Morgunblaðið - 16.05.2018, Side 11

Morgunblaðið - 16.05.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2018 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 20% afsláttur af LANCOME vörum Árangur sem þú bæði sérð og finnur. • Samstundis: Húðin er nærðari og áferðin fallegri. • Eftir 2 vikur: Húðin er sterkari og þéttari eins og henni hafi verið lyft, húðin er full orku og ferskari. • Eftir 8 vikur: Hrukkur eru minna sjáanlegar, húðin er fylltari. RÉNERGIEMULTI-GLOW krem sem endurvekur heilbrigðan húðlit KYNNING miðvikudag til föstudags Glæsilegur kaupauki ef þú kaupir tvær eða fleiri Lancome vörur NÝTT BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ólafur Heiðar Helgason, hagfræð- ingur hjá Íbúðalánasjóði, segir gögn sjóðsins benda til að hægt hafi á fjölgun íbúða í skammtímaleigu hér á landi í gegnum Airbnb. Slíkar íbúðir eru jafnan leigðar til ferða- manna. Flestar eru á höfuðborgar- svæðinu. „Gistieiningum á Airbnb fjölgaði mjög hratt árin 2015, 2016 og 2017. Miðað við gögn sem við höfum að- gang að hefur fjöldi þeirra staðnað síðustu mánuði. Þótt við greinum ekki fækkun er ljóst að þeim hefur fjölgað mun minna í vetur en und- anfarin ár,“ segir Ólafur Heiðar en bætir við að þeim geti fjölgað meira þegar líður að háannatíma. „Væntingar fólks til ferðaþjón- ustu hafa áhrif. Við sjáum merki um að það sé að hægja talsvert á ferða- þjónustu. Væntingar um hægari vöxt í ferðaþjónustu geta einar og sér valdið minni kaupþrýstingi á Airbnb-íbúðum. Við eigum eftir að sjá hvernig sumarið verður. Það er háannatíminn. Ef það dregur úr uppkaupum á íbúðum fyrir Airbnb mun það leiða til minni hækkana á íbúðamarkaði en ella.“ Skortur þrýstir upp leiguverði Samkvæmt vísitölu leiguverðs hjá Þjóðskrá er húsaleigan á uppleið. „Leiguverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það hefur t.d. hækk- að meira en laun. Það er auðvitað áhyggjuefni í ljósi þess að margir leigjendur eru nú þegar að greiða mjög stóran hluta af ráðstöfunar- tekjum sínum í leigu. Það skortir leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði,“ segir Ólafur Heiðar og rifjar upp að greiningaraðilar geri ráð fyrir 6-9% hækkun á nafnverði fasteigna að meðaltali á Íslandi í ár. „Almennt séð er samband á milli íbúðaverðs og leiguverðs. Við sáum íbúðaverð hækka talsvert hraðar en leiguverð í fyrra. Því þarf ekki að koma á óvart að leiguverð hækki nú tímabundið hraðar en íbúðaverð,“ segir Ólafur. Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir leiguverð á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa hald- ið í við fasteignaverð síðan 2016. „Verðþróun á fjölbýli er töluvert undir væntingum. Síðustu sex mán- uði hefur nafnverðið hækkað um rúmlega 1%. Það koma nýjar tölur um þróunina seinna í vikunni. Ef staðan verður svipuð erum við að horfa til hækkunar fasteignaverðs undir 5 prósentum milli ára. Ef sú þróun heldur áfram held ég að leigu- verðið muni nálgast þróun kaup- verðsins. Ástæðan fyrir því að leigu- verðið hefur ekki haldið í við fasteignaverðið er væntanlega hinar miklu hækkanir á kaupverði. Hrað- inn í hækkunum er svo mikill,“ segir Ari og bendir á að það sé alltaf leitni upp á við í leiguverði. Margir leigu- samningar séu verðtryggðir og margir samningar með ákvæði um að leiguverð hækki með tímanum. Fari að nálgast kaupverðið „Ef það dregur úr hækkunum á kaupverði er líklegra að leiguverðið nálgist það,“ segir Ari sem telur að- spurður ekki útlit fyrir að framboð nýrra íbúða muni slá á verðhækk- anir. T.d. sé hátt hlutfall nýrra íbúða í Reykjavík dýrar íbúðir miðsvæðis. „Söluverð nýrra íbúða á fermetra á höfuðborgarsvæðinu er 12% hærra en í gömlum íbúðum það sem af er árinu. Eftir því sem meira selst af nýjum íbúðum ætti það að hækka verðið. Þau áhrif koma þó ekki fram fyrr en með þinglýsingu eignanna.“ Ólafur Heiðar Helgason Leiguverðið heldur áfram að hækka  Frekari hækkunum spáð  Stöðnun í fjölda hótelíbúða Vísitala íbúða- og leiguverðs Höfuðborgarsvæðið janúar 2011 til mars 2018 200 180 160 140 120 100 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 ’18 Janúar 2011 = 100 Mars 2018 195,0 184,9 Mars 2014 128,1 132,6 Mars 2012 110,3 112,3 Mars 2016 149,7 152,4 Vísitala íbúðaverðs Vísitala leiguverðs Heimild: Þjóðskrá Íslands Ari Skúlason Ólafur D. Torfason, stjórnar- formaður Íslandshótela, segir vísbendingar um að nokkur fjöldi Airbnb-íbúða hafi verið tekinn úr skammtímaleigu í miðborginni að undanförnu. Eigendurnir hafi annaðhvort ákveðið að selja íbúðirnar eða setja þær í langtímaleigu. Íslandshótel hafi keypt slíkar einingar og sett í langtímaleigu, m.a. fyrir starfsmenn. Ólafur rekur þessa þróun til þess að samkeppni um gistingu fari harðnandi í miðborginni. Lítilsháttar fækkun sé í komum ferðamanna milli ára samhliða því sem framboð á gistirýmum hafi aukist. Þá þýði sterk króna að færri krónur fást fyrir þjón- ustu sem er seld í erlendri mynt í gegnum bókunarsíður. Þessir þættir og hækkandi rekstrarkostnaður, einkum launakostnaður, valdi því að leigusalar þurfi margar hótel- íbúðir til að reksturinn beri sig. Ólafur segir launataxta fyrir almennan starfsmann á hóteli hér á landi hærri miðað við tekjur af hverju herbergi en al- mennt gerist í öðrum löndum. Vísbendingar um fækkun HÓTELÍBÚÐIR Alþjóðamálastofnun Háskóla Ís- lands efnir til opins fundar á morgun þar sem kynntar verða fyrstu niðurstöður verkefnisins Landamæri og alþjóðavæðing, sem snýr að rannsóknum á landamær- um og landamærastefnum 15 ríkja víðsvegar um heiminn. Rætt verð- ur hvernig landamærastefnur eru í síauknum mæli að færast frá áherslu á föst svæðisbundin landa- mæri í átt að áherslu á virkni landamæranna í nýju samskipta- umhverfi landa. Gestur fundarins er Emmanuel Brunet-Jailly sem er prófessor í opinberri stjórnsýslu við Viktoríu- háskóla í Bresku-Kólumbíu í Kan- ada. Hann er einnig Jean Monnet- prófessor og forstöðumaður Evr- ópufræðaseturs háskólans. Fundurinn fer fram á morgun, frá kl. 12 til 13 í Odda 201 í Há- skóla Íslands, og er opinn öllum. Fjalla um landamæri og alþjóðavæðingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.