Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018
❁ Auðveldara að þrífa penslana
❁Gufar ekki upp
❁Má margnota sama löginn
❁Notendur anda ekki að sér eiturefnum
❁ Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum
❁UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunn
Hágæða umhverfisvæn hreinsivara
Fást í betri byggingavöruverslunum og matvöruverslunum
AFP rifjar upp að gamalreyndur
NATO-starfsmaður hafi sagt að
sennilega hafi eitt allra dramatísk-
asta augnablikið í gömlu höfuð-
stöðvunum verið í stóra ráðstefnu-
salnum, en ekki í Herbergi 1, árið
1991. Þá hafi sendiherra Sovétríkj-
anna óskað eftir því að gert yrði
hlé á samráðsfundi Atlantshafs-
bandalagsins, svo sendiherrann
gæti farið og tekið við símtali frá
Boris Jeltsín í Kreml. Hálftíma síð-
ar hafi sendiherrann snúið aftur og
spurt hvort hægt væri að skipta út
sovéska fánanum fyrir þann rúss-
neska, því búið væri að upplýsa
hann um að Sovétríkin væru ekki
lengur til.
framkvæmdastjóri NATO, hafi slit-
ið fundinum með því að berja fund-
arhamrinum á táknrænan hátt í
borðið. Rifjað var upp í Morgun-
blaðinu um helgina að fundarham-
arinn var gjöf Íslands til NATO ár-
ið 1963, og það var Ásmundur
Sveinsson sem hannaði hamarinn.
Ef veggirnir gætu talað
Stoltenberg sagði m.a. við það
tækifæri: „Ef veggir þessarar
byggingar gætu talað, hefðu þeir
frá mörgu að segja.“ Reiknað er
með að framkvæmdastjórinn noti
einnig hamarinn á fyrsta ráðsfundi
í nýjum höfuðstöðvum sem fram
fer 8. maí næstkomandi.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þýðingarmestu og dramatískustu
ákvarðanir NATO hafa í hálfa öld
verið teknar í höfuðstöðvum Atl-
antshafsbandalagsins í Brussel í
Belgíu í ráðstefnusalnum sem
gengur undir nafninu Room 1, eða
herbergi 1. NATO tók í notkun
nýjar höfuðstöðvar í Brussel fyrir
helgina og hefur því kvatt þær
gömlu.
Nýju höfuðstöðvarnar hafa verið
lengi í byggingu, en árið 2015 var
áætlaður flutningur í nýju bygg-
inguna um mitt ár 2016. Gólfflötur
nýja hússins er 254 þúsund fer-
metrar, um 80% stærra en það
gamla, og að mestu úr gleri og stáli
og er sagt hannað með umhverfis-
vernd að leiðarljósi.
Kostnaður umfram áætlun
Áætlað er að byggingarkostn-
aðurinn nemi samtals um 1,17
milljörðum evra, nærri 145 millj-
örðum króna. Í fjárlagafrumvarp-
inu fyrir árið 2016 var áætlað að
Ísland myndi alls greiða um 3,2
milljónir evra af þessum kostnaði
eða um 392 milljónir króna sam-
kvæmt núverandi gengi, sem var
nokkru meira en gert var ráð fyrir
upphafi.
Í frétt AFP kemur fram að utan-
ríkisráðherrar NATO-ríkjanna hafi
komið saman til fundar í síðasta
sinn í gömlu höfuðstöðvunum síð-
asta föstudag og Jens Stoltenberg,
AFP
Móttaka Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir í höfuðstöðvar Nato.
NATO í nýjar höfuð-
stöðvar í Brussel
Kostnaður Íslands var áætlaður um 400 milljónir króna
AFP
NATO Nýjar höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Brussel í Belgíu eru mestmegnis úr gleri og stáli.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Mun færri vegabréf voru gefin út í
mars en í sama mánuði í fyrra og
reyndar mun færri en í mars síðustu
ár. Í ár voru gefin út 3.172 íslensk
vegabréf en 6.584 í mars 2017 og er
munurinn tæplega 52%. Fram undan
eru stærstu mánuðir í útgáfu vega-
bréfa miðað við síðustu ár. Margrét
Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, seg-
ir að nokkrar ástæður geti skýrt
hversu fá vegabréf voru gefin út í
mars. Í fyrsta lagi eigi færri vegabréf
að koma til endurnýjunar í ár en í
fyrra.
Hún segir að utanferðum lands-
manna hafi fjölgað mikið síðastliðin
2-3 ár og vegabréfaframleiðslan hafi
verið í hámarki árin 2016 og 2017.
Rúmlega 70 þúsund vegabréf hafi
verið útgefin hvort ár.
Yfirleitt séu toppmánuðir í vega-
bréfaframleiðslu apríl, maí, júní og
júlí. Tölur ársins 2017 yfir maí og júní
séu þó afbrigðilegar sökum birgða-
skorts vegabréfa í maí. Hann stafaði
af seinkun í afhendingu frá birgja, en
ástæða þess var að bruni hafði komið
upp í verksmiðju í Kanada.
Verkferlum í framleiðslu vega-
bréfa hafi tímabundið verið breytt
með þeim hætti að vegabréf voru
ekki framleidd miðað við umsóknar-
dag heldur miðað við brottfarardag.
Allir hafi fengið vegabréf sem þurftu
og hafi komist ferða sinna.
„Þess má geta að nokkur ár eftir
hrun var útgáfa vegabréfa minni en
reiknað var með út frá því hversu
mörg vegabréf runnu út. Því voru
það allt að 30% vegabréfa sem ekki
voru endurnýjuð. Hvenær þau vega-
bréf komu svo til endurnýjunar fór
eftir því hvenær handhafi þess var
næst á leið til útlanda,“ segir Mar-
grét.
Óvenjufá vegabréf
í marsmánuði
Færri vegabréf til endurnýjunar í ár
Stærstu mánuðirnir eru fram undan
Fjöldi útgefinna vegabréfa frá mars 2017
10
8
6
4
2
0
þúsund
2017 2018
mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars
3.172
6.584
11.613
51,8%
fækkun milli ára
Heimild: Þjóðskrá
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Reglugerð um svonefnda söfnunar-
kassa, spilakassa sem eru í vínveit-
ingastöðum og í spilasölum, hefur
verið breytt þannig að hámarksfjár-
hæð vinninga hækkar úr 100.000
krónum í 300.000 krónur.
Meðal þess sem kemur fram í
rökum með breytingu reglugerðar-
innar er að „stefnt er af því að jafna
samkeppnisstöðu á milli söfnunar-
kassa og happdrættisvéla“.
Samkvæmt reglugerð um papp-
írslaust peningahappdrætti Háskóla
Íslands, sem rekið er undir heitinu
Gullnáman, gilda þar engar há-
marksvinningsfjárhæðir. Í reglu-
gerðinni segir hins vegar að í upp-
hafi skuli setja 2 milljónir í
Gullpottinn og þegar hann hefur
tæmst skal setja 2 milljónir í pott-
inn að nýju.
Langt á milli vinninga í kössum
Magnús Snæbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Íslandsspila sf., segir
að breytingin hafi verið nauðsynleg
en Íslandsspil óskuðu meðal annars
eftir því að breytingin yrði gerð.
„Við erum svo langt frá happ-
drættiskössunum. Vinningar hjá
þeim geta farið í margar milljónir,“
segir Magnús. Hann segir að Ís-
landsspil muni ekki hækka há-
marksfjárhæðina í öllum söfnunar-
kössum sínum en hámarksfjárhæðin
hefur valdið vandræðum ef spila á
fleiri en einn leik. Þá hefur þurft að
lækka fjárhæð í hverjum leik svo að
hámarksvinningur allra leikja sam-
anlagt fari ekki yfir 100.000 kr. há-
markið. „Við hækkum einhverja
leiki, þetta gengur ekki yfir alla
leikina. Þetta er bara til þess að
hafa meira svigrúm,“ segir Magnús.
Einungis er um að ræða söfn-
unarkassa sem eru í spilasölum og
stöðum með vínveitingarleyfi og
segir Magnús að söfnunarkassar
sem eru á öðrum stöðum, s.s. sjopp-
um, muni því ekki hækka. „Þeir eru
bara ennþá með 20.000 kr. há-
marksfjárhæð á hvern einstakan
vinning.“
Þrefalda vinninga í söfnunarkössum
Reglugerð um söfnunarkassa breytt Hámarksfjárhæð vinninga fer í 300.000 kr. Stefnt að því að
jafna vinninga milli söfnunarkassa og happdrættisvéla Gildir á vínveitingastöðum og í spilasölum
Morgunblaðið/Kristinn
Spilakassar Hámarksvinningur
söfnunarkassa hefur nú þrefaldast.