Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018 Ástkær tengda- móðir mín hefur nú kvatt okkur í hinsta sinn eftir erfiða bar- áttu við krabba- mein. Ég er ákaflega þakklát fyr- ir að hafa kynnst henni, hún var einstök manneskja. Ég man svo vel þegar ég kom inn í fjölskyld- una og tók eftir öllum þessum kærleika. Helgi, maður minn, hafði mömmu sína alltaf í huga og vildi allt fyrir hana gera og það var fullkomlega gagnkvæmt. Þegar synir hennar voru allir saman- komnir með mömmu sinni þá var nú oft verið að stríða henni svolít- ið og var mikið hlegið og tengda- mamma hló gjarnan manna hæst að fíflalátunum. Sigga og Stefán hjálpuðu mér mikið þegar ég ákvað að fara aft- ur í nám. Ég var í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri og kom reglulega norður í námslotur með börnin mín með mér. Krakkarnir voru þá í pössun hjá ömmu Siggu og það þótti nú hvorki krökkun- um né Siggu leiðinlegt. Ég fann að það var alltaf mikil tilhlökkun að fá okkur og Sigga naut þess að vera með barna- börnin sem gerði dvöl okkar á Akureyri einstaklega ánægju- lega. Sigga kom svo stundum suður til okkar til þess að hjálpa til á meðan ég var í prófum. Ég man svo vel eitt kvöldið þegar Sigga var hjá okkur fyrir sunnan og við sátum í sófanum og horfð- um á sjónvarpið, Sigga með gleðina sína og ég með nagandi prófstress. Við sáum eitthvað fyndið á sjónvarpsskjánum og við hlógum svo mikið saman að tárin runnu niður kinnar okkar. Svona stund- ir gleymast aldrei. Ég var fegin að fá að vera með Siggu á síðustu dögum hennar. Dánarstundin var ótrúlega falleg og er það stund sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Öll fjölskyldan var saman og kær- leikurinn og samhygðin var mikil. Söngur, tónlist, barnahlátur, fuglasöngur og ást voru alltum- lykjandi en það er einmitt þannig sem ég minnist hennar Siggu, mikil ást og tónlist og jafnvel nokkrir fuglar flögrandi um. Þín tengdadóttir, Ásdís Ármannsdóttir. Sigríður Jónsdóttir ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist 12. ágúst 1945. Hún lést 16. apríl 2018. Sigríður var jarðsungin 23. apríl 2018. Tengdamömmur eru ákveðinn hópur, sem til er sterk staðalímynd af. Ég grínaðist sjálf með að ef tengdamamm- an yrði góð skipti minna máli að kær- astinn væri fram- bærilegur. Annað er reyndar val, hitt sit- ur maður uppi með. Þegar ég kynntist Mumma leið nokkuð langur tími áður en ég hitti Siggu. Það fyrsta sem ég sá til hennar var stutt við- tal við hana í Degi um jólabakst- urinn, sem gaf aðeins tóninn enda mjög lýsandi fyrir hvernig hún dekraði við fjölskylduna með bakstri. Jólin 1996 var komið að því að hitta hana og við fengum strax vænan skammt hvor af ann- arri því ég var inni á heimili þeirra hjóna öll jólin og eyddi meðal annars aðfangadagskvöldi með fjölskyldunni. Frá fyrstu stundu var ég velkomin og hófst þar vinátta sem stóð í rúm 20 ár og bar aldrei skugga á. Það er því óhætt að segja að ég hafi unnið í tengdamömmulottóinu. Ekki nóg með að hún héldi vel utan um fjöl- skylduna sína og væri henni stoð og stytta í öllu, heldur áttum við oft góðar stundir tvær. Sérlega minnisstæðir eru margir óska- lagatónleikar með Óskari okkar Péturssyni enda höfðum við báð- ar mikið dálæti á honum og nut- um þess að hlusta á hann syngja. Það eru dýrmætar minningar. Það haustaði snemma þetta vorið er stundum sagt þegar ís- lenskt veður sveiflast öfganna á milli. Undanfarnir dagar hafa margir verið fallegir, vorið er mætt með fuglasöng og loforði um nýtt líf en innra með mér býr haust. Tregi yfir að fá ekki lengri tíma með Siggu. Um leið er ég full þakklætis fyrir lottóvinning- inn. Ég veit að þegar frá líður mun sú tilfinning hafa betur, það vorar og minningar verma. Hafdís. Sigga mágkona átti þá gáfu öðrum fremur að sjá með hjart- anu og láta það slá í takti kær- leika, elsku og væntumþykju. Hennar kærleika fengum við öll að njóta í hennar stóra vina- og fjölskyldugarði. Leiðir okkar Siggu lágu saman í sjöundu stofu í Barnaskóla Akureyrar og í þeirri stofu áttum við samleið frá 7 til 13 ára aldurs og auðvitað fannst okkur öllum bekkjarsystkinunum, að það væri án efa besta stofan. Síst óraði mig þá fyrir því þá að yngri systir hennar, Lalla, yrði eiginkona mín. Samleið okkar Siggu fyrst í barnaskóla og síðar sem vensla- manns hennar er því orðin 55 ár. Aldrei hefur nokkurn skugga borið á vináttu okkar og sé vitnað í Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi eftirfarandi: Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. Vinátta okkar Siggu sveik aldrei, og henni var ævinlega um- hugað um að mér sem öðrum í hennar stóru fjölskyldu og góð- um vinahópi liði vel. Hún gaf þeim öllum af sjálfri sér og orð Kahils Gibran úr Spá- manninum eiga þar vel við: „Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálf- um sér.“ Það var stórkostlegt að fylgj- ast með jákvæðu viðhorfi hennar og upplifa þá hvatningu sem hún veitti öllu sínu fólki og það ein- læga þakklæti sem hún lét í ljósi til hinstu stundar. Það átti bæði við hvunndags og á sparidögum, t.d. þegar hún hlustaði á þriggja tíma flutning Mattheusarpassíunnar hér í Hofi sl. skírdag og hafði farið í hálfs mánaðar skemmtiferð til Tene- rife skömmu áður. Ég syrgi Siggu mágkonu með þakklæti fyrir allt sem hún var mér. Að lokum verða mér og von- andi öðrum styrkur í sorginni þessi orð Kahils Gibran úr Spá- manninum: „Sorgin er gríma gleðinnar … Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði get- ur það rúmað.“ Ég færi Stefáni svila mínum og allri hans stóru fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur okkar Löllu (Sæbjargar), barna okkar, maka þeirra og barnbarna Munum brosið hennar Siggu og þá birtu sem hún færði lífi okkar. Jón Hlöðver Áskelsson. Elskuleg vinkona mín, hún Sigga, er fallin frá alltof snemma. Kynni okkar Siggu hófust ekki löngu eftir að ég flutti til Akur- eyrar. Við störfuðum saman á skóladagvistun til nokkuð margra ára. Þar var Sigga mín alveg frá- bær starfskraftur. Innan um börnin í föndri, söng og sköpun naut hún sín mjög vel enda hafa mörg af þessum börnum sem eru fullorðin í dag ekki gleymt Siggu sinni. Margar glaðar stundir höfum við átt saman, má þar nefna Dan- merkurferð sem er ekki langt síð- an við rifjuðum upp og hlógum mikið. Við máttum heldur ekki missa af „Gestir út um allt“ í Hofi því báðar vorum við mikið fyrir söng, glens og grín. Kaffihúsaferðir í bland við búðaráp var með í okkar dagskrá. En það sem var alltaf númer eitt hjá Siggu minni var fjölskyldan, eiginmaðurinn hann Stefán, börnin og aðrir afkomendur. Fyrir tæpum tveimur árum veiktist Sigga og er þessi tími síð- an þá búinn að vera erfiður fyrir hana og fjölskylduna. En klett- urinn í þessum veikindum var Stefán hennar, vakinn og sofinn öllum stundum ásamt börnum þeirra. Sigga hafði gaman af ferðalögum og í haust og aftur eftir áramót komst hún til Te- nerife og naut hún þessara ferða ásamt Stefáni þó það tæki svolítið á. Ég kom frá Reykjavík daginn sem hún lést, gat setið hjá henni góða stund og haldið í hönd henn- ar, fyrir það er ég afar þakklát. Öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Elsku Sigga mín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín vinkona, Ásgerður Ágústsdóttir. Kær vinkona, Sigríður Jóns- dóttir, hefur kvatt okkur eftir erfið veikindi. Við kynntumst Siggu þegar við fluttum norður til að gerast prófessorar við Há- skólann á Akureyri í byrjun þess- arar aldar. Stefán maður hennar var samstarfsmaður okkar og saman háðum við vonlausa bar- áttu við „uppeldisfræðinga-maf- íuna“, það er að halda einhverju raungreinanámi inni í kennara- menntun á Íslandi. Við kynnt- umst Siggu fljótlega og urðum öll mjög góðir vinir. Sigga var bráð- greind og skemmtileg og frábær- lega góður kokkur svo unun var að vera boðin til þeirra í mat. Við fórum líka saman í Óperuna, en Sigga og Stefán voru reyndar mun duglegri að sækja tónlistar- viðburði en við. Eftir að við flutt- um suður höfum við heimsótt hvort annað nokkrum sinnum og við Axel gist hjá þeim hjónum fyrir norðan. Einu sinni komu Sigga og Stefán í stutta heimsókn til okkar í Húsafell og til stóð að koma í lengri heimsókn þegar heilsa Siggu leyfði, en af því gat því miður ekki orðið. Við hittumst síðast heima hjá okkur fyrir sunnan fyrir nokkrum mánuðum og þá glöddumst við yfir því að Sigga var sæmilega hraust og mjög hress og skemmtileg að vanda. Því miður voru henni þó ekki gefin lengri grið. Við kveðj- um kæra vinkonu og þökkum góða samfylgd og biðjum Stefáni og fjölskyldu hans blessunar. Hrefna og Axel. Ég veit ekki hvar ég á að byrja eða hvað ég á að segja, ég veit ekki hvernig ég á að losna við þyngslin fyrir hjartanu eða við kökkinn úr hálsinum. En það lagast með tímanum segja þeir. Það er skrítið að finna til léttis í sorginni, þ.e. léttis fyrir þína hönd eftir erfiða baráttu síðast- liðna mánuði. En ég veit að þér líður betur núna og að amma og afi taka þér opnum örmum. Við sem eftir sitjum þurfum bara smátíma. Ég hef hugsað í gegnum árin Kristján Gunnlaugsson ✝ Kristján Gunn-laugsson fæddist 30. maí 1952. Hann lést 7. apríl 2018. Útför Kristjáns fór fram 14. apríl 2018. að það er munur frá því við sátum bara tvö á kvöldin heima og spiluð- um yfir í að fjöl- skyldan er orðin svo stór að það er púsluspil að koma öllum fyrir, sem er svo yndislegt. Sem krakki vildi ég alltaf vera hjá þér, í sveitinni upplifði ég mikið frelsi, öryggi og ást. Þegar þið afi voruð á sjónum var ég í góðu yfirlæti hjá ömmu. Þegar þú varst heima druslaðist ég með þér út um allt, hvort sem það var að laga eitt- hvað í skúrnum, dytta að bátn- um, hjálpa til við heyskap eða skutlast út á Stapa. Við vorum góð saman. Þú studdir mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, sama hvað það var. Ég var alltaf spennt að hringja í þig þegar ég var með eitthvað nýtt á prjónunum því ég vissi að ég hefði alltaf þinn stuðning og hvatningu. Þú varst svo ljúfur, ástríkur, skapgóður, fyndinn, uppátækja- samur og hjálpsamur. Ég sá að fólk sóttist eftir félagsskap þín- um. Það var oft gestkvæmt heima þegar gamlir vinir komu í heimsókn, jafnvel frægir. Manstu þegar ég pissaði næstum í buxurnar af spenningi þegar gamall vinur þinn sat í eldhúsinu heima og þér fannst ótrúlega fyndið að ég stóð þarna með stjörnur í augunum. Þú virtist bara þekkja alla. Við höfum alltaf þótt mjög lík í útliti, ég man sérstaklega eftir því að ég var að fara vestur með rútunni og kona sem settist við hliðina á mér, sem ég hafði aldr- ei hitt, spurði: „Ertu dóttir hans Stjána á Ökrum?“ Seinna átti ég oggulítil samskipti við lögregl- una í Borgarnesi og lögreglu- maðurinn horfði á mig og spurði: „Ertu dóttir hans Stjána á Ökrum?“ Ég var stolt af að vera dóttir hans Stjána á Ökrum. Strákarnir mínir munu ávallt vera betri manneskjur fyrir að hafa átt þig að. Þeir muna hvað afi var sniðugur og þolinmóður. Ómetanlegar eru heimsóknirnar ykkar Siggu til okkar til Dan- merkur, þeir voru alltaf svo spenntir að fá ykkur því þetta var þeirra tími, þið láguð með þeim á gólfinu að púsla eða kubba, hoppuðuð með þeim á trampólíninu og fóruð í ófáa göngutúrana um hverfið. Þegar við komum vestur gafstu þér alltaf tíma með þeim, alveg sama hversu mikið var að gera. „Kall- arnir hans afa,“ sagðirðu alltaf. Ég á eftir að sakna símtal- anna okkar, ég á eftir að sakna fyndnu frásagnanna þinna sem stundum voru hugsanlega pínu ýktar. Ég á eftir að sakna faðm- laganna þinna. En við systur þökkum fyrir að Sigga, Pétur og Þórhallur eru hluti af fjölskyldunni okkar. Við munum passa hvert upp á annað. Ástarkveðja, Karen. ✝ Jórunn GuðrúnOddsdóttir fæddist í Reykja- vík 10. febrúar 1938. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 26. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru Oddur Halldór Ólafsson, f. á Leirá í Leirár- sveit 12. júlí 1886, d. 13. júní 1978, og Pálína Sig- rún Jóhannsdóttir, f. á Grafar- ósi á Höfðaströnd 12. október 1898, d. 31. maí 1941. Tvíbura- systir Jórunnar er Friðbjörg Þórunn. Systkini Jórunnar, sam- mæðra, eru: Axel Sölvason, f. 1931, og Svala Sölvadótt- ir, f. 1933, d. 2008. Samfeðra: Fjóla Borgfjörð, f. 1911, d. 1985, Katrín, f. 1917, d. 1966, Þor- steinn, f. 1919, d. 1994, Gísli, f. 1922, d. 1995, Halldór, f. 1924, d. 1952, og Alfreð Ólafur, f. 1927, d. 1968. Útför Jórunnar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 6. apr- íl 2018. Elsku vinkona mín kær, nú ert þú farin yfir móðuna miklu og komin heim í ljósið og blóma- brekkuna. Við höfum verið vin- konur til margra ára, dætur okk- ar léku sér saman og áttum við margar ánægjustundir. Þú varst með eindæmum greiðvikin, hjálpsöm og bóngóð. Ég sakna þín mikið og vil ég nú biðja Guð almáttugan að vera með og senda styrk til hans Hauks þíns og einkadóttur þinnar hennar Kollu, sona hennar og barna- barna þinna. Þeirra missir er mikill. Þú munt ætíð eiga stað í hjarta mínu. Ég ætla að láta fylgja með þessi ljóð sem segja allt sem hægt er að segja um þig, mín kæra vinkona. Umhyggjusöm ertu, vinaleg og góð til þín vildi ég semja þennan óð Þín gleði og hlátur alltaf mig gleður. Að heyra í þér aldrei mig tefur. Sérstök, dugleg, traust og trú. Vitur, hjálpsöm … það ert þú. Hlý og bjartsýn, til í spjall. Þú getur stoppað hið mesta fall. Einstök, stríðin, líka feimin. Hugrökk, djörf, stundum dreymin. Allt jákvætt get ég sagt um þig. Alltaf áttu tíma fyrir mig. Vinátta okkar er mér mikils virði. Vinkonur verið síðan á Rhodos. Eitthvað sérstakt höfum við átt. Huggað hvor aðra, þegar eigum við bágt. Alltaf er gott að leita til þín. Þú ert besta vinkona mín. Þakka vil þér af öllu hjarta. Engu hef ég yfir að kvarta. Alltaf munt þú eiga mig að því í hjarta mínu áttu stað. Því ég lofa um eilíf alla ef einhvern tíma þarft þú að kalla. (Höf. ók.) Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Við munum hittast aftur í blómabrekkunni eins og við ræddum svo oft um, mín kæra. Þín vinkona Ásta, Friðleifur og fjölskylda. Jórunn Guðrún Oddsdóttir Afi minn var ótrúlega flottur afi. Hann var svona ekta afi, eins og er í bókunum. Hann var með hvítt hár og yfirvaraskegg. Samt var hann öðruvísi en allir aðrir og er ég viss um að það þyrfti að búa til nýtt orð til að lýsa honum afa mínum. Afi var líka stríðinn og hrekkjóttur og það þótti mér gaman. Við afi vorum miklir vinir. Hann vissi ótrúlega mikið og gat kennt mér mikið. Eins og t.d. hvernig maður á að veiða og smíða. Þegar ég var í Hafnarstrætinu hjá ömmu og afa fórum við afi oft niður í kjallara að smíða. Við Haraldur I. Óskarsson ✝ Haraldur I.Óskarsson fæddist 5. október 1954. Hann lést 30. mars 2018. Útför Haraldar fór fram 16. apríl 2018. smíðuðum báta og bókstafi saman. Við afi fórum líka oft með ömmu í úti- legur með tjald- vagninn. Það þótti mér alltaf skemmti- legt. Líka þegar við sóttum ömmu í vinnuna á Glerár- torgi, þá var nú yfir- leitt skroppið í dóta- búðina og afi keypti eitthvað handa mér. Uppáhaldið mitt voru veiði- ferðirnar. Sérstaklega þegar það var farið út á Hjalteyri. Það var svo róandi, maður heyrði svo mikið í náttúrunni og náði að hugsa svo mikið. Svo þegar fiskur beit á urðu lætin og það var mjög skemmtilegt. Svo var farið heim með fiskinn og amma eldaði hann og við borðuðum hann í kvöld- mat. Elsku afi minn, takk fyrir allt. Þín Júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.