Morgunblaðið - 01.05.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2018
JÓN BERGSSON EHF
RAFMAGNSPOTTAR
Við seljum þér betri heilsu og fleiri góðar stundir
og þú færð heitan pott með í kaupunum
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
40
ÁRA
reynsla
Björn Björnsson
bgbb@simnet.is
Að viðstöddu fjölmenni var hin ár-
lega Sæluvika Skagfirðinga sett í
Safnahúsinu við Faxatorg á sunnu-
dag. Formaður byggðaráðs, Stefán
Vagn Stefánsson, rakti sögu þessa
menningarviðburðar sem nær á ann-
að hundrað ár til baka. Þá voru nokk-
ur tónlistaratriði þar sem nemendur
Tónlistarskóla Skagafjarðar komu
fram en síðan afhenti Gunnsteinn
Björnsson Samfélagsverðlaun
Skagafjarðar, sem að þessu sinni
voru veitt hjónunum Herdísi Klausen
hjúkrunarforstjóra og Árna Stef-
ánssyni íþróttakennara fyrir for-
göngu þeirra í heilsurækt og almenn-
ingsíþróttum, en segja má að þau hafi
innleitt slíkar íþróttir í Skagafirði.
Úrslit í vísnakeppni
Þá var lýst úrslitum í Vísnakeppni
Safnahússins þar sem bæði var óskað
eftir botnum við gefna fyrriparta og
stökum vísum um gefið efni.
Leikseigastir að þessu sinni voru
þeir Ingólfur Ómar Ármannsson fyr-
ir besta botninn og Jón Gissurarson
fyrir bestu vísurnar. Að lokum var
opnuð ljósmyndasýning Gunnhildar
Gísladóttur í Safnahúsinu sem hún
nefnir „Tímamót“.
Fjölmargt er til skemmtunar á
Sæluviku og má þar nefna að í Fé-
lagsheimilinu Bifröst sýnir Leikfélag
Sauðárkróks leikritið „Einn koss enn
og ég segi ekki orð við Jónatan“, í
leikstjórn Ingridar Jónsdóttur. Á
Kaffi Krók er skemmtileg mál-
verkasýning brottflutts Skagfirðings,
Ástu Júlíu Hreinsdóttur, og í Gúttó
sýnir Myndlistarfélagið Sólon ágæt
verk félaga sinna og nefnir „Litbrigði
samfélagsins“.
Í Kakalaskála í Blönduhlíð segir
skáldið Einar Kárason Grettissögu,
og í Sauðárkróksbakaríi sýnir Hjalti
Árnason stórskemmtilegar ljós-
myndir sem hann hefur tekið á hin-
um ýmsu körfuboltaleikjum Tinda-
stóls á liðnum vetri. Þá var hefð-
bundið Kirkjukvöld í Sauðárkróks-
kirkju í gærkvöldi þar sem ræðu-
maður var Guðni Ágústsson og
gestasöngvari Þórhildur Örvars-
dóttir.
Í Melsgili verður Kvæðamanna-
félagið Gná með kvæðakvöld og fær
til sín góða gesti úr nágrannafélög-
unum svo og Ragnheiði Ólafsdóttur,
sem kynnir og kveður.
Hátíðarsamkoma stéttarfélaganna
fellur inn í Sæluvikuna í dag og verð-
ur opið hús með veitingum og
skemmtiatriðum í Bóknámshúsi
FNV, en ræðumaður dagsins er Hall-
dór Grönvold hjá ASÍ.
Sirkus Íslands heldur þrjár sýn-
ingar á þrem stöðum í Skagafirði á
miðvikudag, þá heldur Kvennakórinn
Sóldís tónleika í Frímúrarahúsinu.
Sauðárkróksbíó verður með úrval
góðra mynda í vikunni og í Hóladóm-
kirkju verður útskrift kvennahóps
sem unnið hefur að saumum á ís-
lenskum faldbúningum á undan-
förnum árum. Eftir útskriftina býður
félagsskapurinn Pilsaþytur upp á
kaffi og með því í Auðunarstofu.
Lýkur með Heimistónleikum
Glæsileg atvinnulífssýning verður
opnuð í Íþróttahúsinu og stendur hún
laugardag og sunnudag, en á laug-
ardagskvöldið verður afmælishátíð
Karlakórsins Heimis í Miðgarði og
má þar með segja að Sæluviku ljúki
formlega.
Af ofangreindu má sjá að æði
margt er við að vera í Sæluvikunni og
ættu allir að finna eitthvað við sitt
hæfi. Er þó ef til vill ekki allt upp tal-
ið sem gestir og gangandi geta dvalið
við þessa merkilegu viku.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Sæluvika Félagskonur í Pilsaþyt mættu að vanda í þjóðbúningnum við setningu Sæluviku Skagfirðinga.
Sæluvikan er hafin
Hjónin Árni Stefánsson og Herdís Klausen fengu Sam-
félagsverðlaun Skagafjarðar Fjöldi viðburða alla vikuna
Samfélagsverðlaun Herdís Klausen og Árni Stefánsson taka við Sam-
félagsverðlaunum Skagafjarðar úr hendi Gunnsteins Björnssonar.
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Líta þarf til netvarna sem hluta
varnarmála á Íslandi og efla skipulag
til að tryggja gæði hugbúnaðar hér-
lendis. Meðal annars er fyrirhugað
að þróa tilkynningagátt fyrir net-
öryggisatvik til að auðvelda fólki að
tilkynna atvik sameiginlega og með
samræmdum hætti eftir því sem við
á, til netöryggissveitar Póst- og fjar-
skiptastofnunar, Persónuverndar og
lögreglu.
Þetta og fleira kemur fram í
skýrslu samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðuneytisins sem birt hefur verið
á vef ráðuneytisins um niðurstöðu ít-
arlegrar úttektar Oxford-háskóla á
netöryggismálum Íslands. Notast
var við líkan sem háskólinn hefur
þróað og er notað til að meta slíka
stöðu. Í líkaninu er staða netöryggis
metin út frá netöryggisstefnu og
skipulagi, netöryggismenningu og
samfélagi, netöryggismenntun, þjálf-
un og hæfni, lagalegu umhverfi og
stöðlum, skipulagi og tækni og metið
hversu langt samfélagið er komið út
frá hverjum þætti. Í niðurstöðunni,
til samanburðar, var svipað mynstur
í hlutfalli á milli mismunandi þátta í
Bretlandi og á Íslandi, en Bretland
er í flestum þáttum þrepi ofar.
Í kjölfar úttektarinnar sem var
framkvæmd að beiðni íslenskra
stjórnvalda skilaði Oxford-háskóli
skýrslu með ítarlegri lýsingu á stöðu
netöryggis í ýmsum þáttum sam-
félagsins og mati á stöðunni út frá
líkani háskólans ásamt 120 ráðlegg-
ingum til úrbóta.
Þeir þættir sem standa best skv.
úttekt Oxford eru netöryggisstefnan
og lagaumhverfið. Netvarnir sem
hluti varnarmála voru veikasti þátt-
urinn, en fram kom hjá skýrsluhöf-
undum að þeir voru í vafa hvort hafa
bæri þennan þátt með í ljósi að-
stæðna hérlendis.
Skipulag til að tryggja gæði
hugbúnaðar þótti einnig veikt.
Ábyrgð á því að bregðast við
ráðleggingum og úrbótatillögum
skýrslunnar hefur þegar verið
deilt á ráðuneyti og stofnanir.
Samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðuneytið fer með netöryggismál,
dómsmálaráðuneytið fer með net-
glæpamál og utanríkisráðuneytið fer
með formleg tengsl við önnur ríki,
t.d. vegna netvarna.
Fyrirhugað er að Oxford-
háskóli endurmeti stöðuna síðar til
að unnt sé að meta árangur þeirra
aðgerða sem ráðist verður í á grunni
ráðlegginganna.
Netvarnarmál
og gæði hugbún-
aðar veikust
Skýrsla um niðurstöðu úttektar birt
Morgunblaðið/Júlíus
Netöryggismál Aðrar þjóðir eru
með málaflokkinn í forgangi.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
kynnti Alþingi niðurstöðu úttektarinnar, en ráðuneyti hans hafði óskað
eftir henni. „Niðurstaðan kom ekki mikið á óvart. Aðrar þjóðir hafa
verið að setja þennan málaflokk í forgang. Því vildi ráðuneytið fá fag-
fólk í að gera úttekt á netöryggismálum hérlendis. Við vildum geta
borið okkur saman við aðrar þjóðir og fá stöðumat síðar til að sjá
hvernig okkur gengur að vinna eftir þeim ábendingum sem fram komu.
Það var ánægjulegt að sjá að lagaumgjörð og stefnumótun komu vel
út. En það kom ekki á óvart að við þurfum að taka okkur á á öðrum
sviðum,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir mikilvægt að upplýsa almenn-
ing og styrkja innviði á þessu sviði. Samvinna við erlend ríki skipti
jafnframt miklu máli vegna eðlis netsins. „Það þurfa margir að koma
að þessu, bæði stjórnvöld og markaðurinn.“
Niðurstaðan kom ekki á óvart
SIGURÐUR INGI SEGIR ÁNÆGJULEGT AÐ STEFNA STJÓRNVALDA
OG LAGAUMHVERFI HAFI A.MK. KOMIÐ VEL ÚT Í ÚTTEKTINNI