Morgunblaðið - 01.05.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.isSTOFNAÐ 1956
DÍMON
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Íslensk hönnun
& handverk
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
„Ég segi bara eins og er að ég hef
leitast við að bjóða nefndinni allt það
sem hún vill í þessu máli og ég mun
gera það áfram og í öðrum málum
einnig, hér eftir sem hingað til,“ sagði
Ásmundur Einar Daðason, jafnréttis-
og félagsmálaráðherra, við Morgun-
blaðið eftir að hann sat fyrir svörum á
opnum fundi velferðarnefndar Al-
þingis í gær.
Fram kom á fundinum að Ásmund-
ur Einar hefði farið þess á leit við
Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð-
herra að ríkisstjórnin skipaði óháðan
aðila til að gera úttekt á meintum af-
skiptum Braga Guðbrandssonar, for-
stjóra Barnaverndarstofu, af störfum
barnaverndarnefnda og rannsókn
velferðarráðuneytisins á þeim mál-
um.
Þannig verður fenginn óháður aðili
til að gera úttekt á rannsókn velferð-
arráðuneytisins, sem þó er sá aðili
sem hefur eftirlitsskyldu með Barna-
verndarstofu. Niðurstaða rannsóknar
velferðarráðuneytisins var sú að
Bragi Guðbrandsson hefði ekki brotið
af sér í starfi, en tilefni rannsókna
voru formlegar kvartanir sem bárust
frá barnaverndarnefndum vegna
framgöngu hans.
Ásmundur Einar segir að ef óháð-
ur aðili komist að annarri niðurstöðu
muni það hafa áhrif á framboð Braga
sem fulltrúa Íslands til Barnaréttar-
nefndar Sameinuðu þjóðanna, en at-
kvæðagreiðsla um embættið fer fram
29. júní.
Segir málinu drepið á dreif
Ásmundur Einar sagði í samtali við
mbl.is í gær að rannsókn ráðuneyt-
isins á afskiptum Braga væri ekki
hafin yfir gagnrýni. Þau orð sagði for-
veri hans í starfi, Þorsteinn Víglunds-
son, þingmaður Viðreisnar, vera
„með ólíkindum“. Þorsteinn sagði
ráðherra með þessu vera að skella
skuldinni á rannsókn ráðuneytisins,
þegar gagnrýnin snúist um það að
niðurstöður ráðuneytisins hafi ekki
verið birtar. Það segir Þorsteinn að
hljóti að hafa verið ákvörðun ráð-
herra, sem síðan hafi talað fyrir fram-
boði Braga til Barnaréttarnefndar
Sameinuðu þjóðanna.
„Áður en það er farið að efna til
sjálfstæðrar, óháðrar rannsóknar þá
væri nú ágætt bara að byrja á því að
birta niðurstöður þeirrar rannsóknar
sem ráðuneytið sjálft vann og þá geta
menn tekið afstöðu til hennar á
grundvelli þeirra upplýsinga sem þar
liggja fyrir, en ekki að það sé verið að
drepa málinu á dreif með þessum
hætti,“ segir Þorsteinn.
Óháður aðili fenginn
til að rannsaka málið
Önnur úttekt verður gerð á meintum afskiptum Braga
Ljósmynd/Vefur Alþingis
Fundur Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sat fyrir svörum á opnum fundi velferðarnefndar í gær.
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Mjög mikill verðmunur reyndist vera
á 180 g dós af Óskajógúrt með kaffi-
bragði frá Mjólkursamsölunni (MS) í
smásöluverslunum í miðbæ Reykja-
víkur, sem eru með rýmri afgreiðslu-
tíma á kvöldin og um helgar.
Þessu komst svangur en glöggur
lesandi Morgunblaðsins að kvöld eitt í
sl. viku, sem ætlaði að grípa með sér
jógúrt á heimleið úr bænum.
Þar var verslun 10-11 í Austur-
stræti dýrust, þar sem jógúrtdósin
kostaði 259 kr., en þess má þó geta að
verslun 10-11 í Austurstræti er opin
allan sólarhringinn alla daga.
Í um þriggja mínútna göngufjar-
lægð er verslunin Kvosin í Aðalstræti
sem er opin frá kl. 8-23 alla daga og
kostaði sama vara þar 229 kr. Í Ing-
ólfsstræti, sem er í um þriggja mín-
útna göngufæri frá verslun 10-11 í
hina áttina, er svo verslunin Víðir Ex-
press sem er opin frá kl. 8-23 alla
daga, en þar kostaði jógúrtdósin að-
eins 118 kr. og er því um meira en
100% verðmun að ræða í sambæri-
legum verslunum í stuttu göngufæri.
Hjá Víði Express fengust þær upp-
lýsingar að þeir reyndu almennt að
vera sanngjarnir í verðlagningu, en
geta mætti sér til um að nálægð versl-
unarinnar við lágverðsverslun Bónuss
á Hallveigarstíg gæti haft sín áhrif til
lækkunar.
Til samanburðar kannaði blaða-
maður verð á samskonar vöru hjá
Bónusverslun í Reykjavík en þar
kostaði hún 111 kr. Líta ber þó til þess
að hinar verslanirnar eru með mun
rýmri afgreiðslutíma en Bónus, sem
er almennt með verslanir sínar opnar
á milli kl. 10-12 til 18-19.30, breytilegt
eftir dögum.
Jógúrtokur í mið-
borg Reykjavíkur
Yfir 100% verð-
munur í matvörubúð-
um í léttu göngufæri
Ljósmynd/Aðsend
Dýrkeypt Kaffijógúrt frá MS í
verslun 10-11 í Austurstræti.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar
hjá Reykjavíkurborg telur nýja íbúa
í Furugerði munu „geta nýtt reiðhjól
sem samgöngumáta, til jafns við bif-
reið, þar sem breytingar á Grensás-
vegi hafa leitt til
betra aðgengis
fyrir reiðhjól“.
Tilefnið er gagn-
rýni íbúa í Furu-
gerði á fyrirhug-
aða þéttingu
byggðar við göt-
una.
Málið varðar
áform um að
byggja allt að 37
íbúðir á lóðinni
Furugerði 23 við Bústaðaveg en þar
var lengi gróðrarstöðin Grænahlíð.
Fram kemur í bréfi borgarinnar til
íbúa að „strangt til tekið [sé] mögu-
leiki á að fara upp í allt að 49 íbúðir á
þessum reitum án þess að breyta
aðalskipulagi Reykjavíkur“.
Bréfið feli í sér hótun
Lára Sverrisdóttir, lögfræðingur
og fulltrúi íbúa í Furugerði, segir
ekki hægt að túlka ofangreint bréf
borgarinnar á annan veg en að þar
sé því hótað að byggja 49 íbúðir í
stað þeirra 4-6 íbúða sem aðal-
skipulag gerir ráð fyrir.
„Í bréfi Reykjavíkurborgar er
látið að því liggja að vinna við nýtt
deiliskipulag sé stutt á veg komin.
Þó er verið að segja við íbúa að ekki
þurfi að breyta aðalskipulagi þar
sem um „lítils háttar“ beytingu sé að
ræða. Þetta er þversögn enda eru 49
íbúðir í stað 4-6 aldrei lítils háttar
breyting frá gildandi aðalskipulagi.
Að lögum þarf því að breyta aðal-
skipulagi til að af þessu geti orðið en
það er greinilegt að borgin ætlar að
sniðganga það,“ segir Lára.
Fá ekki að hitta borgarstjóra
Lára gagnrýnir hæg viðbrögð
borgarinnar við fyrirspurnum.
„Eftir tæpa 3 mánuði er Reykja-
víkurborg að svara bréfi frá 4. febr-
úar 2018 en lætur þess í engu getið
að bréfið hafi verið ítrekað 16. mars
sl. Þar var bæði óskað eftir fundi
með borgarstjóra og fundargerðum
borgarráðs. Hvorugu hefur Reykja-
víkurborg orðið við. Þess ber þó að
geta að 28. mars sl. fékk fulltrúi íbúa
tölvupóst um að borgarstjóri vildi
hitta íbúana en fyrst vildi hann fá
gögn frá skipulaginu. Frá honum
hefur ekki heyrst síðan,“ segir Lára
sem telur einsýnt að þéttingin auki
bílaumferð. Fyrirmæli um hjólreiðar
séu þvingandi og óraunhæf.
Teikning/Arkís
Furugerði 23 Fyrirhugað fjölbýli við Bústaðaveg í Reykjavík.
Íbúar noti hjól til
jafns við bifreið
Lára
Sverrisdóttir
Borgin svarar gagnrýni á þéttingu