
Guðleifur
Magnússon
Í dag kveð ég
tengdapabba minn
og eftir sitja minn-
ingar um þig sem
ylja okkur fjöl-
skyldunni. Þór
Árnasyni kynntist ég árið 1972
þegar ég fór að venja komur
mínar með Helga syni hans í
kaffi til þeirra hjóna. Þar var
myndarbúskapur og alltaf fullt
af kræsingum með kaffinu, og
þegar við kvöddumst voru alltaf
þessi kveðjuorð „komið fljótt
aftur“.
Hann var mjög oft með bók í
hönd og var mikill aðdáandi
bóka. Hann var ekki maður
margra orða, en traustur og gott
var að leita til hans ef eitthvað
átti að fara að framkvæma, þá
var hann glaður að fá að taka
þátt í framkvæmdinni. Þegar við
byggðum sumarbústaðinn okkar
var hann ófáar stundir að smíða
með okkur og ekki var maður
Þór S. Árnason
✝ Þór S. Árnasonfæddist 13. apr-
íl 1930. Hann lést
15. apríl 2018.
Útför Þórs fór
fram 23. apríl 2018.
svikinn af hans
vinnu, enda pott-
þéttur. Einnig
gistu þau hjónin oft
hjá okkur um helg-
ar og áttum við
góðar stundir sam-
an.
Þór átti 11
systkini og það var
svo gaman að fylgj-
ast með því hvað
þau systkinin voru
samrýmd. Þór var sjálfum sér
nógur og fann sér alltaf eitthvað
að gera. Hann spilaði mikið
bridge og fór að spila golf þegar
hann hætti að vinna. Golfið
stundaði hann í góðra vina hópi
karla sem spiluðu saman og fóru
í golfferð til Flórída.
Einnig naut hann sín vel með
börnunum sínum og fjölskyldum
og var stoltur af hópnum. Hann
átti ekki alltaf auðvelda ævi.
Hann lenti í erfiðu slysi þegar
hann var ungur og varð einnig
ungur ekkjumaður með sex börn
þegar hann var 37 ára. Hann
kvartaði samt aldrei, það var
ekki til í hans huga heldur bara
að standa sig.
Kæri Þór, við eigum eftir að
sakna samverustundanna og að
þú komir til okkar í mat. Við
þökkum þér fyrir allt og allt og
minning um traustan og góðan
mann mun lifa með okkur um
ókomin ár. Þakka þér samferð-
ina, far þú í friði vinur.
Jóna María.
Afi Þór var pottþéttasti mað-
ur sem ég hef kynnst. Það mátti
alltaf ganga að því vísu að kaffi
væri klukkan þrjú svo ef maður
ætlaði að kíkja í kaffi var mæt-
ing klukkan þrjú.
Svona var hann vanafastur og
gerði maður oft smá grín að því
en best fannst mér þegar hann
gerði grín að því sjálfur, en ný-
lega kíkti ég í kaffi til hans og
hann tíndi fram kræsingar þó
svo að ég bæði hann um að vera
ekki að hafa fyrir mér. Hann
hvort eð er væri sjálfur að fara
að fá sér því hann jú borðaði í
hvert mál, en bara alltaf smá í
einu, því hann væri jú búinn að
vera í sömu buxnastærð frá því
hann var tvítugur og það skyldi
haldast eins.
Svo þegar ég ætlaði að hjálpa
honum að ganga frá eftir ósköp-
in hélt hann nú ekki því ég vissi
nú ekki „nákvæmlega“ hvar kex-
ið var geymt og svo framvegis.
Svo glotti hann og sagði „ég er
svo vanafastur og þetta þarf allt
að fara á réttan stað“. Stuttu
síðar kíki ég í kaffi aftur en með
mömmu minni og pabbi minn
ætlaði að koma síðar, þar sem
hann var aðeins að snúast fyrir
afa.
Ég kem mér fyrir innst inni í
horni og afi lítur á mig og segir
að þetta sé ekki nógu gott. Hann
segir svo glottandi að pabbi
minn sé nefnilega vanafastur
eins og hann sjálfur og þetta sé
sætið hans pabba. Pabbi yrði nú
sennilega ekki mjög kátur ef
hann kæmi og ég sæti þarna. Ég
stend upp og færi mig, glottandi,
því við vissum nú öll þrjú vel að
það var ekki pabbi sem var
svona vanafastur heldur hefði
þetta nú bara verið afi og hann
hefði viljað að pabbi sæti þarna.
Það eru svo margar góða
minningar af honum afa sem
mér eru svo kærar og gleðja
mig þegar ég hugsa til hans.
Mest fannst mér skemmtilegt
þegar hann gerði grín að sér
sjálfum með þetta yndislega
glott sitt sem ég mun aldrei
gleyma.
Elsku afi minn, ég mun sakna
þín mikið og minningarnar og
síðustu mánuðir eru mér svo
kærir.
Kveðja,
Hildur.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR J. JÓHANNESSON,
Hólabraut 25,
Skagaströnd,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn
17. apríl. Útför hans fer fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd
fimmtudaginn 3. maí klukkan 14.
Lárus Ægir Guðmundsson
Helga J. Guðmundsdóttir Eðvarð Hallgrímsson
Guðmundur Guðmundsson Sigurlaug Magnúsdóttir
Ingibergur Guðmundsson Signý Ósk Richter
Karl Guðmundsson
Lára Guðmundsdóttir Gunnar Svanlaugsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför míns ástkæra
bróður,
SIGURÐAR ÁRNASONAR
verslunarmanns.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar- og
hjúkrunarheimilisins Grundar.
Árni Jón Árnason
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN GUÐMUNDSSON,
Árskógum 6,
lést miðvikudaginn 11. apríl. Útförin fer
fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
2. maí klukkan 13.
Blóm vinsamlega afþökkuð.
Bergþóra S. Ottesen
Guðmundur Björnsson Helga Egilsdóttir
Hildur Björnsdóttir Árni Valur Garðarsson
Snæbjörn Björnsson
Pétur Björnsson Ingibjörg Óskarsdóttir
Helgi Björnsson Berglind Levísdóttir
Magnea Lena Björnsdóttir Hallur Símonarson
Björn Þór Björnsson
Benedikta Björnsdóttir Viggó H. Valgarðsson
barnabörn og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
SIGURLÁS ÞORLEIFSSON
skólastjóri,
Smáragötu 3,
Vestmannaeyjum,
varð bráðkvaddur þriðjudaginn 24. apríl.
Jarðarförin verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 5. maí klukkan 14.
Guðrún Karen Tryggvadóttir
Kolbrún Sigurlásdóttir Hlynur Kristinsson
Jóna Heiða Sigurlásdóttir
Sara Sigurlásdóttir Gunnar Steinn Ásgeirsson
Kristín Erna Sigurlásdóttir
Þorleifur Sigurlásson
barnabörn
Þorleifur Sigurlásson Aðalheiður Óskarsdóttir
og systkini hins látna
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og
útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og
langafa,
RÓBERTS ARNAR ÓLAFSSONAR
símsmiðs og fyrrverandi
slökkviliðsmanns,
Lóulandi 6, Garði.
Guðbjörg Þrúður Gísladóttir
Dagmar Róbertsdóttir
Ólafur Ríkharð Róbertsson Halldóra Jóna Sigurðardóttir
Ellen Dóra Guðbjargardóttir
barnabörn og barnabarnabörn