Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Cocoa Mint 2000 umgjörð
kr. 12.900,-
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
ICQC 2018-20
Tilkynt hefur verið hvaða fjórir
listamenn og hópar eru tilnefndir
til Turner-verðlaunanna í ár, en
þau eru virtustu verðlaun sem
veitt eru í Bretlandi fyrir sam-
tímamyndlist og vekja ætíð at-
hygli langt út fyrir Breska sam-
veldið. Naeem Mohaiemen er
tilnefndur fyrir kvikmyndaverk
þar sem hann tekst iðulega á við
nýlendustefnu og byltingar, Luke
Willis Thompson skoðar í kvik-
myndaportrettum sínum meðal
annars áhrif ofbeldis, morða og
harðræðis sem lögregla beitir og
Charlotte Prodger hefur einnig
vakið athygli fyrir vídeóverk þar
sem hún veitir áhorfendum í senn
innsýn í eigið líf og hluti og sögur
sem hafa vakið athygli hennar. Þá
er tilnefndur hópurinn Forensics
Architecture, sem hefur að und-
anförnu vakið athygli í Bretlandi
fyrir rýmisrannsóknir sem snúast
ekkert síður um pólitískt rými en
landfræðilegt. Hópurinn starfar
innan Goldsmiths-háskólans og
hreppti nú í vikunni bresk menn-
ingarverðlaun sem kennd eru við
Margréti prinsessu og eru veitt
evrópskri menningarstofnun ár-
lega. Þetta er fjölmennur hópur
og meðal hópstjóranna er íslenski
arkitektinn Stefán Laxness.
Gagnrýnandi The Guardian,
Adrian Searle, er hæstánægður
með þá sem tilnefndir eru til Tur-
ner-verðlaunanna að þessu sinni
og segir þá takast á við raunveru-
legt líf fólks, sögu og arfleifð, á
merkilegan hátt.
Tilnefnt til Turner-verðlauna
Rannsókn Úr verki Forensics Architecture „Rafah: Black Friday“ en það
fjallar um stríðsátök dagana 1. til 4. ágúst 2014 á Gaza-ströndinni.
Anna Coliva, virtur safnstjóri Galleria Borghese-
safnsins í Rómaborg, þar sem getur að líta óviðjafnan-
leg listaverk eftir listamenn á borð við Caravaggio,
Bernini, Rafael og Titian, hefur verið skikkuð af dóm-
ara í launalaust leyfi fyrir að vera of mikið fjarverandi
í vinutímanum, meðal annars í líkamsrækt. Og sam-
kvæmt umfjöllun The Art Newspaper mun málið fara
formlega fyrir dóm.
Coliva þykir hafa rekið Galleria Borghese afar vel og
meðal annars skilaði sérsýning á skúlptúrum eftir
Bernini sem hún stýrði safninu 2,5 milljónum evra í
sértekjur. En árið 2014 barst yfirvöldum menningar-
mála nafnlaus ábending (hún hefur verið rakin til varð-
ar sem var áminntur fyrir að selja sjálfur aðgöngumiða
að safninu) þess efnis að Colvia stimplaði sig iðulega
inn á morgnana og hyrfi síðan úr húsi. Maður var lát-
inn fylgja henni eftir og í ljós kom að eftir að hún
stimplaði sig inn á morgnana fór hún iðulega aftur úr
húsi og stundum í líkamsrækt. Alls var hún fjarverandi
frá skrifstofunni í 41 klukkustund á 12 dögum.
Við yfirheyrslur sagði Coliva að hún ynni svo mikla
óskilgreinda yfirvinnu fyrir safnið að þar væri í raun
um miklu fleiri tíma að ræða en þá sem hún væri fjar-
verandi þessa daga, og þegar hún færi úr húsi væri
það nær alltaf vegna vinnu. Og samstarfsmenn hennar
taka undir það. Þá hafa aðrir safnstjórar á Ítalíu gagn-
rýnt meðferðina á Coliva harðlega. Lögmaður hennar á
bágt með að skilja að málið sé á leið fyrir dóm, og að
jafn háttsettir yfirmenn séu skikkaðir til að nota
stimpilklukku.
Safnstjóri sakaður um skróp
Meistaraverk Í Galleria Borghese eru meistaraverk
eins og Drengur með ávaxtakörfu eftir Caravaggio.
Avengers – Infinity War Ný Ný
Víti í Vestmannaeyjum 3 6
Peter Rabbit 6 5
Duck Duck Goose / Önd önd gæs 7 2
Rampage 1 3
A Quiet Place 2 4
Blockers 4 4
Lói – þú flýgur aldrei einn 15 13
The Death of Stalin 11 4
Ready Player One 5 5
Bíólistinn 27.–29. apríl 2018
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Um 16.000 manns sáu nýjustu kvik-
myndina um ofurhetjuhópinn Hefn-
endurna, The Avengers, um
helgina en hún sló heimsmet hvað
varðar miðasölutekjur á heimsvísu
yfir frumsýningarhelgi. Myndin er
sú fjórða um Hefnendurna og fyrri
hluti af tveimur en sá næsti verður
frumsýndur eftir ár. Víti í Vest-
mannaeyjum var næsttekjuhæsta
myndin hér á landi með um þúsund
áhorfendur en frá upphafi hefur
hún skilað 41 milljón króna í miða-
sölu og seldir miðar eru um 31 þús-
und talsins.
Bíóaðsókn helgarinnar
Hefnendur trekkja að
Hasar Úr Avengers: Infinity War.
Undanfarnar vikur hefur San Fran-
cisco-ballettinn, sem lýtur listrænni
stjórn Helga Tómassonar, frumflutt
12 ný dansverk í fjórum sýningum
undir samheitinu Unbound. Viða-
mesta sýning lokahlutans var Björk
Ballet eftir danshöfundinn Arthur
Pita, en hann samdi verkið við fléttu
laga eftir Björk Guðmundsdóttur.
Gagnrýnandi The New York
Times, Alastair MacAuley, fjallar
ítarlega um Unbound-sýningaröðina
og segir í fyrirsögn að tær fag-
mennska dansflokksins skíni í gegn
við flutning verkanna.
Björk Ballet var annað tveggja
verka á hátíðinni sem samin voru við
áður útgefna tónlist og þykja rýn-
inum bæði „afar skrýtin“. Segir
hann Björk Ballet hafa verið viða-
mesta verkið á þessari danshátíð,
bæði hvað varðar fjölda dansara á
sviðinu og sviðsmynd, en meðal ann-
ars voru hátt á sviðinu 40 háar
silfurjurtir og við sögu komu
„grímuklæddur fiskimaður, par í
erótískum núningi og stórir hópar
dansara sem brugðu upp alls kyns
furðum“. Fljótlega eftir byrjun
verksins féllu allar jurtirnar niður á
sviðið og rýni varð ljóst að upp frá
því var hann vitni að ókunnuglegum
sviðsheimi sem var „kitsch, camp,
weird“ – eins og segir upp á ensku,
og svo „furðulegur að hann hélst
skemmtilegur. En þetta var einnig
léttvægt og skorti markverða sam-
setningu í dansinum,“ skrifar rýn-
irinn um verkið.
Dansflokkur Helga Tómassonar frum-
flutti verk við tónlist Bjarkar
Óvenjulegt Frá sýningu á Björk Ballet.