Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur margt betra við tímann að
gera en sitja og finna upp á verkefnum.
Þiggðu heimboð og spjallaðu við vini, ekki
síst vinkonur í dag.
20. apríl - 20. maí
Naut Einhver getur gefið þér góð ráð varð-
andi fjárhagslega framtíð þína. Láttu það
eftir þér að gera eitthvað það sem hugurinn
þinn stendur til.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú munt líklega eiga mikilvægar
samræður við yfirmenn þína og aðra yfir-
boðara á næstu vikum. Farðu eftir innsæi
þínu og láttu aðra alls ekki stjórnast í þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga
góða vini svo leggðu þig fram um að halda
þeim. Láttu góðvild þína ekki verða á þinn
eigin kostnað.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú kemst ekki hjá því að hugleiða
vandlega hvaða afstöðu þú átt að taka til
þeirra hluta sem máli skipta. Leggðu grunn-
inn nú að breytingum á umhverfi þínu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hlauptu í átt að tækifærunum, til-
búin að taka ákvörðun. Það er um að gera
að leita álits annarra þótt þú sért viss í
þinni sök en taktu samt enga óþarfa
áhættu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Efasemdir þínar og óöryggi gera þig
tortrygginn í garð annarra. Ef þér leiðist er
það engum að kenna nema sjálfum þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú er rétti tíminn til þess að
innleiða breytingar í heimilislífinu. Það eru
margir fúsir til þess að rétta þér hjálpar-
hönd ef þú vilt þiggja aðstoð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er dagurinn til þess að leyfa
hæfileikunum að njóta sín óhindrað.
Stundum er þetta spurning um að vera
réttur maður á réttum stað á réttum tíma.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einhverjar breytingar eru yfirvof-
andi og margt sem kallar á athygli þína
þessa dagana. Aðrir búa yfir hæfileikum
sem fullkomna þína.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hafðu ekki áhyggjur ef þú nennir
ekki að vera framsækinn og uppfinninga-
samur í vinnunni. Treystu innsæi þínu og
láttu ekki aðra draga úr þér kjarkinn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Sérhver þumlungur sem færir þig
nær velgengni og ríkidæmi ýtir jafnframt
undir sjálfselsku. Treystu á sjálfan þig ef þú
vilt koma einhverju í verk.
Sú var tíðin að enskir knatt-spyrnumenn hétu þjálum og
einföldum nöfnum, svo sem Geoff
Hurst, Bryan Robson eða Alan
Smith. Nú er flækjustigið að aukast
og leikmönnum sem bera tvöfalt
ættarnafn, með bandstriki og öllum
pakkanum, fer óðum fjölgandi.
Ætli megi ekki fullyrða að Alex
Oxlade-Chamberlain, leikmaður
Liverpool, hafi hrint þessari bylgju
af stað fyrir nokkrum árum og hon-
um hefur nú bæst liðsauki í rauða
hernum, Trent Alexander-Arnold.
Bráðungur og bráðefnilegur leik-
maður. Í bláa hluta bítlaborg-
arinnar má svo finna annað ung-
stirni, Dominic Calvert-Lewin. Í
grenndinni á Manchester United
svo Cameron Borthwick-Jackson.
Margt bendir til þess að fyrr-
nefndur Oxlade-Chamberlain sé
smitberinn, ef svo má að orði kom-
ast, en liðið sem fóstraði hann í
æsku, Southampton, býr auðvitað
að James Ward-Prowse.
x x x
Rammast kveður svo að þessu hjáArsenal, þar sem Oxlade-
Chamberlain lék í nokkur ár.
Blóðgaður hefur verið í úrvalsdeild-
inni í vetur maður að nafni Ainsley
Maitland-Niles og á bekknum gegn
Manchester United um helgina sat
Jordi Osei-Tutu. Ekki sérstaklega
enskt nafn en Englendingur eigi að
síður.
Í unglingaliði Arsenal, sem lék til
úrslita við Chelsea í ungmenna-
bikarnum (seinni úrslitaleikurinn
var í gærkvöldi) má svo finna Emile
Smith-Rowe, Tyreece John-Jules og
Vontae Daley-Campbell. Í frábæru
liði Chelsea hittu þessir ágætu pilt-
ar fyrir útherjann knáa Callum
Hudson-Odoi, sem hlýtur að vera
farinn að banka duglega á dyrnar
hjá aðalliði þeirra bláu. Chelsea á
einnig Ruben Loftus-Cheek sem er
í láni hjá Crystal Palace.
Walesbúar hafa heldur ekki látið
sitt eftir liggja, samanber Hal Rob-
son-Kanu hjá WBA.
Knattspyrna var lengi íþrótt al-
þýðunnar á Englandi en hermt er
að það sé að breytast. Ætli þessi
nafnaþróun sé þá ekki tímanna
tákn. Aðallinn hefur tekið völdin.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Finnið og sjáið að Drottinn er góður,
sæll er sá maður sem leitar hælis hjá
honum.
(Sálm: 34.9)
Verumgáfuð ogborðum
fisk
Plokkfiskur
- Hollur kostur tilbúinn á 5mín.
Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is
Hollt og
fljótlegt[ ]
ÁNMSG
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Ólafur Stefánsson og raunarmargir fleiri eiga það sam-
merkt að þeim þykir vænt um
Leirinn og vonast til að hann geti
orðið líflegri. Ólafur orti útfar-
arvers leirsins:
Leirinn er dauður og laupana hann,
lagði’ upp um vorlangan daginn.
Gikt er í körlum og gleðin í bann,
þótt gangi flest annað í haginn.
Að vísu er hret eins og vant er og
títt,
á vorin á landinu þvísa,
en það er svo algengt og alls ekkert
nýtt,
að ekki skal gerð um það vísa.
Enn orti Ólafur:
Að Leirinn legðist í gröf,
löng er orðin sú töf.
Hann hjarði og marði,
hælunum barði,
úti á alystu nöf.
Ingólfur Ómar bætti við:
Efla skulum andans svið
enn með dáð og þori.
Til að leirinn lifna við
líkt og blóm að vori.
Og Friðrik Steingrímsson:
Ég vona að leirinn lifni senn
og létti mönnum stundir,
þó að blómin bíði enn
breiðu mjallar undir.
Að síðustu lét karlinn á Lauga-
veginum í sér heyra:
Ég hausinn reigi meir og meir
í minni skáldastellingu;
þegar færist líf í leir
lifnar yfir kerlingu!
Páll Imsland heilsaði leirliði á
dómsdagsmorgni eftir að hafa
fengið þessa vitrun í draumi:
Sá ég á himninum sólafans
sveipaðan bragandi geislakrans.
Ég sá það í hönd mér
að sundurleit lönd hér
sigldu öll rakleitt til Andskotans.
Hallmundur Guðmundsson yrk-
ir á Boðnarmiði og kallar „Hnoð-
sjálfa“:
Fátt er mér til lista lagt
en lulla þó að mörgu.
Ýmislegt hef skapað skakkt
og skilað fólki örgu.
Andrés Björnsson orti um Einar
Sæmundsen skógarvörð:
Þér mun ekki þyngjast geð
þó að stytti daginn;
haustið flytur meyjar með
myrkrinu inn í bæinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Útfararvers leirsins
og dómsdagur
„ÉG VONAST HINS VEGAR TIL ÞESS
AÐ SJÁ LJÓS VIÐ ENDA GANGANNA
BRÁÐUM.“
„ÞÚ GETUR EKKI VERIÐ „BÆÐI-OG“.
ANNAÐHVORT ERTU SEKUR EÐA SAKLAUS.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hlæja í
rigningunni.
HUGSARÐU OFT TIL
MÍN, GRETTIR?
Ó, JÁ! ÉG GERI RÁÐ FYRIR AÐ HUGSA UM ÞIG AÐ HUGSA UM MIG
TELJIST MEÐ?
HVERNIG VILTU DEYJA, HRÓLFUR?
Í SVEFNI!
ÞÚ GÆTIR VILJAÐ
LEGGJA ÞIG NÚNA!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann