Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018
Það er ánægjulegt að sjá hinarómuðu þroskasögubandaríska ritöfundarinsNormans Maclean (1902-
1990) Þar sem áin streymir (A River
Runs Through It) komna út á ís-
lensku, í vandaðri þýðingu Skúla
Björns Gunnarssonar.
Þetta er merkilegt verk, tregafullt
og fagurt – og þekktasta flugu-
veiðisaga sem bandarískur höfundur
hefur skrifað. Lykilverk í safni veiði-
bókmennta. En þetta er alls ekki
bara saga um veiði; fluguveiðin verð-
ur hér að tákn-
mynd fyrir þrosk-
ann og hið fagra í
lífinu, andstæða
við grimmt og
óvægið lífið fjarri
árbakkanum þar
sem allt er gott
og maðurinn
heill.
Segja má að
Þar sem áin streymir hafi viðlíka
sess í bandarískum veiðibók-
menntum og hin ljúfa og fagra frá-
sögn Björns J. Blöndal (1902-1987),
Hamingjudagar – Úr dagbókum
veiðimanns. Þetta eru þroskasögur
sem allir fluguveiðimenn þurfa að
þekkja, þar sem höfundarnir lýsa á
markvissan og ljóðrænan hátt upp-
vexti og lífi sem getur verið grimmt
en þeir eiga sér skjól í náttúrunni,
sem þeir læra að skilja og meta með
fluguveiðistöng í hönd.
Þeir Maclean og Björn fæddust
sama árið, 1902 (rétt eins og Halldór
Laxness), en fyrsta bók Maclean
kom þó ekki út fyrr en hann var 74
ára gamall og hafði lokið löngum
kennsluferli við háskóla. Það var A
River Runs Through It and Other
Stories og sló titilsagan, þessi stutta
skáldsaga, minningarfrásögn eða
nóvella, hvernig sem hún er skil-
greind, strax í gegn og hefur síðan
lifað sjálfstæðu lífi. Það jók enn á
frægðina þegar Robert Redford
leikstýrði rómaðri kvikmynd eftir
sögunni, með Craig Sheffer í hlut-
verki Normans Maclean sjálfs og
Brad Pitt sem bróðir hans, Paul.
Kvikmyndataka myndarinnar er
listagóð, ekki síst óviðjafnanlegar
veiðisenurnar teknar í Klettafjöllum
Bandaríkjanna, og færði tökumann-
inum Philippe Rousselot verð-
skulduð Óskarsverðlaun.
Þegar lesandinn kynnir sér lífs-
hlaup Maclean áttar hann sig á því
að í Þar sem áin rennur er fjallað um
raunverulegan uppvöxt höfundarins
og örlög bróður hans, drykkfellds
blaðamanns við smábæjarblað sem
var myrtur 33 ára gamall. Faðir
þeirra er prestur og fluguveiði-
maður eins og kemur strax fram í
upphafssetningunni: „Skilin á milli
trúarlífs og fluguveiði voru ekki skýr
í fjölskyldu minni.“ Og þegar bræð-
urnir voru litlir fengu þeir „að lík-
indum jafnmikla kennslu í fluguveiði
og trúarmálum,“ þar sem agaður
faðirinn kenndi þeim hið rétta flugu-
kast, sem hann sagði „list sem er
framkölluð í fjórum töktum á milli
klukkan tíu og tvö“ – og vísar þar til
talningarinnar í flugukastinu og
vinnslu stangarinnar í hendi veiði-
manns, með líkingu við vísi á úr-
skífu.
Í frásögninni rifjar sögumaðurinn
tregafullur en þó oft á glettnislegan
hátt upp löngu liðna tíma, þegar þeir
bræðurnir voru orðnir fullorðnir og
hittust til að veiða saman silung í
góðum veiðiám í Klettafjöllunum.
Við sögu kemur ólánlegur mágur
sögumanns, sem veiðir aðeins á
maðk og beitu og hefur meiri áhuga
á drykkju og kvennafari á árbakk-
anum en að nema hina dýru list
fluguveiðinnar. Bræðurnir snerta
hins vegar aldrei áfengi meðan þeir
veiða, það eru þeirra dýrmætu helgi-
stundir og þeir verða eitt með nátt-
úrunni þar sem þeir leita regnboga-
silunga og urriða – Páll samt alltaf
slyngari veiðimaður, náttúrubarn.
Það vita sögumaður og faðir hans
þar sem þeir upplifa ótrúleg tilþrif
Páls í síðustu veiðiferð þeirra
þriggja saman, tilþrif sem er lýst
með afar fallega og kalla á hrós:
Faðir minn fór alltaf hjá sér þegar
hann neyddist til að hrósa ein-
hverjum í fjölskyldunni. Og fjöl-
skylda hans fór alltaf hjá sér þegar
hann hrósaði þeim.
Faðir minn sagði: „Þú ert góður
veiðimaður.“
Bróðir minn sagði: „Ég er ágætur
með veiðistöng en mig vantar þrjú
ár til að ná að hugsa eins og fiskur.“
„Þú veist nú þegar hvernig á að
hugsa eins og dauð steinfluga,“ sagði
ég án þess að vita hvað bjó í orðum
mínum, minnugur þess að hann
hafði náð sínum fiskum með því að
skipta yfir í Georges númer 2 gula
Hackle með fjaðurvæng.
Við sátum á bakkanum og áin
rann hjá. Eins og alltaf var áin að
mynda hljóð fyrir sjálfa sig en núna
bjó hún til hljóð handa okkur. Það
væri erfitt að finna þrjá menn sitj-
andi hlið við hlið sem skildu betur
hvað áin var að segja. (153)
Eins og þýðandinn segir réttilega
í eftirmálanum tekst Maclean lista-
vel að spila á tilfinningar lesandans,
sem er kastað á milli spaugsemi og
alvöru, gleði og sorgar. Og í sögulok
er sögumaður einn eftir á bakk-
anum, gamall maður, og byrjar
„sjaldnast að veiða fyrr en í kvöld-
kulinu. Í heimskautarökkri gljúfurs-
ins rennur tilveran saman við sálu
mína og minningar, hljóðin í Big
Blackfoot-ánni, fjórskiptan takt og
von um að reisa fisk“. ( 157)
Veiðimaður Norman Maclean var orðinn 74 ára gamall þegar fyrsta bók
hans kom út, með Þar sem áin streymir og fleiri sögum. Þetta er verð-
skuldað þekktasta fluguveiðisaga sem bandarískur höfundur hefur skrifað.
Fögur og tregafull örlaga-
saga fluguveiðimanns
Skáldsaga
Þar sem áin streymir bbbbb
Eftir Norman Maclean.
Skúli Björn Gunnarsson íslenskaði og
ritar eftirmála.
Dimma, 2018. Kilja, 163 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Sara Stridsberg valdi um helgina að
yfirgefa Sænsku akademíuna (SA),
sem þýðir að alls eru nú átta af 18 stól-
um auðir, en meðlimir SA eru skipaðir
ævilangt af Svíakonungi. Samkvæmt
reglum SA þarf 12 atkvæði sitjandi
meðlima til að taka allar meiriháttar
ákvarðanir, svo sem að kjósa inn nýja
meðlimi og velja Nóbelsverðlaunahafa
í bókmenntum, en eins og fram kom í
Morgunblaðinu um helgina íhuga
menn að fresta verðlaunum ársins
2018 og veita tvenn á næsta ári.
Samtímis afsögn Stridsberg greindi
Svenska Dagbladet frá því að Jean-
Claude Arnault, sem sakaður hefur
verið um kynferðislegt ofbeldi, fjár-
málaóreiðu og að hafa lekið nöfnum til-
vonandi Nóbelsverðlaunahafa sem
leitt hefur til afsagnar sex meðlima SA
á síðustu fjórum vikum, hafi áreitt
Viktoríu krónprinsessu Svía kynferð-
islega árið 2004 í matarboði á vegum
SA.
SvD hefur eftir þremur ónafn-
greindum heimildarmönnum að
Arnault hafi þuklað á afturenda prins-
essunnar fyrir framan Horace Eng-
dahl, sem var ritari SA 1999-2009, og
sökum þessa hafi Engdahl tryggt að
Viktoría þyrfti ekki að vera ein með
Arnault í herbergi það sem eftir lifði
kvölds. Frá því Dagens Nyheter skrif-
aði fyrst um ásakanir um kynferð-
islega áreitni og ofbeldi á hendur Ar-
nault í nóvember hefur Engdahl
ítrekað í sænskum fjölmiðlum lýst því
yfir að hann hafi enga vitneskju haft
um óviðurkvæmilegt framferði Ar-
nault, sem lengi hefur verið náinn vin-
ur Engdahl. Ebba Witt-Brattström,
bókmennaprófessor sem gift var Eng-
dahl í rúm 30 ár, segist í samtali við
Expressen hafa orðið vitni að uppá-
komunni. „Hann [Arnault] strauk á
henni [Viktoríu] bakið og niður eftir.
Horace Engdahl sá þetta og áttaði sig
á því að í þetta skipti hefði hann [Ar-
nault] gengið of langt,“ segir Witt-
Brattström og rifjar upp að aðstoð-
arkona prinsessunnar hafi gripið inn í
aðstæðurnar og slitið Arnault frá
Áreitti krónprinsessuna
Áreitt Viktoría krónprinsessa Svía.
prinsessunni. Hirðin kýs að tjá sig ekki
um málið og Björn Hurtig, lögmaður
Arnault, segir ásakanirnar vera ósann-
ar. Á föstudag var hluti af úttekt sem
lögfræðistofan Hammarskiöld & Co
vann fyrir SA að beiðni Söru Danius,
þáverandi ritara SA, um tengsl Ar-
nault við SA gerður opinber í sænsk-
um fjölmiðlum samtímis því sem Jan
Tibbling, yfirsaksóknara hjá
efnahagsbrotadeild, staðfesti að rann-
sókn væri hafin á framferði Arnault.
silja@mbl.is
Karl Ágúst Úlfsson hefur verið kjörinn
nýr formaður Rithöfundasambands Ís-
lands. Hann tók við sem formaður af
Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, sem
gegnt hefur embættinu undanfarin fjög-
ur ár.
Vilborg Davíðsdóttir var endurkjörin
varaformaður og Bjarni Bjarnason end-
urkjörinn varamaður. Jón Gnarr var
kjörinn meðstjórnandi í stað Hallgríms
Helgasonar, sem gaf ekki kost á sér til
endurkjörs.
Auk ofantalinna sitja í stjórninni með-
stjórnendurnir Margrét Tryggvadóttir
og Vilhelm Anton Jónsson og varamað-
urinn Sigurlín Bjarney Gísladóttir.
Á aðalfundi Rithöfundasambandsins
var Pétur Gunnarsson jafnframt kjör-
inn heiðursfélagi Rithöfundasambands
Íslands.
Karl Ágúst Úlfsson nýr formaður RSÍ
Formaðurinn Karl Ágúst Úlfsson
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Mið 2/5 kl. 20:00 24. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s
Fim 3/5 kl. 20:00 25. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s
Fös 4/5 kl. 20:00 26. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s
Lau 5/5 kl. 20:00 27. s Fim 17/5 kl. 20:00 31. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Fim 17/5 kl. 20:30 23. s
Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Fös 18/5 kl. 20:30 24. s
Fös 4/5 kl. 20:30 12. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Lau 19/5 kl. 20:30 aukas.
Lau 5/5 kl. 20:30 13. s Sun 13/5 kl. 20:30 22. s
Sun 6/5 kl. 20:30 14. s Mið 16/5 kl. 20:30 aukas.
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Hin lánsömu (Stóra sviðið)
Fim 10/5 kl. 20:00 3. s Sun 13/5 kl. 20:00 4. s Mið 16/5 kl. 20:00 5. s
Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn
Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn
Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Sun 6/5 kl. 19:30 49.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Aðfaranótt (Kassinn)
Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn
Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 2/5 kl. 20:00 Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Mið 2/5 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200