Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 2
Ljósmynd/Josef Malknecht Lengjast Vinnan við Dýrafjarðar- göng gengur vel. Verktakar við Dýrafjarðargöng grófu 105 metra í síðustu viku. Er það langtum meiri árangur en náðst hefur til þessa og með því lengsta, eða það lengsta sem tekist hefur að grafa á einni viku í veggöngum hér á landi. Göngin eru nú orðin rúmir 2 kíló- metrar að lengd, sem er 38% af heildarlengd ganganna. Göngin verða 5,6 kílómetrar, þar af 5,3 kíló- metrar í bergi og vegskálar bætast síðan við. Í allt verður vegurinn frá Mjólkár- virkjun, í gegnum göngin og að Dýrafjarðarbrú tæpir 14 kílómetrar og styttir Vestfjarðaveg á milli sunn- an- og norðanverðra Vestfjarða um rúma 27 kílómetra. helgi@mbl.is Nýtt met í gangagreftri  Dýrafjarðargöng lengdust um 105 m unarsýning sem grundvallast að mestu á sýningum sem fyrirtækið Gagarín setti upp í Lava Centre á Hvolsvelli og Perlunni í Reykjavík. Hún dregur fram frumkrafta Ís- lands, eldinn, hraunið, seigluna og kraftinn og beinir sjónum að því hvernig náttúruöflin hafa skapað landið og mótað fólkið sem þar býr. Á von á 30 þúsund gestum Sýningin hefur fengið góðar viðtökur því um 1.000 gestir hafa skoðað hana frá því á fimmtudag að dyr hennar voru opnaðar. Hún verður uppi í tvo og hálfan mánuð og á Martin von á því að fá 30 þús- und gesti á þeim tíma. Sameiginlega sýningarrýmið er um 350 fermetrar að stærð og skiptast sendiráðin á um að hafa sýningar þar. Íslenska sendiráðið fær afnot af sýningarsvæðinu í þrjá mánuði á eins og hálfs árs fresti. Þótti tilvalið að nota það í þessum tilgangi nú. Sendiráðið hyggst vera með ýmsar uppákomur í Felleshus á þessum tíma, til dæmis þegar leikir íslenska landsliðsins verða á HM í Rússlandi. Kemur ekki á óvart þegar gamli markaskorarinn úr Eyjum á í hlut. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tveggja tonna steini úr hrauninu sem rann úr Eldfelli í Vestmanna- eyjagosinu árið 1973 hefur verið komið fyrir við norrænu sendiráðin í Berlín. Hefur steinninn vakið mikla athygli og nær þar með til- gangi sínum sem er að vekja at- hygli á margmiðlunarsýningu um ógnarkrafta náttúrunnar á Íslandi í sameiginlegu rými sendiráðanna. Fyrir þessu framtaki stendur Martin Eyjólfsson, sendiherra Ís- lands, og lét hann sækja „hraun- molann“ með ærinni fyrirhöfn til gömlu heimahaganna í Eyjum. Steinninn er aðeins 45 ára gamall og er kynntur með réttu sem yngsti steinninn í Þýskalandi. Liður í fullveldisafmæli „Tilgangurinn með sýningunni er að fagna 100 ára fullveldis- afmæli Íslands með vinaþjóð okk- ar. Ríkisstjórnin styrkti tvö sendi- ráð sérstaklega af þessu tilefni, í Berlín og Kaupmannahöfn,“ segir Martin. Sýningin í sameiginlegu sýn- ingarrými norrænu sendiráðanna, Felleshus, er gagnvirk margmiðl- „Hraunmoli“ úr Eyjum vekur athygli Sendiráð Íslands í Berlín með margmiðlunarsýningu um ógnarkrafta náttúrunnar á Íslandi Opnun Guðlaugur Þór Þórðarson og Martin Eyjólfsson við steininn. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018 RAFVÖRUR Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Sorpkvarnir í vaska Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meginhlutinn af 4 milljarða króna aukaframlagi ríkisstjórnarinnar til vegamála fer í að styrkja vegi og leggja slitlag sem rifnað hefur upp og halda við malar- vegum. Þessir kaflar eru um allt land. Einnig verð- ur sett aukið fjár- magn í lagfæring- ar á Grinda- víkurvegi og Borgarfjarðar- vegi í Njarðvíkur- skriðum og jafn- vel til að flýta framkvæmdum við Þingvallaveg. Ríkisstjórnin samþykkti á dögun- um að veita 4 milljarða króna fram- lag úr almennum varasjóði sem fjár- málaráðherra fer með til brýnna vegaframkvæmda í ár. Vegagerðin hefur unnið að því að forgangsraða verkefnum og greina hvar mögulegt er að bæta í af tæknilegum ástæðum og fór vegamálastjóri yfir stöðu málsins með samgönguráðherra í gær. Vegir styrktir og nýtt slitlag Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra segir að vegirnir hafi farið illa í vetur og umferð aukist mikið. Þá þurfi að bæta umferðar- öryggi. Það sé ástæðan fyrir því að ákveðið var að auka viðhaldsfram- kvæmdir í sumar. Ráðherra vekur athygli á því að búið sé að bjóða út mörg verk. Í sumum tilvikum sé hægt að auka magnið en önnur verk þurfi að bjóða út að nýju. Hann segir að meginþorri fjár- munanna fari í að leggja slitlag þar sem vegir hafa skemmst, styrkja vegi og leggja slitlag að nýju og halda við malarvegum. Þetta séu verkefni um allt land. Sigurður Ingi nefnir þrjú einstök verkefni sem eru á mörkum þess að vera viðhald og nýframkvæmdir. Verja átti 200 milljónum í ár til að bæta umferðaröryggi á hættulegum kafla Grindavíkurvegar með því að breikka veginn og aðskilja aksturs- stefnur. Ráðherra segir að meira fjármagn verði veitt í þetta verkefni þannig að hægt verði að gera aðeins meira í ár. Framkvæmdum við Borg- arfjarðarveg í Njarðvíkurskriðum verður flýtt. Leggja á jarðstreng í vegkantinn og þykir mikilvægt að laga veginn í leiðinni svo ekki þurfi að opna hann aftur. Vegagerðin vinnur að undirbún- ingi breikkunar og styrkingar Þing- vallavegar og segir Sigurður Ingi stefnt að því að auka við fjármuni til þess að hægt sé að gera aðeins meira þar í sumar. Það verkefni er raunar í biðstöðu vegna kærumála. Þá verða fjármunir lagðir í að undirbúa stærri verkefni. Sparar stórfé í framtíðinni „Þetta fjármagn mun nýtast mjög vel. Það að geta flýtt viðhaldi á þessu ári mun spara okkur stórfé í framtíð- inni,“ segir Sigurður Ingi. Aukið viðhald vega um allt land  Framkvæmdum við Grindavíkurveg, Borgarfjarðarveg og Þingvallaveg flýtt  Slitlag víða endurnýjað Sigurður Ingi Jóhannsson Morgunblaðið/Hanna Grindavíkurvegur Sérstakt tillit er tekið til öryggis við skiptingu fjármuna. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Til skoðunar er möguleg samvinna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og hjúkrunarheimil- anna Kirkjuhvols á Hvolsvelli og Lundar á Hellu vegna máls Tryggva Ingólfs- sonar, sem hefur dvalið á lungna- deild Landspítal- ans í rúman mánuð eftir út- skrift, að sögn sonar Tryggva. Ástæður þess að Tryggvi hefur ekki snúið aftur á heimili sitt á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli er undirskriftalisti starfsmanna um að þeir myndu ganga út ef Tryggvi kæmi aftur. „Talað var um að það vantaði faglega mönnun á Kirkjuhvol. Þetta snýst um það að starfsfólkið er að kalla eftir faglegri aðstoð, þekkingu og þjálfun. Það er bara verst að hann pabbi lendir á milli í þessu öllu saman,“ segir Finnur Bjarki Tryggvason. Hann segist ekki vita nákvæmlega að hverju sé verið að vinna, en hann treystir því að verið sé að vinna málið eins hratt og örugglega og hægt er. Bergur Þorri Benjamínsson, for- maður Sjálfsbjargar, landssam- bands hreyfihamlaðra, segir súrt að starfsfólk á Kirkjuhvoli hafi þurft að grípa til þessa óyndisúr- ræðis, en að Tryggvi sé tilvalinn kandídat fyrir notendastýrða per- sónulega aðstoð (NPA), sem Al- þingi lögfesti í síðustu viku. „Án þess að ég vilji taka fram fyrir hendurnar á honum sjálfum og fjöl- skyldu hans, þá myndi ég telja réttast að honum yrði a.m.k. boðin þessi þjónusta.“ Finnur, sonur Tryggva, segir notendastýrða persónulega aðstoð eitthvað sem fjölskyldan ætli að skoða í samvinnu við Tryggva. „Eins og pabbi orðaði það þá er hann opinn fyrir öllu sem gæti leyst málið. Það er það sem hann vill. Hann vill bara komast heim.“ Kandídat fyrir NPA  Skoða samstarf HSU og hjúkrunarheimilanna  Tryggvi hefur dvalið á Landspítala í meira en mánuð eftir útskrift Tryggvi Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.