Morgunblaðið - 16.05.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.05.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 RAFVÖRUR Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavél tekur 17 kg og þurrkari tekur 10 kg Amerísk gæða heimilistæki Guðni Einarsson gudni@mbl.is Brúnandarsteggur (Anas rubripes) hefur sést í Vestmannaeyjum und- anfarið. Andartegundin er norður- amerísk og hefur sést hér áður, þótt nokkuð sé liðið síðan hún sást síðast, að sögn Yanns Kolbeins- sonar, líffræðings hjá Náttúrustofu Norðausturlands. Dæmi eru um að brúnönd ílengist hér og dvelji árum saman. Hér hafa sést brúnandar- blendingar sem líklega voru af- kvæmi brúnandarsteggs og stokk- andarkollu. Yann sagði að það væri þekkt að þessar tegundir blönd- uðust enda væru þær náskyldar. Ef blendingurinn er kolla taka menn líklega ekki eftir því að um blend- ing sé að ræða. „Til ársins 2011 höfðu sést 39 brúnendur hér á landi og sú fertugasta sást 2014. Síðan hefur ekki sést brúnönd hér fyrr en nú,“ sagði Yann. Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari í Vestmannaeyjum, sem fylgdist með brúnöndinni í fyrradag og í gær og tók meðfylgjandi myndir af fuglinum. Hann sagði að öndin hefði haldið sig á tjörn sem Árni Johnsen útbjó við heimili sitt að Höfðabóli sunnarlega á Heimaey. Einnig komu æðarfuglar og settust á tjörnina. Brúnöndin hélt sig á sama stað í gær. „Brúnöndin var ákaflega stygg og varla leið að ná mynd af henni nema innan úr bílnum. Annars er hún farin eins og skot,“ sagði Sigurgeir. Náskyld stokköndinni Brúnönd er stór buslönd og er á stærð við stokkönd. Ekki er mikill útlitsmunur á steggjum og kollum brúnandar. Brúnandarsteggnum svipar svolítið til stokkandarkollu en bæði hann og stokkandarkollan eru með bláa spegla ofan á vængj- unum. Hausinn á brúnöndinni er ljósari en búkurinn og goggurinn gulleitur. Heimkynni brúnandar eru í aust- anverðri Norður-Ameríku. Varp- stöðvar þeirra eru í Kanada, m.a. í Ontario, Quebec, Labrador, á Ný- fundnalandi og Nova Scotia. Suður- mörk varpstöðvanna eru í nyrstu ríkjum Bandaríkjanna austan- verðum. Brúnendurnar ferðast suð- ur á bóginn, allt suður til Flórída á vetrum. Þær halda sig gjarnan í stórum hópum með stokköndum. Flækingsfuglar brúnanda hafa sést í Evrópu. Þannig fannst brúnönd merkt í New Brunswick í Kanada í Frakklandi. Einnig hafa þær sést á vesturströnd N-Ameríku og í Asíu. Brúnöndum fækkaði talsvert mikið eftir miðja 20. öldina vestan- hafs. Hertar veiðireglur drógu úr fækkuninni. Einnig hefur þrengt að búsvæðum brúnanda og sá vandi er enn til staðar. Morgunblaðið/Sigurgeir Brúnönd Steggurinn hefur haldið sig á tjörn við Höfðaból sunnarlega á Heimaey undanfarna daga. Brúnönd frá N-Ameríku í heimsókn á Heimaey  Styggur brúnandarsteggur hefur haldið sig við Höfðaból Morgunblaðið/Sigurgeir Norðuramerísk Blár spegillinn á vinstri vængnum sést vel á myndinni. Alls voru 1.452 starfsmenn starfandi á vegum starfsmannaleiga á innlend- um vinnumarkaði í seinasta mánuði og er það í fyrsta sinn sem starfs- mönnum starfsmannaleiga fækkar milli mánaða á fyrri hluta árs frá því uppgangur starfsmannaleiga hófst í lok 2015. Fækkaði þeim um tæplega 150 milli mánaða en rekja má fækk- unina einkum til þess að ein starfs- mannaleiga með um 300 starfsmenn hætti starfsemi í mars sl. Þetta kemur fram á nýju yfirliti Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði í apríl. Skráð atvinnuleysi í apríl var 2,3% og minnkaði um 0,1 prósentustig frá mars en hins vegar fjölgaði atvinnu- lausum lítið eitt frá sama mánuði í fyrra eða um 368 einstaklinga en þá mældist atvinnuleysið 2,1%. Alls voru 2.217 karlar að jafnaði atvinnulausir í apríl og 1.974 konur og var atvinnuleysi 2,2% meðal karla, og 2,4% meðal kvenna. At- vinnuleysi var mest á Suðurnesjum í apríl eða 3,0% og 2,4% á höfuðborg- arsvæðinu og Norðurlandi eystra. Alls voru 1.359 erlendir ríkisborg- arar án atvinnu í lok apríl eða um 30% allra atvinnulausra. Þessi fjöldi samsvarar um 4,5% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Vaxandi umsvif í sumar Sérfræðingar Vinnumálastofnun- ar gera ráð fyrir að atvinnuleysi fari að minnka í maí þegar vaxandi árs- tíðaumsvif verða í ýmsum atvinnu- greinum, byggingariðnaði, gistinga- og veitingastarfsemi, o.fl. Gera megi ráð fyrir að skráð atvinnuleysi minnki í maí og verði 2,0-2,2%. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að í ljós hafi komið á seinni hluta seinasta árs að farið væri að hægja á víða þannig að þessar tölur sem sýna aðeins meira atvinnuleysi í apríl en í fyrra séu sennilega í takt við þá þróun. Spurður um fækkunina hjá starfs- mannaleigum segir hann að allt bendi til þess að ekki muni draga úr umsvifunum yfir sumarmánuðina og jafnvel bæta aftur í þau því bygging- arframkvæmdir eru enn á fullri ferð og mikil þörf á vinnuafli. omfr@mbl.is Færri á vegum starfsmannaleiga  Í fyrsta sinn í þrjú ár fækkar starfsmönnum starfsmannaleiga milli mánaða á fyrri hluta ársins  2,3% skráð atvinnuleysi mældist í apríl sem er lítilsháttar aukning frá sama mánuði í fyrra Fjöldi starfsmanna hjá starfsmannaleigum Janúar til apríl 2016, 2017 og 2018 1.500 1.000 500 0 janúar febrúar mars apríl Heimild: Vinnumálastofnun 2016 2017 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bændur á Suðurlandi eru að bera áburð á tún þessa dagana. Margir eru hálfum mánuði seinna á ferðinni en vanalega. Eftir rigningar undan- farna daga eru mýratún blaut og erf- itt að komast um á dráttarvélum. Vorið hefur verið frekar kalt sunn- anlands og vestan og gras því lítið sprottið í uppsveitum. Gæðunum er þó misskipt, eins og venjulega, því gróður er lengra kominn syðst á landinu. Erfitt að komast um túnin „Við erum að bera á, byrjuðum í gær og höldum áfram í dag. Það er aðeins seinna en venjulega vegna klaka í jörðinni og kulda. Það er þó aðeins farið að grænka,“ segir Est- her Guðjónsdóttir, bóndi í Sólheim- um í Hrunamannahreppi. Þar sem enn er klaki undir og mýratún blaut eiga bændur erfitt með að komast um. „Vélarnar fara stundum á bólakaf og þá er bara náð í næstu vél og dregið upp,“ segir Esther. Bændur í nágrenni hennar sem rækta korn eru þessa dagana að sá. „Gróður er ekkert afleitur. Hann er kannski seinni til núna en verið hefur mörg undanfarin ár en ekki verri en algengt var fyrir árið 1990,“ segir Hermann Árnason, frjótæknir hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem er mikið á ferðinni um austur- hluta Rangárvallasýslu og alla Vest- ur-Skaftafellssýslu. „Það er margt að gerast núna. Flestir eru á fullu að bera á. Það er aðeins seinna en verið hefur undan- farin ár, jafnvel tveimur vikum á eft- ir,“ segir Hermann. Kal í illa kýfðum túnum Hermann hefur undanfarna daga farið mikið um Skaftárhrepp. Hann segir að þar sjáist kal í túnum og nefnir sérstaklega Skaftártungu í því sambandi. Segir raunar að einnig sjáist kalblettir á túnum sem ekki eru vel kýfð í Landeyjum, það er að segja ekki með nógu góðum halla. Margir kornbændur náðu að sá fyrir mánaðamót en aðrir eru að því nú. Einhverjir hafi lent í bleytunni og eru þess vegna seinna á ferðinni. Hálfum mánuði á eftir með vorverk  Kal sést í túnum á Suðurlandi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Plæging Vorverkin standa sem hæst hjá bændum landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.