Morgunblaðið - 01.05.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018
Elsku pabbi er
látinn, ég veit að það
hefur verið vel tekið
á móti honum hinu-
megin. Eftir stutt og
snögg veikindi kvaddi pabbi þann
14. apríl, eitthvað sem ég átti svo
sannarlega ekki von á. Ég ætlaði
að skreppa í heimsókn til hans um
kvöldmatarleytið en hann lést það
sama kvöld aðeins 77 ára. Við
pabbi eyddum saman mörgum
notalegum stundum yfir kaffibolla
bæði í Víðimýri og eins í Mið-
strætinu hjá okkur Óla þar sem
Ísak Randver
Valdimarsson
✝ Ísak RandverValdimarsson
fæddist 19. ágúst
1940. Hann lést 14.
apríl 2018.
Útför Ísaks fór
fram 23. apríl 2018.
hann var tíður gest-
ur í morgunkaffi svo
ekki sé nú minnst á
alla fótboltaleikina
sem við pabbi horfð-
um á saman en við
vorum ekki alveg á
sama máli þar um
það hvaða lið væri
best. Þegar maður
situr og hugsar til
hans kemur að sjálf-
sögðu upp í hugann
áhugi hans á golfi en það var
íþrótt sem hann elskaði og stund-
aði mikið seinni árin og á golfvöll-
inn dró hann flest barnabörnin sín
og kenndi þeim íþróttina.
Sjómennskan var hans ævi-
starf og þegar hann hætti til sjós
fylgdist hann vel með aflabrögð-
um og hvernig gekk hjá bátunum
og hringdi oft á dag til að spyrja
frétta. Barnabörnin og barna-
barnabörnin veittu honum mikla
gleði og oftar en ekki fengu þau að
finna fyrir stríðnispúkanum í afa
sínum þegar hann var að kitla þau
og hrekkja góðlátlega en með
krökkunum átti hann sameigin-
legan áhuga á nammi og var alltaf
nóg til af því í Víðimýrinni.
Já, það er ýmislegt sem kemur
upp í hugann, allar hringingarnar
þegar fólkið hans var á ferðinni til
að athuga hvernig gengi og hvern-
ig færð og veður væri á leiðinni en
aftur á móti var líka alltaf haft
samband við hann þegar vantaði
veðurupplýsingar því hann var
alltaf með veðrið á hreinu. Tuðið
við mömmu þegar hún var að baka
því stundum fannst honum of mik-
ið gert af því, en trúið mér honum
þótti það nú ekki slæmt þegar far-
ið var að smakka á öllum kræsing-
unum sem mamma töfraði fram.
Elsku pabbi minn, takk fyrir
allar góðu stundirnar okkar sam-
an, mikið á ég oft eftir að hugsa til
þín og sakna, ég veit að þú fylgist
enn með öllu og öllum frá þeim
stað sem þú dvelur nú á. Við lofum
að passa mömmu fyrir þig. Elska
þig endalaust.
Þar sem englarnir sofa sefur
þú.
Þín
Hugrún.
Fallinn er frá heiðursmaðurinn
og vinur minn til rúmlega þrjátíu
ára. Vinskapur okkar hófst fyrir
alvöru árið 1987 þegar ég varð
stýrimaður hans á Guðrúnu Þor-
kelsdóttur. Frá fyrsta degi unnum
við sem einn maður, treystum
hvor öðrum í einu og öllu. Aldrei
nokkurn tímann bar skugga á vin-
áttu okkar.
Ísak var eins traustur og menn
gerast. Yfirvegaður og vandaður í
alla staði. Honum gekk alla tíð
mjög vel við þær veiðar sem hann
tók sér fyrir hendur. Þeir bræð-
urnir fjórir urðu allir frægir skip-
stjórar og miklir aflamenn. Það
þarf því engan að undra að ég
sóttist mjög í að vinna með Ísaki
og varð það svo að ég var stýri-
maður hjá honum á þremur skip-
um. Þeim Guðrúnu Þorkelsdóttur,
Þórshamri og Erni.
Eftir að samstarfi okkar lauk
vorum við alla tíð miklir og góðir
félagar. Heyrðumst reglulega og
spiluðum saman golf seinni ár, en
það varð sameiginlegt áhugamál
okkar. Ísak var lunkinn golfspilari
og það var alltaf ánægjulegt að
taka með honum golfhring, hvort
sem var á Seyðisfirði, Norðfirði
eða hvar sem við berum niður.
Þegar komið er að leiðarlokum
kveð ég vin minn með miklu þakk-
læti og hlýju. En um leið þykir
mér leiðinlegt að geta ekki fylgt
honum síðasta spölinn. Ég veit þó
að golffélaginn Ísak skilur það.
Ég votta Jóhönnu, börnum og
barnabörnum mína dýpstu sam-
úð. Minningin um einstakan vin
lifir.
Sveinbjörn Orri Jóhannsson.
Ég náði í restina á síldarævin-
týrinu og það á ég Ísak að þakka.
Það voru létt skref hjá stoltum 15
ára stráklingi sem hljóp heim til
að segja frá samtali okkar Ísaks
um að fá pláss á síld hjá honum á
Bjarti NK sem var með betri
síldarbátum í flotanum. Mér þótti
Ísak vera vel fullorðinn þá, aðeins
25 ára gamall, þá búinn að vera
skipstjóri í þrjú ár. Það eru mikil
forréttindi fyrir óharðnaðan ung-
ling að lenda í góðu skipsrúmi með
einstakri áhöfn og skipstjóra. Ein-
hvers staðar stendur að limirnir
dansi eftir höfðinu sem mér fannst
sannast þarna um borð. Skipstjór-
inn rólegur og yfirvegaður og
hlutirnir gengu fyrir sig eins og
vel smurð vél. Næstu fimm árin
var ég að mestu á Bjarti með Ísak
og síðan í eitt ár á Víði NK 175
sem við nokkrir skipsfélagarnir af
Bjarti keyptum þegar Bjartur var
seldur.
Ég er búinn að þekkja Ísak síð-
an ég var smá gutti því hann var
samskipa pabba á Gullfaxa og ég
var þar alltaf eins og grár köttur.
Ísak var alla tíð sjómaður eins og
hann á ætt til, hann og bræður
hans þrír allir skipstjórar og góðir
aflamenn.
Ísak var alvörugefinn en mjög
stutt í stríðni og gamansemi,
fyrstu árin á sjónum var brids
mikið spilað og hafði Ísak mjög
gaman af því og oft spilað á þrem
borðum í Bjarti og þó aðeins 13
manna áhöfn. Ísak var skipstjóri
alla sína tíð og oft gustar um menn
í brúnni en ég veit það með vissu
að eftirmæli áhafna hans eru á
eina lund, „einstakur heiðursmað-
ur sem var virtur í hvívetna af sín-
um undirmönnum“. Síðustu árin
átti golfið allan hans hug á sumrin.
Jóhönnu, Axel, Hugrúnu, Pál-
ínu, Guðrúnu, Helenu og öðrum
aðstandendum vottum við Gunna
okkar dýpstu samúð og minnumst
um leið góðs félaga sem sárt verð-
ur saknað en fallegar minningar
munu deyfa söknuðinn.
Ísak minn, Guð geymi þig,
minning þín lifir.
Eiríkur Ólafsson.
Elsku afi okkar
hefur nú kvatt þenn-
an heim. Með þess-
um fáu orðum lang-
ar okkur til að tjá hugsanir okkar
og rifja upp brot úr langri ævi
hans, en ljóst er að þessi stutta
grein nær ekki að lýsa því hversu
stór persóna afi var og hversu
yfirgripsmikla ævi hann lifði. Afi
var hress og jákvæður allt fram á
síðasta dag. Alltaf var stutt í húm-
orinn og hlátur þótt lífið hafi
reynst þyngra eftir að amma féll
frá og að heilsan hafi versnað síð-
ustu árin.
Afi reyndist okkur alltaf vel,
hann var allur af vilja gerður að
gera okkur greiða, hjálpsamur
með eindæmum og gjafmildur.
Þær minningar sem koma upp í
huga okkar eru jákvæðar og
margar. Minnumst við þá sérstak-
lega sumardaga á Hlíðarveginum
þegar litla plastsundlaugin var
dregin fram og þið amma grilluð-
uð fyrir okkur. Ferðir um landið á
Stefnir Helgason
✝ Stefnir Helga-son fæddist 9.
nóvember 1930.
Hann lést 10. apríl
2018.
Stefnir var jarð-
sunginn 23. apríl
2018.
rúgbrauðinu góða,
leikir í Hlíðagarði að
ógleymdum
skemmtilegu pitsu-
veislunum frá Jóni
Bakan með skinku og
sveppum og jólaveisl-
unum á annan í jólum.
Nú síðustu ár tók afi
alltaf vel á móti okkur
og börnum okkar
með Bugles og
súkkulaði á boðstól-
um.
Samband ömmu og afa var ein-
stakt og samrýndara fólk vand-
fundið. Þau ferðuðust um allan
heim að Indlandi undanskildu og
áttu ávallt skemmtilegar sögur af
hverjum stað. Þegar við sögðum
afa frá ferðalögum okkar hafði
hann nær undantekningarlaust
heimsótt áfangastaðinn og átti
ávallt meira spennandi sögu af við-
komandi stað, t.a.m. sagan þegar
afi fór á vegum Sameinuðu þjóð-
anna í gegnum Checkpoint Charlie
fyrir fall Berlínarmúrsins, sem
verður að teljast meira spennandi
en að hafa tekið sjálfu við minnis-
varðann um sama stað.
Við söknum þín, elsku afi okkar,
en yljum okkur við góðu minning-
arnar og þakklætið fyrir góðu
stundirnar. Þú hefur auðgað líf
okkar sem og annarra sem þig
þekktu en sá sem auðgar líf ann-
arra hefur vissulega lifað góðu og
þýðingarmiklu lífi. Það hljóta að
teljast forréttindi hvers manns að
ná þeim aldri og lifa því lífi sem afi
lifði, með skýrri hugsun allt fram á
síðasta dag.
Minningin lifir um góðan mann
sem mun eiga stað í hjörtum okk-
ar um ókomna tíð.
Stefnir, Silja og Elva.
Kveðja frá félögum í Lions-
klúbbi Kópavogs.
Stefnir Helgason var félagi í
Lionsklúbbi Kópavogs allt frá
árinu 1962. Hann gegndi á sínum
tíma starfi formanns og öðrum
embættum hjá klúbbnum.
Starfsemi Lionsklúbba beinist
einkum að því að hrinda í fram-
kvæmd og styðja margs konar
samfélagsleg verkefni.
Það er á engan hallað þótt sagt
sé að Stefnir hafi verið máttar-
stólpi í starfi Lionsklúbbs Kópa-
vogs. Hann átti frumkvæði að
mörgum verkefnum sem við tók-
um að okkur og fylgdi þeim fast
eftir. Hér skulu aðeins nefnd tvö
dæmi um slík verkefni.
Hið fyrra er Kópasel, sumar-
dvalarheimili fyrir börn, en hið
síðara er Sunnuhlíð, hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða, auk dagvist-
unar og íbúða. Síðarnefnda verk-
efnið var unnið í samstarfi 10
þjónustuklúbba.
Það átti við um flest eða öll
verkefni klúbbsins að ævinlega
var leitað til Stefnis varðandi
skipulagningu og framkvæmd og
þar var svo sannarlega ekki komið
að tómum kofunum.
Þótt meginstarf Lionsklúbba
beinist að samfélagslegum verk-
efnum er einnig lögð stund á innra
starf, haldnir eru fræðslu- og
skemmtifundir og farnar ferðir
innanlands og erlendis. Einnig á
þessum vettvangi var Stefnir öfl-
ugur liðsmaður sem gott var að
leita til.
Ráð Stefnis voru jafnan veitt af
heilindum og ljúfmennsku. Það
var lán að fá að kynnast Stefni
Helgasyni.
Við minnumst látins félaga og
vinar með þakklæti og sáran sökn-
uð í huga og vottum aðstandend-
um innilega samúð.
Haukur Hauksson, formaður
Lionsklúbbs Kópavogs.
Árið er 1977. Ég hafði nokkru
áður hafið rekstur endurskoðun-
arstofu í Reykjavík þegar Jón vin-
ur minn Skúlason nefndi við mig
áhugaverðan möguleika. Hann
hafði þá tekið á leigu skrifstofu-
húsnæði á 5. hæð í Hamraborg 1 í
Kópavogi og hafið þar sams konar
rekstur undir nafninu Bókun sf.
Breyttar aðstæður gerðu það að
verkum að húsnæðið var of stórt
og hann spurði hvort ég hefði
áhuga á að setja mig þar niður
með mína starfsemi. Húsnæðið
væri í eigu viðkunnanlegra „eldri
hjóna“, staðurinn miðsvæðis og í
mikilli uppbyggingu. Eftir nokkra
umhugsun sló ég til og flutti í
Hamraborgina í ágúst. Ekki grun-
aði mig þá að þarna færi í hönd allt
að fjögurra áratuga samleið með
ómetanlegum vinahópi.
Fyrrnefnd „eldri hjón“ sem ég
nefndi voru þau Gríma Svein-
björnsdóttir og Stefnir Helgason
sem kvaddur er hér í dag. Þegar
þarna var komið sögu höfðu þau
snúið sér alfarið að rekstri fyrir-
tækis síns, Falur hf., sem hafði
starfsemi sína á sömu hæð og við
og umsvifalaust vorum við ungu
mennirnir boðnir velkomnir í fé-
lagsskap þeirra og þar var ekki í
kot vísað. Aldursmunur var alls
ekki til trafala – þau voru bæði
einhvern veginn svo ung í anda.
Með stækkun fyrirtækis okkar í
áranna rás varð til einstakt sam-
félag á 5. hæðinni þar sem Stefnir
og Gríma voru oftar en ekki hrók-
ar alls fagnaðar. Auk ógleyman-
legra samverustunda á 5. hæðinni
minnumst við einnig ferðalaga inn-
anlands og utan, heimboða, árshá-
tíða o.m.fl. þar sem þau hjónin voru
ævinlega ómissandi hluti af hópn-
um. Síðar seldu þau okkur fjór-
menningunum í Bókun sf. fimmtu
hæðina en héldu sem betur fer
áfram að vera hluti samfélagsins
okkar.
Stefnir hafði áður verið nokkuð
umsvifamikill heildsali í Kópavogi
og um tíma haslaði hann sér völl á
sviði bæjarmála – varð bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og lét
til sín taka á þeim vettvangi. Hon-
um var tíðrætt um þá reynslu sína í
hópi okkar og var ekki alltaf sáttur
við gang mála á þeim vettvangi.
Hann var talnaglöggur með ein-
dæmum og þegar kirkjusóknin
hans lenti í miklum fjárhagslegum
ógöngum var hann kvaddur til að-
stoðar og gerði það með slíkum
„bravör“ að áhrifa þess gætir enn í
dag.
Það var mikið skarð fyrir skildi
þegar Gríma féll frá seint á árinu
2005 en þau höfðu ævinlega verið
sem eitt – Stefnir tók missinum af
miklu æðruleysi og sem betur fer
hélt hann áfram að koma í kaffi til
okkar – sagði reyndar eitthvert
sinn að þær heimsóknir „héldu í sér
lífinu“. Þegar frá leið og heilsan tók
að gefa sig fækkaði þeim heim-
sóknum en andlega var það ævin-
lega sama persónan sem maður
hitti fyrir – allt fram undir það síð-
asta. Fylgdist grannt með öllu sem
var í gangi og var „með á nótunum“
í því sem var að gerast, bæði í nær-
umhverfinu og þjóðfélaginu.
Að leiðarlokum viljum við, vina-
hópurinn sem kennir sig gjarnan
við 5. hæð í Hamraborg 1, þakka
fyrir einstaka viðkynningu og vin-
áttu. Það er mikil gæfa að hafa átt
Stefni fyrir vin og félaga og fyrir
það erum við ævinlega þakklát.
Fjölskyldu hans færum við okkar
hlýjustu samúðarkveðjur,
Guð blessi minningu Stefnis
Helgasonar.
Guðmundur Jóelsson.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær sonur okkar, sambýlismaður minn,
faðir okkar, bróðir minn, tengdafaðir og afi,
KRISTJÓN GRÉTARSSON
frá Hellissandi,
lést á Landspítalnum laugardaginn 21. apríl.
Hann verður jarðsunginn frá Lindakirkju
föstudaginn 4. maí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á SÁÁ.
Guðný Sigfúsdóttir Grétar Kristjónsson
Laufey Þorgrímsdóttir
Gerða Arndal Kristjónsdóttir Máni Ingólfsson
Grétar Arndal Kristjónsson Brynhildur Guðmundsdóttir
Óskar F. Arndal Kristjóns. Nanna Birta Pétursdóttir
Jóhann Grétarsson Marife Legaspi Cagay
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BERITH THERESE LINDQUIST,
lést sunnudaginn 25. apríl á Fjeldberg
Sykehjem í Fredrikstad, Noregi.
Útförin verður þriðjudaginn 8. maí frá Borge
kapell, Sellebak.
Inger Ellen L. Westgaard Jostein Westgaard
Gunnar Lindquist
Sigrún Lindquist Árni Þór Bergsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BRYNLEIFUR H. STEINGRÍMSSON,
Lækjasmára 7, Kópavogi,
sem lést á Landakotsspítala þriðjudaginn
24. apríl, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 4. maí klukkan 15.
Guðrún Helga Brynleifsdóttir Gunnlaugur A. Jónsson
Helga Brynleifsdóttir Jón G. Hauksson
Brynja Blanda Brynleifsd. Ingvaldur Thor Einarsson
Steingrímur Brynleifsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, systir, mágkona og
frænka,
ÁSTDÍS BJÖRG STEFÁNSDÓTTIR,
Fitjaási 8, Reykjanesbæ,
áður til heimilis að Melbraut 2, Garði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Fossvog föstudaginn 27. apríl.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 7. maí kl. 13.
Sveinbjörn S. Reynisson
Alma V. Sverrisdóttir Egill Jónsson
og frændsystkini.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar