Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1. M A Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  101. tölublað  106. árgangur  PRJÓNAUPP- SKRIFTIR OG MORSSENDINGAR SÆLUVIKA Í SKAGAFIRÐI ÞAR SEM ÁIN STREYMIR EFTIR NORMAN MACLEAN FJÖLDI VIÐBURÐA 14 FIMM STJÖRNUR 31ÚTGÁFA 12 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gangi áform Icelandair Group, Prim- era Air og WOW air eftir gætu nærri 150 farþegaþotur verið í rekstri félag- anna innan fárra ára. Við það bætist m.a. að Air Atlanta Icelandic hefur nú 14 þotur og Bluebird Cargo 8 þotur. Bæði félög eru í vexti. Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Prim- era Air, segir tækifærin mörg. „Ef áætlanir okkar ganga eftir ið að íþyngja rekstri Primera Air. Bogi Nils Bogason, framkvæmda- stjóri fjármála hjá Icelandair Group, segir „líklegt að ef olíuverð helst óbreytt, eða hækkar frá því sem nú er, muni fargjöld hækka á síðari hluta ársins“. „Á móti kemur að Icelandair Group ver ríflega helming af áætlaðri eldsneytisnotkun tólf mánuði fram í tímann og það minnkar skammtíma- áhrifin talsvert.“ Stefna á 130-148 þotur  Félögin Primera Air, WOW air og Icelandair Group áforma vöxt á næstu árum  Forstjóri Primera Air segir hækkandi olíuverð farið að íþyngja rekstri félagsins MFlugfélögin í háflugi »4 sjáum við auðveldlega fyrir okkur að vera með 30-40 þotur í flotanum eftir þrjú til fjögur ár… Það á sér stað ákveðin bylting. Nýju þoturnar gera lággjaldaflugfélögunum mögulegt að fara inn á þessar lengri leiðir sem hafa ekki verið hagkvæmar hingað til,“ segir Hrafn og vísar m.a. til flugs frá Austur-Evrópu til Asíu. Þá sér Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, fyrir sér jafnvel tvöföldun á flota félagsins á næstu árum. Hrafn segir hækkandi olíuverð far- Flugflotinn stækkar 148 háspá130 lágspá Fjöldi véla samkv. spám flugfélaganna 2018 2021 92 Yfirvöld í Ísrael hafa komist yfir mikið magn stolinna gagna sem sýna að Ír- anar hafi verið að þróa kjarnorkuvopn í langan tíma og logið að umheiminum í aðdraganda kjarnorkusamkomulags- ins sem gert var við landið árið 2015. Samkomulagið fól í sér að Íranar hægðu á kjarnorkutilraunum og minnkuðu birgðir af auðguðu úrani, gegn því að refsiaðgerðum og við- skiptaþvingunum gegn þeim yrði af- létt. „Kjarnorkusamkomulagið er byggt á lygum. Þetta er skelfilegt sam- komulag sem hefði aldrei átt að sam- þykkja,“ sagði Benjamin Netanyahu á blaðamannafundi þar sem hann greindi frá upplýsingunum. Utanríkis- ráðherra Írans hafnar ásökunum Ísr- aela með öllu og segir Netanyahu kalla „úlfur, úlfur“ á mjög hentugum tíma. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun taka ákvörðun um hvort samkomulag- inu verði slitið 12. maí. Hið minnsta 26 hermenn, þ. á m. margir Íranar, féllu í flugskeytaárás- um á stöðvar Sýrlandshers í Hama og Aleppo í gær. Jafnvel er talið að Ísr- aelsher hafi gert árásirnar, en tals- maður stjórnar Ísraels hefur sagt að þeir séu staðráðnir í að koma í veg fyr- ir að Íranar geti gert árásir á Ísrael frá grannríkinu. »17 Íranar hafa logið að um- heiminum AFP Lygasamkomulag Netanyahu greindi frá upplýsingunum í gær.  Ísrael segir þá þróa kjarnorkuvopn Haukar fögnuðu í gærkvöldi sigri á Íslandsmóti kvenna í körfuknattleik í mikilli stemningu á heimavelli sínum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Lauk þar með afar spennandi úrslitarimmu á milli Hauka og Vals en oddaleik þurfti til að knýja fram úrslit. Þar höfðu Hafnfirðingar betur, 74:70, og samtals 3:2 í rimmunni. Liðlega þúsund áhorfendur voru á Ásvöllum í gær og var vel mætt frá báðum félögum. » Íþróttir Spennandi úrslitarimmu lokið með sigri Hauka Morgunblaðið/Hari  Fram- kvæmdum við lagfæringar á Grindavíkurvegi, Borgarfjarðar- vegi og Þing- vallavegi verður flýtt og notaður til þess skerfur af sérstöku fram- lagi ríkisins til vegamála í ár. Annars fer megin- hluti fjárins til að styrkja vegi um allt land og leggja nýtt slitlag í stað þess sem skemmst hefur í vetur. Samgönguráðherra segir að aukið viðhald í ár muni leiða til mikils sparnaðar í framtíðinni. »2 Úrbótum á Grinda- víkurvegi flýtt Vegur Slitlag verð- ur lagt um allt land.  Hámarksfjárhæð vinninga í söfnunarkössum á vínveitinga- stöðum og í spilasölum hefur hækkað úr 100.000 kr. í 300.000 kr. eftir breytingu á reglugerð um söfnunarkassa. Með þessu er stefnt að því að jafna samkeppn- isstöðu söfnunarkassa og happ- drættisvéla en í happdrættis- vélum sem m.a. Háskóli Íslands rekur undir heitinu Gullnáman geta vinningar verið margar milljónir. Magnús Snæbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsspila sf. sem reka fjölda söfnunarkassa, segir að þau muni ekki hækka há- marksfjárhæðina í öllum sínum söfnunarkössum en þó ein- hverjum eftir breytinguna. Gildir breytingin einungis á vínveitingastöðum og í spilasölum og er hámarksfjárhæð einstaks vinnings í spilakassa í sjoppu 20.000 kr. »6 Hámarksvinningur í söfnunarkössum þrefaldast með reglugerðarbreytingu Morgunblaðið/Kristinn Spilakassar Hámarksfjárhæð í söfn- unarkössum hefur hækkað.  Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið hefur fengið í hend- urnar niðurstöðu úttektar sem það lét Oxford-háskóla gera í júní 2017 á netöryggismálum hérlendis eftir líkani sérfræðinga. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráð- herra, kynnti hana á Alþingi. Hann segir aðrar þjóðir vera með netöryggismál í forgangi og eðli- legt sé að gera úttekt á netöryggi á Íslandi til að fá samanburð við aðrar þjóðir. Ísland kom vel út hvað varðar lagaumhverfi og stefnu stjórnvalda í málaflokknum, en stendur veikar að vígi hvað varðar netöryggi í sambandi við varnarmál og gæði hugbúnaðar hérlendis. Niðurstöðunni svipaði til niðurstöðu úttektar í Bretlandi nema Ísland er komið skemur á leið. Úttektin skilaði 120 ábend- ingum til úrbóta. »14 Netöryggismál til skoðunar hjá stjórnvöld- um eftir úttekt Oxford-háskóla á stöðunni Morgunblaðið/Golli Niðurstaða 120 tillögur til úrbóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.