Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018 ✝ Emilía Ágústs-dóttir fæddist í Reykjavík 26. maí 1960 og lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja í Keflavík 9. apríl 2018. Foreldrar hennar voru Ágúst Jóns- son, f. 1926, d. 1996, stýrimaður og síðar skipstjóri hjá Eim- skipafélagi Íslands, og þáverandi kona hans Jónína Guðný Guðjónsdóttir, f. 1931, d. 1973. Bróðir Emilíu er Bogi, f. 1952. Eftir skilnað foreldranna ólst Emilía upp frá þriggja ára aldri hjá móðursystur sinni, Ogino vann við gæðaeftirlit á fiski fyrir japanska kaupendur sjávarafurða og kom til Íslands í þeim erindagerðum. Ogino var sjálfstætt starfandi við gæðaeftirlit nær alla sína tíð bæði hér á landi sem og er- lendis. Emilía starfaði meðal annars á skrifstofum Eimskipafélags- ins og vann þar með föður sín- um eftir að hann þurfti að hætta siglingum vegna van- heilsu. Hún átti og rak blóma- verslunina Engjablóm um nokk- urra ára skeið ásamt vinkonu sinni. Emilía og Ogino bjuggu lengst af í Miðhúsum í Graf- arvogi en fluttu 2007 til Grinda- víkur, þar sem stór hluti móð- urfjölskyldu Emilíu bjó. Þar eignaðist hún fljótt marga góða vini. Útför Emilíu fór fram í kyrr- þey frá Grindavíkurkirkju 16. apríl 2018. Guðbjörgu Jóns- dóttur, og þáver- andi manni henn- ar, Árna Þór Eymundssyni. Emilía giftist 28. júlí 1979 Yuz- uru Ogino, f. 27.7. 1954, d. 2.12. 2016, og þau eignuðust eina dóttur, Guð- björgu Yuriko Og- ino, f. 10. október 1994. Unnusti hennar er Aron Jörgen Auðunsson, f. 11. ágúst 1991. Börn þeirra eru Emiko Erla, f. 26. janúar 2015, og Erik Árni Ogino, f. 25. september 2016, Aronsbörn. Elsku Emma mín. Við Yuri stóðum hvort sínum megin við rúmið þitt og héldum í hendur þínar þegar þú yfirgafst þetta líf. Það var ótrúlega erfitt og sárt fyrir okkur að sleppa af þér takinu þrátt fyrir langa og erfiða baráttu við veikindin. Þín vegna var það viss léttir, en sorgin og söknuðurinn var yfirsterkari hjá okkur. Elsku hjartans Emma mín, þú varst heilsteyptasta og besta manneskja sem ég hef kynnst um ævina, alltaf glöð og kát, gerðir gott úr öllu, hjálpsöm, dugleg, heiðarleg, greind og vel lesin. Þú varst kletturinn í fjöl- skyldu okkar. Grétari og Brynj- ari varst þú elskaðasta og besta systir sem hægt var að óska sér. Þú tókst stjúpbörnum mínum með faðmlögum og hlýju, eins og þau hefðu alltaf verið í lífi þínu. Emma var frá fæðingu í lífi mínu. Ég bjó hjá Dúu systur þegar hún kom í heiminn. Lítil fjölskylda á Kirkjutorginu, Dúa, Bogi, Emma og ég. Gústi alltaf á sjónum. Við fluttum á Ægisíð- una eftir að kviknaði í hæðinni fyrir ofan, þar kom Árni pabbi hennar til sögunnar. Við giftum okkur þegar Emma var þriggja ára og fluttum á Bárugötu, hún kom fljótlega til okkar. Emma var yndisleg dóttir og fyllti líf okkar af hamingju í 11 ár. Það var mikið sárt og erfitt fyrir hana þegar við Árni skildum, enda mikil pabbastelpa. Hún fylgdi mér gegnum súrt og sætt, og hefur alltaf staðið við bakið á mér síðan. Ég vil þakka öllu skyldfólki og vinum sem heimsóttu Emmu á sjúkrahúsinu. Þakka þér, Bogi minn, hvað þú varst tryggur systur þinni, varst mikið hjá henni síðustu dagana, þér Hjalli minn sem komst daglega til hennar í Keflavík, þú María mín fyrir að fara með henni í allar geislameðferðir 10 daga í röð, þér Benný mín sem komst til hennar kvöld eftir kvöld eftir vinnu. Strákunum mínum Helga og Gumma sem komu dag eftir dag meðan hún lá á 11 E. Þakka gömlu vinkonum hennar, Huldu og Önnu Grétu, sem komu á hverjum degi meðan hún lá á 11 E, auk heimsókna í Keflavík. Þér, Ragnheiður mín, og þínum dætrum sem komu nánast á hverjum degi og buðust til að vaka yfir henni á móti okkur hvenær sem við þörfnuðumst þess, þér, Eva mín, þú leystir okkur af á nóttunni svo við þrjú gætum sofið í nokkra tíma, ég, Yuri og Aron. Elsku Brynjar minn, sem varst yfir systur þinni dag eftir dag fram á nótt. Ég þakka líka hjúkrunarfólki og læknum fyrir frábæra umönnun, prestinum okkar, sr. Elínborgu Gísladóttur, sem kom oft til hennar og hélt utan um okkur þennan erfiða tíma. Elsku hjart- ans Yuriko mín, það er sárara en tárum taki að missa pabba sinn og mömmu á tæplega einu og hálfu ári. Ég bið guð að styrkja þig, Aron, Emiko og Ogino í sorg ykkar, en minningarnar um góða móður og ömmu muna allt- af lifa. Emma verður alltaf með okkur, hún gleymist aldrei. Ég sagði við Emmu: „Millan mín, þú verður alltaf með okkur uppi í sumarbústað í sumar.“ „Mamma, ekki bara í sumar,“ sagði hún, „heldur öll næstu sumur, ég fer aldrei frá ykkur.“ Síðustu orðin sem hún sagði við mig áður en meðvitundarleysið kom yfir hana, sem varði í 3-4 sólarhringa, voru: „Mamma, ertu búin að ráða þig í þrifin hérna á spítalanum?“ Þá horfði hún á mig vera að taka til í her- berginu fyrir nóttina eftir allar heimsóknir dagsins, ég hélt að hún væri sofandi. Þetta lýsir smá að ekki var langt í húm- orinn hjá henni. Elsku hjartans Emma mín, Guð geymi þig ávallt. Þakka þér fyrir allt. Elska þig hjartans dóttir mín. Þín mamma. Emma systir mín varð aðeins 57 ára, óvæginn sjúkdómur varð henni að aldurtila aðeins rúmu ári eftir að eiginmaður hennar, Yuzuru Ogino, varð einnig að lúta í lægri haldi fyrir krabba- meini. Emma var átta árum yngri en ég, sólskinsbarn frá fyrstu stundu. Hún var ákveðin, með skýrar skoðanir, rökföst og gædd ríkri réttlætiskennd. For- eldrar okkar skildu þegar hún var aðeins tveggja ára. Fljótlega eftir það flutti hún til móður- systur okkar Guðbjargar Jóns- dóttur, Bubbu, og manns hennar Árna Þórs Eymundssonar. Emma nefndi þau alla tíð mömmu og pabba. Samband þeirra mæðgna, Bubbu og Emmu, var sérstaklega náið alla tíð. Bubba vék ekki frá dóttur sinni í síðustu sjúkdómslegunni, var við hlið hennar dag sem nótt. Sjálfur bjó ég í eitt ár hjá Árna og Bubbu áður en ég flutti til föður míns og seinni konu hans, Margrétar Sigurðardóttur. Við Emma ólumst því ekki upp saman, en bæði nutum við ást- ríkis og góðs uppeldis. Emma var enn á táningsaldri þegar hún hitti ungan og mynd- arlegan Japana sem var á Ís- landi til að hafa eftirlit með gæð- um sjávarafurða sem flutt voru út til Japans. Hún var aðeins nítján ára þegar þau giftust, þarna hafði kviknað sönn ást, sem var enn jafn djúp og einlæg þegar Oggi lést í desember 2016. Þá hafði Emma sjálf barist við sama sjúkdóm í mörg ár. Hún hafði lengst af betur þó að vá- gesturinn hyrfi aldrei alveg. Þegar sjúkdómurinn blossaði upp að nýju um síðustu áramót hvarflaði ekki annað að henni en að hún ynni aftur sigur. En svo fór ekki, að þessu sinni bar með- ferð ekki árangur. Síðustu vikur voru erfiðar og mikil barátta en hugrekki Emmu, bjartsýni, baráttuþrek og æðruleysi voru aðdáunarverð. Hún vildi ekki láta vita hversu alvarleg veikindin væru, hún vildi ekki valda nokkrum manni áhyggjum eða hugarangri. Þetta var dæmigert fyrir Emmu og umhyggju hennar fyrir öðrum. Hún var að eðlisfari hjálpfús og óeigingjörn, enda hvers manns hugljúfi. Fólk laðaðist að þessari hjartahlýju, glaðlyndu og já- kvæðu stúlku og hún eignaðist marga vini. Þeirra minningar um hana eru einungis jákvæðar, eins og hún var sjálf. Hún gerði alla sem kynntust henni að betri manneskjum. Emma kvartaði aldrei í sjúk- dómslegu sinni og var afar þakk- lát starfsfólkinu á Landspítalan- um og sjúkrahúsinu í Keflavík. Hún sagðist vita að það væri mikið álag á þeim en hún fyndi aldrei fyrir því, hjúkrunarfræð- ingar, læknar og sjúkraliðar hefðu alltaf nægan tíma fyrir hana. Erfiður sjúkdómur breytti ekki eðli hennar, hún leit alltaf á björtu hliðarnar. Yuriko, dóttir Emmu og Ogga, var það dýrmætasta í lífi þeirra og svo barnabörnin. Þau fara nú á mis við að fá að kynn- ast þessu einstaka fólki. Ætt- ingjar og vinir standa eftir í sárri sorg, mestur harmur er þó kveðinn að Yuriko, manni henn- ar og börnum. Hvíl í friði litla systir, minn- ingin um þig mun ætíð ylja um hjartarætur. Bogi. Elskuleg vinkona og sam- starfskona er dáin. Eftir sitja margar fallegar minningar og mikil sorg. Mín fyrsta minning af Emmu er þegar ég var svo heppin að fá að kenna yndislegu Yuri, þá sjö ára. Þessi rólega og yndislega mamma var alltaf boð- in og búin að hjálpa með bekk- inn. Hún elskaði Yuriko sína af öllu hjarta og vildi vera sem mest með henni. Áður en ég vissi af var konan bara komin til starfa við skólann. Mikið vorum við heppin að fá þessa hjarta- hlýju konu til samstafs við okk- ur. Hún kenndi okkur margt. Ég var svo heppin að fá Emmu inn í minn bekk sem stuðningsfulltrúa og náði hún mjög vel til barnanna og við smullum saman eins og flís við rass. Ég held reyndar að Emma hafi passað flestum ef ekki öllum sem hún talaði við. Eitt árið vantaði kennara við skólann og hvað gerði Emma; breytti bara aðeins um hlutverk og gerðist kennari, þrátt fyrir að vera flutt mun lengra frá skól- anum, til Grindavíkur. Mér brá mikið við andlát elsku Ogga, sálufélaga Emmu og eiginmanns, fyrir um einu og hálfu ári. Nú finnst mér full- mikið tekið frá sömu fjölskyld- unni og finnst ósanngjarnt að Yuriko þurfi að missa báða for- eldra sína á svona stuttum tíma. En við stjórnum þessu því miður ekki. Eftir sitja margar fallegar minningar sem við eigum um Emmu og verðum við sem eftir sitjum að þakka fyrir þær og þakka fyrir yndislegu Yuriko og litlu fjölskylduna hennar. Það er með söknuði sem ég kveð þessa góðu vinkonu og bið ég Guð að styrkja Yuriko, Aron og börnin þeirra, Bubbu og fjöl- skyldu í þessum mikla missi og sorg. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum) Þín vinkona, Erla. Það var fyrir tæpum þrjátíu árum að við kynntumst henni Emmu. Við vorum allar saman úti í Englandi ásamt mönnunum okkar en tilgangur ferðalaganna þangað var að eignast börn, en þetta var áður en farið var að framkvæma glasa- og tækni- frjóvganir hér á landi. Þarna vorum við í pínulitlu þorpi rétt fyrir utan Cambridge. Á staðn- um var einn pöbb og þar hitt- umst við öll kvöld og drukkum vatn eða aðra óáfenga drykki. Þarna myndaðist mikill vinskap- ur sem hefur haldist ætíð síðan. Oggi maðurinn hennar Emmu kenndi mönnunum okkar golf á meðan við stelpurnar fórum saman í búðir. Emma var alveg ótrúleg, hún mátaði aldrei fötin, hún bara keypti þau og var snögg að og fór svo í að finna eitthvað sem passaði á okkur hinar. Árið 1994 eignuðust Emma og Oggi draumabarnið sitt, hana Guðbjörgu Yuriko. Stoltari for- eldrar voru ekki til enda stelpan fullkomin í alla staði. Eftir að Yuriko fæddist bjuggu þau í Grafarvoginum og opnaði Emma þá blómabúð ásamt einni úr okk- ar hópi. Það var oft glatt á hjalla þegar við hinar mættum „á bak- við“ í heimsókn í blómabúðina. Eftir að Englandsferðunum lauk fórum við saman í útilegur og í sumarbústaði og við stelp- urnar stofnuðum prjónaklúbb. Emma var með eindæmum mikil hannyrðakona og oft sem við hinar tókum andköf þegar hún mætti með afraksturinn til að sýna okkur. Emma greindist með krabba- mein fyrir sjö árum og barðist hún af miklu æðruleysi í veik- indum sínum. Hún kvartaði aldr- ei, sama hversu veik hún var. Enda jákvæðari og bjartsýnni manneskja vandfundin. Fyrir rúmu ári missti Emma lífsförunautinn sinn, hann Ogga, eftir stutt en erfið veikindi. Emma hafði sterkar skoðanir og kom maður aldrei að tómum kofunum hjá henni því hún var bæði vel gefin og víðlesin. Með söknuði kveðjum við góða vinkonu og minnumst mjúka faðmlagsins hennar Emmu okkar. Elsku Yuriko, Aron og börn, Bubba og synir, Árni, Liesbeth og Þóra, Bogi og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að vernda ykkur og hugga. Anna, Elín Theódóra (Ella Dóra), Inga, Jóhanna og Sandra. Nú hef ég kvatt þig í hinsta sinn, mín kæra Emma vinkona. Það var sorgardagur þegar ég fékk hringingu fyrir sjö árum og mér tjáð að þú hefðir verið greind með krabbamein. Þú gerðir lítið úr veikindum þínum og huggaðir mig og sagðir mér að hafa ekki áhyggjur því við ættum eftir að verða gamlar saman og drekka sérrí á Lauga- veginum í ellinni. Þú huggaði mig og aðra í stað þess að láta hugga þig. Emma tók þessum veikindum sínum af miklu æðruleysi og tal- aði aldrei um þau. Emma missti Ogga sinn fyrir einu og hálfu ári og var það mikið og stórt högg fyrir þær mæðgur, Emmu og Yuriko. Emmu kynntist ég úti í Eng- landi á Bourn Hall Clinic, en þar vorum við báðar í glasafrjóvg- unarmeðferð ásamt eiginmönn- um okkar. Á fyrsta degi mynd- aðist mikill og góður vinskapur milli okkar hjónanna og varði hann til síðasta dags. Nærvera þeirra var svo ljúf og góð og svo gott að vera í návist þeirra. Emma var stór og sterkur persónuleiki, bæði vel lesin, fróð og stóð alltaf föst á sínu. Hún var ráðagóð og skynsöm. Þau voru ekki svo fá skiptin þegar maður leitaði til Emmu í hennar viskubrunn. Emma og Oggi eignuðust loks dótturina Yuriko og fylgdi henni mikil ást og ham- ingja, enda stúlkan fullkomin í alla staði. Emma var alltaf til í allt, sama hverju maður stakk upp á. Blómabúðin Engjablóm varð til í Spönginni en þar opnuðum við saman blómabúð og stendur það helst upp úr. Það má segja að þessi þrjú ár sem við rákum hana hafi verið gullárin okkar. Emma sá um bókhald, reikninga og vaskinn og var vel passað upp á að allt væri nú á hreinu og í skilum á réttum degi hjá minni. Við lærðum svo margt hvor af annarri á þessum tíma. Emma er sú ljúfasta manneskja sem ég hef kynnst. Síðar gerist það að þau hjónin fluttu til Grindavíkur og breikk- aði bilið á milli okkar, sem mér þótti miður því Emmu vildi ég hitta á hverjum degi. Emma sagði að gæðastundirnar okkar skiptu mestu máli þegar við hitt- umst. Það var alveg sama hvað Emma tók sér fyrir hendur í starfi, hvort sem það voru skrif- stofustörf, kennsla í grunnskóla eða þjónustu- og afgreiðslustörf, alls staðar var hún virt og dáð af samstarfsfólki sínu. Elsku Emma mín, þín verður sárt saknað og mun ég geyma allar fallegu og góðu minningar okkar í læstri gullbók í hjarta mínu og lesa þær um ókomna tíð. Ég treysti guði og veit að hann á eftir að taka vel á móti þér og umvefja þig englum. Elsku Emma mín, ég vil þakka þér fyrir góðan og fal- legan vinskap í gegnum tíðina. Sérríið verðum við að fá okkur á næsta stað. Yuriko og þín stóra og góða fjölskylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið guð að styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg. Ástarkveðja, Elín Theódóra Jóhannesdóttir. Hér sit ég með tár í augum og hugsa til elskulegu Emmu minn- ar. Hún var yndisleg kona sem ætíð sá allt það besta í fari allra sem hún umgekkst. Ég kynntist henni þegar við unnum saman í Húsaskóla. Emma var einstök manneskja og náðum við strax vel saman. Hún var ein af þess- um manneskjum sem eru hrein- lega góðar í gegn. Hún lagði ætíð natni í allt sem hún gerði og gerði allt með glöðu geði, greiðvikin, ósérhlífin og vinnu- söm. Hún var trú og trygg í okk- ar vinskap og þegar ég átti erfitt þá stóð ekki á hennar huggun. Hún aðstoðaði mig á erfiðum tímum og hjálpaði mér mikið við flutninga og að takast á við erf- iðleika sem ég átti við að glíma. Þeirri hjálp mun ég aldrei gleyma. Hún aðstoðaði mig við að standsetja íbúð þótt vinskap- urinn hefði ekki staðið lengi og segir það til um hve góð og in- dæl manneskja hún var. Á þess- um árum átti hún litla stelpu- skottu sem hún sá ekki sólina fyrir og hafði þráð svo lengi að eignast. Ekkert var of gott fyrir litlu stúlkuna hennar og held ég að Emma hafi verið mér fyr- irmynd í móðurhlutverkinu. Ég hugsaði oft um hve heppin þessi litla skotta var að fá Emmu fyrir móður og mig langaði til að verða jafn frábær í því hlutverki og hún. Ég man enn hve sárt var að frétta af því að Emma hefði fengið þennan sjúkdóm, sér í lagi þar sem hún hafði ætíð hugsað svo vel um heilsuna. Mér fannst þetta svo ósanngjarnt og ótrúlegt að kona eins og hún skyldi þurfa að takast á við þá erfiðleika sem sjúkdómnum fylgir. Ég er samt svo glöð í hjarta mér að hún skyldi fá tíma með yndislegu dóttur sinni og barnabörnunum tveimur eftir að hún greindist. Ég hugsaði með mér þegar barnabörnin hennar fæddust hvað þau væru ótrúlega heppin að eiga þessa frábæru ömmu sem þráði að fá að um- gangast börn og eiga börn. Mikil er sorg ykkar, elsku Yuriko mín og fjölskylda. Ykkur votta ég mína innilegustu samúð og vona að góður Guð styðji ykkur og styrki í sorg ykkar. Fráfall Emmu er sárt og sorglegt og hennar verður sárt saknað af öllum sem þekktu hana. Hvíl í friði elsku vinkona og ég mun ætíð bera í brjósti kærleika og þakklæti handa þér. Hrefna Ingvarsdóttir. Emilía Ágústsdóttir Ástkær eiginmaður minn, bróðir, mágur og frændi, GARÐAR HALLDÓRSSON véltæknifræðingur, andaðist föstudaginn 13. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Lovísa Ölversdóttir Dagbjört Halldórsdóttir Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BERENT SVEINBJÖRNSSON pípulagningameistari, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, lést í Svíþjóð laugardaginn 28.apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sveinbjörn Berentsson Auður Björgvinsdóttir Jóhanna Berentsdóttir Dagur Jónsson Hólmfríður Berentsdóttir Jóhann Berentsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.